Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1993 l.vjnnjnour! Kostnaður hins opinbera vegna sjúkrahúsa frá 1988 Útgjöld hafa lækkað um 6 þús. kr. á mann Greiðslur til framhaldsskóla eru nú átján þúsund krónur á hvern Islending en voru 11.600 krónur árið 1980 Alm. sjúkrahús 53,2 Opinber útgjöld til heilbrigðismála 1980-92 í þús. kr. á mann á verðlagi 1991 15,2 þús. Öldrun og 5,7 þús. endurhæfing Mrfog 6,2 Þús. hjálpartæki '82 '84 '86 '88 '90 '92 r80 ’82 ’84 ’86 '88 '90 '92 J7,4þús. Önnur heilbrigðisþjónusta 5,1 llAÍIei.naaela 2.8Þús. þús. '80 '82 '84 '86 '90 '92 '82 '84 '86 '88 '90 '92 ’80 '82 ’84 '90 '92 Opinber utgjold til felagsmala 7,3 __.......... . _______________ Atvinnuleysisbætur þús 1980-92 i þus. kr. a mann a verðlagi 1991 50,0 Dagvistun, 14,5 '80 '82 '84 '86 '88 '90 '92 ^ dvalarheimili o.þ.h. ^ . n ö.U 35,1 þís. 7,7 þús. Málefni fatlaðra 3,3 þús. Elli-, örorku- og '82 '84 '86 '88 '90 '92 '80 '82 '84 '86 '88 '90 '92 12,7 ekkjulífeyrir Sjúkra-, mæðra- 70 Önnur félagsmál 10 —------------—------ og örorkubætur t*ls - 7,6 þus. '80 '82 '84 '86 '88 '90 '92 '80 '82 '84 '86 '88 '90 ’ '92 '8 0 '82 '84 ’ '86 ’ ’88 ' '90 ' '92 Opinber útgjöld til fræðslumála 1980-92 í þús. kr. á mann á verðlagi 1991 Heimild: Þjóðhagsstognun Framhalds- Grunnskólastig L° skólastig 17,9 þús. '82 '84 '86 '88 ’90 '92 10,4 þús. 0 & k. A i I I 1 1 Bcl I Háskólastig 10- 6,6 þús. Önnur fræðslumál ^ —,—,—,—, , . ..| | —t ■■ I-"I ."t ".| I- I I l'-l I—>—H—I—I '80 '82 '84 '86 '88 '90 '92 '80 '82 '84 '86 '88 '90 '92 '80 '82 '84 '86 '90 '92 ÚTGJÖLD ríkis og sveitarfélaga til heilbrigðismála hafa aukist úr 67 þúsund krónum á hvern Islend- ing árið 1980 i um 103 þúsund kr. á mann árið 1992, (reiknað á verð- lagi ársins 1991). Kostnaður vegna sjúkrahúsa var rúmlega 53 þús. kr. á mann árið 1992, sem er nokk- ur lækkun frá árinu 1988 þegar hann var mestur eða rúmlega 61 þús. kr. á hvern mann. Kostnaður vegna heilsugæslu var ríflega 17 þús. kr. á mann 1992 samanborið við um 10 þús. kr. árið 1980 og kostnaður vegna öldrunar- og endurhæfingar var rúmlega 15 þús. kr. sem er tæplega 10 þús. kr. aukning á hvern mann frá 1980. Útgjöld á mann vegna lyfja og hjálpartækja hafa hækkað á umræddu tímabili úr 6.200 kr. í rúmar 12 þús. kr. Þessar upplýs- ingar má finna í nýútkomnu riti Þjóðhagsstofnunar um búskap hins opinbera frá 1980. í riti Þjóðhagsstofnunar kemur fram að útgjöld hins opinbera til al- mannatrygginga og velferðarþjón- ustu hafa aukist sem hlutfall af landsframleiðslu úr 4,8% árið 1980 í rúmlega 7% árið 1992. Um er að ræða ýmsar tekjutilfærslur s.s. vegna elli, örorku, tekjumissis og atvinnuleysis og velferðarþjónustu sveitarfélaga og ríkis vegna barna, fatlaðra og aldraðra. Hafa útgjöld vegna sjúkra-, mæðra- og örorkubóta aukist á þessu tólf ára tímabili úr 2.100 kr. á hvern mann árið 1980 í 7.000 kr. árið 1992, skv. bráðabirgðatölum fyrir það ár. Kostnaður á hvern mann vegna elli-, örorku- og ekkjulífeyris hefur aukist úr 35 þús. kr. 1980 í 50 þúsund kr. árið 1992. Atvinnuleysisbætur námu 1.800 kr. á hvern mann árið 1982 en kostnaðurinn var kominn í 7.300 kr. tíu árum síðar. 