Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1993 Svava O. Thorodd- sen — Minning Fædd 28. ágúst 1910 Dáin 17. júní 1993 Svava Ó. Thoroddsen, síðast til heimilis á Kópavogsbraut la Kópa- vogi, lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð á þjóðhátíðardaginn 17. júní síðastliðinn. Hafði hún dvalist þar rösk tvö ár mjög svo hömluð til líkama og sálar af illvígum sjúk- dómi. Var því dánarstund hennar í sannleika lausnarstund. Svava Thoroddsen var fædd 28. ágúst 1910 í Vatnsdal í Patreks- firði. Foreldrar Svövu voru merkis- hjónin Ólafur E. Thoroddsen og Olína Andrésdóttir, búendur í Vatnsdal. Voru börn þeirra alls fjórtán, sjö stúlkur og sjö drengir. Þegar undirritaður kynntist Svövu var hún barnakennari á Núpi í Dýrafirði og hafði verið þar um allmörg ár. Eiginmaður hennar, Jón Zofon- | íasson, var um áratuga bil staðar- ráðsmaður við héraðsskólann á Núpi. I Börn þeirra Svövu og Jóns eru fjögur, talin eftir aldri: Olöf Sigríð- ur, eiginkona undirritaðs; Einar, kona hans er Soffía Guðrún Ágústs- dóttir; Sigurður Brynjar, kvæntur Sólrúnu Hafsteinsdóttur; og Brynj- ólfur, kvæntur Ingibjörgu J. Gunn- laugsdóttur. Er þegar kominn myndarlegur hópur barnabarna og að auki tvö barnabarnabörn. Að mati undirritaðs var Svava mjög heilsteypt kona. Hún hafði næsta fastmótaðar skoðanir á mönnum og málefnum. Næst á eftir heill og hag fjöl- skyldunnar var lífsstarfið utan heimilisins, kennslan, hennar stóra } áhugamál. Hún hafi vissulega ríkan metnað til þess að rækja kennslu- starfið sem best og lagði því hart að sér. Henni tókst þá líka ósjaldan að ná fram því besta hjá erfiðum nemum, ekki aðeins þeim er voru tegir til bókar, heldur og hjá þeim er voru ódælir næsta. Þarna kom og til lagni hennar og þrautseigja'að ógleymdri fórnar- lundinni sem ég tel verið hafa einn af gildu þáttunum í skapgerð henn- ar. Má og í þessu sambandi geta þess að um sextugsaldur tók hún að sér farkennslu úti á Ingjalds- sandi, en þangað var svo sem kunn- ugt er yfír heiði að fara og oft snjó- þungt á vetuma og þá ekki bílfært. Vísast fékk hún yfírleitt sam- fylgd góðra manna í slíkum ferðum sem eigi að síður gátu orðið erfiðar mjög konu á hennar aldri í afleitu göngufæri. Enn vil ég benda á ríkan þátt í fari Svövu en það var hennar sterka trú. Hún flíkaði henni vísast ekki mjög, en ég veit að sá strengur var næsta sterkur í hennar bijósti. Ekki má heldur gleyma ættrækni hennar sem vissulega var mjög svo einkennandi fyrir hana. Á þessari kveðjustund koma minningar löngu liðinna daga upp í hugann, minningar tengdar Svöru Thoroddsen. Ég minnist hinna næstum árvissu ferða fjölskyldu minnar úr Rangárþingi vestur að Núpi á árum áður. Gott var þá að dveljast hjá þeim Svövu og Jóni tíma og tíma og njóta gestrisni þeirra og hlýju ásamt sumarfegurð Dýrafjarðar, því að þau hjónin voru samhent í ósvikinni íslenskri gest- risni, enda bar margan manninn að þeirra garði á árunum þeirra að Núpi. Það var okkur líka ómælt gleði- I Minning • Auðbjörg Bjamadótt- ir frá Hausthúsum Fædd 27. júlí 1915 Dáin 7. júní 1993 Amma mín sem nú er dáin var góð kona og jafnframt sérstök. Hún var barn síns tíma, skoðanir hennar áttu e.t.v. ekki alltaf upp á pallborð hinna yngri, en hún var heil í sínum skoðunum og sýndi það í orði sem á borði með fórnfýsi og hjartahlýju. Ömmu þótti vænt urri það sem | hún þekkti, en hið óþékkta taldi hún hinn mesta óþarfa. Hún unni Iandi sínu og náði að ferðast nokkuð um | landið. Var ferð á Vestfirði með yngstu dóttur sinni fyrir nokkrum árum henni og afa mjög minnis- | stæð. Mér eru og í minni beijaferðir " undir Jökli þar sem ber voru tínd í stóra sekki og bala. Einnig ferð í Dalina, ein með ömmu og afa. Amma var, eins og fleiri af henn- ar kynslóð, sparsöm