Morgunblaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 19 ERLENT Reuter Rafgirt ólympíuþorp GÍFURLEGA öflug öryggisgæsla setur rafvirki upp rúmlega verður viðhöfð í Atlanta í Banda- mannhæðarháa rafmagnsgirð- ríkjunum í lok júlí og byrjun ingu umhverfis ólympíuþorpið ágúst í sumar þegar ólympíuleik- þar sem keppendur dveljast með- arnir fara þar fram. A myndinni an á leikunum stendur. Jeltsín íhugar upp- stokkun á stjórninni Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, sagði á sunnudag að hann kynni að stokka upp í ríkisstjórninni til að auka sigurlíkur sínar í forseta- kosningunum 16. júní. „Við gætum ef til vill breytt stærstum hluta stjórnarliðsins," höfðu rússneskar fréttastofur eftir Jeltsín, sem var á kosningaferðalagi í Síberíu, þar sem kommúnistar hafa verið öflugir vegna óánægju almennings með markaðsumbætur stjórnarinnar. Jeltsín kvaðst vera eini frambjóðandinn sem gæti af- stýrt sigri frambjóðanda kommún- ista, Gennadís Zjúganovs, og komið þannig í veg fyrir stjórnleysi í land- inu. Jeltsín í sókn Ný skoðanakönnun, sem birt var á sunnudag, bendir til þess að Jelts- ín sé að sækja í sig veðrið. Forset- inn fékk þar 32% fylgi, þremur pró- sentustigum meira en viku áður og sjö stigum meira en Zjúganov. Umbótasinninn Grígorí Javlínskí var í þriðja sæti með 9% fylgi. Rom- ir-stofnunin, sem tengist Gallup, framkvæmdi könnunina fyrir NTV- sjónvarpið og skekkjumörkin eru 4%. Rússneskar skoðanakannanir hafa þó reynst mjög óáreiðanlegar og Jeltsín virtist ekki ánægður með stöðu sína. Forsetinn leggur nú áherslu á að semja við Javlínskí og fleiri frambjóðendur, sem hafa verið með 10-15% fylgi í skoðanakönnun- um, um að þeir dragi sig í hlé og lýsi yfir stuðningi við hann til að afstýra sigri Zjúganovs. „Eg er reiðubúinn að sameinast þeim öllum,“ sagði Jeltsín á laugar- dag. „Verkefni okkar er að koma í veg fyrir að þeir, sem vilja ekki umbætur, komist til valda.“ Segir þörf á nýjum mönnum Jeltsín sagði að rússneskir kjós- endur hefðu fengið sig fullsadda á skrifræði og kerfiskörlum og því kæmi til greina að skipa nýja menn með nýjar hugmyndir í stjórnina. Hann virtist vilja koma til móts við kröfur Javlínskís, sem hefur krafíst breytinga á stefnu stjórnarinnar, viðræðna um frið í Tsjetsjníju og afsagnar Viktors Tsjemomyrdíns forsætisráðherra og Pavels Gratsjovs varnarmálaráðherra. Zjúganov kvaðst efins um að Jeltsín gæti myndað bandalag með öðrum frambjóðendum. Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti forseti Sovét- rikjanna, lítur á viðræðurnar sem kosningabrellu af hálfu Jeltsíns, sem vilji tryggja sér atkvæði ann- arra frambjóðenda án þess að bjóða nokkuð áþreifanlegt í stað- inn. „Þetta er gildra,“ sagði Gorb- atsjov, sem nýtur lítils stuðnings ef marka má kannanir. Hann kvaðst vilja að Javlínskí og aðrir umbótasinnaðir frambjóðendur sameinuðust og mynduðu „þriðja aflið“ til mótvægis við Jeltsin og Zjúganov. Jeltsín sagði á sunnudag að að- skilnaðarsinnar hygðust reyna að ráða hann af dögum ef hann færi til Tsjetsjníju en hann lofaði þó að standa við loforð sin um að fara til héraðsins og reyna að ná samkomu- lagi við aðskilnaðarsinna til að koma á friði. Romano Prodi tekur við stjórnartaumunum á Italíu Glímt við efnahagsástand mafíu o g atvinnuleysi Róm. Reuter. Egyptar ævareiðir Bandaríkjamönnum Kairó. Morgunblaðið. ROMANO Prodi, hinn nýi for- sætisráðherra Ítalíu, mun kynna stjórnarsáttmála sinn í efri deild ítalska þingsins á miðvikudag. Þá verður einnig gengið til atkvæða í þinginu um traustsyfirlýsingu við stjórnina, sem talin er formsatriði fyrir stjórnina. Búist er við að fyrsta verk hans verði að kynna ijárlög sem hljóða upp á 15 billjón- ir líra, 640 milljarða ísl. kr. Prodi tók við embætti á laugar- dag. Sagðist hann leggja mesta áherslu á að koma lírunni að nýju inn í Gengissamstarf Evrópu (ERM) til að undirbúa þátttöku Itala í sameiginlegum gjaldmiðli Evrópu. Þá myndi stjórn hans auka baráttuna við atvinnuleysi og skipulagða glæpastarfsemi. Til að undirstrika það sendi