Morgunblaðið - 04.10.1996, Page 11

Morgunblaðið - 04.10.1996, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 11 FRÉTTIR Heildtæk skólastefna í Súðavík í Súðavík er unnið að þróun nýrrar skóla- stefnu með samvinnu leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla. Nær hún yfir allt tímabilið frá því bömin fara í leikskóla eins eða tveggja ára gömul og þar til þau ljúka grunnskólan- um 15 ára. Nýtt skólahús staðarins er hann- að með þarfir skólastefnunnar í huga. Helgi Bjarnason kynnti sér þróunarstarfið. TEKIN hefur verið í notkun mikil viðbygging við grunnskóla Súðavík- ur svo og leikskóli, sambyggður. Þessar nýju byggingar auka mögu- leika á áframhaldandi þróun sam- vinnu þessara tveggja skóla, auk tónlistarskólans, sem hófst fyrir ári undir vinnuheitinu „Heildtæk skóla- stefna". Verkefnið er liður í mast- ersnámi Bergljótar V. Jónsdóttur skólastjóra grunnskóla Súðavíkur. Blaðamaður ræddi við hana og Steinunni A. Einarsdóttur leik- skólastjóra um reynsluna af síðasta vetri og framtíðina. Endurskoðað í vetur í grunnskólanum eru nú 49 börn. Fyrstu þremur árgöngunum er kennt saman og síðan tveimur og tveimur nema hvað tíundi bekkur er hafður sér. í leikskólanum eru nú 19 börn, 1-5 ára. Vegna fyrirhugaðrar uppbygg- ingar skólans og leikskólans eftir snjóflóðin var ákveðið að heija þró- unarstarf þar sem gert er ráð fyrir nánu samstarfi skólanna þriggja. Leikskólinn var í grunnskólahús- næðinu síðasta vetur og var þá gerð tilraun með samkennslu. Börn á aldrinum 5-8 ára, það er að segja elstu börnin í leikskólanum og þrír yngstu árgangar grunnskólans, voru saman í myndmennt, heimilis- fræði, tónmennt og íþróttum auk þess sem þau fengu ókeypis kennslu í blokkflautuleik. Steinunn og Berg- Ijót eru sammála um að þessi til- raun hafi að mörgu leyti gefist vel þótt ýmsir agnúar hafi einnig kom- ið í ljós. Bergljót segir að það verði verkefni starfsfólks skólanna í vetur að endurskoða það sem gert var í fyrra og móta verkefnið til framtíð- ar í ljósi fenginnar reynslu. Þær segja að ekki hafi verið eins mikill skólaleiði í leikskólanum. Þá hafi elstu börnin tekið upp vinnu- brögð sér eldri barna í samkennsl- unni og jafnvel kennt sér yngri börnum í leikskólanum. „Nú sé ég þessi fimm ára börn frá því í fyrra koma inn í grunnskólann eins og þau hafi verið þar fyrir,“ segir Bergljót. Ýmsir niöguleikar Þannig stendur á í vetur að eng- in fimm ára börn eru í leikskólanum og því verður ekki hægt að vera áfram með samkennslu með sama sniði og í fyrra. Bergljót og Stein- unn sjá ýmsa aðra möguleika í stöð- unni. Þær sjá möguleika á að lengja skólatímann hjá yngstu deild grunn- skólans, það er 6-8 ára börnum. Að þau fái að fara í leikskólann í klukkutíma tvo daga í viku og nýta sér það sem þar er í boði og vera því til hádegis í skólanum alla daga vikunnar. Þær sjá möguleika á sam- eiginlegum verkefnum og skemmt- unum í vetur. „Við getum til dæmis fengið að sjá leikrit hjá þeim og þau hjá okkur," segir Steinunn. ENN er unnið að frágangi nýs skólahúss í Súðavík. Morgunblaðið/RAX ÁGÚST Kr. Björnsson sveitarstjóri, Steinunn A. Einarsdóttir leik- skólasljóri og Bergljót V. Jónsdóttir skólastjóri í salarkynnum grunnskóla Súðavíkur. Bergljót segist reikna með að áfram verði haldið samkennslu í verk- og listgreinum og íþróttum. Reynt verði að koma á markvissri málörvun til að auka orðaforða barnanna og bæta árangur í lestri. Á dagskrá er að hefja verkefni sem snýst um rökhugsun og hugtaka- nám til undirbúnings stærðfræði- námi. Sú staðreynd að fimm ára börnin vantar, setur þessu starfi vissar skorður en Bergljót segir að reynt verði að þróa þetta starf í vetur þrátt fyrir það. Tónlistarkenpslan er á vegum Tónlistarskóla ísafjarðar og er löng hefð fyrir þeirri samvinnu. Fyrir- hugað er að halda henm' áfram en starfið gert markvissara með því að taka meira tillit til tónlistar- kennslunnar við stundatöflugerð. Góð skólalóð Þessar vikurnar er verið að ganga frá nýja skólahúsnæðinu og umhverfi þess. Það var hannað með þarfir heildtækrar skólastefnu í huga. Skólarnir verða áfram sjálf- stæðir en mikil samvinna á milli þeirra. Vinnuaðstaða kennara er sameiginleg, fundarherbergi, birgð- ir og kennslugögn. Skólaeldhús er sameiginlegt. Ekki hefur verið ákveðið hvort boðið verður upp á mat