Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1993 Rekstrarafkoma Búnaðarbanka Islands 30 milljóna hagnað- ur eftir fímm mánuði 400 milljónir kr. lagðar í afskriftasjóð HAGNAÐUR Búnaðarbankans af rekstri fyrstu fimm mánuði þessa árs reyndist vera tæpar 30 milljónir króna, en þá höfðu mánaðar- Iega verið lagðar um 80 milljónir króna í afskriftasjóð Búnaðarbank- ans. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur bankinn aukið mánaðarlegar greiðslur í afskriftasjóð á þessu ári í 80 milljónir, en á sl. ári voru lagðar um 73 milljónir króna á mánuði í sjóðinn, eða samtals um 880 milljónir króna á árinu 1992. Stjórnendur Búnaðarbankans munu telja rétt að bankinn gæti fyllstu varfærni varðandi afskrifta- sjóð Búnaðárbankans og því munu þeir telja að mánaðarlegar greiðslur í afskriftasjóð bankans séu ríflegar. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er það mat stjórnenda Búnaðarbankans, að ekkert óvænt áfall vofi yfir bankanum, sem gefi vísbendingu um að bankinn þurfi að afskrifa miklar upphæðir. Ingvar Viktorsson verður bæjarstjóri SAMÞYKKT var á fundi fulltrúaráðs Alþýðuflokksins í Hafnarfirði i gærkvöldi að Ingvar Viktorsson bæjarfulltrúi taki við stöðu bæjar- stjóra af Guðmundi Áma Stefánssyni heilbrigðis- og tryggingaráð- herra þann 1. júlí. Aðal- og varafulltrúar Alþýðuflokksins í bæjar- stjórn tóku samhljóða ákvörðun um að mæla með Ingvari í stöðu bæjarstjóra á fundi sínum á þriðjudag og var sú niðurstaða kynnt á fulltrúaráðsfundinum í gærkvöldi og samþykkt þar með lófataki. Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Leikskólabörn íHlíðargarði íKópavogi LEIKSKÓLAR Kópavogskaupstaðar héldu árlega sumarhátíð sína í Hlíðargarði í gær í góða veðrinu, en þessi sumarhátíð er nú og hefur verið um árabil árleg skemmtan yngstu kynslóðarinnar í Kópavogi. Krakk- arnir fóru í skrúðgöngu í Hlíðargarð og félagar úr Leikfélagi Kópavogs voru skrýddir búningum krökkunum til skemmtunar. Tveir hópar voru í garðinum í gær, hvor á sínum tíma, og voru 300 til 400 krakkar í hvorum hópi. Sérstök dagskrá var og farið í leiki. Ingvar Viktorsson Tryggvi Harðarson bæjarfulltrúi, sem einnig hafði verið orðaður við bæjarstjórastöðuna, lýsti yfir stuðn- ingi sínum við Ingvar fyrir fund bæjarfulltrúanna á þriðjudag. Var full samstaða um þessa ákvörðun, að sögn Ingvars. Fulltrúar meirihlutans í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar munu því gera tillögu um að Ingvar Viktorsson verði kjörinn næsti bæjarstjóri í Hafnarfirði á fundi bæjarstjórnar næstkomandi þriðjudag. Ingvar Viktorsson hefur setið í bæjarstjóm Hafnarfjarðar frá árinu 1986. Sagðist hann í samtali við Morgunblaðið reikna með að hann muni leiða flokkinn í bæjarstjórnar- kosningunum að ári. „Mínar áhersl- ur eru þær sömu og fyrir sjö árum þegar ég gaf fyrst kost á mér á fram- boðslista flokksins sem em að gera Hafnarfjörð að sjálfstæðu sveitarfé- lagi og að við verðum sjálfum okkur nægir hér i Hafnarfirði," sagði hann. Magnús Gunnarsson, formaður VSÍ, um hugmyndir fjármálaráðherra Skattahækkanir fara ekki saman við kjarasamningana Stýrimannaskólinn____________ Undanfarin ár hefur stórlega dreg- ið úr aðsðkn að Stýrimannaskólan- um og nú skortir nemendur 15 Mikligaröur__________________ Mörg þúsund manns flykktust á útsöluna 16 Verökönnun___________________ Um 70% verðmunur er á framköll- unum og stækkunum 26 Leiöari Hraðakstur og alvarieg umferðar- slys 22 í dag Viðskipti/Atvinnulíf Dagskm ► Seltzer til bjargar íslensku ► Faðir gervihnattasamskipta - bergvatni? — Landsvirkjun með Leikkonan Geena Davis - Starfs- skuldabréfaútgáfu í Sviss - End- lýsingar kvikmyndagerðarmanna urskipulagning á Hótel Loftleið- - Samemingarafl sjónvarpsins - um - Fjárhagsstaða heimila B,óin í borginni MAGNÚS Gunnarsson, formaður VSÍ, segir að hugmyndir um skattlagningu á fyrirtækin sem leið til að draga úr fjárlagahal- lanum, séu öfugsnúnar miðað við það að gjöldum hefði verið létt af fyrirtækjunum fyrir skömmu