Morgunblaðið - 03.12.1991, Page 52

Morgunblaðið - 03.12.1991, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRÍÐJUDAGUR 3. DÉSEMBER 1991 fclk í fréttum HARD ROCIi CAFE - S. 689888 BY GGÐ AMINJAR Safnstjóri í Stykkishólmi Þóra Magnúsdóttir hefur verið ráðin safnstjóri Byggða- safns Snæfellinga sem verið er að byggja upp í Norska húsinu í Stykkishólmi. Hún á einnig að veita ráðgjöf við önnur söfn á Snæfellsnesi og vinna að skip- ulagningu þeirra. Byggðasafnið hefur fengið. ýmsa góða muni á undanförnum árum. Söfnun heldur áfram og sérstaklega væri aðstandendum þess akkur í því ef brottfluttir Snæfellingar létu vita af minjum sem þeir kynnu að eiga í fórum sínum og ættu heima á slíku safni. Þóra er að vinna að því að koma byggðasafninu í sýningarhæft ástand og miðar ágætlega. Norska húsið, sem var byggt árið 1828, hefur verið gert upp í sinni upprunalegu mynd og er þar gott húsrými fyrir safnið. Þar hafa verið haldnar málverkasýn- ingar bundnar umhverfinu. Byggðasafnið er starfrækt veg- um Héraðsnefndar Snæfellsness og Hnappadalssýslu. Arni Allir skammakrókarnir voru uppteknir svo kennarinn sendi mig bara heim. Ég hef unriið hjá sama fyrir- tækinu síðan ég kom hingað, Co- untry-Wide Bank og starfa sem aðstoðarskrifstofustjóri í veðdeild- inni þar. Eftir reynsluna af því, finnst mér kerfið í íslenskum bönkum dálítið gamaldags og þungt í vöfum. Bankar á Islandi ættu tii dæmis að lána til langs tíma vegna húsakaupa almenn- ings, ríkið á ekki að vera lána- stofnun, það er hlutverk bank- anna,” segir Sigurður. Þóra Magnúsdóttir safnvörður. Morgunblaðið/Árni Helgason Florída UTLÖND Islenskur bankamaður meðal andfætlinga Formaður íslendingafélagsins á Nýja Sjálandi heitir Sigurður Björnssonm en hann er búsettur með fjölskyldu sinni í stærstu borg landsins Auckland. Sigurður hefur verið búsettur syðra í 7 ár, en eins og fleiri landa langaði hann til að reyna eitthvað nýtt og sló til og flutti til Nýja Sjá- lands. Áður en leiðin lá þangað, starfaði Sigurður hjá Sambandinu og KEA. Eiginkona Sigurðar er nýsjá- lenzk og eins og margir fleiri kom hún til Islands til að vinna í fiski. Hún var á ferðalagi um Evrópu og dvaldi um tíma í London. Þar blossaði ævintýraþráin upp á ný og hún dreif sig í fiskvinnslu í Hrísey, en þaðan er Sigurður ætt- aður og þar lágu leiðir þeirra sam- an. En hvernig líkar Sigurði að búa með andfætlingum og hvernig hefur honum vegnað? „Ég hef verið hér í 7 ár og er ekki á heim- leið, enda nýkominn úr frí á ís- landi. Mér hefur liðið ágætlega og líkar vel loftslagið hér. Það á mjög vel við mig, einkum yfir sumarið. Þó finnst mér veturinn, sem reyndar er ekki nema þrir mánuðir, dálítið kaldur á köflum. Hitinn getur farið undir frostmark á köldustu vetrarmorgnunum. COSPER skamms tíma var álitin komin skemmstu leið beint frá guði. Mako litla tekur nú sitt sæti í röð krúnuerfingja og hreppir stólinn vafalaust seint eða aldrei. Kiki lét þess getið, er þau hjónin sýndu fréttamönnum Mako, að þau væru umhverfissinnar og Mako myndi notast við vistvænar bleyjur! Morgunblaðið/Björn Jóhannsson Sigurður Björnsson við KEA Street í Auckland. Kennedy-fjölskyldan gegn „konunni frá Júpíter” Florída. Frá ívari Guðmundssyni, frétta Það þóttu vafalaust sem. vatn væri borið í bakkafullan læk- inn er fréttaritari Morgunblaðsins (sem staddur er hér í einkaerindum) bættist í hóp þeirra 488 blaðamanna sem til þessa hafa verið skráðir til fréttaflutnings af réttarhöldum í „nauðgunarmáli aldarinnar” eins og það hefur verið kallað vegna þeirrar gífurlegu athygli sem það hefur vak- ið í Bandaríkjunum og raunar víðar. Réttarhöldin hófust á mánudag. Málið hófst með því að stúlka, sem er ógift móðir, kærði þrítugan lækn- isfræðinema, William Kennedy Smith að nafni, fyrir nauðgun. Ákærði er systursonur John F. Kennedy, fyrrum Bandaríkjaforseta. Að sögn ákærandans gerðist þetta um fjögurleytið aðfaranótt 30. mars sl. á ströndinni fyrir framan ættaróð- al Kennedy-fjölskyldunnar hér á West Palm Beach þar sem margir . milljónamæringar hafa reist sér bú- staði til vetrardvalar á sólríkri Florídaströnd. Forsaga málsins er sú að William Kennedy Smith hafði setið síðla ritara Morgunblaðsins. kvölds að drykkju á krá með móður- bróður'sínum, Edward Kennedy öld- ungadeildarþingmanni og öðrum frænda þeirra. Á kránni hittu þeir konuna sem kærði nauðgunina. Hún þáði heimboð „Wils” eins og lög- fræðingar hans hafa nefnt hann upp á síðkastið en talið er að sú nafnbót sé af ásettu ráði til að hafa jákvæð áhrif á væntanlega kviðdómendur málsins. Nafn stúlkunnar sem kærir nauðgunina hefur ekki verið birt en blöð og fréttastofur nefna hana „konuna frá Júpíter” en það er bær hér á Ströndinni sem gefur til kynna að hún sé frá því byggðarlagi. Willi- am Kennedy Smith neitar ekki að hann hafi haft kynmök við konuna en segir að það hafi verið af fijálsum vilja beggja. Hins vegar hefði hún reiðst er honum varð á „í ógáti og af klaufaskap” segir Smith að nefna hana nafni annarrar stúlku „Mic- helle” sem hann sagðist eiga stefnu- mót við. Er „konan frá Júpíter” sem hafðí ekið Will Smith til Kennedy- bústaðarins fyrr um kvöldið fór það- William Kennedy Smith. an tók hún með sér blómavasa, ljós- mynd í ramma og bréfsefni með nafni Kennedy-fjölskyldunnar. Kon- an heldur því fram að hún hafi tek- ið með sér þessa gripi til að sanna að hún hefði verið í Kennedy- bústaðnum því William Kennedy Smith hefði sagt að enginn myndi trúa henni segði hún frá nauðgun- inni. Hún hefði engin jarðteikn því til sönnunar að hún hefði verið þar. Kennedy-fjölskyldan hefir ekkert til sparað til varnar Wills. Fjöldi sérfræðinga, sem taka allt _að 2.000 dollara á tímann (120.000 ÍSK) fyr- ir rannsóknir sínar og ráðleggingar hefur verið ráðinn. Það hefur verið reiknað út að til þessa hafi Kennedy- fjölskyldan greitt sérfræðingum þessum sem svarar hálfri milljón dollurum (60 milljónum ÍSK). M ANNFJ OLGUN Prinsessa er fædd í Japan Akishino prins, næst elsti sonur Akihito Japanskeisara, eign- aðist fyrir skömmu dóttur með eig- inkonu sinni, Kiki. Barnið hefur verið skýrt Mako og því heilsast vel og allir eru sælir og ánægðir, prúðbúnir og í hátíðarskapi. Kiki prinsessa er einungis önnur konan af „almúgaættum” sem kvænist inn í keisarafjölskylduna sem til

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.