Morgunblaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ1996 47 FRÉTTIR Á MYNDINNI eru f.v.: Ragnheiður Elíasdóttir læknir, Arthur Morthens, fráfarandi formaður Barnaheilla, Maja Sigurðardótt- ir og Ágústa Gunnarsdóttir sálfræðingar, Matthias Halldórsson aðstoðarlandlæknir og Aðalsteinn Gíslason sem tók við styrknum fyrir hönd Kristínar Aðalsteinsdóttur lektors. * Uthlutun úr Rannsóknar- sjóði Barnaheilla j Endurkjör- inn formað- ur ABR GESTUR Ásólfsson var endurkjör- inn formaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík á aðalfundi félagsins 18. þessa mánaðar. Alþýðubandalagið í Reykjavík er langfjölmennasta félag Alþýðubandalagsmanná á landinu. Eftirtaldir voru kosnir í stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík: Gestur Ásólfsson, rafvirki, formaður og aðrir í stjórn eru: Margrét Guð- munsdóttir, Nanna Rögnvaldsdóttir ritstjóri, Sigþrúður Gunnarsdóttir nemi, Guðný Magnúsdóttir háskóla- nemi, Herbert Hjelm verkamaður og Kolbeinn Óttarsson Proppé stúdent. Varamenn: Anna Jensdóttir nemi, Sjöfn Kristjánsdóttir bókasafns- . fræðingur og Árni Þór Sigurðsson I borgarfulltrúi. Tvær áiyktanir voru samþykktar á fundinum. Lýst er fullum stuðn- ingi við baráttu verkalýðssamtak- anna gegn hafta- og skerðingar- frumvörpum ríkisstjórnarinnar, eins og segir í ályktuninni. Fundurinn fagnar jafnframt samstöðu stjórnar- andstöðuflokkanna í baráttunni | gegn þessum frumvörpum um stétt- i arfélög og vinnudeilur og um rétt- indi og skyldur opinberra starfs- ' manna. Þá telur fundurinn að viðskipta- bann SÞ á írak gangi gegn mark- miðum þeirra í mannréttindamálum. Skorar fundurinn á Alþingi og ríkis- stjórn að beita sér fyrir afnámi við- skiptabannsins. Á LANDSÞINGI Barnaheilla, sem haldið var nýlega, var úthlutað fjórum styrkjum úr Rannsóknar- sjóði Barnaheilla. Hæsta styrkinn, 200 þúsund krónur, hlaut verkefn- ið: Heilbrigði og líðan barna og unglinga sem Matthías Halldórs- son aðstoðarlandlæknir og pró- fessorarnir Ásgeir Halldórsson og Jóhann Ágúst Sigurðsson stjórna. 100 þ. kr. styrk hlutu verkefnin: Orsakir og kringumstæður bruna- slysa íslenskra barna sem Ragn- heiður Elíasdóttir læknir, Ásgeir Haraldsson prófessor og Pétur Lúðvíksson barnalæknir sljórna; Upplýsingaöflun um.einkenni og stöðu fámennra skóla með sér- stakri áherslu á samskipti kenn- ara og nemenda sem Kristín Aðal- steinsdóttir lektor stjórnar og Al- þjóðleg könnun á réttindum barna á heimili og skóla sem Ágústa Gunnarsdóttir og Maja Sigurðar- dóttir sálfræðingar stjórna. Tilgangur Rannsóknarsjóðs Barnaheilla er að efla rannsóknir á högum barna hér á landi. Stjórn sjóðsins er skipuð fulltrúum frá Félagsvísindadeild Háskóla ís- lands, Kennaraháskóla Islands og stjórn og fulltrúaráði Barnaheilla. Formaður Barnaheilla er jafn- framt formaður sjóðsljórnar. Bréf Bolla Gústavsonar HER fara á eftir bréf Bolla Gústavsssonar, víglubiskups, sem hann hefur skrifað dóms- og kirkju- málaráðherra, Þorsteini Pálssyni og stjórn Prestafélags íslands: Til ráðherra Með vísan til bréfs yðar, hæst- | virti ráðherra, sem dagsett er 28. ( apríl 1996, tilkynni ég yður hér með að ég hefi afgreitt mál það, sem þér settuð mig_ til þess að fara með í stað biskups íslands. Var það gjört með því að rita rheðfylgjandi bréf til stjórnar P.Í., dagsett 15. maí 1996. Það fylgir hér með í ljós- riti, en verði óskað frekari gagna varðandi mál þetta skulu þau fús- lega af hendi látin. Tel ég eðlilegt að kynna yður, i virðulegi ráðherra, framgang máls- ins sem æðsta yfirmanni þjóðkirkj- unnar á hinu veraldlega stjórnsýslu- sviði, svo að þér getið gripið til við- eigandi ráðstafana í tilefni af mála- vöxtum, ef þér sjáið ástæðu til. Með virðingu, Til stjórnar P.