Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24- JUNI 1993 11 AÐ LOKINNI vertíð mun Sinfóníuhljóinsveit Islands leggja land undir fót og að þessu sinni er stefnt til Aust- fjarða. Sinfóníuhljómsveitin sem er hljómsveit allra lands- manna sætir færis til ferðalaga um landið svo oft sem auðið er. Austfjarðatónleikarnir verða fimm að þessu sinni, á Höfn í Hornafirði 24. júní kl. 21., á Nes- MENNING/LISTIR Tónlist Tónleikar í Skál- holtskirkju Hluti af Miðnæturkórnum frá Lundi í Svíþjóð mun syngja og ieika í Skál- holtskirkju, í dag, fimmtudaginn 24. júní nk. um hádegisbil. Miðnæturkórinn er blandaður fjór- raddaður hverfiskór, nánar tiltekið frá Djingis Khan á Östra Torn í Lundi í Svíþjóð. Kórinn dregur nafn sitt af seinum æfingatímum, sem í upphafi voru sniðnir fyrir þá félaga kórsins sem þurftu að koma börnum sínum í ró fyrir æfingar og dróst þá æfingatími jafnan fram yfir miðnætti. I upphafi var kórinn nokkuð alþjóð- legur, þ.e.a.s. kórfélagar voru víða að úr heiminum, m.a. frá íslandi, en allir áttu það sameiginlegt að búa á Djing- is Khan og hafa gaman af að syngja undir stjórn kórstjómandans Gösta Petersen sem er tónlistarkennari að mennt m.m., en hann útsetur mikið sjálfur fyrir kórinn, sem er með alþjóð- lega efnisskrá. Skólakór og blokk- flautusextett í Hjalla- kirkju 40 ungmenni úr Skólakór Kársness og blokkflautusextett úr Tónlistarskóla Kópavogs halda tónleika í kvöld, fimmtudagskvöld, ki. 20.30. í Hjalla- kirkju í Kópavogi. Á efnisskrá eru fyrst og fremst ís- lensk þjóðlög og lög eftir íslensk tón- skáld og eru tónleikamir einskonar lokaæfing fyrir tónleikaferð til Álands- eyja og Finnlands. Hópurinn heldur utan á laugardag- inn og dvelur í Mariehamn, vinarbæ Kópavogs á Álandseyjum í nokkra daga og heldur síðan til Finnlands og kemur m.a fram í Turku, Helsinki og á opnunarhátíð norrænna tónlistar- kennara í Jarvenpaa. Stjórnandi Skóla- kórs Kársness er Þórunn Björnsdóttir og stjórnandi blokkflautuhópsins er Kristín Stefánsdóttir. Undirleikari er Marteinn H. Friðriksson. Tónleikarnir verða haldnir í nýrri kirkju Kópa- vogsbúa, Hjallakirkju og auk þess er leikið undir á nýjan Bösendorfer flygil sem Kópavogskaupstaður hefur nýver- ið fest kaup á. Aðgangur er ókeypis. Drengjakór í Grensás- kirkju Drengjakór frá Bandaríkjunum kemur til landsins í dag 24. júní! boði bamakórs Grensáskirkju. I fréttatil- kynningu segir: „Kórinn sem talinn er einn besti drengjakór Bandaríkjanna skipa rúmlega ijöratíu drengjaraddir frá Chattanooga Teneesee og er ísland lokaáfangi í Evrópuferð kórsins, en þeir hafa m.a. sungið í Markúsarkirkj- unni í Feneyjum í þessari ferð. Kórinn hefur ferðast viða undanfarin ár og fengið mikið lof fyrir. Þeir era þekktir fyrir afar fjölbreytta söngskrá sem spannar tímabil frá endurreisn til nú- tíma og fylgja amerískri söngleikjahefð með tilheyrandi dönsum. Kórinn kemur tvisvar sinnum fram, föstudaginn 25. júní í Ráðhúsinu ásamt með hinum danska drengjakór kl. 17. og með gestgjöfum í Seltjarnarnes- kirkju kl. 21. Söngferð drengjakórsins lýkur sunnudaginn 27. júní, en þann dag syngja þeir við messu í Grensáskirkju kl. 11. Elísabet sýnir listaverk unnin úr steinleir, leirvasa, lágmyndir og þrívíddarform þar sem kúluform eru unnin á fjölbreyttan máta. Sýningin er á vegum menningarmálanefndar Reykjavíkurborgar og Kjarvalsstaða. Opnunartími er kl. 9-18 virka og kl. 11-18 um helgar. Aðgangur er ókeypis. Hraunverksmiðjan í Hlaðvarpanum Á Jónsmessunni 24. júní, hefur starfsemi sfna Hraunverksmiðjan, „The Lava Factory - open art studio", sem er opin vinnustofa og verslun þriggja listamanna. Listamennimir sérhæfa sig í framleiðslu á handunnum íslenskum listmunum úr náttúrulegum efnum. Þargefst fólki kostur á að fylgj- ast með listamönnunum að störfum. Unnur Óttarsdóttir er starfandi list- þjálfi „art therapisti.