Morgunblaðið - 03.12.1991, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 03.12.1991, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1991 41 Kauphallarmótið í brids: Heimsmeistaram ir voru sterkastir á lokasprettinum son í síðustu umferðinni en þessi pör urðu í 1. og 3. sæti á Kauphallarmótinu. Það var oft líf og fjör í Kauphöllinni þar sem hlutabréf í pörun- um gengu kaupum og sölum. Brids Guðmundur Sv. Hermannsson Heimsmeistararnir Guðmund- ur Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson unnu á sunnudag til hæstu peningaverðlauna sem veitt hafa verið á innlendu bridsmóti þegar þeir sigruðu á Kauphallarmóti Bridgesam- bands Islands, Verðbréfa- markaðar Islandsbanka og Vífilfells. Heildarsigurlaunin voru G50 þúsund krónur og komu 133 þúsund í hlut spilar- anna sjálfra, en 517 þúsund í hlut þeirra sem keyptu hlut í þeim á uppboði fyrir mótið eða í kauphöll sem starfaði meðan á mótinu stóð. En fyrir utan Guðmund og Þorlák og Matthías Þorvaldsson og Sverri Ármannsson sem end- uðu í 3. sæti, náði ekkert þeirra para, sem dýrast voru seld, að skila arði. 26 pör tóku þátt í mótinu og voru þau öll boðin upp af Har- aldi Blöndal áður en mótið hófst. Aðalsteinn Jörgensen og Jón Baldursson voru eftirsóttastir og seldust á 200 þúsund krónur. Þeir seldust einnig fyrir hæstu upphæðina á þessu móti á síð- asta ári, 145 þúsund. Eftirspurn eftir þeim hefur því aukist um 38% milli ára, enda hafa þeir síðan orðið heimsmeistarar. Guðmundur Páll og Þorlákur seldust fyrir 150 þúsund krónur, heimsmeistararnir Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson fyrir 140 þúsund og Sverrir Ár- mannsson og Matthías Þorvalds- son og Karl Sigurhjartarson og Sævar Þorbjörnsson seldust á 120 þúsund krónur. Guðmundur Sveinsson og Valur Sigurðsson seldust á 120 þúsund og Björn Eysteinsson og Magnús Olafsson á 100 þúsund. Alls seldust pörin 26 fyrir 1.965.000 krónur en verðlaunaféð var um 2,2 milljón- ir króna, um 25% hærra en á síðasta móti. í raun voru boðin upp hluta- bréf í viðkomandi pörum og var algengt að hópar manna tækju sig saman um að bjóða í pörin og sumir keyptu í mörgum pör- um til að dreifa áhættunni. Eftir uppboðið var eigendum hluta- bréfanna frjálst að selja þau aft- ur hveijum sem var og á hvaða verði sem var, en gengi bréfanna hækkaði og lækkaði eftir því hvernig pörunum gekk. Verð- bréfamarkaður íslandsbanka sá um kauphöll þar sem verslað var með þessi hlutabréf og var oft líf og fjör í viðskiptunum en upplýsingar um kaup- eða sölut- ilboð, gengi og stöðuna í mótinu birtust jafnóðum á sjónvarpsskj- ám. Notaður var margfaldur sveitakeppnisútreikningur á mótinu, þannig að hvert par bar hvert spil saman við öll pörin sem sátu í sömu áttum. Þetta keppn- isform býður upp á miklar sveifl- ur þar sem ein geimsveifla gat kostað rúmlega 100 stig og þús- undfalda þá peningaupphæð. Sem dæmi um þetta má