í. Þann 29. apríl sl. barst mér bréf, ( dags, 24. apríl 1996, frá dóms- og kirkjumálaráðherra, Þorsteini Páls- syni. Þar segir: „Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, hefur með bréfi, dags. 24. apríl 1996, ákveðið að víkja sæti við úrlausn máls sem stjórn Prestafélags íslands óskaði eftir að embætti biskups íslands komi að, fjalli um og eigi þátt í lúkningu þess varðandi nánar til- tekna embættisfærslu hans...“ Er þá vísað til meðfylgjandi ljósrits af bréfi Prestafélags Islands til bisk- ups Islands, dags. 3. apríl sl., og jafnframt til ljósrits af ájitsgerð siðanefndar Prestafélags íslands, dags. 27. mars 1996, sem er svar við erindi Sigrúnar Pálínu Ingvars- dóttur frá 12. mars 1996. Til frek- ari glöggvunar skal tekið fram, að samrit af þeirri álitsgerð var sent biskupi íslands, stjórn P.í. og starfsfólki í Langholtskirkju í Reykjavík. Bréfi dóms- og kirkju- málaráðherra til vígslubiskups Hólastiftis Týkur á þessa leið: „Hér með eruð þér, herra vígslu- biskup, í samræmi vjð 6. gr. stjórn- sýslulaga nr. 37/1993 og með hlið- sjón af 41. gr. laga um skipan prestakalla og prófastsdæma og um starfsmenn þjóðkirkjunnar nr. 62/1992, settur til að fara með biskupsvald í framangreindu máli varðandi embættisfærslu biskups. Er yður falið að taka erindi Presta- félags íslands til sjálfstæðrar með- ferðar og taka síðan ákvörðun um úrlausn þess. Þorsteinn Pálsson (sign)/ Þorsteinn Geirsson (sign)“ Vegna þeirrar ákvörðunar dóms- og kirkjumálaráðherra, að skipa mig til þess að fara með .biskups- vald í framangreindu máli, vil ég í fyrstu taka eftirfarandi fram: í bréfi stjórnar P.í. til biskups íslands, dags. 3. apríl 1996, er óskað eftir þvi, að embætti biskups íslands komi að umfjöllun þessa máls, er siðanefnd presta telur biskup ís- lands hafa brotið alvarlega af sér gagnvart hinu kirkjulega embætti með því - að bera út opinberlega upplýsingar um fund sóknarprests í Langholtskirkju og skjólstæðings vegna persónulegra hagsmuna sinna; sbr. álitsgerð siðanefndar P.í. frá 27. mars 1996, sem vitnað er til fyrr í þessu bréfi. Mér dylst ekki, að biskupi íslands var ekki fært að koma að þessu máli sem úrskurðaraðili, en jafn- framt er ljóst, að ekki verður á nokkurs færi að taka á því á annan hátt en þann, sem þegar hefur ver- ið gjört með þeirri yfirlýsingu siða- nefndar P.í. og stjórnar P.í. að bisk- up íslands hafi brotið alvarlega af sér gagnvart hinu kirkjulega emb- ætti með því að bera út opinberlega upplýsingar um fund sóknarprests og skjólstæðings vegna persónu- legra hagsmuna sinna. - Fram hjá þessu verður ekki litið og jafnframt ber að hafa í huga, að biskup ís- lands hefur viðurkennt mistök sín og sent prestum landsins bréf þar sem hann harmar þau (Til presta um „biskupsmálið." Reykjavík, 11. mars 1996). Orðalag siðanefndar á áliti hennar leiðir hinsvegar í ljós, að ekki verður lengra gengið, en þegar hefur verið gjört og beitt þyngri viðurlögum. Skýrist það, þegar lesin er 6. greinin í kaflanum um siðanefnd P.I. í Codex ethicus (Siðareglur presta, útg. P.í. 1994), sem er á þessa leið: 6. Ef kæra reynist á rökum reist skal siðanefnd kveða skýrt á um hvort brotið var ámælisvert, al- varlegt eða mjög alvarlegt. Ef brot er ámælisvert skal siðanefnd veita viðkomandi presti áminn- ingu. Ef brotið er alvarlegt vísar siðanefnd málinu til stjórnar P.í. ásamt áliti sínu. Ef brotið er mjög alvarlegt eða síendurtekið skal siðanefnd vísa málinu til stjórnar P.í og biskups íslands ásamt áliti sínu. Stjórn félagsins tekur ákvörðun um hvort vísa skuli við- komandi úr félaginu. í öllum til- vikum skulu málsaðilum kynntar niðurstöður siðanefndar (C.E. bls. 30-31). Það er ljóst af orðalagi þessarar greinar, að um þrjú stig er að ræða, þegar meta skal brot, sem kært er til siðanefndar: a) ámælisvert, b) alvarlegt, c) mjög alvarlegt. Sam- kvæmt því vísar siðanefnd málinu einvörðungu til stjórnar P.