Morgunblaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL<SCENTRUM.1S / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Fyrsti dagur í humri Vestmannaeyjum. - Morgunblaðið. jíIUMARVINNSLA hófst í Eyj- um í gær er fyrstu bátarnir komu með afla sinn að landi. í Vinnslustöðinni lönduðu 6 bátar 10 tonnum af slitnum humri og sagði Viðar Elíasson, fram- leiðslustjóri, að vertíðin virtist fara ágætlega af stað. Stærðin á humrinum væri blönduð en það væri eðlilegt þar sem hann hefði veiðst í Háadýpi. Hún Katrín Ósk Péturdóttir, er að vonum ánægð á fyrsta degi í humarvinnslunni Tölvunefnd hefur athugasemdir tveggja kvenna til skoðunar Birting upplýsinga í niðja- og stéttatölum TOLVUNEFND er að skoða hvaða reglur skuli gilda um birtingu upp- lýsinga í niðja- og stéttatölum. Tvær konur hafa m.a. óskað liðsinn- is nefndarinnar við að koma í veg fyrir að nöfn þeirra, maka þeirra og niðja verði birt í tilteknu ætt- fræðitali. Sigrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Tölvunefndar, segir að fyrst verði að taka afstöðu til þess hvort erindið heyri undir valdsvið nefndarinnar. Sigrún sagði að erindið væri á gráu svæði því lögum samkvæmt væri skráning í þágu ættfræðirann- sókna og æviskrárrita utan ramma persónuupplýsingalaga og þar með væntanlega valds nefndarinnar. Hagstofunni skrifað „Hvort erindið falli undir skil- greininguna og ef svo er hvort samt þurfi ekki að gæta ákveðinna sjón- armiða um einkalífsvernd er til at- hugunar hjá nefndinni," sagði hún og tók fram að nefndin hefði sent Hagstofunni bréf í því skyni að kanna afstöðu hennar. Hagstofan væri aðalagagnabankinn varðandi Aðrir flokkar tapa fylgi, en breyt- ingar eru mjög óverulegar frá síð- ustu könnun og ekki tölfræðilega marktækar. Framsóknarflokkurinn er næststærstur flokka með 20,3% fylgi, en fékk 21,3% í síðustu könn- un og 23,3% í kosningunum. Al- þýðubandalagið nýtur nú stuðnings 16,3%, miðað við 18,2% í nóvember og 14,3% í kosningunum. Af þeim, sem afstöðu tóku í könnuninni, sögðust 13,9% myndu kjósa Alþýðufiokkinn, lítið eitt færri en í nóvember. Kjörfylgi flokksins var 11,4%. Kvennalistinn fær stuðn- upplýsingar í ættfræðibækur, stéttatöl o.fl. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur aðeins einn hæsta- réttardómur frá 1968 verið felldur hér á landi vegna óska um að ákveðnar upplýsingar séu ekki birt- ar í niðja- eða stéttatali. Hæstirétt- ur staðfesti að útgefendum lækna- tals væri ekki heimilt að greina frá nöfnum líffræðilegra foreldra kjör- barns læknis í læknatali án hans leyfis. Niðurstaðan var fengin með tilvísun til grunnreglna laga um þagnarvernd einkalífs. Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Sjálfstæðisflokk- urinn fengi 42,7% atkvæða SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fengi 42,7% atkvæða ef þingkosningar yrðu haldnar nú, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar, sem Félags- visindastofnun Háskóla Islands gerði fyrir Morgunblaðið í síðustu viku. Flokkurinn fékk 37,1% atkvæða í kosningunum í fyrra og 38,3% fylgi í síðustu könnun stofnunarinnar, sem gerð var í nóvember. ing 4,8% nú, álíka og í kosningun- um, en í síðustu könnun var stuðn- ingur við flokkinn 5,4%. Þjóðvaki hlýtur 1,1% fylgi, en 7,2% kusu hann í kosningunum og 1,7% sögðust styðja hann í könnun- inni í nóvember. Könnunin var gerð 11.