Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1993 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú ferð hægt af stað, en kemst á fulla ferð þegar líður á daginn, en þá nær vinnu- gleðin tökum á þér. Hagur þinn vænkast. Naut (20. apríl - 20. maí) Þótt vinur valdi þér von- brigðum verður dagurinn skemmtilegur. Ástin og ánægjan verða í fyrirrúmi þegar kvöldar. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 4» Gömul vandamál skjóta upp kollinum á ný. Þú ert með áform á pijónunum um um- fangsmiklar breytingar á heimilinu. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HS8 Félagi þinn kemur þér á óvart í dag. Hugmyndir þínar fá hljómgrunn hjá ráða- mönnum. Þú kemur miklu í verk. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Taktu enga skyndiákvörðun í fjármálum og varastu óþarfa eyðslu. Ef þú einbeit- ir þér afkastar þú miklu í einrúmi í dag. Meyja (23. ágúst - 22. september)^^ Þú vilt fara nýjar leiðir en þarft að eiga gott samstarf við aðra. Barn kemur þér á óvart. Þú nýtur þín í mann- fagnaði í kvöld. Vog (23. sept. - 22. október) Líttu fram á við, ekki á það sem liðið er. Verkefnin eru næg, og þér tekst að ljúka sumum þeirra farsællega í dag. Sporödreki (23. okt. - 21. nóvember) Misskilningur getur komið upp milli ástvina. Þér berast fréttir frá fjarstöddum vin- um. Reyndu að komast hjá deilum. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) Frumkvæði þitt skilar góðum árangri í starfi. Of nýstárleg- ar hugmyndir geta þó leitt til ágreinings milli vinnufé- laga. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Félagar eiga gott samstarf í dag. Láttu ekki utanaðkom- andi afskipti koma þér úr jafnvægi. Ferðaáætlanir breytast lítillega. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) AHt ætti að ganga þér í hag í vinnunni í dag. Nú er rétti tíminn til að huga að fjár- festingu, þó ekki með skuldasöfnun. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Sk Sumum gæti þótt þú vilja ráða of miklu, svo réttast væri að hlusta á þeirra tillög- ur. Njóttu kyöldsins með ást- vini. Stjörnusþána á að lesa sem dægradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. GRETTIR TOMMI OG JENNI FERDINAND SMÁFÓLK YES, SlR, MR. PRINCIPAL-.. MY TEACHER SAlP I SHOULP fDME TALK iuith you it's Já, herra skólastjóri...kennarinn minn sagði að ég ætti að tala við þig ... það er um einkunnirnar mín- ar... I GOT A ''P-MINUS'' ON ALL 5EVEN.0F CUK LA5T TE5T5..IF THAT POESN’T AVERA6E OUT TO AN "A," U)HAT DOE57 Ég fékk „D-mínus“ á öllum sjö síð- ustu prófunum...ef það er ekki „A“ að mcðaltali, hvað nægir þá? '{ou're a principal, anp YOU NEVER TOOK MATH? Þú ert skólastjóri, og þú tókst aldr- ei stærðfræði. BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson í einmenningi sem tímarit Granovetterhjónanna, Bridge Today, stóð fyrir í fyrra, varð Bobby Wolff sagnhafi í 6 spöð- um í suður í eftirfarandi spili: Norður *D ¥ ÁG652 ♦ ÁD9 ♦ D1082 Austur ♦ 85 ¥D8 ♦ G1054 ♦ KG543 ♦ ÁK109432 ¥9 ♦ 83 ♦ Á76 Slemman er undirmáls, en vinnst auðveldlega ef vestur kemur út með einspilið í laufi. Sem gerðist á mörgum borðum. En ekki þar sem nafni úlfsins og spilafélagi til fjölmargra ára — Bob Hamman — var í vestur. Hann valdi lítið hjarta. Wolff tók trompin af mótheij- unum og kannaði hjartaleguna í leiðinni með tveimur trompun- um. Það sannaðist því fljótt að austur átti 2-2 í hálitunum. Austur hafði kastaði tveimur tíglum og sfðan einu laufi. Nú kom auðvitað til greina að spila litlu laufí að blindum. En Wolff taldi víst að austur ætti 5-lit í laufinu, hugsanlega með KG9 í toppi. Hann svínaði því tígul- drottningu, tók tígulás og stakk tígul. Spilaði svo laufi á tíuna. Austur drap á gosa og spilaði aftur laufi, sem Wolff hleypti á drottninguna og vann sitt spil. Hvers vegna var Wolff svona viss um laufleguna? Jú, í austur- sætinu var Zia Mahmood og hann er þekktur fyrir annað en „heiðarleg" afköst. Wolff las hann eins og opna bók. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á mótinu í Dos Hermanas á Spáni í vor kom þessi staða upp í viðureign spánska alþjóðlega meistarans J. Magem Badals (2.510), sem hafði hvítt og átti leik, og rússneska stórmeistarans Leóníds Júdasín (2.610). 26. Hf5! (Svartur á nú ekkert við- unandi svar við hótuninni 27. Hxh5!) 26. - Rxe4, 27. Dxe4! (Lætur ekki rugla sig í ríminu. 27. Hxh5? getur svartur svarað með 27. - Dxf6) 27. - d5, 28. Hxd5 og svartur gafst upp. Ana- tólí Karpov sigraði örugglega á mótinu í Dos Hermanas eftir að hafa lagt Júdit Polgar að velli í úrslitaskák f næstsíðustu umferð- inni. Fjöldi öflugra skákmóta er haldinn á Spáni á ári hveiju, bæði opin og lokuð, og er þetta greini- lega að skila sér í auknum árangri spánskra skákmanna, þótt enn sem komið er eigi þeir aðeins tvo stórmeistara, þá Illescas og Fern- andez. Vestur ♦ G76 ¥ K10743 ♦ K762 ♦ 9 Suður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.