Morgunblaðið - 03.12.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.12.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1991 37 Mennmgar- og list- viðburðir á Norð- urlandi í desember Menningarsaintök Norðlendinga, taka saman upplýsingar um menningar- og listviðburði á Norðurlandi. Morgunblaðið mun birta mánaðarlega yfirlit samtakanna um fyrirhugaða tónleika, leiksýningar, myndlistarsýningar og aðra menningar- og listvið- burði í fjórðungnum. Fyrsta menningardagskráin fer hér á eftir: Tónleikar Föstudagur 6. desember: Tónlistarskóli Sauðárkróks kl. 20.00. Jólatónleikar nemenda. Sunnudagur 8. desember: Tónlistarskóli Sauðárkróks kl. 14.00. Jólatónleikar nemenda. Miðvikudagur 11. desember: Gamla skólahúsið Grenivík kl. 20.30. Jólatónleikar Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Föstudagur 13. desember: Akureyrarkirkja kl. 20.30. Lús- íuhátíð Karlakórs Akureyrar-Geys- is, stjórnandi Roar Kvam. Tónlistarskóli Siglufjarðar kl. 20.30. Jólatónleikar nemenda. Laugardagur 14. desember: Félagsheimilið Melar í Hörgárdal kl. 15.00. Jólatónleikar Tónlistar- skóla Eyjafjarðar. Miðgarður Skagafirði kl. 20.00. Jólatónleikar Tónlistarskóla Skaga- fjarðarsýslu. Akureyrarkirkja kl. 20.30. Lús- íuhátíð Karlakórs Akureyrar-Geys- is. Stjórnandi Roar Kvam. Sunnudagur 15. desember: Reykjahlíðarkirkja kl. 14.00. Jól- atónleikar Tónlistarskóla Mývatns- sveitar. Grundarkirkja kl. 14.00. Jólatón- leikar Tónlistarskóla Eyjafjarðar. 1929, Akureyri kl. 17.00. Styrktar- tónleikar Hljómskólans. Nemendur og kennarar skólans. Skemmti- kraftar, veitingar. Þriðjudagur 17. desember: Akureyrarkirkja kl. 18.00. A, B, C, D-blásarasveitir Tónlistarskól- ans á Akureyri. Stjórnendur Jacq- ueline Simm, Gordon Jack og Christopher Thornton. Miðvikudagur 18. desember: Félagsheimilið Hvammstanga kl. 21.00. Tónleikar Tónlistarfélags V-Húnvetninga. Theodóra Þor- steinsdóttir, sópran, Ingibjörg Þor- steinsdóttir, píanó. Fimmtudagur 19. desember: Akureyrarkirkja kl. 20.00. Jóla- tónleikar strengjadeildar Tónlistar- skólans á Akureyri. Sunnudagur 29. desember: Akureyrarkirkja kl. 17.00. Pass- íukórinn, stjórnandi Roar Kvam. Aðventukvöld Fimmtudagur 5. desember: Breiðabólstaðarkirkja kl. 21.00. Aðventukvöld Vesturhóps- og Vatnsnessókna. Sunnudagur 8. desember: Sauðaneskirkja kl. 15.00. Akureyrarkirkja kl. 20.30. Kór Akureyrarkirkju, Óskar Pétursson, tenór, Gordon Jack, trompet, stjórn- andi Björn Steinar Sólbergsson. Glerárkirkja kl. 20.30. Kór Gler- árkirkju, Hólmfríður Benedikts- dóttir, sópran. Strerigjasveit. Stjórnandi Jóhann Baldvinsson. . Grundarkirkja kl. 20.30. Kór Grundarsóknar, nemendur úr Tón- listarskóla Eyjafjarðar, stjórnandi Sigríður Schiöth. Siglufjarðarkirkja kl. 20.30. Kirkjukór Siglufjarðar, barnakór og kvennakór Siglufjarðar. Stjórnend- ur Antony Raley og Elías Þorvalds- son. Þriðjudagur 10. desember: Hóladómkirkja kl. 21.00. Ræðu- maður Sveinbjöm Eyjólfsson, skól- astjóri. Kór Hóladómkirkju, Pétur og Sigfús Péturssynir. Stjórnandi Rögnvaldur Valbergsson. Miðvikudagur 11. desember: Hvammstangakirkja kl. 20.30. Ræðumaður Jónas Þórisson, framkv.stj. Hjálparstofnunar kirkj- unnar. Kór Hvammstangakirkju, stjórnandi Helgi Olafsson. Fimmtudagur 12. desember: Grenjaðarstaðarkirkja kl. 21. Ræðumaður sr. Jónas Gíslason, vígslubiskup. Kór