í. og er ekki kveðið á um frekari aðgerðir en áminningu. Nú sá stjórn P.í. eigi að síður ástæðu til þess að senda biskupi íslands ósk um það, að embætti hans kæmi að umfjöllun þessa máls og ætti hlut að lúkningu þess. Vegna vanhæfi biskups íslands til þess að taka hlutlæga afstöðu til eigin mistaka í framangreindu máli, sá hann þá leið eina færa að óska eftir því við kirkjumálaráðherra að vera leystur undan þeirri kvöð. Því hefur ráðherra falið öðrum vígslu- biskupi þjóðkirkjunnar að taka af- stöðu þess fyrir hönd biskupsemb- ættisins og þá samkvæmt hefð, þeim, sem eldri er. Að lokinni ítarlegri könnun á málavöxtum og eftir viðræður við stjórn P.í. get ég fallist á niður- stöðu siðanefndar P.í. í málinu. Vegna þess að í fyrrnefndri 6. grein í kaflanum um siðanefnd P.í í Codex ethicus er ekki ætlast til að broti, sem telst alvarlegt, verði skot- ið til embættis biskups íslands, sé ég ekki ástæðu til að hafa frekari afskipti af máli þessu. Með virðingu, Margrét Sig- urðar á Sólon Islandus MARGRÉT Sigurðardóttir söng- kona og Kjartan Valdimarsson píanóleikari verða með tón- leika á Sólon ís- landus í kvöld, þriðjudaginn 21. maí og þriðju- daginn 28. maí og hefjast þeir um_kl. 22. Á tónleikunum verður fluttur djass, blús, lög úr söngleikum og fleira. Kirkja og börn í borg í SUMAR verða, fjórða sumarið í röð, haldin námskeið fyrir börn á aldrinum 6-10 ára á vegum Dóm- kirkjusafnaðarins í Reykjavík. Námskeiðin, sem bera yfirskriftina: Kirkja og börn í borg, verða dagana 10-14. júní og 19.-23. ágúst kl. 13-17 hvern dag í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar að Lækjargötu 14a. Áhersla er lögð á kristna fræðslu og föndur, leiki, útiveru og skoðun- arferðir undir leiðsögn sr. Maríu Ágústsdóttur og sr. Jakobs Ágústs Hjálmarssonar. í þátttökugjaldi, sem er stillt í hóf, er innifalið síð- degishressing, ferðir og grillveisla á föstudeginum. Innritun á bæði námskeiðin fer fram í Safnaðar- heimilinu dagana 20.-21. maí og 29.-30. mai ki. 10-12. ■ FULLORÐINSFRÆÐSLA fatlaðra heldur vorhátíð fimmtu- daginn 23. maí kl. 19-22. Hátíðin verður haldin í Valsheimilinu við Hlíðarenda. Fjölmargt verður til skemmtunar, hljómsveitin Plútó, leikhópurinn Perlan og óvæntar uppákomur. Einnig verður sýning á handverki nemenda. Hljómsveitin Stælar leikur fyrir dansi. Margrét Morgunblaðið/Sverrir Verðmætur pappírskurð- hnífur afhentur Á AÐALFUNDI Vinafélags Blindrabókasafn íslands á Hótel Sögu nýlega var safninu afhent- ur pappírskurðhnífur að verð- mæti hálf milljón króna að gjöf. I Blindrabókasafninu er deild sem framleiður bækur á blindraletri, m.a. námsbækur fyrir blinda háskólanema. Hníf- urinn er tengdur tölvubúnaði deildarinnar og bætir verulega framleiðslugetuna á sviði blindraleturs. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát og útför ÞÓRHILDAR KRISTBJARGAR JAKOBSDÓTTUR, Austurvegi 17b, Seyðisfirði. Hugrún Ólafsdóttir, systkinin, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Á myndinni má sjá Helgu Ólafsdóttur, forstöðumann Blindrabókasafnsins, veita við- töku gjafabréfi úr hendi Bryndísar Þórðardóttur, félags- ráðgjafa, sem hefur verið for- maður vinafélags frá stofnun þess 1993. Á aðalfundinum gaf Bryndís ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku og var Margrét Hallgrímsdóttir, íþróttakennari, kosin formaður. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ELÍNAR JAKOBSDÓTTUR. Oddur Brynjólfsson, Svanfrtður Jónasdóttir, Jóhann Antonsson, Margrét Jónasdóttir, Brynjar Kristmundsson, Brynjólfur Oddsson, Sandra Barbosa, Vilborg Kr. Oddsdóttir, Alan James, Jakob Oddsson, Ragnheiður R. Ólafsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.