Morgunblaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ 1 LISTIR Tvítugir snillíngar TONLIST Listasafn Islands HLJÓMSKÁLAKVINT- ETTINN Hljómskálakvintettinn í Listasafni íslands miðvikudagskvöldið 15. maí 1996. HLJÓM SKÁLAK VINTETTINN hélt stórglæsilega upp á 20 ára af- mæli sitt með tónleikum í Listasafni íslands sl. miðvikudagskvöld. Tón- leikarnir voru vel sóttir, en því mið- ur létu gagnrýnendur ekki sjá sig enda tónleikar þessir naumast við hæfi þeirra „æðstu unnenda" tónlist- arinnar og þess vegna hlotnaðist undirrituðum sá heiður að fjalla lítil- lega um þessa glæsilegu tónleika og óska þeim fímmmenningum hjartan- lega til hamingju með tvítugsafmælið. Mér er að vísu sagt að ekki séu nema tvö ár í tuttugu og fimm ára afmælið og er það vel. „Á síðastliðnum tveim áratugum hefur mikill íjörkippur færst í starf- semi allskonar kammermúsikhópa þ.ám. málmblásturshópa af öllum mögulegum stærðum og á umrædd- um tónleikum komu fram alls tutt- ugu blásarar og ein söngkona og voru þau öll í hæsta gæðaflokki. Fjölrödduð tónlist barokktímabils- ins hljómar sérstaklega vel, þegar vel er útsett fyrir lúðra eins og við fengum svo ríkulega að heyra hjá Hljómskálakvintettinum og hjálpar- mönnum hans, sem voru t.d. Litla lúðrasveitin en hana skipa þeir Lárus Sveinsson og Jón Sigurðsson (tromp- etar), Stefán Stephensen (hom), Bjöm R. Einarsson (básúna) og Bjami Guðmundsson (túba). Litla lúðrasveitin lék þijú verk og sem aukalag perlu Inga T. Lámsson- ar „Ó blessuð sértu sumarsól" og var það eina íslenska lagið sem heyrðist á þessum annars ágætu tónleikum. Láms Sveinsson blés þetta gullfallega lag sveitunga síns mjög fallega með silkimjúkum tón og af næmri tilfinningu. Glansnúmer tónleikanna var þeg- ar Sigrún Hjálmtýsdóttir söng tvö lög með Hljómskálakvintettinum „Le fílles de Cadix“ eftir Delibes í útsetn- ingu Ásgeirs Steingrímssonar og svo meistarastykkið og hápunkt tónleik- anna „Let the Bright Seraphin" úr Samson eftir Handel en þar lék Ásgeir Steingrímsson hina þrælerf- iðu obligato D trompet rödd frábær- lega vel og ég hef ekki í annan tíma heyrt Diddú betri. Síðustu þijú verkin lék svo 20 manna lúðrasveit undir stjóm Stefáns Stephensen. Fyrsta verkið var Fanf- are La Peri eftir Paul Dukas, skemmtilegt verk og vel leikið undir góðri og ömggri stjóm Stefáns. Ann- að verkið sem lúðrasveitin lék var eftir Chris Hazel og heitir Two Brassc- ats en í efnisskránni heitir það Tveir brasskettir. Hvað em brasskettir? Þá er komið að lágkúmnni. Það hefur löngum viljað fylgja íslenskum lúðrasveitum aldeilis ótrúlegur aula- háttur og með tilheyrandi aula- fyndni. Fyrir hálfri öld bjó hér og starfaði einhver besti hornleikari allra tíma Lanzky-Otto. Lanzky átti það til á góðum stundum að spila á ótrúlegustu hluti t.d. var hann hreinn virtuos á reykjarpípu og kaffíkönnu. Þetta gerði hann oft á góðum stundum enda var Lanzky vinsæll partýmaður. Þetta var mjög skemmtilegt því maðurinn ótrúlegur snillingur á þessi óvenjulegu hljóð- færi. Aldrei held ég þó að Lanzky hefði leyft sér að troða upp á opin- bemm tónleikum með þetta vinsæla skemmtiatriði sitt. En nú gerðist það á þessum ágætu tónleikum að hvorki fleiri né færri en þrír hornistar ætl- uðu að feta í fótspor meistarans og vera skemmtilegir með því að blása tríókaflann í Semper Fidelis eftir Sousa á garðslöngur en garðslanga var einmitt eitt af eftirlætis hljóð- færum Lanzky-Otto, en gallinn var bara sá að þessir hornistar gátu bara ekkert spilað á þessar bölvuðu garðslöngur. Hljómskálakvintettinn þeir Ásgeir Steingrímsson, Sveinn Birgisson, Þorkell Jóelsson, Oddur Bjömsson og Bjami Guðmundsson eiga mikið hrós skilið fyrir kvintettinn sem er mjög góður og mikilvægur ás í hinni stórgóðu Sinfóníuhljómsveit íslands. Björn Guðjónsson LEPAGE í hlutverki Kládíusar á dauðastundinni, myndavél hefur verið komið fyrir á sverðinu sem verður honum að bana í verkinu. Eins manns Hamlet LEIKSTJÓRAR sem takast á við hið sígilda verk Shakespeares um Hamlet hafa gripið til ýmissa ráða til að nálgast söguna á nýjan og óvenjulegan hátt. Einn þeirra er kanadíska leikskáldið Robert Lepage, sem skrifaði nýja leikgerð upp úr Hamlet og sýndi í Hebbel- leikhúsinu í Berlín. Verkið kallar hann „Elsinore" (Helsingjaeyri). Lepage skrifar ekki aðeins leik- gerðina, heldur leikstýrir henni og fer með öll hlutverkin. Til að gera þetta mögulegt nýtir