Grenjaðarstaðar- kirkju, nemendur tónlistardeildar Hafralækjarskóla. Stjórnandi Dagný Pétursdóttir. Munkaþverárkirkja kl. 20.30. Kór Munkaþverár- og Kaupangs- kirkju, nemendur úr Tónlistarskóla Eyjaíjarðar. Stjórnandi Þórdís Karlsdóttir. Föstudagur 14. desember: Kaupangskirkja kl. 20.30. Kór Munkaþverár- og Kaupangskirkju, nemendur úr Tónlistarskóla Eyja- fjarðar. Stjórnandi Þórdís Karls- dóttir. Grenivíkurkirkja kl. 20.30. Kór Grenivíkurkirkju, nemendur úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar, stjórn- andi Björg Sigurbjörnsdóttir. Sunnudagur 15. desember: Húsavíkurkirkja kl. 15.00. Ræðumaður Halldór Blöndal, ráð- herra. Kór Húsavíkurkirkju, barna- kór, hljóðfæraleikur, orgel og píanó. Juliet Faulkner. Stjórnandi Robert Faulkner og Line Werner. Reykjahlíðarkirkja kl. 21.00. Kór Reykjahlíðarkirkju. Ólöf Kolbrún Harðardóttir, sópran. Ásmundur Kristjánsson, tenór. Stjórnandi Jón Árni Sigfússon. Svalbarðsstrandarkirkja kl. 20.30. Kór Svalbarðsstrandar- kirkju, nemendur úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Stjórnandi Gunnar Gunnarsson. Akureyrarkirkja kl. 20.30. Jóla- söngvar fjölskyldunnar. Kór Mennt- askólans á Akureyri og hljóðfæra- leikarar. Stjónandi Hólmfríður Benediktsdóttir. Þriðjudagur 17. desember: Stórutjarnarskóli kl. 21. Að- ventukvöld Ljósavatnsprestakalls. Ræðumaður sr. Pétur Þórarinsson, einsöngur og kórsöngur. Fimmtudagur 19. desember: Laufáskirkja kl. 21.00. Kórsöng- ur og nemendur tónlistarskóla Eyj- afjarðar. Leiksýningar Bifröst, Sauðárkróki, 3. og 4. desember kl. 20.30. 6. des. kl. 21.00. 8. des. kl. 15.00: Leikfélag Sauðárkróks sýnir „Köttur á heitu blikkþaki” eftir Tenesse Williams. Leikstjórn Andr- és Sigurvinsson. Nýja Bíó, Siglufirði, miðvikudag- ur 4. desember kl. 20.30: Frumsýning „Margt býr í þok- unni” eftir W. Diner og W. Morem. Leikstjóri Ásgeir Sigvaldason. Sýn- ingar 6. des. og 7. des. kl. 20.30. Skúlagarður, laugardaginn 7. desember kl. 21.00. Félagsheim- ilið Raufarhöfn, sunnudaginn 8. deseinber kl. 21.00. Leikklúbburinn á Kópaskeri sýnir „Aldrei er friður” eftir Andrés Ind- riðason. Leikstjóri Sigurður Hall- marsson. Gagnfræðaskólinn á Akureyri, sunnudaginn 8. desember kl. 14.00 og 17.00. Barnaleikhópurinn „Norðurljós”, stjórnandi Örn Ingi. Listsýningar Safnaðarheimilið Akureyri, 3. og 4. des. kl. 14.00-19.00. 5.-8. des. kl. 14.00-21.30. Kristjana F. Arndal, myndlist. Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju, frá 10. desember. „Daglegt líf í Kangaamiút”. Sýn- ing á lit-ljósmyndum eftir Jytte og Preben Harkamp. Morgunblaðið/Rúnar Þór 18 milljónir fyrir þurrkaða hausa Fiskvinnslustöð KEA í Hrísey hefur gert sér um 18 milljóna króna verðmæti úr þurrkuðum hausum á þessu ári, en gert er ráð fyrir að framleiðslan í ár verði um 180 tonn. Á myndinni má sjá þá Kjartan og Sigurð sem vinna við þurrkun hausanna hjá Fiskvinnslustöðinni. Nefnd um framtíð Kristnesspítala: Kristnesspítali verði að sjálfstæðri stofn- un um næstu áramót NEFND sem heilbrigðisráðherra skipaði í ágúst síðastliðnum til að gera tillögur um tilfærslu Kristnesspítala frá Ríkisspítölunum og að koma á starfstengslum við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri hef- ur skilað tillögum, en í þeiin er gert ráð fyrir að Kristnesspítali verði gerður að sjálfstæðum spítala með