Morgunblaðið - 10.11.1996, Qupperneq 20
20 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
GÖNG, sem talið er að
hafi legið frá Snorra-
laug inn í kjallara bæjar
Snorra Sturlusonar á
fyrrihluta 13. aldar, voru grafin
upp á um tveggja metra kafla á
fjórða áratugnum. Þau eru nú að
hruni komin og troðningar hafa
myndast umhverfis laugina vegna
ágangs ferðamanna. Staðarhald-
arinn í Reykholti, séra Geir Wa-
age, er harðorður í garð Þjóð-
minjasafns og segist hafa talað
fyrir daufum eyrum um lagfæring-
ar og frekari uppgröft í þessu
helsta höfuðbóli Vesturlands í
mörg ár. Hann segir að ekki sé
þörf á enn einni yfirborðskenndri
andlitsiyftingu á göngunum og
lauginni og nær sé að loka
göngunum ef ekki verður ráðist í
gagngerar endurbætur.
I skýrslu sem Guðmundur Ól-
afsson fornleifafræðingur vann
síðastliðið sumar þar vestra segir
m.a. að ástand fornminjanna sé
svo slæmt að það sé Þjóðminja-
safni og Reykholtsstað til vansa.
Ekki verði hjá því komist að grípa
til aðgerða.
„Æskilegast væri að taka
göngin upp og ganga betur frá
þeim. Þau hafa mikið gildi fyrir
sögu staðarins og fyrir ferðamenn
sem koma í Reykholt. Allmikla
aðgerð þarf til að lagfæra göngin
ef vel á að vera. Þau þarf að taka
niður og byggja síðan upp að
nýju. í sambandi við lagfæring-
arnar þarf sennilega að gera nýja
ýtarlega rannsókn á göngunum.
Einnig þarf að taka afstöðu til
þess hvort grafa eigi lengra inn
eftir þeim eða hvort göngin eigi
yfirleitt að vera opin. Þetta eru
atriði sem þarf að taka afstöðu
til áður en viðgerð er skipulögð
og hafin,“ segir í skýrslu Guð-
mundar.
Stendur til að laga göngin
næsta vor
Þór Magnússon þjóðminjavörð-
ur segir að gera þurfi við göngin
og e.t.v. að taka ofan af þeim
þakið og hafa þau opin. Einnig
þurfi að endurnýja hleðslurnar.
Laugin hafi verið í góðu lagi þeg-
ar hann kom á staðinn í fyrra.
„Það var gert við laugina líklega
fyrir um 30 árum. Þarna koma
tugir þúsunda manna árlega þann-
ig að svæðið lætur fljótt á sjá. Það
sem hefur gerst með göngin er
það að timbur hefur fúnað og nú
er kominn tími til þess að end-
urnýja það. Þetta ætti að vera lið-
ur í almennri staðarsnyrtingu. Það
er ekki á dagskrá að grafa upp
göngin þótt talað sé um að gera
ætti myndarlega fornleifarann-
sókn í Reykholti,“ segir Þór.
Hann segir líklegt að hluti af
fornu bæjarrústunum séu þarna
ennþá í jörðu óskemmdur. Hann
segir að þessu hafi verið haldið í
sæmilega góðu standi. Hann segir
að engin úttekt hafi verið gerð á
því hve mikið það kostaði að ljúka
þarna uppgreftri.
„Næsta -vor verður það lagað
sem úr lagi er gengið í göngunum.
Mér hefur dottið í hug að eðlileg-
ast væri að taka ofan af göngun-
um og halda þeim opnum. Hitt er
ansi mikið verk að byggja þau upp
aftur. Yfirgerð ganganna er ný
og engin fornuppgerð. Göngin
fundust þarna eftir 1930 þegar
verið var að gera jarðrask þarna.
Menn telja að þau hafi náð alveg
inn í bæinn,“ segir Þór.
Metnaðarleysi ríkjandi
Geir Waage segir að vissulega
sé skömm að því hvernig staðið
sé að rannsóknum og varðveislu
fornminja almennt en það sé þó
aðeins hluti af stærri vanda. Al-
gert metnaðarleysi virðist vera
ríkjandi innan Þjóðminjasafnsins
um fornleifarannsóknir í Reykholti
og fleiri höfuðbólum á Islandi, eins
og t.d. Hrafnseyri við Arnarfjörð,
þar sem ekkert hefur verið gert
með rannsókn á gamla kirkjustæð-
• •
Ofugiim
megin
Elliðaáa?
Lítt er hirt um fomminjar í Reykholti og þær
orðið eyðileggingu að bráð, segir staðarhaldar-
inn, séra Geir Waage. Þjóðminjasafnið hyggst
laga göngin við Snorralaug næsta sumar.
ar gamla skólahúsið var byggt.
Jónas Jónsson frá Hriflu, þáver-
andi kirkju- og kennslumálaráð-
herra, réði staðsetningunni á
skólahúsinu. Skólinn skyldi
byggður ofan í bæjarhólinn gamla
í Reykholti. Það þurfti náttúru-
lega að grafa fyrir skólahúsinu
og þá var fjarlægður öskuhaugur
staðarins, sem hafði verið þarna
frá upphafi byggðar í Reykholti
um árið 1000. Óskuhaugar eru
kjarninn í fornleifaheimildum
hvers staðar. Það er því mikið
búið að einfalda fornleifauppgröf
í Reykholti með því að fjarlægja
hauginn,“ segir Geir.