hann sér tæknina til hins ýtrasta. Meðal annars varpar hann nærmyndum af andlitum hverrar persónu á dauðastundinni upp á risastóran sjónvarpsskjá. Þá hefur hann komið fyrir lítilli sjónvarpsvél á sverðinu sem verður Kládíusi að bana og varpar myndum af þeim átökum upp á skjáinn við sviðið. Sýning Lepage fær góða dóma í Time þar sem segir að frábær frammistaða hans geri skiptin á milli persónanna trúverðug. Lepage, sem er 39 ára, hefur áður flutt svipað verk um Leondardo da Vinci. Þá hefur hann verið óhræddur við að nýta sér tæknina og hefur komið sér upp margmiðl- unarleiklistarstúdíói í Quebec. Minnir hann á að áhorfendur nú- FÚLSKEGGJAÐUR Lepage þykir ekki síð- ur sannfærandi Ófelía en Hamlet. timans hafi „hlotið þjálfun sína í rokkmyndböndum, auglýsingum, kvikmyndum og sjónvarpi. Sumir segja að það sé ekki leikhús. Ég tel hins vegar að svo geti verið.“ E g var beðin að koma í Kaffileikhúsið Sölukona sem stendur á tímamótum í lífí sínu er persónan í einleik í Kaffíleikhúsinu annað kvöld. Þóroddur Bjamason hitti leikkonuna Sigrúnu Sól Ólafsdóttur, Guðjón Pedersen leikstjóra og Þorvald Þorsteinsson höfund að máli. EINLEIKURINN „Ég var beðin að koma“ er samsettur úr áður birtum og óbirtum textum Þorvaldar sem Sigrún og Guðjón völdu saman og gerðu leikgerð úr. Hann segir af sölukonu, sem leikin er af Sigrúnu, sem er beðin að koma með vörur sínar í heimahús. „Ef það er hægt að líkja þessu við starf myndlistar- manns þá er eins og verið sé að setja upp verk frá löngu tímabili á eina sýningu. Sigrún og Guðjón eru þá sýningarstjórar," sagði Þorvaldur Þorsteinsson þegar blaðamaður heimsótti þau í Hlaðvarpann. Ég hef eitthvað sem þið hafið ekki, er kjörorð sölukonunnar. Hún fer ótroðnar slóðir í sölumennsku og byijar heimsóknina á því að kynna okkur vörumar með seiðandi röddu við undirleik ljúfrar flaututónlistar. Þegar á leikinn líður fer ýmislegt að koma í ljós og allt stefnir í uppgjör konunnar gagnvart umhverfínu. Hún lifír tvöföldu lífí og svo er einnig með mann hennar sem reynist henn- ar stóra sorg þegar upp er staðið. „Hún er að reyna að vera hún sjálf, en þetta er spurning um hvaða tæki eru handbær til þess að nálgast sjálf- an sig, og þegar eitthvað í þessum raunverulega raunveruleika okkar bannar okkur að nálgast okkur þá leitum við annarra leiða,“ segir Þor- valdur um persónuna í verkinu. Það er nýstárlegt að vinna leikrit MorffunblaðiíVHalidór SÖLUKONAN fer ótroðnar slóðir í sölumennsku. upp úr ýmsum textum höfundar og setja í nýtt samhengi. Guðjón: „Það tíðkast allt í leik- húsi. Við gerðum engar breytingar frá textanum án þess að bera þær undir Þorvald." Þorvaldur: „Ég fæ að upplifa þessi verk mín upp á nýtt þegar þau eru komin í nýtt samhengi og fá nýja merkingu." Lítið leikhús er ekki til Sviðið er einfalt. Borð og stóll og mynd á gulum vegg. Nálægðin við áhorfandann er meiri en gerist og gengur í stærri leikhúsum og því er eins og sölukonan hafí raunverulega verið beðin að koma í Kaffíleikhúsið með vörur sínar. Að sögn Sigrúnar er það engu minna álag að leika við þessar aðstæður en á stóru sviði fyr- ir framan hundruð manna. Þetta er í fyrsta sinn sem hún leikur einleik en hún kveðst hafa stofnað Einleik- húsið fyrir tveimur árum, þó þetta sé í raun fyrsta verkefni þess. „Það er búin að vera hugmyndavinnsla í gangi," segir hún og hlær. „Mig hef- ur lengi langað að leika eitthvað eftir Þorvald og er mjög hrifin af bókinni hans Engill meðal áhorfenda." Guðjón er reyndur leikstjóri og er einn af stofnendum leikhúss Frúar Emilíu auk þess sem hann leikstýrði nýverið „Sem yður þóknast" í Þjóð- leikhúsinu. Var það alveg sjálfsagt mál að stökkva inn í lítið leikhús eins og Kaffileikhúsið og vinna með ungum leikara? 1 „Verkefni er bara verkefni og þetta var sjálfsagt mál fyrir míg. Það alltaf gott að fara með umgjörð leik- ritsins niður í ekki neitt og vinna út frá þeim aðstæðum auk þess sem ég held að það sé ekkert til sem heitir lítið leikhús," sagði Guðjón Pedersen. r- Ijll ' - - £7% V * )--------—— — 7/l/Y Hjartavernd, WíJw, ’J, Krabbameinsfélagið og Manneídisráð . livetja fólk á öllum aldri fllllll til að borða að minnsta kosti fimm skammta af grænmeti, ávöxtum eða kartöflum á dag. Einn skammtur getur verið einn meðalstór ávöxtur, 50 g af grænmeti, 2-3 kartöflur eða glas af hreinum ávaxtasafa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.