og nýtin. Hún var þó ekki nísk, ef aðrir áttu í hlut, rausnarlegar gjafir hennar og afa báru því vitni. Nei, hún sparaði eink- um við sig sjálfa. Föt og annað ver- aldlegt var óþarfa pijál. Þá sjaldan að hún fékk sér flík nú síðustu árin var það að undirlagi annarra. Það er þó ekki svo*að hún hafi verið eins og niðursetningur til fara, þvert á móti. Þegar hún vildi við hafa var hið fínasta púss dregið fram og skartað. Þá voru búðarferðir mikið vandamál. í hveiju á ég að vera? var iðulega spurt og hún hafði mikl- ar áhyggjur af því hvort afa líkaði það sem hún fór í. Þó ekki að öllu leyti. Ömmu þóttu rauð föt falleg, en eitthvað var afi á móti þessum lit. Þar kom sú gamla á óvart, mjög oft valdi hún rautt í trássi við vilja afa sem var sérstakt því vilja afa gerði hún einatt að sínum. Gestrisni hefur verið rík á heimili ömmu og afa. Mörgum stundum var eytt í eldhúsinu við bakstur og aðra eldamennsku. I sveitinni var sú vinna við frumstæðar aðstæður, a.m.k. að mati bæjarbarna, þar sem vatn var af skornum skammti. Ég heyrði ömmu þó aldrei kvarta og ef bráðl- átt barnabarnið lét út úr sér, við vaskinn, vel valin orð, sem vart eiga heima á prenti, sussaði hún ætíð á það og sagði það vel geta vaskað upp, kalda vatnið mætti hita og allt sem þyrfti væri þolinmæði, en hana hafði amma í ríkum mæli. Öllum sem í hlað komu var boðið inn og kræs- ingar fram bornar, enda þótti ömmu og afa vænt um þessar gestakomur. Þeim fylgdi ferskur andi. Hreinskilni ömmu var slík að und- an gat sviðið. Fyrir mig var þetta einn af hennar bestu kostum. Það var ekkert verið að luma á skoðunum eða baknaga náungann, væri eitt- hvað sem ömmu mislíkaði, lét hún það óspart í ljós og eftir því var líka tekið. Amma var lánsöm kona. Börn hennar fimm eru öll gott fólk. Þau hafa sýnt ömmu og afa mikla rækt- arsemi. Fjölskyldutengsl eru sterk og samheldni systkina rík og hefur það berlega komið í ljós við veikindi ömmu og afa. Það eru mikil forréttindi barna, sem alast upp í íslensku þjóðfélagi í dag, að eiga samastað á heimili þeirra sem séð hafa tímana tvenna. Sér í lagi þar sem foreldrar gefa sér oft lítinn tíma til andlegs uppeldis þéirra. Heimili ömmu og afa hefur verið opið dætrum mínum og vinum þeirra frá því þær muna eftir sér og þar hafa þær sótt bæði andlegt og líkamlegt fóður. Dætur mínar eru líka mjög lukkulegar með að hafa kynnst henni og hún hefur verið einn af föstu punktunum í lífi þeirra. Amma var töfrakona í þeirra augum, efni, þegar þau Jón og Svava dvöld- ust hjá okkur í Odda á árunum okkar þar, en það var reyndar næsta stopult. Kunnu þau bæði því lítt að una lengi án starfs, því að hann var síiðjandi við að lagfæra hina og þessa hluti, en hún við þátttöku í heimilisstörfunum og að líta til með börnunum okkar, ef foreldrar þeirra þurftu að bregða sér af bæ. Fyrir allar þessar ógleymanlegu samverustundir sem ljóma skært í minningunni, fyrir alla hina óverð- skulduðu góðsemi Svövu og fórn í okkar garð, færi ég henni fýrir hönd okkar fjölskyldunnar heilar þakkir og til aldraðs eiginmanns hennar hugsum við með samúð. Ég er sannfærður um að sá ósýnilegi heimur, sem hún fékk á stopulum stundum að sjá inn í, hafi nú opnast henni, bjartur og fagur. Með þá vissu í huga kveðjum við ástvinir Svövu Thoroddsen og felum hana Guðs eilífu miskunn, þeirri miskunn sem engum manni bregst. Stefán Lárusson. enda lék allt í höndum hennar. Jafn- vel undir það síðasta, þegar sjúk- dómurinn var illilega farinn að hafa áhrif á líf hennar, gat hún tekið upp nálina og stagað í hesta sína, þó ekkert annað gæti hún gert. Afi hefur nú misst mikið, þar sem amma hefur verið hans stoð og stytta og þeim þótti mjög vænt hvoru um annað. Amma annaðist afa lengi vel í veikindum hans og mér er minn- isstætt, að stuttu fyrir lát sitt bisað- isL amma við að draga fram stofusóf- ann svo afi gæti betur athafnað sig með göngugrindina. Afa var þó orð- ið um og ó vegna umhyggju hennar og ósérhlífni, enda amma orðin langt Ieidd. Greinilegt var að afi var ömmu mikils virði og þrátt fyrir jag og stagl þeirra á milli var stutt í vænt- umþykjuna. I lokin vil ég gera kveðjuorð ömmu til margra ára að orðum mínum til hennar: „Guð verið með þér.