Morgunblaðið - 04.10.1996, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 04.10.1996, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Morgunblaðið/Stefán Ólafsson. SIGRÚN Eva söng sigurlagið, Kæra Höfn, eftir Heiðar Sigurðs- son, t.h. Lag Óskars Guðnasonar lenti í 2. sæti og lag Jóns Finnssonar í því þriðja. Heilsugæslan í hús- næði hreppsins Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson HLEIN, hús aldraðra, og Grunn- skólinn í baksýn en sundlaugin og prestsbústaðurinn Aldan niðri við götuna. Hrísey - Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðismálaráðherra afhenti Sigmari Sævaldssyni, formanni stjómar Heilsugæslustöðvarinn- ar í Hrísey, nýtt húsnæði í Hlein laugardaginn 21. sept. síðastlið- inn. Þar með er lokið löngum búskap stöðvarinnar í kjallara pósthússins á staðnum. Þar hef-' ir verið lítið pláss, lágt undir loft og léleg hljóðeinangrun. Það er ein af íbúðunum, sem byggðar hafa verið í Hlein, húsi fyrir aldraða, sem tekin hefír verið til notkunar fyrir Heilsu- gæslustöðina. íbúð þessi er um 80 fermetrar að stærð og þurfti ekki miklar breytingar til að hún væri nothæf fyrir stöðina. Þá eykst þjónusta Heilsugæslu- stöðvarinnar nú um helming. Áður komu læknar aðeins fyrir hádegi á þriðjudögum út í Hrísey en nú verða þeir þar á þeim tíma og einnig eftir hádegi á fimmtudögum sem getur hentað mörgum betur vegna atvinnu viðkomandi. Margir gestir voru mættir til af- hendingarinnar og voru þar einnig fluttar ræður. Þórir V. Þórisson, yfírlæknir stöðvarinnar, flutti þarna ávarp en það gerði einnig sveitar- stjórinn, Gunnar Jónsson. Voru þeir ánægðir með þessa þróun á heilsu- gæslumálum í eyjunni. Þá afhenti ráðherra bréf sem tilkynnti ijárveit- ingu til uppbygingar tölvubúnaðar í umdæmi heilsugæslustöðvarinnar. Sigmar þakkaði þetta og gat þess að þar með væri Heilsugæslustöðin ein af fyrstu stöðvunum sem færi í gang með slíka væðingu innan heil- sugæslunnar. Síðan bauð hann við- stöddum að þiggja veitingar af þessu tilefni. Afmælislag 1997 Höfn - ÁRIÐ 1997 munu Austur- Skaftfellingar minnast þess að 100 ár eru liðin frá upphafi byggðar á Höfn í Homafirði. Kosin var af- mælisnefnd sem mun, ásamt Menn- ingarmálanefnd Austur-Skafta- fellssýslu, vinna að undirbúningi hátiðahalda næsta árs. Liður í þeim undirbúningi var samkeppni um „Afmælislagið 1997“ sem fram fór í íþróttahúsi staðarins laugardags- kvöldið, 28. september. Einungis Homfirðingar, búsettir á Homa- fírði eða brottfluttir, höfðu rétt til þátttöku. Alls bárust í keppnina ellefu lög eftir tíu höfunda. Ekkert var sparað til að gera flutning laganna sem bestan. Var Hljómsveit Magnúsar Kjartansson- ar fengin til að flytja lögin ásamt söngvurunum Bjarti Loga Finns- syni, Guðmundi Hermannssyni, Helgu Möller og Sigrúnu Evu Ár- mannsdóttur. Fyrir nær fullu húsi vom lögin 11 flutt, hvert öðm betra. Þrátt fyrir að menn ættu erfitt með að gera upp hug sinn lá í loftinu að „Kæra Höfn“ yrði sig- urlagið. Fallegt lag, góður texti og frábær söngur Sigrúnar Evu lögðust þar á eitt. Höfundur lags er Heiðar Sigurðsson og textahöf- undur Guðbjartur Ossurarson, sem átti einnig texta við 3 önnur lög. Kunnu áhorfendur vel að meta framtakið og ljóst að þessi fyrsti liður hátíðarhaldanna sló í gegn. —— ♦ ♦ ♦---- Leikfélag Keflavíkur í nýtt húsnæði BÆJARSTJÓRN Reykjanesbæjar samþykkti á þriðjudagskvöld að út- hluta Leikfélagi Keflavíkur húsnæði að Vesturbraut 17, Karlakórshúsinu í Keflavík. Kjartan Már Kjartanson, formaður menningamefndar Reykjanesbæjar, segir leikfélagið hafa verið á hrakhól- um undanfarin 40 ár og því sé þessi ákvörðun bæjarstjómar félaginu afar kærkomin. Tilvonandi leikhús er upphaflega hannað sem tónlistarhús og því þarf ekki að gera miklar breytingar svo það nýtist sem leikhús. