Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1993 9 Sérstæðar og sígildar bækur FOLKIÐI FIRÐINUM • 612 Ijósmyndir með 750 æviágripum eldri Hafnfirðinga. • Þrjú bindi komu út. Bækurnar fást enn á gömlu verði en það hækkar 1. júlí nk. vegna virðisaukaskatts. Sölustaður: Austurgata 10, Hafnarfirði, s. 50764. TEXTI OG MYNDIR: ÁRNI GUNNLAUGSSON SÍÐUSTU DAGAR Gerið góð kaup - Ótrúlegt verð! & benelíon] MARKAÐURINN Skipholti 50c - Opið frá kl. 12.30-18.00 Auglýsing um merki fyrir Samiðn, samband iðnfélaga Miðstjórn Samiðnar, samband iðnfélaga, aug- lýsir eftir merki fyrir samtökin. Samiðn er sam- tök félaga og deilda launafólks í iðnaði. Þær starfsgreinar sem eiga aðild sambandinu eru: Málm- og byggingariðnaður ásamt garðyrkju. Merkið” þarf að hafa víða skírskotun og vera einfalt í sniðum. Greiddar verða 50.000 kr. fyr- ir þá tillögu sem valin verður sem merki samtak- anna. Senda skal tilllögur til Samiðnar, Suður- landsbraut 30, 108 Reykjavík. Skilafrestur er til 15. ágúst nk. Frekari upplýsingar veittar í símum 686055 og 813011. Vinnumarkaður í ójafnvægi Framreikningur byggður á stöðnun í atvinnulífi --------------------------------------165 ooo 160.000 155.000 150.000 145.000 140.000 t---1-----1----1------1----1----1—----r 135.000 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 Þörfin: 20.000 ný störf næstu sjö árin! Fólki á vinnualdri hefur fjölgað um sextán þúsund frá árinu 1986. Á sama tíma hefur heilsársstörfum fækkað um eitt þúsund. Mannfjöldaspár gera ráð fyrir því að fólki á vinnualdri fjölgi um tólf þúsund fram til aldamóta. Þegar sú tala er lögð við fjölda atvinnulausra nú fæst sú niðurstaða að allt að 20.000 ný störf þurfi að verða til í þjóðarbúskapnum næstu sjö árin, svo hér verði full atvinna um aldamótin. 148.000 Is- lendingar á vinnualdri Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvænida- stjóri Vinnuveitendasam- bands ísiands, segir m.a. í fréttabréfi VSÍ, Af vett- vangi: „I síðustu vinnumark- aðskönnun Hagstofunn- ar kemur fram að fólk í fullu starfi er um 99.000 og tæplega 33.000 í hlutastarfi. Samtals eru þvi 132.000 manns á vinnumarkaðinum í fullu starfi eða hlutastarfi og hefur þeim fækkað um 2.500 á einu ári. Síðan kemur hópur fólks, 8.500 manns, með óskilgreind- an vinnutíma. Atvinnu- lausir voru um 7.700 manns og hafði þeim fjölgað um 3.300 á einu ári. Samanlagt telur því vinnumarkaðurinn á Is- landi 148.000 einstakl- inga með mis mikla vinnuþátttöku". Fólki á vinnu- aldri fjölgar um 12.000 næstu 7 árin „Mannfjöldaspár gera ráð fyrir að íslendingum íjölgi um 20 þúsund fram tíl aldamóta og verði þá orðnir 283 þúsund. Sam- kvæmt því mun fólki á vinnumarkaðinum fjölga um 12 þúsund manns, eða úr 148 þúsund í 160 þús- und. Þegar þessi tala er lögð við fjölda atvinnu- lausra nú, fæst sú niður- staða að allt að 20 þúsund ný störf nettó þurfa að bætast við næstu sjö árin til þess að við búum við fulla atvinnu um alda- mót“. . 23.000 at- vinnulausir um aldamótin „En hver verður þró- unin í fjölda starfa á komandi árum. Ef til vill er rétt að miða svartsýn- ustu spána við nánast sömu framleiðslu og árið 1992, þ.e. að 270 þúsund tonn veiðist af þorski, að annar afli verði svipaður og önnur framleiðslu- og þjónustustarfsemi muni halda sínum hlut en ekki meira en það. Jafnframt fjölgi störfum í opinberri þjónustu. Á þessum grundvelli má áætla gróflega að störfum á almennum vinnumarkaði fækki um 7 þúsund en störfum hjá hinu opinbera fjölgaði um liðlega 4 þúsund. Gangi þessi þróun eftir verður vinnumarkaður- inn í miklu ójafnvægi (sjá mynd). Vinnuaflsfram- boð hefur vaxið jafnt og þétt en á sama tima hefur eftirspurn farið minnk- andi. Um aldamót má áætía að framboð vinnu- afis verði 160 þúsund og því 23 þúsund manns án atvinnu, sem væri um 14% atvinnuleysi." Hvað þarf til að halda nú- verandi kjör- um? „En það er ekkert lög- mál að hér ríki kyrrstaða í atvinnulífinu. Vonandi tekst að takmarka sókn- ina í þorskstofninn á næstu árum þannig að hann nái að skila 350-400 þúsimd tonnum árlega um aldamótin. Aðild okk- ar að Evrópska efna- hagssvæðinu gætí leitt til þess að meiri verðmætí fáist úr þeim afia sem á land kemur. Ef til vill verður einnig fjárfest í stóriðju á næstu árum og þar með sköpuð ný at- vinnutækifæri og erlend- um ferðamönnum gæti fjölgað jafnt og þétt allan áratuginn. Ef allt þetta gengi eft- ir dygði það þó einungis til þess að við héldum okkar hlut í samanburði við aðrar þjóðir, sé mark takandi á spám alþjóða- stofnana um 3% hagvöxt í iðnríkjunum næstu ár- in... Sé litíð á ofangreind svartsýnis- og bjartsýnis- dæmi sem ytri mörk lík- legrar þróunar er niður- staðan sú að um næstu aldamót gætí ástandið á vinnumarkaðinum orðið allt frá fuliri vinnu til 14% atvimiuleysis. Hver niðurstaðan verður er að miklu leyti á okkar valdi..." HIRÐIR EINHVER UM RUSLIÐ? Hiráir útvegar þér ruslagáma og ílát af öllum stærðum og gerðum. Hafðu samband! HIRÐIR I UMHVERFISÞJQNUSTAl 67 68 55 HÖFÐABAKKA 1, 112 REYKJAVÍK s SUMIR HAFA EKKI HUGMYND UM ÞAÐ. EN ÞU? Ef þú nauðhemlar eða dregur snögglega úr hraða bif- reiðarinnar, án tilefnis vegna umferðar, og ekið er aftan á bifreið þína er óvíst að þú fáir tjón þitt að fullu bætt. Samkvæmt 2. málsgrein 17. greinar umferðarlaga skal sá, sem dregur snögglega úr hraða ökutækis eða stansar, gæta þess að það skapi ekki hættu eða óþarfa óþægindi fyrir aðra. Tillitssemi í umferðinni er allra mál. 8 1 SJOVADlluALMENNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.