“ Auðbjörg Friðgeirsdóttir. Birting af- mælis og minningar- greina MORGUNBLAÐIÐ tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hlið- stætt er með greinar aðra daga. Ingólfur Páll Böðv- arsson — Minning Það er erfitt að setjast niður til að setja á blað minningarorð um góðan starfsfélaga. Það er svo stutt síðan hann var heill heilsu. í fyrra- sumar veiktist Ingólfur af krabba- meiní sem núna hefur haft betur í baráttunni. Ingólfur tókst á við veikindin með stillingu og prýði, hann brosti ávallt þegar hann var spurður um líðan og sagði að sér liði bara ágætlega. Þannig var Ing- ólfur, hann bar ekki áhyggjur sínar og vanlíðan á torg, heldur sýndi hannn okkur alltaf björtu hliðarnar og tókst á við sjúkdóm sinn í hljóði. í minningunni er Ingólfur brosandi og svo léttur á sér að oft fannst okkur að hann kæmi varla við jörð- ina nema í öðru hveiju spori. Ingólf- ur hafði mikinn áhuga á að spila brids og tók þátt í keppnum sem voru árviss viðburður í félagslífi. starfsmanna. Þótti hann ómissandi í bridsliðinu og spilaði seinast núna seinni hluta vetrar, þótt veikur væri. Við trúum því að nú líði honum vel og takist á við nýja veröld með sömu gleði og samviskusemi og hann tókst á við okkar veröld. Með örfáum orðum er svo erfitt að tjá hug okkar til Ingólfs og við kveðjum með söknuði góðan félaga. „Þó að ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta, ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið ... En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins: Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu... (Óþekktur höfundur) Við biðjum almáttugan guð að styrkja fjölskyldu Ingólfs í sorg sinni. Blessuð sé minning hans. F.h. Starfsmannafélags Sjóvár- Almennra, Soffía Dröfn Halldórsdóttir og María Richter. Kristilegt mót hald- ið í Vatnaskógi HALDIÐ verður kristilegt mót í sumarbúðum KFUM i Vatna- skógi helgina 25.-27. júní. Mót sem þetta eru árlega haldin í lok júní og Kristniboðasambandið mótshaldari. í ár er yfirskrift mótsins: Líf í nýju ljósi og hefst það kl. 21.30 á föstudagskvöld en lokasamvera verður á sunnudeginum kl. 16.15. Mótsgestir geta dvalið hluta af tím- anum eða allan tímann og er aðal- lega gist í tjöldum. Matsala verður einnig á staðnum þar sem hægt er að kaupa allan mat. Aðstandendur mótsins vonast til að sjá sem flesta leggja leið sína í Vatnaskóg en mótið er öllum opið. Á mótinu í fyrra voru þátttakendur rúmlega 500 talsins. (Fréttatílkynning) t Innilegar þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls GUÐMANNS ÓSKARS HARALDSSONAR, Staðarhrauni 7, Grindavík. Fyrir hönd annarra vandamanna, Haraldur Guðmannsson, Einar Kristinn Haraldsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og stuðning við andlát og út- för eiginmanns míns, föður okkkar, tengdaföður og afa, ÓSKARSHELGASONAR fyrrv. stöðvarstjóra Pósts og síma, Höfn, Hornafirði. Sérstakar þakkir faerum við bæjarstjórn Hafnar. Guð blessi ykkur öll, Guðbjörg Gísladóttir, Ingibjörg Óskarsdóttir, Auðunn Kl. Sveinbjörnsson, Helgi Óskar Óskarsson, Kristín Þorkelsdóttir, Þröstur Óskarsson, Guðrún Margrét Karlsdóttir, Svala Ösk Óskarsdóttir, Bjarni Sævar Geirsson, og barnabörn. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöf ða 4 — sími 681960 £

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.