Morgunblaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 39 Flestir stigahæstu með á Skákþingi Islands Jóhann Helgi Áss Hjartarson Grétarsson. SKAK Fjölbrautaskólanum í tiaróabæ SKÁKÞING ÍSLANDS - landsliðsflokkur: Frá 22. maí til 3. júlí. 1. umferð hefst á miðvikudaginn. Jafnan er teflt frá kl. 17, nema frídagana sem eru 26. maíogl.júní. ÞAÐ gekk óvenju vel að manna mótið að þessu sinni og í endan- legum tólf manna þátttakenda- lista má finna fimm stórmeistara, sem er met á íslandsmóti. Tveir alþjóðlegir meistarar eru einnig með, auk þess sem nokkrir ungir og efnilegir skákmenn fá einnig tækifæri. Það má búast við spenn- andi og skemmtilegri keppni í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ næstu tvær vikurnar. Núverandi íslandsmeistari er Jóhann Hjartarson, sem hefur sigrað tvö ár í röð. Þar áður vann Helgi Ólafsson titilinn þrisvar í röð. Meðalstig keppenda á mótinu eru 2.395 stig, en þau hafa aðeins einu sinni áður verið hærri. Það var áfið 1991, en þá fór mótið einnig fram í Garðabæ. Þátttak- endurnir tólf eru þessir: Benedikt Jónasson 2.280 Hannes H. Stefánsson 2.540 Helgi Áss Grétarsson 2.450 Helgi Ólafsson 2.485 Jóhann Hjartarson 2.570 Jón Viktor Gunnarsson 2.180 Jón Garðar Viðarsson 2.340 Magnús Órn Úlfarsson 2.290 Margeir Pétursson 2.585 Sævar Bjarnason 2.305 TorfiLeósson 2.160 Þröstur Þórhallsson 2.445 Sigurvegarinn á mótinu tryggir sér sæti í Ólympíusveit íslands í Armeníu í haust. Ólympíuliðið í meðferð hjá Gunnari Skáksamband íslands hefur fengið Gunnar Eyjólfsson, einn kunnasta leikara íslands, til að þjálfa Ólympíuliðið fyrir Ólymp- íuskákmótið í haust. Gunnar kenn- ir liðinu þó engin ný byijanaaf- brigði, heldur mun hann sjá um að byggja upp þrek og einbeitingu liðsins. Aðferðir hans gáfust mjög á Ólympíumótunum 1990 og 1992 og einnig í landskeppninni við ísra- el um daginn, þegar ísland sigraði óvænt. Gunnar verður einnig með í för til Armeníu. Opna mótið í Lichtenstein Sterkasti skákmaður Litháa, Eduard Rosentalis, sigraði á ár- lega opna mótinu í furstadæminu Lichtenstein, sem lauk á laugardaginn. Hann hlaut 8 vinn- inga af 9 möguleg- um. Helgi Áss Grét- arsson var jafn Ros- entalis í efsta sæti eftir sjö umferðir, en varð að lúta í lægra haldi í innbyrðis við- ureign þeirra. í öðru til þriðja sæti á mótinu urðu Rússinn Baburin og enski stórmeistarinn Gallagher með sjö vinninga. Þeir Helgi Áss Grétarsson og Helgi Ólafsson tefldu saman í síðustu umferð og gerðu jafntefli. Þeir lentu í 4—10. sæti með sex og hálfan vinning. Þröstur Þórhallsson hlaut sex vinninga. 