nefna, að í síðasta spili síðustu umferð- ar varð einum spilaranum á að gefa 5 hjörtu dobluð á meðan flestir aðrir spiluðu 4 hjörtu ódobluð sem unnust. Hefðu 5 hjörtu farið niður hefði parið fengið yfir 100 stig, en í stað þess tapaði það öðru eins. Þetta kostaði parið tvö sæti og um 100 þúsund krónur. Jón og Aðalsteinn tóku snemma forustuna en misstu hana til Matthíasar og Sverris. Á meðan voru Guðmundur og Þorlákur með rauða tölu, en um miðbik annarar lotunnar af þremur tóku þeir á mikinn sprett og skutust í annað sætið. í upphafi þriðju lotunnar náðu Sævar og Karl forustunni en þá fengu bræðurnir Kristján og Valgarð Blöndal risasetu og skutust í efsta sætið. Þessi fimm pör, ásamt Jakobi Kristinssyni og Pétri Guðjónssyni, og Júlíusi Siguijónssyni og Jónasi P. Erl- ingssyni, voru í efstu sætunum það sem eftir lifði mótsins. Úrslit í þremur síðustu setun- um voru ekki birt fyrr en í lokin og því ríkti mikil spenna þegar Helgi Jóhannsson las upp loka- stöðuna. Og þessi pör enduðu í verðlaunasætunum: 1. Guðmundur Páll Arnarson- Þorlákur Jónsson, 900 stig (verðlaunaupphæð: 650 þúsund, uppboðsverð 150 þúsund) 2. Jakob Kristinsson-Pétur Guð- jónsson 789 stig (verðlaunaupphæð 421 þúsund, uppboðsverð 75 þúsund) 3. Matthías Þorvaldsson-Sverrir Ármannsson 765 stig (verðlaunaupphæð 343 þúsund, uppboðsverð 120 þúsund) 4. Júlíus Siguijónsson-Jónas P. Erlingsson 607 stig (verðlaunaupphæð 239 þúsund, uppboðsverð 80 þúsund) 5. Kristján Blöndal-Valgarð Blöndal 556 stig (verðlaunaupphæð 221 þúsund, uppboðsverð 40 þúsund) 6. Aðalsteinn Jörgensen-Jón Baldursson 459 stig (verðlaunaupphæð 161 þúsund, uppboðsverð 200 þúsund) 7. Karl Sigurhjartarson-Sævar Þorbjörnsson 417 stig (verðlaunaupphæð 86 þúsund, uppboðsverð 120 þúsund) 8. Gylfi Baldursson-Sigurður B. Þorsteinsson 401 stig (verðlaunaupphæð 46 þúsund, uppboðsverð 50 þúsund) Ofangreindar verðlaunaupp- hæðir eru samtala spilaraverð- launa, arðs eigenda og umferðar- verðlauna sem eigendur þriggja stigahæstu para í hverri umferð fengu. í fyrstu umferðinni urðu efstir Sverrir-Matthías, Aðal- steinn-Jón og Karl-Sævar. í ann- ari umferð urðu efstir Guð- mundur-Þorlákur, Gylfi-Sigurð- ur og Kristján-Valgarð; og í þriðju umferð Sveinn Rúnar Ei- ríksson-Svavar Björnsson, Jak- ob-Pétur og Guðmundur-Þorlák- ur. Mótið fór fram á Hótel Loft- leiðum. Agnar Jörgensson var keppnisstjóri að venju, en Krist- ján Hauksson sá um útreikning. OG HANDKLÆÐI NÝKOMIN. HÁGÆÐAVARA FRÁ CANNON OG ffivMcrcsf* Jtu llb^-1 llL’i Stórhöfða 17, viö Gullinbrú sími 67 48 44 MAZDA 323 STATION NÚMEÐ ALDRIFI ! 1600 cc vél með tölvu- stýröri innspýtingu, 86 hö • Sídrif • 5 gírar • Vökva- stýri • Álfelgur o.m.fl. Verö kr. 1.099.000 stgr. með tyðvöm og skráningu. MAZDA - ENGUM LÍKURI SKÚLAGÖTU 59, S 61 95 50 Opið laugardaga kl. 10-14. SKIPHOLT119 SÍMI 29800 i I!■. ■ 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.