38 þús. kr. á mann til grunnskóla Útgjöld ríkis og sveitarfélaga til fræðslumála hafa aukist að magni um 44% á mann frá árinu 1980 til 1992, skv. samantekt Þjóðhagsstofn- unar. Helmingur opinberra fræðslu- útgjalda fer til grunnskólastigsins, rífiega 23% tii framhaldsskóla og um 14% tii háskóla. Afgangurinn, um 14%, fer til námslána og í ýmsan stjómunarkostnað. Hafa útgjöld hins opinbera til fræðslumála aukist úr um 57 þúsund krónum á mann árið 1980 í um 84 þúsund kr. árið 1992. Grunnskólinn kostaði þannig hvern íslending um 38 þúsund krónur árið 1992 en rúmlega 30 þús. árið 1980, framhaldsskólar kostuðu um 18 þús- und samanborið við tæp 12 þús. 1980 og háskólastigið ríflega 10 þúsund kr. samanborið við 6.600 kr. árið 1980. Doktor í ónæmisfræði ÁSGEIR Haraldsson, barnalækn- ir, varði doktorsritgerð í ónæmis- fræði í apríl sl. Vörnin fór fram við háskólann í Nijmegen í Hol- landi. Andmælendur voru tólf frá fjórum háskólum, þar á meðal var Helgi Valdimarsson prófessor í ónæmisfræði við Háskóla Islands. Sjö andmælendanna lögðu fram spurningar við vörnina. Ritgerðin ber heitið „Immunoglob- ulin light chain ratios in health_ and disease — a paediatric study“. í rit- gerðinni er lýst rannsóknum á mót- efnum í líkama heilbrigðra barna og sjúkra. Mótefni eru mikilvæg í bar- áttu ónæmiskerfisins gegn ýmsum sjúkdómum. Þau eru mjög sérhæfð og eru mismunandi mótefni mynduð gegn ógrynni mismunandi veira og baktería. Þegar slíkt mótefni binst bakteríu eða veiru í líkamanum, örv- ast ónæmiskerfið og leggur til atlögu við sýkingarvaldinn. Mótefni eru af fimm mismunandi gerðum, það er ónæmisglóbúlín G, A, M, E og E. Þau eru samansett úr fjórum svokölluðum keðjum, tveimur þungum keðjum og tveimur léttum keðjum. Þungu keðjurnar ákvarða ýmsa eiginleika mótefnanna og tegund, það er ónæmisglóbúlín G, A, M, D eða E. Léttu keðjurnar eru af tveimur mismunandi gerðum, kappa eða lambda. Ákveðnir hlutar léttu og þungu keðjanna geta verið mjög margbreytilegir og geta greint mismunandi bakteríur og veirur. Rannsóknin beindist fyrst og fremst að léttu keðjunum, kappa og lambda. Ákveðnir hlutar léttu og þungu keðjanna geta verið mjög margbreytilegir og geta greint mis- munandi bakteríur og veirur. Rannsóknin beindist fyrst og fremst að léttu keðjunum, kappa og lambda. í upphafí rannsóknarinnar tókst að þróa nákvæma mæliaðferð til að mæla hlutfall léttu keðjanna í mismunandi tegundum mótefna. I framhaldi þess voru aldursstöðluð viðmiðunargildi fundin fyrir böm og fullorðna. Loks var hlutfall léttu keðjanna rannsakað í ýmsum hópum sjúklinga, þar með talið bömum með ónæmisgalla, börnum með sjálfsónæmissjúkdóma og börnum með flogaveiki. Niðurstöður rann- sóknarinnar hafa birst í ýmsum al- þjóðlegum tímaritum. Ásgeir Haraldsson lauk námi frá Dr. Ásgeir Haraldsson. Háskóla íslands 1982. Frá árinu 1986 stundaði hann nám við háskóla- sjúkrahúsið í Nijmegen í Hollandi og starfar nú sem barnalæknir og ónæmisfræðingur við Háskóia- sjúkrahúsið í Leiden í Hollandi. Ás- geir er sonur Haraldar Ásgeirssonar verkfræðings og Halldóru Einars- dóttur húsmæðrakennara. Hann er kvæntur Hiidigunni Gunnarsdóttur grafískum hönnuði og á þijú börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.