-18. maí. Úrtakið var 1.500 manns. Óákveðn- ir voru 6,7%, eftir að Félagsvísinda- stofnun hafði spurt tveggja auka- spurninga til að lækka hlutfall óákveðinna. ■ Staða sljórnarflokkanna/4 Átta skólasljór- ar hætta SJÖ skólastjórar við grunn- skóla Reykjavíkur hafa sagt upp störfum auk skólastjóra Isaksskóla. Er þetta um fjórð- ungur allra skólastjóra við skóla borgarinnar. Sigrún Magnúsdóttir for- maður skólamálaráðs, sagði að sennilega mætti rekja ástæðu uppsagnanna til þess að skólastjórarnir væru að komast á aldur og vildu hætta og fara á biðlaun áður en sveit- arfélögin taka yfir rekstur grunnskólanna af ríkinu. Um er að ræða skólastjóra við Selásskóla, Seljaskóla, Breiðholtsskóla, Breiðagerðis- skóla, Langholtsskóla, Hamra- skóla og Vogaskóla; Auk þess hefur skólastjóri ísaksskóla, sem er einkaskóli, sagt starfi sínu lausu og mun skólanefnd ráða í stöðuna. Umsóknarfrestur um stöð- urnar er til 28. maí. Spænskir aðilar vilja eign- ast Sementsverksmiðjuna SPÆNSKT fyrirtæki, sem á og rekur sements- verksmiðjur víða um heim, hefur lýst áhuga á því við íslensk stjórnvöld að kaupa Sementsverk- smiðjuna hf. á Akranesi. Samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins hefur fyrirtækið áhuga á að kaupa meirihluta í fyrirtækinu, en leggur ekki áherslu á að eignast verksmiðjuna alla. Erindi Spánverjanna er til skoðunar hjá einka- væðingarnefnd ríkisstjórnarinnar og ríkisstjórn- inni, en verður ekki tekið fyrir hjá Sementsverk- smiðjunni fyrr en á stjórnarfundi fyrirtækisins þann 31. maí næstkomandi. Búast má við því að formlegar viðræður hefjist á milli fulltrúa spænska fyrirtækisins og íslenskra stjórnvalda innan tíðar. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er ástæða þess að fyrirtækið hefur sýnt kaupum á meirihluta í Sementsverksmiðjunni áhuga, sú að fyrirtækið er komið með allnokkra reynslu af því að kaupa meirihluta í sementsverksmiðjum víða um heim, þar sem verksmiðjurnar hafa verið endurreistar, endurskipulagðar og rekstur þeirra stokkaður upp, samkeppnisstaða þeirra hefur verið bætt og þær treystar í sessi. Meðal annars munu þeir hafa tekið að sér að endurfjár- magna og endurreisa sementsverksmiðju í Mið- Austurlöndum fyrir ailnokkru, með afar góðum árangri. Sömu upplýsingar herma að Spánveijarnir hafi náð umtalsverðum árangri á þessu sviði, hvar sem þeir hafa komið við sögii, þannig að verksmiðjur þær sem þeir hafi keypt hluta í, hafi aukið framleiðslu sína til muna, markaðs- hlutdeild hafi aukist á heimsmarkaði, svo og velta og tekjur, þannig að fyrirtækin hafi orðið mun sterkari rekstrareiningar, með þátttöku Spánveijanna. Spánveijarnir munu einvörðungu óska eftir viðræðum um að kaupa meirihluta í Sements- verksmiðjunni, en leggja enga áherslu á að eign- ast alla verksmiðjuna - heldur aðeins meirihluta sem gefi þeim ráðandi hlut við stjórn og rekstur fyrirtækisins. Engin ákvörðun hefur verið tekin um fram- hald málsins, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins, en fullvíst er talið, að innan tíðar verði hafnar viðræður við Spánveijana, þar sem við blasi að þeim sé alvara með þeim áhuga sem þeir hafa sýnt á ofangreindum kaupum. Áður en slíkar viðræður hefjast á milli aðila mun fara fram ítarleg úttekt á stöðu fyrirtækisins og sam- keppnisstöðu, framtíðarmöguleikum fyrirtækis- ins, markaðshorfum og verðmat á fyrirtækinu. Síldveiðar hafnar innan Jan-Mayen lögsögunnar SJÖ íslensk síldveiðiskip höfðu hafið veiðar innan lögsögunnar við Jan Mayen á tólfta tímanum í gær- kvöldi, en skipunum var heimilt að hefja þar veiðar kl. 21.30 í gærkvöldi. Áð sögn Ingva Einarssonar skip- stjóra á Faxa RE var þokkaleg veiði hjá skipunum innan lögsögunnar og nóg af síld að sjá. Faxi átti skammt eftir á miðin þegar rætt var við Ingva, sem sagðist vita til þess að Guðmundur VE hefði fengið mjög gott kast. ■ Síldin/6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.