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson JÓN Eggert Guðmundsson nýkominn úr könnunarleiðangri í Flekkuvík. Offjölgun ígiú- kera í Flekkuvík Veldur eyðingu þaraskógarins og hefur hugsanlega áhrif á uppeldisstöðvar nytjafiska Vogum - Jón Eggert Guðmunds- son, líffræðingur og kafari, hefur sem áhugamál að rannsaka of- fjölgun ígulkera í Flekkuvík á Vatnsleysuströnd en þar hefur verið mikil eyðing á þaraskóginum vegna offjölgunar ígulkera. I samtali við Morgunblaðið sagði Jón að á síðasta ári hefði hann fyrst heyrt um það hjá öðr- um kafara að mikil gróðureyðing hefði orðið á kletti í Flekkuvíkinni en tveimur árum áður var hann þakinn gróðri. í sumar fór Jón að kafa í Flekkuvíkinni og þá kom í ljós að mikil gróðureyðing hafði orðið þar. Síðan hefur hann unnið að rannsóknum. Hann segir offjölgun hafa verið þekkta í fjörðum, t.d. í Eyjafirðin- um og hugsanlega í Hvalfirði en þar hefur það ekki verið sannað. „Ég veit ekki til að offjölgun ígulkera hafi átt sér stað fyrir opnu hafi eins og hér í Flekkuvík. En það sem gerist er að fjöl- breytt plöntu- og þörungasamfé- lög hverfa og það verður aðeins auðn eftir. Til að byija með verða tekin nánari sýni til að sanna þetta,“ sagði Jón. Jón sagði ennfremur að þar sem þaraskógurinn væri uppeldis- og hrygningarstöðvar hrognkelsa gæti þetta haft áhrif á hrogn- kelsaveiðar og einnig á nýliðun annarra nytjafíska eins og þorsks og ufsa. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Skipulag ríkisins Athugnn vegna vegagerðar á aust- anverðri Vopnafjarðarströnd SKIPULAG ríkisins hefur hafið athugun á frum- mati Vegagerðar ríkisins á umhverfísáhrifum fyr- irhugaðrar lagningar Hlíðarvegar um Gljúfursá og Oxl. Vegagerðin gerir ráð fyrir að kostnaður við 2,1 km langan veg um Gljúfursá verði um 48 milljónir og vegna 1,1 km langs vegar við bæinn Öxl um 8 milljónir. Vegurinn er á austanverðri Vopnafjarðarströnd í Norður-Múlasýslu. Um Gljúfursá liggur vegurinn um nokkuð gróið land frá Hrútagili að Tóargili. Þar um og inn fyr- ir Gljúfursárgil er landið lítið gróinn jökulruðning- ur með klökkum á nokkrum stöðum á yfírborðinu. Veglínan liggur um Gljúfursárgil, um 60 m ofan við Neðri Foss. Innan við Gljúfursá er landið grón- ara á köflum með smálækjum. Um Öxl fer nýr vegur út af þeim gamla á grónum mel. Við tekur framræst mólendi um og innan Marklækjar og kemur inn á núverandi veg skammt utan Vopnár. Með framkvæmdinni er, samkvæmt upplýsing- um frá Vegagerðinni, verið að leysa af hólmi gamla og burðarlitla vegi. Núverandi brú yfír Gljúfursá er frá árinu 1932, burðarlítil og með alls ófullnægjandi aðkomu. Fyrirhugað er að setja stálræsi yfír Gljúfursá í stað einbreiðu brúarinn- ar. Um Öxl færist umferðin úr hlaðinu og er með því stuðlað að öryggi ábúenda og dregið úr ryk- og hávaðamengun. Stytting leiðar og betri lega vegar greiða fyrir umferð og stuðla að auknu umferðaröryggi. Vegagerðin telur umhverfísáhrif framkvæmd- arinnar aðallega lúta að efnistöku og breyttri ásýnd fossins þar sem farið er yfír Gljúfursárgil skammt fyrir ofan Neðri-Foss með stálræsi og fyllingu. Skólinn loks hafinn Grundarfirði LANGÞRÁÐUR draumur sex ára barna í Grundarfirði um að hefja skólagöngu í fyrsta sinn, rættist loksins eftir langa bið. En þau hafa beðið með óþreyju eftir því að framkvæmdum við skólann lyki, svo þau gætu haf- ið ferð sína á menntabrautinni. Kennarar þeirra, Helga Mar- ía Jóhannsdóttir og Arnhildur Þórhallsdóttir, eru hér fyrir framan skólann, en tvískipta þurfti bekknum vegna fjölda barna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.