“ í Hraunverk- smiðjunni vinnur hún að sipni listsköp- un, þ.e. gerir listaverk og skartgripi úr gleri og hrauni. Snorri Guðmundsson er höfundur og framleiðandi „Listaverks náttúr- unnar“ sem er höggmynd úr hrauni og öðrum náttúralegum efnum. Hraun- ið er sérvalið í hvern grip og handmál- aðar umbúðirnar undirstrika ennfrem- ur að engir tveir gripir era eins. Einn- ig fylgja hveijum grip þijár ljósmyndir eftir Pál Stefánsson ljósmyndara og hugleiðing á fimm tungumálum um ísiand og umgengni mannanna við náttúrana. Elín Magnúsdóttir er starfandi myndlistarkona. Hún vinnur með blandað efni, aðal viðfangsefnin að þessu sinni eru handmálaðar silkislæð- ur og myndir unnar með blandaðri tækni. Hraunverksmiðjan er til húsa í kjall- ara Hlaðvarpans að Vesturgötu 3, Reykjavík og er opin frá kl. 10 til 18 mánud. til föstud. og á laugard. frá kl. 11 til 16. (Fréttatilkynning) Skúlptúr í Húsgagna- verslun GP Reimar Sigurðsson sýnir skúlptúra úr tré og veggmyndir máiaðar og úr tré í húsgagnaverslun GP Bæjar- hrauni, Hafnarfirði. Sýningin er opin á verslunartíma kl. 9-18 virka daga og frá kl. 9-16 á laugardögum. Myndlist Leirlistarsýningu Elísabetar framlengd Leirlistarsýningu Elísabetar Har- aldsdóttur í Geysishúsinu hefur verið framlengd til sunnudagsins 27. jún!. Bjarni Jónsson og Astrid Ellingsen. Bjarni og Astrid í Stykkishólmi Dagana 17.-20. júní sl. héldu hjónin Bjarni Jónsson og Astrid Ellingsen sýningu í sal Tónlistarskólans í Stykk- ishólmi. Bjarni sýndi 78 málverk bæði stór og smá sem hann hefur málað á síðustu árum. Á sýningunni voru nokk- ur verk sem hann hefur málað á Snæ- fellsnesi á þessu ári. Astrid sýndi hand- pijónaðan fatnað bæði peysur og kjóla. Þau höfðu áður sýnt í Grandarfirði. Reimar Sigurðsson við eitt verka sinna. Snorri Guðmundsson, Elín Magnús- dóttir, Unnur Óttarsdóttir. Gunnsteinn Ólafsson. starfað erlendis um nokkurt skeið, Kjartan í Færeyjum og Sigurður í Vínarborg, sneru þeir heim og hófu störf hjá SÍ. Szymon Kuran er konsertmeistari í þessari ferð og mun leika „Meditation“ eftir Massenet. Á Höfn syngur karlakórinn Jök- ull með hljómsveitinni, en þetta er í annað sinn sem karlakórinn og hljómsveitin leiða saman hesta sína í tónleikaferð. Á Neskaupstað tekur Lúðrasveit Tónskóla Nes- kaupstaðar þátt i verki Herberts H. Ágústssonar, „Syngdu gleðinn- ar óð“. Á Egilsstöðum er jasshátíð þessa sömu viku og blandar hljóm- sveitin sér í þá gleði með því að leika „Rhapsody in Blue“ eftir Gershwin. Einleikari í því verki er Kristinn Örn Kristinsson píanó- leikari sem þreytir sína frumraun með hljómsveitinni á þessum tón- leikum. Kristinn hóf píanónám á Akureyri ungur að árum, síðar fór hann til Bandaríkjanna til fram- haldsnáms. Nú starfar Kristinn við Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónlistarskóla ísl. Suzukisam- bandsins. í „Rhapsody in Blue“ fær hljómsveitin til liðs við sig tvo unga jassista af jasshátíðinni, saxófónleikararna Úlf Eldárn og Óskar Guðjónsson. Á tónleikunum á Seyðisfirði kemur Skólalúðrasveit Seyðis- fjarðar til leiks með Sinfóníuhljóm- sveitinni. Tónleikaferðinni lýkur svo á Vopnafirði 27. júní. Að ferð- inni lokinni munu hljóðfæraleikar- ar fara í verðskuldað sumarfrí eft- ir annasaman vetur. Sinfóníu- hljómsveitin þakkar öllum tón- leikagestum og áheyrendum sl. starfsárs ánægjulega samveru og vonast til að sem flestir njóti sam- verunnar á næsta starfsári. Sínfóníuhlj óm- sveitin á Austfjörðum (Risabúnt: 12 afskornar rósir) aðeins kr. 895,- kaupstað 25. júní kl. 21, á Egils- stöðum 26. júní kl. 15, á Seyðis- firði 26. júní kl. 21 og lokatónleik- arnir verða á Vopnafirði 27. júní kl. 16. Hljómsveitarstjóri í þessari ferð er Gunnsteinn Ólafsson, ungur hljómsveitarstjóri sem stundaði nám í Reykjavík, Búdapest, Frei- burg og nú síðast á Ítalíu, þar sem hann hefur dvalið sl. ár. Efnisskrá tónleikanna verður fjölbreytt, m.a. verða leikin verk eftir Mozart, Mendelssohn, Massenet, Khatsjatúrjan, Gers- hwin, Herbert H. Ágústsson o.fl. Ekki er síður litríkt lið einleikara og meðleikara í þessari ferð. Úr hljómsveitinni stíga fram á einleik- arapall klarinettuleikararnir Sig- urður I. Snorrason og Kjartan Óskarsson sem leika konsert fyrir klarinett og bassethorn eftir Mendelssohn. Báðir stunduðu þeir nám í Tónlistarskólanum í Reykja- vík, báðir sigldu þeir til Vínar til framhaldsnáms og eftir að hafa Allar trjáplöntur og runnar með 20-50% afslætti Dæmi um verð: Himalajaeinir Sr99&.~ 995.- Garðrósir 416.- Fjallafura 875.- Malasíupottar 20-70% afsláttur Meðan birgðir endast seljum við útlitsgallaða keramikpotta með 20-70% afslætti. Rósabúnt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.