Morgunblaðið - 13.02.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.02.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1992 Morgunblaðið/Þorkell Aðstandendur uppfærslu Óperusmiðjunnar og Borgarleikhússins á La Bohéme. Skekkja í áætlun enn fráleitari vegna minnkunar ráðhússins - segir í bókun sem Kristín A. Olafs- dóttir lagði fram í borgarráði KRISTÍN Á. Ólafsdóttir, borgarfulltrúi Nýs vettvangs, segir að skekkja við kostnaðaráætlun vegna byggingar ráðhúss sé enn fráleitari en ella, þar sem húsið í heild sé 3.000 fermetrum minna en upphaflega hafi verið samþykkt. Muni þar mest um minnkun bílakjallara. Þetta kom fram í bókun Kristín- ar á borgarráðsfundi á fimmtudag. Tilefni bókunarinnar var greinar- gerð aðstoðarborgarverkfræðings, sem lögð var fram á fundi borgar- ráðs 28. janúar. í bókun Kristínar Óperusmiðjan og Borgarleik- húsið frumsýna La Bohéme ÓPERUSMIÐJAN og Borgarleikhúsið hafa tekið höndum saman og vinna í sameiningu að uppfærslu óperunnar La Bohéme eftir Puccini sem er ein vinsælasta ópera óperuheimsins. Þetta er í fyrsta sinn sem ópera er sett upp í Borgarleikhúsinu, sem sérstak- lega er hannað með hljómburð í huga auk þess sem þar er mjög fullkomið leiksvið. Fjöldi tónlistarfólks stendur að sýningunni. Hljóðfæraleikarar verða flestir úr röðum Sinfóníu- hljómsveitar íslands. Hljómsveit- arstjóri verður Guðmundur Óli Gunnarsson sem verið hefur í framhaldsnámi í Finnlandi. Með helstu hlutverk fara Þorgeir Andr- ésson, Inga Backman, Ásdís Krist- mundsdóttir, Ingibjörg Guðjóns- dóttir, Jóhanna Linnet, Keith Re- ed, Sigurður Bragason, Stefán Arngrímsson, Jóhann Smári Sæv- arsson, Sigurður Steingrímsson og Ragnar Davíðsson. Auk þess mun Ójafur Bjarnason sem hefur verið í Óperunni í Reg- ensburg í Þýskalandi syngja J nokkrum sýningum í byijun maí. í sýningunni er þrjátíu manna blandaður kór auk tuttugu barna sem Árni Harðarson hefur æft. Leikstjóri er Bríet Héðinsdóttir og leikmyndahöfundur er Messíana Tómasdóttir. Frumýning verður í Borgarleikhúsinu 28. mars 1992. (Fréttatilkynning) segir að í greinargerðinni sé kostn- aður við ráðhúsbyggingu sagður hafa farið tæp 32% fram úr áætl- un og þá miðað við kostnaðaráætl- un í janúar 1989, talsvert eftir að framkvæmdir hófust. Þá segir í bókuninni: „Fyrsta skóflustungan var tekin 14. apríl 1988. Á fundi 1. október 1987 ákvað meirihluti borgarstjórnar að fara út í þessa framkvæmd. Þá var áætlað að byggingin kostaði 750 milljón krónur, eða framreikn- að til núvirðis (byggingarvisitala 184,8 stig, sbr. greinargerðina) 1354 milljónir. Kostnaðurinn virð- ist hins vegar ætla að verða rúm- um 1739 milljón krónum meiri, eða nær 130% hærri en áætlað var þegar ákvörðun var tekin um bygginguna. Skekkjan verður enn fráleitari þegar tekið er tillit til þess að húsið í heild er 3.000 ferm. minna en upphaflega var sam- þykkt. Munar þar mest um minnk- un bílakjallara. Ævintýraleg „skot út í loftið“ ætla að reynast Reyk- víkingum dýrt spaug.“ Sigurður Tómas Björgvinsson Nýr ritstjóri Alþýðublaðsins SIGURÐUR Tómas Björgvins- son, framkvæmdastjóri Alþýðu- flokksins, hefur verið ráðinn rit- stjóri Alþýðublaðsins í stað Ing- ólfs Margeirssonar er látið hefur af störfum við blaðið að öðru leyti en því að hann mun annast leiðaraskrif. Að sögn Ámunda Ámundasonar, framkvæmdastjóra útgáfufélags Alþýðublaðsins, er stefnt að því að stækka blaðið á næstunni. Áhersla verður lögð á fréttaskýringar og pólitísk skrif, en dregið verður úr innlendum fréttaskrifum og