hann tvo ráðherra til Sikileyjar nokkrum klukkustundum eftir að stjórnin ók við. Lífdagar nýju ríkisstjórnarinnar eru fyrst og fremst háðir því hvernig henni tekst glíman við efnahagsástandið. Erlendar skuld- ir landsins eru gífurlegar, kröfur um aðhald í ríkisrekstri æ hávær- ari og atvinnuleysi í suðurhlutan- um er nú yfir 20%. Það hefur skap- að félagsleg vandamál sem stjórn- málamenn hafa reynt að leysa með kostnaðarsömum aðgerðum. Takist stjórninni að ná tökum á útgjöldum ríkisins, tekst henni væntanlega að lækka vexti og standast þær kröfur sem aðildar- ríki Myntbandalags Evrópu (EMU) þurfa að uppfylla. Lam- berto Dini, hinni nýi utanríkisráð- herra landsins sagði hins vegar um helgina að ef til vill væri ekki allt á sig leggjandi til að standast EMU kröfurnar fyrir árið 1997. Susanna Agnelli, fráfarandi ut- anríkisráðherra í ítölsku stjórninni og einn óvenjulegasti stjórnmála- maður, sem verið hefur í forsæti Evrópusambandsins, hyggst skrifa bók, þar sem hún segir umheiminum hvernig henni finnst honum vera stjórnað. Óstaðfestar heimildir um efni bókarinnar gefa til kynna að Agnelli sé ekki jafn hrifin af öllu því sem hún hefur komist í kynni við. Um Frakka segi hún til dæmis að þeir „hafi alltaf viljað vera yfir aðra hafnir". Alþjóðaráð- stefnur séu tímaeyðsla, þess í stað eigi menn að leggja áherslu á tvíhliða viðræður, „vinalega fundi, sem eru mun mikilvægari en þessir stóru fundir þar sem allir lesa upp ræður og, við verð- um að horfast í augu við það, að enginn hlustar.“ UNDANFARNA daga hefur ekki linnt hörðum gagnrýnisgreinum í egypskum blöðum á Bandaríkja- menn og ekki síst Bill Clinton for- seta þar sem mönnum þykir einsýnt að Bandaríkjamenn dragi taum ísra: ela sem fyrr og á kostnað Araba. í egypska dagblaðinu A1 Ahram var árás ísraela á Qana í Líbanon, þar sem flóttamenn höfðu leitað skjóls hjá friðargæslusveitum SÞ til dæmis kölluð „útreiknað morð“. A1 Akhbar sagði að bandaríska stjórnin hefði látið öll gildi og siða- lögmál lönd og leið og þættist svo vera þróað lýðræðisríki. Þessi af- staða Clintons stjórnarinnar hlyti að leiða til að Arabaríkin hefðu efa- semdir um hvort Clinton væri í raun og veru í mun að bæta og efla sam- skipti við Arabaríki fyrst hann tæki afstöðu með ísraelum þegar á reyndi og hvað svo sem þeir gerðu. A1 Dustan birti stóra mynd af Clinton þar sem hann veifar ísra- elska fánanum og undir var letrað á ensku: Clinton, farðu til fjandans. Síðan sagði: „Þú virðist telja það einu leiðina til að halda völdum að afhenda ísraelum sjálfdæmi hvað varðar samskipti við Araba þó svo það kosti mannslíf og hörmungar, og ekki ertu sínkur á fjárútlátin til gyðingaríkisins." Albright reitir tU reiði „Vissulega höfðu fjöldamorðin í Qana vakið bræði og sársauka hér. En það var þó sér í lagi eftir að Madeleine Albright, aðalfulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóð- unum tjáði sig um skýrslu sem [framkvæmdastjóri SÞ] Boutros Ghali lét taka saman og komist var að þeirri niðurstöðu að ætlunin hefði verið að ráðast nákvæmlega á þann stað þar sem flóttamenn voru, að allt fór hér í bál og brand.“ Orð Albright voru á þá leið að skýrsluhöfundar kæmust að ósann- gjarnri og órökstuddri niðurstöðu og vísaði innihaldi hennar á bug. Nú hefur Clinton sagt að hann haldi ekki með ísrael á kostnað Araba en óhætt er að segja að menn hér í Kairó taka orð hans nú og sennilega lengi enn með fyrir- vara. SKYIMDIBREF 5 K A M D I A ENGINN KOSTNAÐUR Skyndibréf Skandia eru alltaf innleysanleg og gefa í flestum tilvikum hœrri ávöxtun en bankabœkur og bankareikningar. Skyndibréf Skandia má innleysa hvenær sem er án nokkurs aukakostnaðar og því einfalt að kaupa þau og selja. Nafnávöxtun Skyndibréfa síðustu 6 mánuði var 8,5%. Lokaðu bókinni og skoðaðu Skyndibréf. Ráðgjafar Skandia veita allar frekari upplýsingar. nýtt simanúmer 540 50 60 , fáið nánaii upplýsingar Skandia FJAHFESTINBARFÉLAGIB SKANOIA HF • LAUGAVEGI 1VO • SlMI 540 50 SO • FAX 540 50 B1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.