Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1993 37 Timothy Hutton Faye Dunaway Lara Flynn Boyle Hún átti að verða ritarinn hans tímabundið - en hún lagði líf hans í rúst. TIMOTHY HUTTON (Ordinary People) og LARA FLYNN BOYLE (Wayne’s World) í sálfræðiþriller sem enginn má missa af! Sýnd í A-sal kl. 5, 7,9 og 11. - Bönnuð innan 14 ára FEILSPOR ONE FALSE MOVE ★ ★★★ EMPIRE ★ ★ ★MBL. ★★★ * DV Einstök sakamálamynd, sem hvarvetna hefur fengið dúnduraðsókn. Sýnd í B-sal kl. 5, 7, 9 og 11 Bönnuð innan 16 ára. STJUPBORN „★★★★“ Stórkostleg gam- anmynd um ruglað fjölskyldu- líf. Sýnd f C-sal kl. 5, 7, 9 og 11. fflarfftwbtaMfr MeisÖbblad á hvetjum degi! „LOADED WEAPON 1“ FÓR BEINT Á TOPPINN í BANDARÍKJUNUM! Mynd, þar sem „Lethal Weapon", „Basic Instinct", „Silence of the Lambs“ og „Waynes World" eru teknar og hakkaðarí spað í ýktu gríni. „NAKED GUN“-MYND- IRNAR OG „HOT SHOTS“ VORU EKKERT MIÐAÐ VIÐ ÞESSA! Aðalhlutverk: Emilio Estevez, Samuel L. Jack- son, Kathy Ireland, Who- opie Goldberg, Tim Curry og F. Murray Abraham. Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. SIÐLEYSI ★ ★ ★ V* MBL. ★ ★ ★ Pressan ★ ★ ★ Tíminn Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B.i. 12ára. FERÐIN TIL VEGAS ★ ★★ MBL. Frábær gamanmynd. Sýnd kl.5, 7,9og11. SIMI: 19000 GOÐSOGNIN Spennandi hroll- vekja af bestu gerð. Mynd sem fór beint á toppinn í Englandi. Sýnd kl. 5,7, 9 og 11. Stranglega bönnuð innan 16 ára. LOFTSKEYTA- MAÐURINN Vinsælasta myndin á Norrænu kvikmyndahátíðinni '93. ★ ★ ★ GE-DV ★ ★ ★ Mbl. Sýnd kl. 5,7 og 9. ENGLASETRIÐ ★ ★★ Mbl. Sýnd kl. 11.00. íslenskt kvöld í Norræna húsinu Dagskrá fyrir norræna ferðamenn Borgarbörn fara í heimsókn í sveit NORRÆNA húsið hefur um árabil boðið ferða- mönnum frá Norðurlöndum sem gista höfuðborg- ina til dagskrár með fyrirlestrum um íslenska menningu og lifnaðarhætti. Fyrirlesarar eru úr röðum fremstu fræðimanna á sínu sviði og eru erindin flutt á einhverju norðurlandamálann. Eftir fyrirlesturinn er sýnd kvikmynd um ísland og eru það aðallega myndir sem Ósvaldur Knudsen tók á sínum tíma. SAMTÖK dagrnæðra fóru með 60 börn í heimsókn í sveit síðari hluta maímánuð- ar og er fyrirhugað að þetta verði árlegur atburður á veg- um samtakanna. Farið var að Stóra-Ármóti í Hraun- gerðishreppi og að sögn dag- mæðranna tókst ferðin ein- staklega vel, þótt rignt hafi og blásið. Börnin skoðuðu dýrin og fengu húsaskjól til þess að matast í hlöðunni. Fyrsta íslenska kvöldið verður í dag, fimmtudaginn 24. júní kl. 20. Fyrirlesari kvöldsins verður Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðing- ur, og talar hann á norsku. Fyrirlesturinn nefnist: „Is- lands geologi, vulkaner og varme kilder.“ Kaffihlé verður eftir fyrirlesturinn og í kaffistofu er hægt að fá veitingar, m.a. rjómap- önnukökur. Kvikmyndin sem sýnd verður er „Surts- ey - ö föds“ (norskt tal). Kaffistofan er opin til kl. 22 á fimmtudagskvöldum 5 sumar. Fimmtudagskvöldið 1. júní heldur Heimir Pálsson cand.mag. fyrirlestur á sænsku sem nefnist: „Is- lands kultur genom tid- erna.