engar erlendar fréttir verða birtar. Sagði hann að ýmsir utanaðkomandi aðil- ar yrðu fengnir til að skrifa í blað- ið, en á ritstjórninni starfa tveír blaðamenn auk ritstjóra. AF INNLENDUM VETTVANGI EFTIR GUÐMUND SV. HERMANNSSON Hernaðarmannvirki á Islandi: NATO hefur greitt á 14. milljarð króna til hernaðarframkvæmda Hernaðarframkvæmdir 1983-1996 kosta 64 milljarða króna Atlantshafsbandalagið (NATO) hefur greitt rúma 13 ’milljarða króna á núvirði til byggingar varanlegra hernaðarmannvirkja á síðustu 40 árum. Af því hafa rúmir 7 milljarðar króna verið greiddir eftir 1983 en frá því ári hafa staðið yfir umfangsmiklar framkvæmdir á vegum Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli og víðar. Samkvæmt upplýsingum frá NATO hefur bandalagið lagt fram 57,767 milljónir svonefndra mann- virkjareikningseininga til varan- legra mannvirkja á Islandi frá 1950. Hver mannvirkjakostnaðar- eining jafngildir nú 3,951 Banda- ríkjadal og þessi upphæð svarar því til 13,4 milljarða króna á núver- andi gengi. Frá 1983 hefur bandalagið lagt fram 31,69 milljónir mannvirkja- reikningseininga eða 7,25 milljarða króna í mannvirkji á íslandi. Tals- verður kostnaður á enn eftir að koma að koma fram vegna þessara mannvirkja. Samkvæmt upplýsing- um frá vamarliðinu er áætlað að hernaðarmannvirkjaframkvæmdir árin 1983-1996 kosti 1,1 milljarð Bandaríkjadala, eða 64 milljarða íslenskra króna á núverandi gegni. Af því er áætlað að NATO greiði 60%, eða rúma 38 milljarða króna, en Bandaríkin 40% eða um 26 millj- arða króna. Inni í þeirri tölu eru framkvæmdir vegna Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Innan Atlantshafsbandalagsins er löng hefð að aðildarþjóðimar deili með sér kostnaði við að reisa varanleg hemaðarmannvirki sem nýtast bandalaginu sameiginlega. Aðildarríki NATO geta einnig reist slík mannvirki eingöngu til nota fyrir eigin her og þá greiða þau allan kostnað við framkvæmdina. En teljist mannvirkin til sameigin- legra NATO-mannvirkja er greitt fyrir þau sameiginlega af aðildar- ríkjum bandalagsins. Þótt hér á landi sé jafnan talað um mannvirkj- asjóð NATO er sá sjóður ekki til í raun heldur er um að ræða einskon- ar greiðslumiðlun. Þær þjóðir sem standa fyrir framkvæmdum, svo- nefndar gestgjafaþjóðir, fá milli- liðalaus framlög frá öðmm aðildar- þjóðum sem reiknuð eru út eftir ákveðnum reglum. ísland hefur ekki tekið þátt í þessari kostnaðardreifíngu heldur hafa Bandaríkin verið gestgjafa- þjóð gagnvart NATO þegar um er að ræða hernaðarmannvirki á Is- landi. Samkvæmt upplýsingum frá NATO hafa öll hernaðarmannvirki á íslandi verið reist á grundvelli vamarsamnings íslands og Banda- ríkjanna, hvort sem um er að ræða mannvirki sem Bandaríkjastjórn eða NATO hefur greitt fyrir. Til varanlegra hernaðarmann- virkja teljast meðal annars flugvell- ir, stjómstöðvar, ratsjárstöðvar, olíutankar og leiðslur, hafnir, eld- flaugaskotpallar, birgðageymslur og fleira í þeim dúr sem nauðsyn- leg er til heræfinga á friðartímum og hemaðar á ófriðartímum. Samkvæmt upplýsingum frá Vamarmálaskrifstofu utanríkis- ráðuneytis hefur NATO meðal ann- ars greitt kostnað vegna fram- kvæmda í Hvalfirði og flugbrauta- gerðar á Keflavíkurflugvelli, og eftir 1983 hefur bandalagið greitt stóran hluta af kostnaði við bygg- ingu ratsjárstöðva, olíuhafnar í Helguvík, akstursbrautar á flug- vellinum, styrktra flugskýla, elds- neytiskerfa og stjórnstöðvar svo eitthvað sé nefnt. Sem gestgjafa- þjóð greiða Bandaríkjamenn reksturskostnað og