Morgunblaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.05.1996, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Nýbýlavegi 12, sími 554-4433. Sumarveisla í Ceres Fínir sumarkjólar frá kr. 3.000-4.800 Stendur aðeins í nokkra daga. Tónleikar í H áskólabíói fimmtudaginn 23. maí kl. 20.00 Grzegorz Nowak, Friedrich Lips, Harri Ruijsenaars, hljómsveitarstjóri harmóníka celló Sinfóníuhljómsveit íslands Karneval, forleikur Sjö síðustu orð Krists Sinfónía nr. 9 SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Háskólabíói vib Hagatorg, sími 562 2255 MIÐASALA Á SKRIFSTOFU HLJÓMSVEITARINNAR OG VIÐ INNGANGINN (m. Antonin Dvorak: Sofia Gubaidulina: Dmitri Shostakovich: Gul áskriftarkort gilda SUMARTÍMI Afgreiðslutími í sumar er frá 8:00 - 16:00 (20. maí-20. sept.) SP-FJÁRMÖGNUN HF Vegmúli 3 • 108 Reykjavik • Sími 588-7200 • Fax 588-7201 _______AÐSEMPAR GREINAR__ Samræmd grunnskóla- próf vorið 1996 SENNILEGA eru engin próf sem börn í grunhskóla þreyta eins mikilvæg og samræmd próf í lok 10. bekkjar. Prófin er að nokkru leyti arftaki lands- prófsins, en þó skilur á milli að einu leyti: Samræmd próf eru tekin við lok skyldu- náms og því er öllum grunnskólanemum gert að þreyta þau nema í undantekning- artilvikum. Landspróf var hins vegar lagt fyrir þá nemendur sem ákveðið höfðu að fara tiltekna leið í skólakerfi. Til samræmdra prófa má ekki kasta höndum. Nemendur hafa búið sig vel undir þau, kennarar hafa miðað kennsluna við prófin, foreldrar vita að einkunnir á sam- ræmdum prófum geta skipt sköp- um fyrir framtíð barna og þau kosta mikið fé. Fjögur próf voru lögð fyrir nemendur að þessu sinni: í íslensku, ensku, dönsku og stærðfræði. Deilt á prófin í vor hefur umræða um prófin verið fremur neikvæð. Virðist sem nokkur óhöpp í framkvæmd skipti hér mestu. Talað hefur verið um að ekki hafi verið gætt samræmis þegar sum prófanna voru lögð fyrir nemendur. Brögð voru að því að hlustunarverkefni í dönsku var leikið tvisvar af bandi þótt svo hafi verið fyrir um mælt að það skyldi aðeins gert einu sinni. Hlið- stætt atvik átti sér stað í stafsetn- ingarprófi í íslensku. Reynt var að leiðrétta mistök í dönskuprófi á meðan á því stóð, en óvíst er að það hafí tekist svo vel að allir nemendur geti við unað. Lands- samtökin Heimili og skóli hafa séð ástæðu til að gera athugasemd við margt í framkvæmd prófanna að þessu sinni. Nú getur verið að einhver telji að moldin sé farin að ijúka í logn- inu. Sennilega skipta framan- greind atriði fremur litlu máli fyr- ir niðurstöðuna. Meðaltalið verður vafalítið hvorki miklu hærra né lægra en ella. En fyrir nemendur, foreldra og kennara - einstaklinga - skíptir þetta miklu máli. Prófin eru samræmd og til þess að þáu rísi undir nafni verður að hafa þá staðreynd í huga. Að þessu sinni hefur of margt farið úrskeiðis og verður að kalla þá sem sáu um prófið til ábyrgðar. Þetta er ekki síst mikilvægt nú um stundir þeg- ar boðað er að sömu aðilar munu sjá um könnunarpróf í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk strax næsta skólaár. Frá ári til árs í umræðum síðustu vikna hefur fremur lítið borið á athugasemdum um gerð prófanna sjálfra. Um hvað er spurt? Slíkra spurninga má vænta þegar einkunnir hafa verið birtar, einkum ef í ljós kem- ur að landsmeðaltal er lægra en í meðalári, að einhver landshluti sker sig úr eða að stúlkur fara enn lengra fram úr drengjum en áður. Vorið 1995 varð uppi fótur og fit vegna þess að meðaleinkunn í íslensku hafði lækk- að frá fyrra ári úr 6,4 í 5,3 og svo virtist jafnvel sem töpuð stig í íslensku færðu sig yfir í ensku því meðal- einkunn hækkaði í því prófi úr 6,5 í 7,4. En hér er ekki allt sem sýnist. Próf geta auðvitað verið mis- jafnlega þung frá ári til árs og sú er senni- legasta skýringin á sveiflum í ensku og íslensku á síðustu árum. Vitanlega eru til fleiri tilgátur, m.a. breytingar á fjölda kennslu- stunda í tilteknum námsgreinum. Einnig er hugsanlegt að miklar breytingar á prófí frá einu ári til annars geti skipt máli. Nemendum hafa verið sýnd próf frá fyrri árum og því má búast við að einhveijum þeirra bregði ónotanlega í brún sé prófið með allt öðru sniði en áður. Því miður hafa aðstandendur prófs- ins ekki talið ástæðu til að birta skýrslur um prófin sem m.a. gætu svarað spurningum af þessu tagi. Fylgjast þarf grannt með framkvæmd sam- ræmdra prófa, segir Sigurður Konráðsson, til að tryggja rétt allra sem hlut eiga að máli. Um hvað skal spyrja? Öll kennsla og mat á námsár- angri skal miðuð við Aðalnámskrá grunnskóla frá 1989. Mennta- málaráðuneytið gefur hana út, og með sanni má segja að hún sé nokkurs konar reglugerð um nám í grunnskóla. Svo virðist sem -ábyrgðarmönnum prófsins sé þetta ljóst. Má ráða það af eftirfar- andi orðum í bréfi sem sent er í grunnskóla árlega: „Prófið verður byggt á Aðalnámskrá grunnskóla frá 1989.