“ Aðgangur er ókeypis að íslandskvöldi og eru allir velkomnir. (Fréttatilkynning) Wterkurog LJ hagkvæmur auglýsingamióill! í iWotgatnfríðfrifr Flóttafólk Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó: Fífldjarfur flótti - La fille de I’air Leikstjóri Maroun Bagdudi. Að- alleikendur Beatrice Dalle, Thi- erry Fortineau, Hippolyte Gir- ardot, Roland Bertin. Frakkland 1993. Eftir að áhorfandinn hefur slak- að á upphafsmínúturnar í friðsælu, frönsku sveitalofti og fylgst með að því er virðist ósköp venjulegu og hamingjusömu fólki, skellur stormurinn á. í ljós kemur að hann (Fortineau) hefur rán að aukabú- grein og er stungið inn ásamt þung- aðri kærustunni (Dalle). Dóttir hennar ungri er komið fyrir hjá skyldfólki. Dalle og Fortineau eign- ast son innan múranna og giftast og upp úr því er henni veitt skil- orðsbundin náðun. Öðru máli gegn- ir um Fortineau, á löngum afbrota- ferli hefur hann margoft flúið múr- inn og gert fjölda flóttatilrauna. Fyrir vikið á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Hann þolir þó illa fangelsisvist- ina og hyggur á enn einn flóttann þegar tveir aðstoðarmanna hans utan fangejsisins eru drepnir og grípur Dalle þá til sinna ráða. Efnið minnir óneitanlega á upp- diktaðan reyfara, (t.d. fjallaði Bre- akout um hliðstæða atburði og hélt þá Charles Bronson um stjórn- völ þyrlunnar) en myndin er byggð á sönnum atburðum. Það hefur því greinilega verið töggur í persón- unni sem Dalle túlkar ágætlega og áhorfandanum því enn meiri spurn hvern Ijárann hún hefur séð við þennan óforbetranlega tukthús- mann sem ekkert hafði að færa annað en kvöl og pínu. Hann er jafnvel stærra spurningarmerki. Virðist ánægður fjölskyldumaður sem ann rósömu sveitalífinu, dýr- unum og náttúrunni. Smokrar þess á milli lambhúshettu yfir hausinn, sest á mótorfák, rænir og ruplar. Þess vel meðvitaður að hann þolir ekki ófrelsið bak við rimlana og kærastan á steypirnum. Það eru engar skýringar gefnar á hegðun þessara persóna né bróð- ur Dalle, annars forherts misindis- manns, sem kann ekki fótum sínum forráð eftir að hafa verið sleppt út eftir langa fangelsisvist og með háskólapróf upp á vasann. Leik- stjórinn Bagdudi fylgist með þessu ógæfufólki úr fjarlægð og minna handbrögðin oft á heimildarmynd- argerð. Hún er prýðilega upp byggð og leikin og lokakaflinn hinn æsi- legasti. Þá er forvitnilegt að bera þennan franska trylli saman við þá bandarísku. Hér er meira lagt upp úr raunsæinu, sjálfsagt á kostnað spennunnar í augum okkar sem vanari erum amerískum hraða á öllum hlutum. Ljóná fraina- braut Laugarásbíó: Staðgengillinn - The Temp Leikstjóri Tom Holland. Aðal- leikendur Timothy Hutton, Lara Flynn Boyle, David Schultz, Oliv- er Platt, Faye Dunaway. Banda- rísk. Paramount 1993. Framapot og blind metnaðargirni er bakgrunnur þessarar laglega gerðu en kunnuglegu spennumynd- ar. Hutton leikur ungan stjórnanda hjá kökugerðarrisa og Flynn nýráð- inn staðgengil einkaritara hans. Fljótt kemur í ljós að stúlkan er kostagripur, leysir öll vandamál eins og að drekka vatn en jafnframt fær Hutton sínar