Morgunblaðið - 13.02.1992, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.02.1992, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRUAR 1992 47 VETUR KONUNGUR Vetur ríkir nú um allt land og skeytir lítt um fólk og fénað. Hvernig er gott ljóð? RVMINMRSUi Húsgögn - stólar, sófar, Montana hillueiningar. Gluggatjaldaefni, bútar gólfmottur, lampar o.fl. frá Jórti Þ. Haraldssyni. MIG langar að spyrja Brand Jóhann- esson kennara hvort hann hafi nokk- urn tímann reynt að skilgreina hug- takið ljóð? Ég held að það sé tjáning- arform — allt form hefur sína lögun og þannig er einnig með ljóðið, því er ætlað að falla að lögun ríms með höfuðstöfum og stuðlum. Frásagan þarf ekki að vera verri ef hún er sæmilega fram sett. Brandur fer hinum háðulegustu orðum um okkar bestu ljóðskáld, að mér virðist til að upphefja aðra. Mér þykir Brandur setja nokkuð ofan með ofstæki sínu þegar hann lýsir því yfir að öll þjóðin sé hafí lélegum ljóðasrhekk og að hann einn sé þess umkominn að segja hvað séu góð ljóð. Ekki veit ég hver hefur skipað hann í þá stöðu að fræða þjóðina um það hvað hún er heimsk hvað þetta varðar. En væri það til of mikils mælst að hann færði ein- hver rök fyrir máli sínu og segði okkur hver er munurinn á ljóði og frásögn í óbundnu máli? Hvað gerir frásöguna að ljóði? Eða á Ijóðið ekki að segja neitt til að geta heitið ljóð. Ég held að þú verðir að taka starf þitt svolítið alvarlegar, þú verður að gera þér grein fyrir því að þú ert í ábyrgðarstöðu sem kennari. Þú nefnir Ijóðskáld sem þú mælir með. En það er enginn velgjörningur við byijanda að setja hann í efsta bekk og láta hann svo falla á fyrsta prófí. En þessir menn eru ef til vill bara svo langt á undan sinni samtíð að við skiljum þá ekki. Er þetta ekki bara tímaskekkja? Ég vænti þess að þú gerir betri grein fyrir þínum ljóðasmekk þegar þú stingur niður penna í annað sinn til að sannfæra þjóðina um það hvað hún sé fávís. JÓN Þ. HARALDSSON, Torfufelli 33, Reykjavík. VELVAKANDI HVERNIG MÁ SPARA MEIRA? Karen Traustadóttir: EIGUM við einhverja fróða menn til að reikna það út hvað það kostar þjóðarbúið að halda uppi ríkisstjóm og hvað þjóðin getur gert til að losna við útgjöld með meiri sparnaði? Gaman væri að fá svar sem fyrst. JAKKITEKINN í MISGRIPUM frá Sigrúnu Baldursdóttur: AÐFARANÓTT nýársdags fór hún dóttir mínj hún Rósa, á dans- leik á Hótel ísland eins og þú. Hún var klædd sínu fínasta pússi og yfirhöfnin hennar var jólagjöfín frá mér til hennar, svargrái ullar- jakkinn með dökkbrúna loðkrag- anum. Hún skemmti sér mjög vel eins og ég vona að þú hafír gert. Húsið var fullt af fólki sem ykkur hefur vonandi fundist gaman að skemmta ykkur með. Þegar dans- leiknum lauk og hún og þú ætluð- uð að fara heim komst hún að því að hún hafði tapað kvittuninni fyrir geymslu á jakkanum sínum nýja og fína, hún varð því að bíða eftir að allir gestir hússins yfir- gæfu staðinn og þá yrði jakkinn hennar örugglega einn af þeim fáu flíkum sem eftir yrðu í fataheng- inu. Svo reyndist ekki vera, því rétt áður hafðir þú fundið kvittunina hennar og leyst jakkann hennar út, örugglega fyrir einhvem mis- skilning, og farið með hann heim. Rósa þurfti hinsvegar að f ara heim án yfirhafnar, sár og svekkt. A fyrsta degi ársins vomm við báðar leiðar yfír þessu atviki og ég er viss um að það hefur þú líka ver- ið og kannski það leið(ur) að þig hafi skort kjark til að leiðrétta þennan leiða misskilning. Nú bið ég þig að sjá að þér, svona á nýju ári, og færa okkur flíkina. Alltaf getur komið til að maður geri mistök og þá er einfaldast í heimi að leiðrétta þau og betr- umbæta sjálfan sig og sjá til að maður geri þau ekki aftur. Verum vinir, leiðréttu mistökin og veldu þér betri leið á nýju ári. Þú getur annaðhvort hringt í okkur í síma 43351 eða skilað jakkanum á Hótel ísland, viltu vera svo væn(n). SIGRÚN BALDURSDÓTTIR Lundarbrekku 10 200 Kópavogi KETTLINGAR TVO tveggja mánaða kassavana fresskettlinga vantar gott heim- ili. Upplýsingar í síma 672248. HEEVHLIS- SORPEYÐIR Hansína Gísladóttir: GREIN eftir Aðalstein Jónsson um svokallaðan heimilissorpeyðir birtist í Morgunblaðinu 9. janúar sl. Þetta virðist vera hið þarfasta heimilistæki og vil ég spyijast fyrir um hvort það sér fáanlegt hér á landi. SIEMENS K /Ccg// - og frvstitœki í miklu úrvali! H Lítiö inn til okkar og skoðið vönduð vestur-þýsk heimilistœki! Hjá SIEMENS eru gœði, ending og fallegt útlit ávallt sett á oddinn! SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SlMI 28300 Verðhrun Allt að 70% afsláttur Lækkum vörur okkur enn meira íþróttaskór - úlpur - samfestingar o.m.fl. Dæmi um verð: Áður kr.: Nú kr.: Barnaúlpa 5.995,- 2.995,- Lutha jakki 15.900,- 5.990,- Lutha úlpa 18.290,- 5.990,- Fullorðinsúlpa 8.990,- 4.990,- Lutha samfestingur 22.900,- 10.990,- Nýtt greiðslukortatímabil hafið Opið frá kl. 10-14 laugardag Dhummel^ SPORTBÚÐIN Ármúla 40, sími 813555

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.