sérstaka stjórn og fjárveit- ingu. I nefndinni voru Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri heilbrigð- isráðuneytis, Bjarni Arthúrsson framkvæmdastjóri Kristnesspítala, og Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri FSA. Auk þess sem gert er ráð fyrir eiga að gæta um framkvæmd heil- að spítalinn verði að sjálfstæðri stofnun, segir í tillögu nefndarinnar að leita verði samkomulags við hlut- aðeigandi sveitarfélög, hugsanlega héraðsnefnd Eyjafjarðar, um starf- semi sjálfstæðs spítala og þátttöku í fjárfestingarkostnaði. Þá kemur fram í tillögunni að ný stjórn taki til starfa um næstu áramót og að efnt verði til formlegs samstarfs milli Kristnesspítala, FSA, heilsu- gæslustöðvarinnar á Akureyri, öldr- unarþjónustu Akureyrar og annarra sem hlut eiga að máli og hagsmuna Yélsleða- og útilífskynning VÉLSLEÐA- og útilífskynning verður haldin í íþróttaskemm- unni á Oddeyri dagana 7. og 8. desember næstkomandi. Sýning verður á vélsleðum, út- búnaði og útilífsvörum, björgunar- sveitir munu kynna útbúnað sinn og kynning og þjálfun verður á nýj u G .P. S.-staðsetningartækj un- um. Nýjar árgerðir vélsleða verða sýndar auk jeppa og 4x4 jeppa og þá geta sýningargestir litið á sleða- kerru og tjaldvagna á skíðum. Tröll og jólasveinar verða á vappi um sýningarsalinn og börnum verð- ur boðið upp á ferðir í aftanísleða. Árshátíð Landssambands íslenskra vélsleðamanna verður haldin í Sjallanum laugardags- kvöldið 7. desember í tengslum við þessa sýningu. (FréttatilkynniiiK) brigðisþjónustu á svæðinu. Kristnesspítali hefur heyrt undir stjórn Ríkisspítala sem situr í Reykjavík og þótti nefndarmönnum rétt að stjórn spítalans færðist heim í hérað. Mikil uppbygging hefur orðið í starfsemi spítalans og breyt- ing á starfsemi, en mikil áhersla er nú lögð á endurhæfingu þar. Nauðsynlegt þótti því að heima- menn stýrðu þessum málum og hefðu þau til umfjöllunar, en ekki aðilar sem lítið koma nærri. Varðandi tillögugerðina stóð nefndin frammi fyrir þremur kost- um, í fyrsta. lagi óbreytt ástand, þ.e. að spítalinn yrði áfram undir stjórn Ríkisspítala, í öðru lagi til- færsla þaðan og að komið yrði á starfstengslum við FSA og í þriðja lagi að spítalinn yrði gerður að sjálf- stæðri stofnun sem starfaði í sam- vinnu við ýmsa aðila á svæðinu á svipuðu sviði. Valdi nefndin síðasta kostinn, enda þótti rekstri spítalans betur borgið í höndum þeirra sem hafa með höndum stjórn heilbrigðismála á svæðinu. Þá þykir einnig kostúr, að ekki þarf að hrófla við starfs- fólki vegna breytinganna, en það yrði áfram ríkisstarfsmenn í sam- ræmi við breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Ef tillagan verður samþykkt munu sveitarfélögin í Eyjafirði verða eigendur 15% fasteigna spít- alans og 15% búnaðar, en lagt er til að ekki komi til sérstakt end- urgjald fyrir það sem þegar er kom- ið upp, enda hafi ríkið aðeins lagt fram fé fyrir um helmingi kostnað- ar við uppbyggingu upphaflegra fasteigna spítalans, en hitt kom sem framlög heimamanna. Eðlilegt sé hins vegar að sveitarfélögin greiði 15% þess fjárfestingarkostnaðar sem til fellur í framtíðinni verði spítalinn sjálfstæð stofnun. BATUR TIL SOLU Til sölu er Bjargey II, EA-87, mjög vel búin tækjum en kvótalaus. Upplýsingar í síma 96-73132.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.