efasemdir. Hann er nýskilinn og engu líkara en Flynn kunni því vel og spillir fyrir sátíum undir yfirborðinu. Hlægt'og bítandi potar hún sér áfram og nýtur Hut- ton góðs af, hvort sem honum líkar betur eða ver. Hutton grunar hana æ meira um græsku og Þegar þeir sem standa í vegi fyrir Flynn fara að týna tölunni fer Hutton að óttst um eigin hag. En Flynn er klók og böndin berast að Hutton þegar upp kemst um iðnaðarnjósnir innan fyr- irtækisins. En er það Flynn sem er potturinn og pannan í öllu ráða- brugginu? Myndin siglir bærilega áfram lengi vel, þökk sé hvað helst fram- bærilegum leik Flynn, sem er skemmtilega geggjuð undir vörpu- legu yfirbragðinu, til alls vís. Hutt- on er hinsvegar ekki nógu mikill bógur til að bera uppi aðalhlutverk- ið og myndina, of linur til að vera trúverðugur þegar eitthvað bjátar á. Handritið er líka fremur ófrum- legt og hinn lífsnauðsynlega enda- hnykk bráðvantar, lokaatriðin eru eiginlega þijú og ekkert nógyu safaríkt eða sannfærandi. Fay Dunaway bregður nokkrum sinnum fyrir, svona upp á punt en Platt skilar smáhlutverki með ágætum. Holland, sem á m.a. að baki eina, ágæta hrollvekju, Fríght Night, getur tvímælalaust gert betur með kröftugri aðalleikara og handrit. * Ognarleg- erkivitleysa Stjörnubíó: Ógnarlegt eðli - Hexed Leik- stjóri og handritshöfundur Alan Spencer. Aðalleikendur Arye Gross, Claudia Christian, Adrien Shelley, Norman Fell, Ray Ba- ker, R. Lee Ermey. Bandarísk. Columbia 1993. Óvenju margir hortittir hafa birst á hvíta tjaldinu það sem af er árinu, einkum upp á síðkastið. En gott ef Ógnaríegt eðli slær þeim ekki öllum við. Hún fær ijómatert- una. Það er hrikalegur byrjendabrag- ur á öllum hlutum og í rauninni að óskiljanlegt hvað Sony-stórveld- ið hefur séð við þessi ósköp, en því hefur að undanförnu tekist að snúa tapi beggja kvikmyndafyrirtækja sinna, TriStar og Columbia Pictur- es, í gróða. Ógnaríegt eðli er gjörsamlega mislukkaður farsi um niðurnídda afgreiðslublók (Gross) á hóteli, sem reynir að hressa uppá vesæla ímynd sína með því að ganga um ljúg- andi. Fæstir trúa þó sögunum af kvenhylli kauða og fjármálaviti en þar að kemur að hann upplifir sín- ar eigin lygasögur. Til borgarinnar kemur fyrirsætan Hexina (Christ- ian), en piltur hefur gumað sér af nánum kynnum sínum af stúlk- unni. Hún reynist svo, er til kast- anna kemur, geðsjúkur morðingi og má nú blókin heldur betur gæta sín ef hún á lífi að halda. Allt á þetta vissulega að vera > afskaplega smart og sniðugt en það er tæpast hægt að segja að manni stökkvi bros þau augnablik sem maður lítur af klukkunni - sem tifar hægt. Leikstjórnin er hörmu- leg, handritið enn verra og þar að auki húmorslaust, sem þykir einkar slæmt þegar gamanmynd á í hlut. Af öllu vondu er þó leikurinn al- verstur og viðvaningshátturinn í algleyming. Þó getur hinn almenni kvikmyndahúsgestur lært eina mikilvæga lexíu af Ógnarlegu eðli; að forðast eins og heitan eldinn myndir þar sem náungi að nafni Arye Gross er í stjörnuhlutverkinu og er kunnast nafna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.