Gufustokkar frá miðöldum
grafnir sundur
Frá hvernum Skriflu liggja
tveir vatnsstokkar að Snorralaug.
Einnig liggur þaðan gufuleiðsla
að baklóð gamla skólahússins þar
sem bæjarrústir Snorra Sturlu-
sonar eru í jörðu. Leiðslurnar voru
allar gerðar snemma á 13. öld,
að talið er. Líklegt er að gufubað
hafi verið í bænum eða að bær
Snorra hafi að einhveiju leyti
hægt að ganga þannig frá að
uppgreftrinum loknum að hægt
yrði að refta yfir svæðið með ein-
hveijum hætti þannig að ferða-
menn ættu eitthvað erindi á stað-
inn. Þetta gæti stuðlað að endur-
reisn staðarins því gífurlegur
áhugi sé meðal almennings á sögu
Snorra, sem m.a. megi marka af
mikilli aðsókn á sýningu á verkum
hans síðastliðið sumar.
„Mér þykir það furðulegt að
það skuli ekki fyrir löngu hafa
verið sett saman heildaráætlun
um uppgröft hér og ráðist í að
reyna að fjármagna hann. Ég hef
þá trú að ef bæjarstæðið hér yrði
grafið upp til hlítar fengjum við
allmiklar upplýsingar um bæina
og umsvifin hér frá fyrri öldum,
allt aftur til upphafsins. Ég er
næsta viss um að leifarnar af
byggðinni hér á dögum Snorra
eru tiltölulega vel varðveittar í
jörðu,“ segir Geir.
Hann bendir á að verulega vel
hafi tekist til með varðveislu og
endurgerð fornminja í Viðey á sín-
um tíma en það helgist helst af
því að Reykjavíkurborg hafði
HRUNIÐ hefur úr gijóthleðslu jarðganganna að Snorralaug. Morgunbiaðið/Haiidor Koibeins
inu og rústum
virkis og bæjar
Hrafns Svein-
bjarnarsonar.
Nefna mætti Skál-
holt á seinni árum,
Hóla í Hjaltadal,
Odda á Rangár-
völlum og nánast
alla sögustaði
landsins.
Á síðasta áratug
var grafið í bæjar-
stæðið í tveimur
afmörkuðum
gryfjum og búið er
að kortleggja hvar
hluti af mann-
virkjunum eru.
Geir segir að heim-
ildir um húsaskip-
an sé að finna í
Sturlungasögu.
„Snorri er veginn í kjallara en
þeir voru ekki algengir á 13. öld
í húsum á Islandi. Talað er um
loftstofu í Reykholti og af þessu
verður auðveldlega ráðið að hér
hefur verið norskt stokkahús. Vit-
að er með nokkurri vissu hvar á
bæjarhólnum þessi hús hafa stað-
ið,“ segir Geir.
„Eyðilegging hefur átt sér stað
á fornminjum í Reykholti með
framkvæmdum allt frá 1930 þeg-
verið hitaður upp með gufunni en
hugvitið og verkþekkingin sem
fólgin er í verki forveranna var
nýtt allt fram til 1990 til þess að
hita upp skólahúsið og öll önnur
hús á staðnum. Vatnsstokkurinn
frá Skriflu að Snorralaug var hluti
af hitaveitunni á staðnum.
Þegar unnið var að því að grafa
fyrir skolplögn frá mötuneytis-
byggingunni á níunda áratugnum
grófu menn óafvitandi í sundur
gufuleiðsluna endilanga á löngum
kaflá. Leiðslan er rist ofan í ísald-
arlag og reft yfir hana með litlum
steinhellum.
„Það var vitað hvar leiðslan var
en vitneskja og teikningar af henni
voru suður í Þjóðminjasafni. Mér
finnst mjög líklegt að Snorri hafí
lagt leiðsluna. Menn hafa gefið sér
það að hún hafi verið hluti af þeim
framkvæmdum sem var ráðist í á
hans dögum,“ segir Geir.
Geir kveðst hafa heyrt að til
þurfi að kosta 10-15 milljónum
króna til þess að ljúka uppgreftrin-
um á bæjarhólnum. Fengist vilji
og fjármagn til þess yrði eflaust
metnað til þess að gera þetta vel
og kostaði til því sem þurfti. Sömu-
leiðis sé sómi að fornleifauppgr-
eftri og varðveislu minja á Bessa-
stöðum en þar hafi Bessastaða-
nefnd veitt fé tii framkvæmdanna
og haft metnað til þess að rann-
saka það sem fyrir var á staðnum
áður en hafist var handa við ný-
framkvæmdir.
„Staðir sem eru í byggð og þar
sem veruleg umsvif eru vegna
starfsemi á staðnum eru alltaf í
þeirri hættu að fornleifum sé rask-
að eða þær eyðilagðar vegna stöð-
ugra og nauðsynlegra fram-
kvæmda, bæði vegna bygginga og
viðhalds. Það er ekki hægt að
tryggja sig fyrir þessari eyðilegg-
ingu öðru vísi en að rannsaka til
hlítar þær fomminjar sem kunna
að vera á svona athafnasvæði.
Dæmin hér úr Reykholti sýna að
það er ekki nóg að einhver viti
af því að þær séu fyrir hendi. Það
virðist skipta meginmáli að sögu-
staðirnir og fornminjarnar séu
réttu megin við Elliðaárnar,“ segir
Geir.
I
I
i
>
i
|
i
i
l
I
I
i
i
I
I
í
i
i
[