Morgunblaðið - 10.12.1996, Side 35

Morgunblaðið - 10.12.1996, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 35 J ólasveinaverkfall Morgunblaöið/Árni Sæberg ALDA Arnardóttir og Bjarni Ingvarsson. i hlutverkum Höllu og Stekkjastaurs, sem þau fara bæði vel með og ná vel athygli barnanna. LEIKUST Mögulcikhúsið „HVAR ER STEKKJASTAUR?" Eftir Pétur Eggerz. Leikendur: Alda Arnardóttir og Bjami Ingvarsson. Leikmynd og búningar eftir leikhóp- inn. Leiksljóri: Pétur Eggerz. NYJA barnaleikritið „Hvar er Stekkjastaur?" eftir Pétur Eggerz segir frá því þegar jólasveinarnir ákveða að hætta að koma til byggða og dvelja í hellum sínum uppi á fjöll- um á jólunum. Þeir eru orðnir þreyttir á öllum látunum í manna- byggðum og treysta sér ekki lengur til að taka þátt í ringulreiðinni meðal manna. En mannabörnin sætta sig ekki við jól án jólasveina og fulltrúi þeirra, ■ stúlkan Halla, heldur upp á fjöll í leit að Stekkja- staur til að sannfæra hann um að börnin geti ekki verið án hans og bræðra hans á jólunum. Þetta leikrit er vel skrifað hjá Pétri Eggerz og hafa börnin af því bæði gaman og nokkurn fróðleik. Þetta er annað tveggja verka ætlað börnum sem sýnd eru nú á aðvent- unni þar sem reynt er að koma því á framfæri að jólin snúist um annað og meira en verslun og stress það sem óhjákvæmilega vill fylgja öllum jólaundirbúningnum. Tíu fingra leikhúsið sýnir „Jólaleik" sem byggður er á jólaguðspjallinu, en „Hvar er Stekkjastaur?" sækir efni í íslenska jólasveinahefð. Þessi verk eru ólík en bæði skemmtileg á sinn hátt og eiga bæði erindi til ís- lenskra barna. Þau Alda Arnardóttir og Bjarni Ingvarsson leika Höllu og Stekkja- staur og fara þau bæði vel með hlutverk sín og náðu vel athygli barnanna. Leikmyndin er sniðug- lega útfærð og fjall breytist í helli með fáeinum handtökum. Eins og leikmyndin eru búningar hannaðir af leikhópnum og er Stekkjastaur klæddur í „íslenskan" jólasveina- búning en útskýrir fyrir Höllu (og börnunum) hvernig rauðu jóla- sveinabúningarnir komu til sögu. Þessi sýning er skemmtileg og vel unnin og vonandi fá sem flest íslensk börn að sjá hana. Möguleik- húsið fer með sýninguna á milli leikskóla og grunnskóla á höfuð- borgarsvæðinu nú í desember. Soffía Auður Birgisdóttir TÓNLIST III j ó m p I ö t u r Ó, BJARTA NÓTT Steinn Erlingsson baritón. Undirleik- ur á píanó: Olafur Vignir Albertsson. Hljóðritað i sal Tónlistarskóla Sel- tjarnarness 1995 og 1996. Upptaka og hljóðvinnsla: Halldór Víkingsson. Framleiðandi: SONIC, London. Dreifing: Pöntunarsími 421 1905. Steinn Erlingsson 1996 SE 1. STEINN Erlingsson hóf söng- nám við Tónlistarskóla Keflavíkur, einsöngvaranámi lauk hann frá Tónlistarskóla Garðabæjar 1985. Hann hefur komið fram sem ein- söngvari, m.a. með Karla- og Ovænt ánægja kirkjukór Keflayíkur og Skagfirsku söngsveitinni. Árið 1990 hélt hann til Tucson í Arizona til frekara söngnáms. A þessum hljómdiski höfum við ellefu vinsæl og góð íslensk sönglög (eftir Sigvalda Kaldalóns, Karl 0. Runólfsson, Þórarin Guðmundsson, Árna Thorsteinson, Sigfús Einars- son, Jón Ásgeirsson og Magnús Kjartansson), flest gullfalleg, og tíu af erlendum uppruna, þ.á m. lög eftir Giordani og Giulio Sarti, hol- lenskt lag frá 1600, Faðir vor eftir Michael Head og þijú lög (og ljóð) eftir John Jacob Niles (The Ravin’ Gambler, Gambler, don’t you lose your place og The Gambler’s Wife). Þetta er með öðrum orðum ágæt og aðgengileg söngskrá. Steinn Erlingsson hefur margt til brunns að bera sem góður söngv- ari, hefur góða og allvel skólaða „náttúrurödd" (háan bariton), sem vex að hljómgæðum eftir því sem henni er beitt af meiri þrótti. Yfir- leitt fer hann vel með lög og texta og nýtur aðstoðar mjög góðs undir- leikara, Olafs Vignis Albertssonar. Hljóðritun er einnig góð. Óvænt- ur og ánægjulegur hljómdiskur. Oddur Björnsson Morgunblaðið/Gunnlaugur ÞESSIR nemendur Tónlistarskóla Stykkishólms kynntu skólann sinn og þann árangur sem þeir eru búnir að ná á sín hljóðfæri á tónleikum í Stykkishólmskirkju. Tónlistarskóli Stykkishólms kynnir sig Stykkishólmur. Morgunblaðið. NEMENDUR Tónlistarskóla Stykkishólms efndu til tónleika í Stykkishólmskirkju undir heitinu „Skólinn kynnir sig“ 29. nóvember síðastliðinn. Fram komu 14 nem- endur og léku þeir fjölbreytta tón- list. Á undan hveiju atriði fór fram kynning á viðkomandi verki, höfundi þess og því hljóðfæri sem leikið er á. Fyrirhugaðir eru aðrir tónleik- ar á vorönn með svipuðum hætti. Elsti nemandinn sem lék á tónleik- unum var 15 ára og sá yngsti 11 ára. Tónleikarnir tókust með ágætum og voru gestir ánægðir með framtak skólans. Margir jólatónfundir verða á vegum tónlstarskólans, þar sem nemendur skólans eru 130 og allir nemendur koma fram. Gítar, - söng og þverflautunemendur verða með sjálfstæða tónfundi, en tvennir blandaðir jólatónfundir verða í skólanum. Jólatónleikar verða síðan í Stykkishólmskirkju mánudaginn 16. desember kl. 20.30. Þar koma fram einleikarar, blokkflautuhópar, ýmiss konar samspil og svo lúðrasveitin. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN FIX , Teg.: 390 Teg.: 340 Litir: Svart 40-49, d.brúnt 40-47 Verð kr. t 4.495,- Litir: Svart 40-49, Bordo 40-45. Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur K Domus Medica, Egilsgötu 3, sími 551 8519 Kringlunni, Kringlunni 8-12, sími 568 9212 meBáÍil KRINGLUNNI S 553-1199 Cindy Crawford veit, hvernig hún sameinar glæsileika og ímynd med stíl frá heimsins stacrstu hönnudum. Hversdags og vid hátídleg tækifæri velur hún Omega. “Trust your judgement, trust Omega” - Cindy Crawford NEW GxmUUohori 18k Guli og/eda stál. Hert safirgler.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.