Morgunblaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C 26. TBL. 85. ÁRG. LAUGARDAGUR1. FEBRÚAR1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Loka- sprettur- inn í Pakistan BENAZIR Bhutto, sem var hrint úr stóli forsætisráðherra Pakistans á liðnu ári, og Nawaz Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra, hófu loka- sprett kosningabaráttunnar í gær. Sharif er talinn sigur- stranglegri í kosningunum, sem haldnar verða á mánudag. Bæði Bhutto og Sharif lögðu í gær megináherslu á Puiyab, fjölmennasta hérað landsins. Hyggjast þau ferðast um hér- aðið og ljúka kosningabarátt- unni í Lahore, höfuðborg þess, á sunnudag. Kjósendur áhugalausir Áhugaleysi kjósenda hefur einkennt kosningabaráttuna og hafa kosningafundir verið fremur illa sóttir. Segja sijórnmálaskýrendur að almenningur hafi fengið sig fullsaddan af Þjóðarflokki Pakistans, sem Bhutto Ieiðir, og Múslimabandalagi Pakist- ans, sem Sharif veitir forustu. Þessir flokkar hafa báðir legið undir ámæli vegna spillingar. Sumir hafa leitt getum að því að kosningaþátttaka verði ekki meiri en 20 af hundraði. Á myndinni sjást stuðnings- menn flokks Bhuttos hefja fána á loft á kosningafundi í Larkana. Aðeins 20% ánægð með Jagland AÐEINS einn af hveijum fimm Norðmönnum telur að Thorbjorn Jagland hafi staðið sig vel sem forsætisráðherra, fyrstu 100 dagana í embætti, og aðeins helmingur af kjós- endum Verkamannaflokksins er ánægður með störf hans. Þetta kom fram í skoðanakönn- un sem gerð var fyrir Dagblad- et. Um 22% telja Jagland hafa staðið sig vel, um helmingur kjósenda telur hann hafa stað- ið sig sæmilega og 8% telja forsætisráðherrann hafa stað- ið sig afleitlega. Til saman- burðar má nefna að 87% af stuðningsmönnum Verka- mannaflokksins töldu Gro Harlem Brundtland, fyrirrenn- ara Jaglands í embætti, hafa staðið sig vel. Könnun þessi hefur verið framkvæmd reglu- lega og hefur Brundtland notið mests fylgis forsætisráðherra frá 1980. Um mitt ár 1995 töldu 65% þeirra hana standa sig vel í starfi. Reuter Stigið í átt til þjóðarsáttar í S-Afríku Buthelezi stað- gengill Mandela Durban. Reuter. NELSON Mandela, forseti Suður-Afríku, tilkynnti á þingi lands- ins í gær að hann hefði ákveðið að Mangosut- hu Buthelezi, leiðtogi Inkatha-frelsisflokks- ins, færi með völdin í landinu meðan forset- inn og varaforsetinn sitja árlega efnahags- ráðstefnu í Sviss f næstu viku. Ákvörðunin kom mörgum þingmönnum á óvart. Fréttaskýrendur sögðu að með henni væri Mandela að sýna Buthelezi mikið traust og hún ætti að blása nýju lífí í friðar- umleitanir í KwaZulu-Natal, þar sem fylgismenn But- helezis og Afríska þjóð- arráðsins hafa borist á banaspjót í mörg ár. Buthelezi kvaðst „full- ur óttablandinnar lotn- ingar“ og vona að hann biygðist ekki trausti forsetans. Þótt Buthelezi gegni embætti innanríkisráð- herra hefur hann veist harðar að stjóminni en nokkur annar af for- ystumönnum blökku- manna í Suður-Afríku. Samkvæmt stjóm- arskránni getur forset- inn tilnefnt hvaða ráð- herra sem er sem staðgengil sinn fari hann og varaforsetinn úr landi. Mangosuthu Buthelezi Jeltsín Heilsa hefti ekki völd Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti hafnaði í gær kröfum andstæðinga sinna um að afsala sér að einhveiju leyti völdum vegna heilsuleysis. Talsmaður