Morgunblaðið - 13.02.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.02.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1992 7 Apótekarafélag Islands: Hægt að ná fram auknum spamaði inn- an núverandi kerfis Apótekarafélag íslands skilar á næstunni skýrslu til heilbrigðis- ráðherra þar sem samanburður er gerður á núverandi lyfsölu- kerfi og fijálsu lyfsölukerfi, en eins og greint hefur verið frá hyggst heilbrigðisráðherra leggja frain frumvarp á Alþingi um að lyfsala verði gefin frjáls. Að sögn Guðmundar Reykjalín, fram- kvæmdastjóra Apótekarafélagsins, telja apótekarar að hægt sé að ná fram auknum sparnaði innan ramma núverandi kerfis, en þeir telja frjálsa lyfsölu hins vegar ekki leiða til sparnaðar þegar á heildina er litið. Staðgreiðsluafsláttur — afborgunarkjör 10% sérstakur afsláttur af öllum öðrum vörum _____________________ meðan útsalan stendur yfir 10.-15. febrúar Einar Farestveit&Co.hf. BORGARTÚN 28. SÍMI 622900 • NÆG BELASTÆÐI „Ráðherra hefur túlkað þetta sem einhvers konar tilboð um að við fáum að viðhalda núverandi kerfi. Hann er hins vegar ekki búinn að fá skýrsluna í hendur, en henni verður væntanlega skilað til hans eftir næstu helgi. í skýrsl- unni erum við með samanburð á núverandi kerfi og þeim fijálsu kerfum sem við þekkjum, en við teljum að þau markmið sem hann hefur sett í sambandi við sparnað við það að gefa lyfsöluna fijálsa náist ekki. Við bendum á leiðir sem hægt er að fara til þess að ná fram sparnaði innan ramma núverandi kerfís, og kannski túlkar ráðherra það á þann hátt að við séum tilbún- ir til að gefa eitthvað eftir til að fá að viðhalda þessu kerfi. Hann ræður hins vegar hvaða fyrirkomu- lag hann hefur á lyfjadreifing- unni,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að apótekarar væru í sjálfu sér tilbúnir til að takast á við það ef niðurstaðan yrði sú að lyfsala yrði gefin fijáls, en það hefði hins vegar sýnt sig í þeim löndum sem fijálsræðið væri hvað mest að jafnframt væri lyfjanotkun þar meiri. Þeir teldu að það myndi hf. kaupir Stjörnuna ÍSLENSKA útvarpsfélagið hf. hefur selt Kristilegri fjölmiðlun hf. útvarpsstöðina Stjörnuna. Kristileg fjölmiðlun tekur við rekstri útvarpsstöðvarinnar 1. mars næstkomandi en útsend- ingum útvarpsfélagsins var hætt kl. 17 í gær. Reiknað er með að fyrstu útsendingar nýrrar sjón- varpsstöðvar Islenska út- varpsfélagsins hf. verði í mars- mánuði. í fréttatilkynningu segir að Stjarnan hafi verið rekin í öðru húsnæði en aðrar deildir íslenska útvarpsfélagsins og þess vegna hafi verið erfitt um vik að ná fram eðlilegri rekstrarhagræðingu. Því hafi ýmsar leiðir verið skoðaðar áður en ákveðið hafi verið að taka tilboði Kristilegrar fjölmiðlunar hf. Þá segir að lokum: „íslenska útvarpsfélagið mun nú einbeita sér að því að halda áfram því starfi sem unnið hefur verið á Stöð 2 og Bylgjunni og jafnframt því að koma á fót nýrri sjónvarpsstöð, Sýn, sem verður eitt viðamesta verkefni' næstu vikna. Áætlað er að Sýn hefji útsendingar í mars- mánuði. Nú þegar eru hafnar til- raunasendingar með stillimynd á þeirri sjónvarpsrás sem Sýn verður á, VHF rás 6. Dagskrá Sýnar er enn í mótun, en fyrir liggur að um helgarsjónvarp með blönduðu efni verði að ræða.“ Hluthafar í Kristilegri fjölmiðlun hf. eru nú 160 talsins. einnig fylgja í kjölfarið hér, auk þess sem fjárfesting í lyfsölu myndi aukast. Þess vegna fengju þeir ekki séð að fijáls lyfsala í landinu myndi leiða til sparnaðar þegar á heildina væri litið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vinnupallar fjúka í Vesturbergi Hvassviðri gekk yfir sunnanvert landið í gærdag. Ekki er talið að veðrið hafi valdið umtalsverðu tjóni en það hafði þó meðal annars þær afleiðingar að vinnupallar fuku af þessu fjölbýlishúsi í Vesturbergi. Kristileg fjölmiðlun Tfifrapottar <f%0> fyrir örbylgjuofn Blomberg ofnar útstillingareldhúsi Blomberg úr útstillingareldhúsi Tatung örbylgjuofnar Buxnapressur, svartar og hvít Franskir pottar Blomberg bvottavél Tatung sjónvörp OKKAR VINSÆLA STÓRÚTSALA sem beðið hefur verið eftir er byrjuð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.