Morgunblaðið - 04.10.1996, Side 65

Morgunblaðið - 04.10.1996, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 65 ______BRÉF TIL BLAÐSIMS_ Hvar er hagræðingin? Frá Margréti Gestsdóttur: BRÉF Þórdísar Björnsdóttur píslarvotts, sem birtist í Morgun- blaðinu á föstudaginn var, varð mér hvatning til að taka mér einn- ig penna í hönd og segja frá reynslu minni af Strætisvögnum Reykja- víkur. Líkt og Þórdís hef ég orðið óþyrmilega fyrir barðinu á nýju og „bættu“ leiðakerfi SVR. Af hug- sjónaástæðum lagði ég einkabíln- um fyrir meira en þremur árum og hefur fjölskylda mín ekki talið eftir sér síðan að ferðast með SVR. En eftir síðustu hagræðingu get ég ekki varist þeirri hugsun að mér hafi verið refsað fyrir þá flónsku að ætla að nota almenn- ingsvagna sem eina farkost minn um borgina. Lítil samgöngubót Ég bý í Seljahverfinu en sæki vinnu niður í miðbæ. Til þessa hef ég getað tekið leið 11 sem ekið hefur einn vagna þvert í gegnum mitt hverfi. En nú aka vagnar hverfisins báðir nokkurn veginn sama hring umhverfis það og er drjúgur spölur fyrir mig og börn mín að ganga til að ná næsta vagni. Eftir skrif Þórdísar þarf ég ekki að lýsa þeirri skerðingu sem orðið hefur á ferðum leiðar 11 en bæti því við að menn fara nærri um vandræði okkar íbúa Seljahverfis ef við ætlum út fyrir hverfið okkar að kvöldi dags eða á sunnudegi. Einn vagn er á boðstólum, leið 111 hraðferð, sem hægt er að stíga út úr eða upp í á sárafáum stöðum í bænum! Reyndar má ekki gleyma nýrri leið 8 sem gengur frá Mjódd í Grafarvog og er - eftir miklar rannsóknir mínar - eina sjáanlega samgöngubótin sem farþegum á mínum slóðum hlotnast af rómuðum breytingum á leiðakerfi SVR 15. ágúst sl. Eins og Þórdís ætla ég að nefna raunveruleg dæmi enda tel ég mig vera að segja sögu margra: Vilji ég fara með börnin í sunnu- dagsheimsókn til langömmu sem býr ekki íjær okkur en inni í Heimum skellum við útidyrahurðinni heima hjá okkur tæpum klukkutíma áður en við knýjum dyra hjá ömmu og afa. M.ö.o., við tökum vagna niður á Lækjartorg og bíðum leiðar 2 þar. Þegar ég var að búa mig til far- ar fyrir skemmstu á reglulegan fund á Þjóðskjalasafni í grennd við Hlemmtorg kom í ljós að þar sem leið 11 hefur nú verið hagrætt svo að hún gengur ekki á kvöldin verð ég að leggja af stað klukkutíma áður en fundurinn hefst. 2-3 klst. ádag? Hið sama gildir um kvöldkaffi hjá vinafólki, leikhúsferð - hvað eina. Og ekki má gleyma að þessar ferðir heíjast allar og enda á hress- andi gönguferð um hverfið eftir að mínar biðstöðvar við Flúðasel voru lagðar niður. Þar sem ég kemst ekki af með minna en klukkustund á dag í strætisvagni til og frá vinnu skal engan undra að ég veigri mér við að bæta við annarri klukkustund og þeirri þriðju á kvöldin til að sinna erindum sem ekki eru bráðnauðsyn- leg til að framfleyta fjölskyldu minni. Ég hef sjálf búið í erlendri borg, lítið eitt stærri en Reylq'avík, og þekki þann munað að líta ekki á tímatöflur eða klukku áður en farið er á biðstöðina því að vagnam- ir koma svo ört. Ekki er ég svo fávís að krefjast slíkrar þjónustu hér í okkar litlu borg. En ég er jafnframt sannfærð um að SVR þjónar enn færri íbúum hennar á sómasamlegan hátt nú en fyr. Neyðarúrræði Sem ég skrifa þessi orð les ég aftan á litskrúðugri leiðabók minni undir feitletraðri fyrirsögn, Þjón- usta í fyrirrúmi; Það er fyrirmyndar ferðamáti að aka með strætó og nota hina fjárhagslega hagkvæmu og lipru þjónustu SVR. Ljóst er að hvorki ég, Þórdís né aðrir farþegar Strætisvagna Reykjavíkur erum höfundar þessara gamansömu orða. Því fullyrði ég að ferðalög með SVR eru oftar en ekki neyðarúr- ræði en ekki val - og svo sannar- lega hvorki hagkvæm, fljótleg né þægileg aðferð til að ferðast um