í hádeginu en það er í athug- un. Öll aðstaða er mjög góð. Þann- ig er innangengt í fþróttahúsið og annast iþróttakennarar skólans íþróttaþjálfun í þorpinu. Fyrirhugað er að koma bókasafni hreppsins fyrir í húsnæðinu ásamt skólabóka- safni. Ágúst Kr. Björnsson sveitar- stjóri segir að með þessari samvinnu skólanna ætti starfsfólk og aðstaða að nýtast betur og reksturinn að verða ódýrari fyrir sveitarfélagið. „Þetta er mikil breyting fyrir mig. Ég hef verið eini leikskóla- kennarinn og því að vissu leyti fag- lega einangruð. Það er því mikill munur að komast hingað og í sam- band við kennara grunnskólans," segir Steinunn leikskólastjóri. Skóla- og leikskólalóðin verður mjög skemmtileg, að sögn Bergljót- ar, og hún verður jafnframt leik- svæði barnanna í Súðavík. Steinunn bendir á að börnin úr skólunum hittist úti á skólalóðinni og blandist í leik. Hún segist geta verið sér með yngri börnin á meðan þau eldri leiki sér á skólalóðinni, nú eða þá yngri börnin úr grunnskólanum komi í heimsókn á leikskólalóðina. „Það var reynslan upp frá í „gamla“ leikskólanum að þangað komu oft eldri börn í heimsókn og mér finnst það mjög gott að börnin hittist meira,“ segir Steinunn. Miðstöð félagsstarfs Framkvæmdir við byggingu skól- anna hófust síðastliðið haust. Unnið var að innréttingum í vor og sumar og enn er unnið að frágangi þótt húsið hafi verið vígt 1. september og tekið í notkun um miðjan mánuð- inn. Nýja skólahúsnæðið er 514 fermetrar að stærð, þar af fer 120 fermetra grunnflötur undir leik- skóla en plássið er að hluta til á tveimur hæðum. Byggingin kostar um 54 miiljónir kr., að sögn sveitar- stjórans, og er byggt að stórum hluta fyrir gjafafé Færeyinga sem gáfu 25,7 milljónir kr. og Lions- hreyfingarinnar sem gaf 6,6 millj- ónir. Tryggingabætur vegna leik- skólans sem skemmdist í snjóflóð- inu nema 12 milljónum kr. Auk þessa hefur fjöldi félaga og ein- staklinga gefið peninga til fram- kvæmda við skólalóðina. Ágúst segir að nýja húsnæðið verði meira en skóli, það verði mið- stöð félagsstarfs í Súðavík. Nefnir hann að brýn þörf sé fyrir félags- starf fyrir eldri borgara og raunar ekki vanþörf á að lífga við allt fé- lagslíf í þorpinu. Og hann á von á því að í salarkynnum skólans verði haldnar margar fermingarveislur á komandi árum. Morgunbladid/RAX BRÆÐURNIR úr Vigur, Bjarni, Magnús og Snorri Salvarssynir og á bak við þá eru Jónína Guð- mundsdóttir umsjónarkona og Hilmar Gunnarsson frá Hrafnabjörgum. Með bát í skólann SÚÐAVÍKURHREPPUR rekur heimavist fyrir börn í hreppnum sem ekki komast daglega á miili heimilis og skóla, eða öllu heldur heimili því yfirbragð er allt með þeim hætti. I sumar fækkaði börnum í Reykjanesskóla og ákváðu hreppsnefndirnar þá að hætta skólahaldi þar og hrepps- nefnd Súðavíkurhrepps ákvað að koma upp heimilisaðstöðu í Súða- vík fyrir þrjá drengi úr Vigur og síðar bættust við tveir dreng- ir sem fluttu að Hrafnabjörgum. „Þetta leggst bara vel í okkur. Það eru svo miklu fleiri krakkar hérna en í Reykjanesi. Við vorum bara tíu þar í vetur,“ sagði Snorri- Salvarsson úr Vigur þegar blaðamenn litu við í skólaheimil- inu en það er rekið í sumarhúsi steinsnar frá skólanum. Bræð- urnir eru sóttir á hraðbátnum Blika út, í Vigur og komið er við í Ogri til að taka strákana frá Hrafnabjörgum. Þetta er áreið- anlega eini skólabátur landsins. Þeir koma til Súðavíkur á sunnu- dagskvöldi og fara heim aftur eftir hádegi á föstudegi. Þeir láta vel af bátnum enda segjast þeir vera vanir að fara á milli. Undanfarna vetur hafa þeir ver- ið fluttir með gúmbát upp á Skarðsströnd fyrir skólabilinn í Reykjanes. Félagarnir taka undir það að heimilislegt sé að vera í sumar- húsinu en augljóslega er lieldur þröngt um þá. Ágúst Kr. Björns- son sveitarstjóri segir að þetta sé bráðabirgðahúsnæði. Fyrir- hugað sé að færa heimilið í tvo bústaði og vonandi verði hægt að byggja síðar yfir það. „Þetta er allt of lítið, það er varla hægt að hreyfa sig,“ segir Jónína Guðmundsdóttir umsjón- arkona. Hún sótti um starfið og fékk og segist vera ánægð, telur að fyrirkomulagið gangi upp. Vissulega sé starfið bindandi, það sé eins og að eiga mörg börn, nema hvað frí sé um helgar, það er að segja ef drengirnir teppist ekki í landi vegna veðurs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.