til að gera þau samkeppnishæf. Þá segir hann að skattahækkanir fari ekki saman við nýgerða kjarasamninga og leggur til að skorið verði niður í yfirbyggingu hins opinbera. „Ég sé ekki hvar á að finna gjald- stofn sem er réttlætanlegur. Ég geri mér grein fyrir því að það þarf að taka á þessum málum, en við höfum lagt á það áherslu að það sé óhjákvæmilegt hjá ríkinu að það taki á sínum málum eins og fyrir- tækin eru að gera. Þau hafa verið að skera niður, sameinast og sam- ræma og hagræða í sinni starf- semi. Við höfum gengið á undan með umræðum um þessi efni og það er stefnt að sameiningu hags- munasamtaka í atvinnurekstrinum. Við höfum ásamt verkalýðshreyf- ingunni reynt að stuðla að samein- ingu lífeyrissjóða og hvatt til sam- ÖnUvegisbréfin skara fram úr einingar sveitafélaga. Það er líka ýmislegt í yfirbyggingu þjóðfélags- ins sem má taka á án þess að það sé beinlínis verið að skera niður þjónustu eða öryggi og við höfum í þeim efnum bent á hinn svokall- aða eftirlitsiðnað," sagði Magnús. Brotabrot af vandanum Hann kvaðst telja að hægt væri að spara og hagræða mjög mikið í ríkisrekstrinum áður en þyrfti að skera niður í velferðarkerfinu. „Víða má þó laga til í velferðarkerf- inu og það er jafnvél verið að borga út úr því peninga sem er óþarfi að greiða. Það má stórauka hagræð- inguna í mennta- og heilbrigðiskerf- inu, með sameiningu skóla og heilsugæslustöðva. “ „Kjarasamningarnir og skatta- hækkanir fara ekki saman og eru alls ekki í takt við það sem um er talað. Auk þess er það hálfbroslegt þegar talað er um nauðsynlegan niðurskurð og hann tengdur við kjarasamningana. Þeir eru ekki nema brotabrot af öllum þeim vanda sem er til staðar." INGVAR Gíslason, varaformaður og starfandi formaður útvarps- réttarnefndar, segir að nefndin hafi ekki lagalegt umboð til þess að ákveða útboð þeirra sjón- varpsrása sem til úthlutunar eru. Nefndin hefur ekki komist að niðurstöðu um það hverjir um- sækjenda um sjónvarpsrásir fá rásir, en Ingvar segir að af þeim gögnum sem nefndin hafi í hönd- um virðist sem Stöð 2 sé eini umsækjandinn sem hafi gert samninga við erlendar sjónvarps- stöðvar um heimild til endur- varps á efni þeirra. Hann segir að það sé skilningur útvarpsrétt- arnefndarmanna að slíkir samn- ingar séu skilyrði fyrir því að Ieyfi sé veitt. „Við höfum ekki lagalegt umboð til þess að ákveða útboð rásanna. Við ráðum þeim ekki og þetta er því ekki okkar mál, heldur Pósts og síma og samgönguráðherra," sagði Ingvar í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Við veitum einungis útvarpsleyfín, en enn er nokkuð í það að nefndin ljúki umfjöllun sinni um þær umsóknir sem fyrir liggja, þar sem þetta hefur reynst mun meira verk en upphaflega var áætl- að,“ sagði Ingvar. Ingvar sagði-jafnframt: „Að því er plögg sýna og þær upplýsingar sem fyrir okkur liggja, þá virðist svo vera sem Stöð 2 sé eini um- sóknaraðilinn sem hafí gert samn- inga við erlendar sjónvarpsstöðvar um leyfi til endurvarps á efni þeirra. Samkvæmt útvarpslögunum þá sýnist mér sem það sé nauðsynlegt skilyrði að hafa slíka samninga [ höndum, til þess að nefndin geti úthlutáð rás til endurvarps og að þeir sem sækja um rásir verði að sýna fram á það að þeir hafí samn- inga eða leyfí til slíks endurvarps á efni. Þeir upplýsa okkur um það á Stöð 2 að svo sé, en við höfutn ekkert rætt við þessar erlendu upp- runastöðvar." Ingvar sagði að vera mætti að einhverjir aðrir umsækjenda teldu sig hafa vilyrði erlendra stöðva fyr- ir leyfí til endurvarps, en það lægi ekki ljóst fyrir enn. --------------- Nafn manns- ins sem lést MAÐURINN sem lést í bílslysi á mótum Miklubrautar og Löngu- hliðar sl. mánudag hét Jakob Löve og var til heimilis á Laufás- vegi 73. Hann var fæddur 9. febrúar 1927. Jakob lætur eftir sig eigin- konu og fimm börn, það yngsta 19 ára. Ingvar Gíslason starfandi formaður útvarpsréttarnefndar Höfum ekki lagalegt umboð til að ákveða útboð rása

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.