borgina. MARGRÉT GESTSDÓTTIR, Flúðaseli 65, Reykjavík. ■ IVER5LUN Nei takk, sama og þegið, kæri skattgreiðandi Frá Pétri Óskarssyni: ÉG VAR undrandi, þegar ég kom frá meginlandinu á dögunum, þegar starfsmaður á Keflvíkurflugvelli óskaði mér til hamingju með nýja prestinn minn. Um leið og ég gluggaði í prentmiðla lands- ins sá ég að full- trúar skattgreið- enda þessa lands eru nú búnir að ákveða að stofna fyrir okkur, ís- lendinga búsetta í Mið-Evrópu, prestsembætti frá íslensku Þjóðkirkjunni með setu í Luxemburg. Ekki ætla ég að efast um að á bak við stofnun þessa embættis búi jnikill náungakærleikur í anda krist- innar trúar hjá íslensku þjóðinni og fulltrúum hennar sem með fram- kvæmdavaldið fara. Nú á dögum stöðugt vaxandi einstaklingshyggju °g sjálfhverfu ber því að sjálfsögðu að fagna að þjóðin, sem býr við nið- urskurð á öllum sviðum félagslegrar þjónustu vilji þrátt fyrir alla erfíð- leika eyða miklum fjármunum til þess að senda löndum sínum handan við hafið guðs orð á íslensku. Eitthvað dregur þó úr fögnuðin- um þegar maður v^ltir fyrir sér þörf- inni fyrir slíkt embætti. Við sem búsett erum í Mið-Evrópu erum flest skattgreiðendur í þeim löndum sem við búum í. Misjafnt er eftir löndum hvemig við greiðum til okkar kirkju, en til dæmis i Þýskalandi greiða allir skattborgarar sem eru meðlimir i mótmælendakirkjunni 7% ofan á skattagreiðslur sínar, til kirkjunnar. Þegar Islendingar sem era meðlim- ir í íslensku þjóðkirkjunni skrá sig til búsetu í Þýskalandi þá verða þeir sjálfkrafa meðlimir í mótmæl- endasöfnuði Þýskalands og greiða sinn kirkjuskatt til hans. I staðinn ijóta þeir allrar þeirrar þjónustu sem kirkjan veitir, þeim að kostnað- arlausu. Ekki er hægt að sjá fyrir sér í hverju starf hins nýja embættis á að felast. Hugsanlegt er að viðkom- andi prestur haldi guðsþjónustur fyrir Islendinga vítt og breitt um Mið-Evrópu. Slík ferðakirkja sem færi frá einni borg til annarrar yrði þó æði kostnaðarsöm og ekki er víst að messusókn yrði mikil af hálfu íslendinga. Ekki er hægt að reikna með að fólk sem greiðir til sinnar eigin kirkju í sínu heimahér- aði og nýtur þar allrar kirkjulegrar þjónustu þurfi á þessari viðbót að halda. Ennþá síður má reikna með að þetta fólk fari að panta íslenskan prest frá Luxemburg til þess að skíra, ferma og jarða. Það má líka reikna með að hinn nýi íslenski prestur reikni með að fá sérgreiðsl- ur fyrir slík prestverk að íslenskum sið, meðan að fólk í Miðevrópu nýt- ur þessarar prestlegu þjónustu án sérgreiðslna í heimabyggð. Hvaða kostir standa þá eftir við þessa rausnarlegu gjöf íslenskra skattborgara sem á eftir að kosta þjóðina mikla fjármuni í framtíð- inni? Einhveijum kynni að detta í hug að það væri kostur að prestur- inn væri íslendingur og talaði ís- lensku. Það er ekki mikill kostur, enda eru Biblían og prestverk ekki séríslensk fyrirbrigði þótt einhveijir virðist halda þ_að. Það er líka rang- hugmynd að íslendingar sem búa og starfa í Mið-Evrópu ráfí um málláusir og úr tengslum við guð og menn vegna lélegrar tungumála- kunnáttu. Kæra skattgreiðendur, þrátt fyr- ir að þessi gjöf frá ykkur sem þið ætlið að greiða fyrir okkur úr eigin vasa sé rausnarleg og minni við fyrstu skoðun á fallegu dæmisög- una um gjöf fátæku ekkjunnar, þá segi ég nei takk, sama og þegið. PÉTUR ÓSKARSSON, rekstrarhagfræðingur, býr og starfar í Þýskalandi. Pétur Óskarsson Mímir Tómstundaskólinn Sími: 588 7222 / 588 2299 Fax: 533 1819 Blað allra landsmanna! fforgpsstÞIafcto -kjarnimálsins! Hugsaðu áður en þú kaupirf Jakkaföt í frábæru úrvali Nýjar sendingar frá Obvious, Gibson, Blues, Mexx o.fl. Verð frá kr. 23.900-37.900 IIANZ Kringlunni 8-12, sími 568 1925.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.