Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1993 35 SAMmí SAMWkí SAMm (I BflM ÁLFABAKKA 8, SfMI 78 900 BICBCC( SNORRABRAUT 37, Sf Ml 11 384-252Íl" SACAr ÁLFABAKKA 8, SÍMI 78 900 o^-o w _ ____ _____ ___ _____ _____ METAÐSÓKNARMYNDIN OSIÐLEGT TILBOÐ Robert Redford, Demi Moore og Woddy Harrelson koma hér í mynd Adrian Lyne („Fatal Attraction") sem farið hefur sigurför um heiminn. „Indecent Proposal“ fór beint á toppinn í Bandaríkjunum, Bret- landi, Ástralíu, Ítalíu og Frakklandi...nú er komið að íslandi! „Indecent Proposal“ - Mynd sem nýtur sín best í THX hljóðgæóum! Sýnd kl. 5 - 7 - 9 -10.05 og 11.15 í THX NAINKVNNI UOTUR LEIKUR MEISTARARNIR LEIKFÖNG STUTTUR FRAKKI I llll II I III I III llll I I I III I I llll III III II I I III Bandarískur auðmaður ræktar íslenska hesta Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Mbl. DAN SLOTT heitir bandarískur auðkýfingur sem fengið hefur nær takmarkalausan áhuga á íslenskum hestum. Á stórum búgarði sem hann á í New York-ríki, heldur hann nú 22 íslenska gæðinga, og 2. júlí nk. fer hann í vikuferð til Islands m.a. til frekari hestakaupa. „Það er langt síðan ég hef átt eins fáa íslenska hesta og ég á nú, en ég hef selt talsvert af íslenskum hestum, enda vekja þeir æ meiri athygli og verða vin- sælli hér vestra. Þetta eru því vaxandi viðskipti í Bandaríkjunum,“ sagði Slott í viðtali við fréttaritara Mbl. „Tilgangur íslandsferðar minnar í byijun júlí er m.a. að ræða við ýmsa framá- menn í hrossarækt á íslandi m.a. stjórnarmenn í hrossa- ræktarsamtökum, og að kaupa hesta bæði til að eiga og endurselja hér. Kaupend- ur íslenskra hesta í Banda- ríkjunum eru bæði banda- rískir og kanadískir og gangverðið er 12-20 þúsund dollarar“ (frá tæpl. 800 þúsund ísl. kr. upp í 1,3 milljónir kr.) í för með Slott til Islands verður Kristján Kristjánsson, ráðgjafi hans og viðskiptafélagi. Pjöl- skylda hans stundar hrossa- rækt skammt frá Reykja- vík, að sögn Dan Slotts. Slott kvað uppeldisstöð sína fyrir íslenska hesta enn smáa í sniðum, en þar hefði uppeldi góðra afkvæma tek- ist vel. Þar er góður grað- hestur og nokkrar úrvals merar. Meðal gæðinga sem Dan Slott á er hestur er hlaut fyrstu verðlaun í fimmgangi á Landsmóti íslenskra hestamanna 1986 og nokkr- ir aðrir gæðingar sem hlotið hafa verðlaun á landsmót- um á íslandi. Dan Slott og Kristján Kristjánsson félagi hans munu eiga virkan þátt í hrossasýningunni i East Hampton á Long Island 30. ágúst til 6. september nk., en þetta er þriðja stærsta hrossasýning í Bandarikj- unum á þessu ári og verða alls sýnd 12-1.400 hross. Tvær sérsýningar verða þarna á íslenskum hestum undir stjórn Dan Slotts og Kristjáns Kristjánssonar. Dan Slott hefur lagt mik- ið fé í að koma upp stofni íslenskra gæðinga og er eftir því tekið. Til fróðleiks má geta þess að eiginkona hans er útgefandi hins kunna tímarits Town and Country, sem er í hópi dýr- ustu og best gerðu tímarita Bandaríkjanna. TOPPMYNDIN f E VRÓPU f DAG NÓG KOMIÐ MICHAiL DOUGLAS Th« odventurss of Toppmyndin í Evrópu í dag, „Falling Down“. Myndin segir frá manni, sem fær sig fullsaddan af ringulreið og stressi stórborgarinnar og tekur til sinna ráða. „Mögnuð mynd! Douglas er ótrúlegur og Duvall frábær." - Joel Slegel - Good Morning America. Aðalhlutverk: Michael Douglas, Robert Suvall, Barbara Hershey og Rachel Ticotin. Framleiðendur: Arnon Milchan og Arnold Kopelson. Leikstjóri: Joel Schumacher („Flatliners, Lost Boys"). Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd i Bíóborginni kl. 4.50, 7, 9 og 11.15. Sýnd í Saga-bíói kl.4.50,7,9 og 11.15. SUMMERSBY ‘unforgettable: RICHARD ) O D l E CKRE IDSIfR SommersbY Sýnd kl. 5,7,9 og 11.05. SPILLTILÖGREGLU- Óskarsverðlaunamyndir FORINGINN KONUILMUR m l ." • 1 -v i SCENT % WOMAN Sýnd kl. 5,7 og 11.15. B. i.16ára. Sýnd kl. 8.50. Síðustu sýn. fADTAIil BAU V#4Jr IMIrl KvN Sýnd kl. 5. LLLLLL 11iiiiiiiiiiii 111 n iii Víterkurog O hagkvæmur auglýsingamiðill! Ferðir og fræðsla á Þingvöllum ÞJOÐGARÐURINN á Þingvöllum efnir til gönguferða og skoðunarferða um helgar. Reynt er að koma til móts við þarfir bæði hinna eldri og yngri. Laugardaginn 26. júní verður barna- samvera í Hvannagjá kl. II og tvær lengri gönguferðir kl. 13; önnur í Skógarkot og Vatns- kot og hin ævintýraferð um suðurgjár. Kl. 14 mun Þórarinn Þór- arinsson ganga um þinghelgi og skýra hugmyndir sínar um skipulag þings til forna. Þá mun einn starfsmanna þjóðgarðsins setja upp stutt- an brúðuleik fyrir börn í Hvannagjá kl. 16.30. Nýting leikbrúða við fræðslu er nýj- ung í starfi þjóðgarðsins. Á sunnudag verður guðsþjón- usta í Þingvallakirkju kl. 14, stutt gönguferð í og við Hvannagjá kl. 15.30 og sam- vera fýrir börn kl. 15.30. Sunnudaginn 27. júní er Veiðidagur fjölskyldunnar og því hægt að veiða ókeyp- is í Þingvallavatni. Fólk er hvatt til að taka þátt í ferð- um og samverum, taka ung- viðið í barnasamveru og njóta Þingvalla. Minnt skal á að tjaldsvæði eru opin og ítrekað að ölvun er strang- lega bönnuð. Upplýsingar um ferðir og staðsetningar eru gefnar í Þjónustumið- stöð. Þar er einnig hægt að kaupa tjald- og veiðileyfi. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.