132 skákmenn tóku þátt á mótinu. Atkvöld Hellis Hellir hélt atkvöld sl. mánudag og voru að venju tefldar þijár hraðskákir og þijár atskákir. Andri Áss Grétarsson vann allar sex skákir sínar, en röð efstu manna varð þessi: 1. Andri Áss Grétarsson 6 v. 2. Hrannar Baldursson 5 v. 3—5. Sigurður Áss Grétarsson, Stefán Baldursson og Gunnar Nikulásson 4 v. 6. Þorsteinn Davíðsson 3 ‘A v. o.s.frv. Mögnuð skák frá Madrid Spánveijar eru himinlifandi yfir frammistöðu síns besta skák- manns, Miguels Illescas, á stór- mótinu í Madrid. Undanfarin ár hafa verið haldin mörg stórmót á Spáni sem hafa aflað Illescas dýrmætrar reynslu sem virðist nú að skila sér að fullu. Hann sigr- aði á mótinu ásamt Búlgaranum Topalov. Illescas notaði aðeins 47 mínútur á vinningsskák gegn Boris Gelfand, einum stigahæsta skákmanni heims. Hann tefldi grimmt upp á kóngssókn og það bar glæsilegan árangur: Hvítt: Boris Gelfand Svart: Miguel Hlescas Bogo-indversk vörn l.d4 - Rf6 2. Rf3 - e6 3. c4 - Bb4+ 4. Rbd2 - b6 5. a3 - Bxd2+ 6. Dxd2 - Bb7 7. e3 - 0-0 8. Be2 - d6 9. 0-0 - Rbd7 10. b4 - Re4 11. Dd3 - f5 12. Bb2 - Hf6 13. d5 - Hg6 14. dxe6 - Rf8 15. c5?! - Rxe6 16. cxd6 - cxd6 17. Hadl - Kh8 18. Rel? - R6g5! Þótt ótrúlegt megi virðast er hvítur nú vamarlaus. 19. Khl 19. — Rh3! og Gelfand gafst upp. Ef hann léki 20. gxh3 kæmi 20. 20. — Rxf2++ sem er tvískák, fjöl- skylduskák og mát! Þar með tók Illescas forystuna, en Gelfand var svo brugðið að hann tapaði næstu skák líka. Margeir Pétursson Kmmn Ókeypis félags- og lögfræöileg ráðgjöf fyrir konur. Opiö þriðjudagskvöld kl. 20-22 og fimmtudaga kl. 14-16. Sími 552-1500. .. s...................IMY .» ...................,v:. íM S i '1 ' ■ s I íáSSÉÉ!SÉi, i'ámi. .... . Mwm. Sumarskólinn sf. Skólinn hefst 31. maí og lýkur 3. jólí. Kennt veröur á kvöldin í Háskóla íslands. Skólagjald er kr. 12.900 fyrir einn áfanga, en kr. 18.900 fyrir tvo áfanga. Nemendur mega mest taka tvo áfánga. Innritun verður virka daga fró 20.-29. maí kl. 16:30-19:00 í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi. Nánari upplýsingar fást í símum 565-6484 og 564-2100. Eins og undanfarin sumur veröur Sumarskólinn sf. meö kennslu í fjölmörgum framhaldsskólaáföngum. Yfir 40 áfangar veröa í boði. Kennt veröur samkvæmt námskrá Menntamálaráöuneytisins. Allir áfangar eru matshæfir. í Nova Scotia íslendingum opnast nú nýr heimur með spennandi og hagstæðum ferða- möguleikum í Nova Scotia á austur- strönd Kanada. Flugleiðir hófu flug þangað 14. maí, tvisvar í viku. Nova Scotia er stórfagurt landsvæði og stendur menningin þar með miklum blóma: götulíf, leikhús. veitingastaðir og hátíðir afýmsu tagi. Síðast en ekki síst er verðlagið sérlega hagstætt: - Bensínlítrinn 30 kr. Frekari upplýsingar: Aðalræðisskrifstofa Kanada, Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík. - Máltíð fyrir tvo á fínum veitingastað; fordiykkur, aðalréttur, kaffi/te og eftirréttur 2.450 kr. - Skyndibiti: Hamborgari, franskar og gos 172 kr. - Gosdós 49 kr. MH^SCÖHIA Láttu sjá þig á Nova Scotia dögunum sem haldnir verða dagana 22. - 24. maí nk. Hingað f|ölmenna fulltrúar ferða-, atvinnu- og menntamála með ítarlegar upplýslngar um land og þ|óð í máli og myndum. Merkt: Nova Scotia Tourism. Sími: 568 0820. Fax: 568 0899. - Öl. 6 dósir 392 kr. HVlTA HÖSIÐ / SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.