“ Þessi fyrirmæli eru vægast sagt fijálslega túlkuð þeg- ar rýnt er í samræmt próf í ís- lensku og verður nú vikið að því. Um önnur próf verður ekki fjallað að svo stöddu. Efni íslenskuprófs: Um hvað er spurt? í íslenskuprófinu eru fjórir þættir: stafsetning, málfræði, rit- un og bókmenntir. Hér er þó langt í frá nóg að gert. Áherslur eru að mörgu leyti rangar. Enginn hlustunarþáttur er í prófinu (ef frá er talin stafsetningaræfing eftir upplestri af snældu), þótt hlustun sé einn meginþátta í íslensku í Aðalnámskrá. Engin spurning í prófinu reynir á almennan les- skilning. Ritunarverkefni er gagn- rýnisvert, en í því er nemendum ekki gert að vinna úr upplýsingum (dagur-í-sveit-stefnan er í háveg- um höfð), spurt er enn og aftur um smáatriði í Gísla sögu Súrsson- ar (hver mælti þessi orð?) og spurt er hvaða persóna í Brekkukots- annál sagði: Hann lenti í ferðalög- um. Spurningar í málfræði eru sumar hveijar ærið vafasamar (beygðu brostin rödd saman í öll- um föllum eintölu; sýndu sögnina að hlaupa í l.p. et. fh. nt.). Mál- fræðihlutinn er þó betri nú en undanfarin ár. Horfið er af þeirri óheillabraut að spyija flókinna fjölvalsspurninga (krossaspurn- inga) og er óskandi að þetta sé merki um framfarir í öðrum þátt- um prófsins. Því verður þó ekki á móti mælt að lítið er reynt að nálgast þau fyrirmæli Aðalnám- skrár að nemendur þurfi „að kunna að nota helstu hugtök sem aukið geta skilning þeirra á mál- kerfinu og auðveldað þeim að lýsa málinu og ræða um málnotkun". Afar lítill hluti prófsins fullnægir þessu skilyrði. Verður ekki annað séð en hér sé nokkuð gengið gegn fyrirmælum sem menntamála- ráðuneytið hefur sett. Þetta er alvarlegt vegna þess að í raun og veru eru prófsemjendur að semja kafla í kennslubók þegar þeir láta frá sér próf. Kunnugir vita að gömul próf verða strax hluti af námsefni næstu ára og hafa veru- leg áhrif á skólastarfið. Ábyrgð Ekkert áhlaupaverk er að semja samræmt próf, hlutskipti próf- dómara er ekki öfundsvert og framkvæmd þeirra hefur senni- lega aldrei gengið áfallalaust. Menntamálaráðuneytið hafði próf- in með höndum og bar á þeim ábyrgð til ársins 1992 þegar Rann- sóknastofnun uppeldis- og menntamála var falið að sjá um framkvæmd þeirra. Ráðuneytið sá til þess að árlega voru gefnar út skýrslur um helstu niðurstöður eftir prófþáttum og prófdómarar stóðu skil á þeim reglum sem þeir fóru eftir við mat. Kennurum var ómetanlegur styrkur að slíkum skýrslum og gátu þeir lagað kennslu að þeim kröfum sem gerð- ar voru til nemenda. Nú hefur Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála borið ábyrgð á próf- unum í fjögur ár. Á þeim tíma hefur engin skýrsla litið dagsins ljós. Þrátt fyrir yfirlýsingar um að nú skyldi semja marktæk próf og fræðigreinin próffræði í háveg- um höfð er erfitt að koma auga á framfarir. Mál er að linni. Rann- sóknastofnun uppeldis- og menntamála verður að taka tillit til gagnrýni sem fram hefur kom- ið á prófin. Virðing fyrir þeim fer þverrandi og við svo búið má ekki standa. Lokaorð Við samningu og framkvæmd samræmdra prófa er nauðsynlegt að gera kröfu um ákveðin vinnu- brögð. Rannsóknastofnun uppeld- is- og menntamála þarf að átta sig á því að: - fyrirmæli menntamála- ráðuneytis séu virt, - prófin séu vel samin og rétt, - skýrslur um prófín skipta verulegu máli, - efla þarf virðingu kennara fyrir prófinu, - framkvæmd prófsins verði stofn- uninni til sóma. Full ástæða er til að hvetja menntamálaráðuneyti, samtök kennara, skólastjórnenda og foreldra til þess að fylgjast grannt með efni prófanna og fram- kvæmd þeirra í því skyni að tryggja rétt allra sem hlut eiga að máli, ekki síst nemenda. %yi^>V(\\v\V Brúðhjón Allm boróbiinaöur Glæsileg gjafavara Brúðarhjóna lislar VEltSLUNlN Lnugavegi 52, s. 562 4244. Sigurður Konráðsson Höfundur cr prófcssor við Kennaraháskóla íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.