kostnað við framkvæmdir sem eru umfram staðlaða hönnun NATO. Árið 1954 var gert samkomulag milli íslands og Bandaríkjanna um að íslenskir verktakar, sem ríkis- stjórn íslands samþykki, skuli inna af hendi allar framkvæmdir sem þeir séu færir um fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Síðan hafa íslenskir aðalverktakar haft einka- rétt á þessari verktöku, hvort sem Bandaríkin ein, eða NATO, hafa greitt fyrir verkin. NATO gerir samt ráð fyrir að framkvæmdir við sameiginleg hernaðarmannvirki séu boðnar út á almennum mark- aði og þeir - sem bjóði lægst fái verkin. Hægt er þó að hafa annan hátt á verktökunni ef svonefnd greiðslu- og framkvæmdanefnd NATO samþykkir. Nokkur umræða hefur orðið hér- lendis hvort ísland eigi að taka þátt í þessum sameiginlegu útgjöld- um ef það gæti orðið til að bijóta upp það kerfi sem byggst hefur upp varðandi verktöku á Keflavík- urflugvelli. Ekki er ljóst hvaða út- gjöld væru þessu samfara þar sem reiknireglumar eru nokkuð á reiki. í stórum dráttum greinist greiðsluskiptingarkerfi NATO í ákveðna sérsviðskafla. Einn kaflinn er um flugvelli, annar um eldsneyt- iskerfí, sá þriðji um loftvarnarkerfí og fjórði um fjarskiptakerfi. Á sex mánaða fresti leggja gestgjafa- löndin fram fjárhagsskýrslur sem sýna útgjöld sex undanfarinna mánaða og kostnaðaráætlun næstu sex máiiaða. Á grundvelli þessara skýrelna ákveður yfirstjórn NATO framlög, sem aðildarríkin ýmist fá í sinn hlut eða greiða til sameigin- legra framkvæmda. Tvær nefndir hafa yfimmsjón með þessum málum. Annars vegar er svonefnd mannvirkjanefnd og hins vegar greiðslu- og fram- kvæmdanefnd. Mannvirkjanefndin tekur við tillögum frá þremur æðstu yfirmönnum herafla NATO, en þeir leggja mat á verkefni sem aðildarríkin vilja láta vinna og raða þeim verkefnunum í forgangsröð. Mannvirkjanefndin sér um að raða verkefnum niður í svonefndar sneiðar eftir því á hvaða árabili verkin eiga að vinnast, og áætlar hvað sneiðin muni kosta. Þegar samkomulag hefur náðst um heild- arupphæð sneiðarinnar er tillaga lögð fram í Atlantshafsráðinu. Sé hún samþykkt þar er komin fram formleg áætlun og á grundvelli hennar hefja einstök ríki undirbún- ing að því að bjóða verkin út. Gestgjafaríkin sjá um teikning- ar, úttektir og nánari kostnaðar- áætlanir, en hver framkvæmd er síðan samþykkt af greiðslu- og framkvæmdanefnd. Eftir það sjá þau um útboð verksins og fram- kvæmdimar og bera síðan kostnað af rekstri mannvirkjanna. Til að reikna út hlut aðildarríkj- anna í framkvæmdakostnaði hverr- ar sneiðar er stuðst lauslega við formúlu sem ákveðin var árið 1950. Þegar leitað var upplýsinga hjá NATO um hvað framlag Islands yrði, tæki landið þátt í þessari áætlun, var svarið að um það væri ómögulegt að segja. Framlag hvers lands væri ákveðið eftir samningaviðræður við, og með samhljóða samþykki hinna aðild- arlandanna. í samningaviðræðun- um væri venjulega tekið tillit til þjóðartekna viðkomandi lands, hvaða kostnað það þarf að bera sem gestgjafaland vegna sameiginlegra NATO framkvæmda, í hve miklum mæli landið sjálft muni nota við- komandi hernaðarmannvirki, og hvaða tekjum framkvæmdirnar muni skila innlendum iðnaði. En í grein eftir Björn Bjarnason þingmann Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðinu í janúar sl. kom fram, að samkvæmt athugun flokksins yrði hlutfall íslands af árlegu heildarframlagi væntanlega um 0,185% eða um 40 milljónir árlega miðað við framkvæmdir 1985-1990.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.