forsetans sagði að Jeltsín, sem verður 66 ára gamall í dag og hefur verið frá vinnu vegna lungnabólgu, hefði sagst andvígur tillögum um að breyta stjórnar- skránni frá 1993 þannig að völd færðust til þings og ríkisstjórnar. ■ Heilsan/18 Rússneska þingið stofnar samtök gegn stækkun NATO Jeltsín kveður ör- yggi Evrópu ógnað Davos, Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín ítrekaði í gær and- stöðu Rússa við stækkun Atlants- hafsbandalagsins (NATO) og í Dúm- unni, neðri deild rússneska þingsins, lýsti þjóðemissinninn Sergei Baburín yfír því að hann byggist við að afger- andi meirihluti þingmanna mundi ganga í ný samtök, sem helga á baráttunni gegn stækkun NATO til austurs. „Tilgangur þessa hóps er ekki aðeins að ná til almennings, heldur yfirvalda, þannig að hægt verði að grípa snarlega til aðgerða til að vernda öryggi ... Samveldis sjálf- stæðra ríkja," sagði Baburín á blaða- mannafundi. Oðrum samningum stefnt í hættu Hann sagði að 150 þingmenn hefðu þegar lýst yfir stuðningi við samtökin og gerði ráð fyrir að alls myndu 300 af 450 þingmönnum styðja þau. Hann bætti því við að stækkun NATO í austurátt, til dæm- is með inngöngu Pólveija og Ung- veija, mundi leiða til þess að samn- ingar um hefðbundin vopn og kjarn- orkuvopn yrðu að engu hafðir. Jastrzjembskí sagði að Jeltsln hefði á fundi með Jevgení Prímakov á sveitasetri sínu fyrir utan Moskvu ítrekað andstöðu sína við stækkun NATO á þeirri forsendu að öryggi í Evrópu yrði stefnt í voða og hún ýtti undir upplausn og sundrungu. Gefin fyrirheit nægi ekki Aðstoðarutanríkisráðherra Rúss- lands, Alexander Avdeev, sagði í ræðu um öryggismál á efnahags- málaráðstefnunni, sem nú fer fram í Davos í Sviss, að það dygði ekki til að fá Rússa til að sætta sig við stækkun NATO að heita því að hvorki erlendir hermenn né kjarn- orkuvopn yrðu staðsett í hinum nýju aðildarríkjum. Avdeev sakaði bandalagið um leið um að halda í ævagamlar kreddur hernaðarstefnu, þar sem enn væri litið á Rússa sem höfuðóvininn. Að sögn Avdeevs væru loforð um að staðsetja hvorki erlenda hermenn né kjarnorkuvopn í nýjum NATO- ríkjum einskis virði vegna þess að aðstæður gætu breyst á augabragði og hver ætti þá að tryggja að staðið yrði við hin fögru fyrirheit. Malcolm Rifkind, utanríkisráð- herra Bretlands, sem hlýddi á ræð- una ásamt Javier Solana, fram- kvæmdastjóra NATO, sagði að líkja mætti bandalaginu við tryggingu, sem ef til vill væri ekki nauðsynleg í augnablikinu, en yrði erfítt að end- urnýja ef henni yrði sagt upp. Reuter Tudjman hyggur á framboð FRANJO Tudjman, forseti Kró- atíu, sem sagt hefur verið að þjáist af ólæknandi krabba- meini í maga, lýsti yfir því í sjónvarpsviðtali á föstudag að hann hygðist sækjast eftir end- urkjöri í forsetakosningunum á næsta ári. Tudjman sagði að vangavelt- ur um heilsufar sitt einkenndust af miklum ýkjum. Hann gæti gegnt skyldustörfum án vand- kvæða og léki einnig tennis. Stjórnmálaskýrendur og stjórnarerindrekar höfðu leitt getum að því að Tudjman mundi segja af sér áður en kæmi að kosningum og óttast að brotist geti út ringulreið þegar hann fari frá. Tudjman sést hér fylgjast með tennisleik milli Króatans Gorans Ivanisevic og Þjóðverj- ans Alex Radulescus í Zagreb í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.