Morgunblaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 13 Háskólinn á Akureyri annast fiarnám til MS-prófs frá Manchester-háskóla Stolt af viðurkemiingnimi Ólafsfiarðarkirkja Safnað- arheimili fokhelt ÓLAFSFJARÐARSÖFNUÐUR fagnar merkum áfanga á morgun, 2. febrúar, Biblíudaginn, en bygg- ing við safnaðarheimili kirkjunnar er nú fokheld. Hafist var handa við byggingu safnaðarheimilis við kirkjuna síð- asta haust, Fanney Hauksdóttir á Akureyri teiknaði húsið en smíðin er í höndum Trévers í Ólafsfirði. Eftir messu gefst fólki kostur á að skoða safnaðarheimilið nýja. Kirkjukaffi verður í félagsheimil- inu Tjarnarborg og eru öll veislu- föng, hrærð, hituð og bökuð í sjálf- boðavinnu ýmissa félaga í Ólafs- firði. Ólafsfirðingar og velunnarar kirkjunnar eru hvattir til að koma til messunnar, skoða safnaðar- heimilið og drekka kaffisopa í Tjarnarborg. Messur AKUREYRARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli í kirkjunni kl. 11 á morgun. Munið kirkjubíl- ana. Messað verður í Akur- eyrarkirkju kl. 14 á morgun. Sungnir verða sálmar eftir Jakob Tryggvason, fyrrver- andi organista kirkjunnar, í til- efni af 90 ára afmæli hans. Kirkjukaffi verður eftir messu í umsjá Kvenfélags Akureyrar- kirkju. Biblíulestur verður næstkomandi mánudags- kvöld kl. 20.30. GLERÁRKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta verður í kirkjunni kl. 11. Foreldrar hvattir til að koma með börn- um sínum. Fundur æskulýðs- félagsins er kl. 17. Ath. að þessu sinni verður hann hald- inn í Laxdalshúsi. Kyrrðar- og bænastund kl. 18.10 á þriðju- dag. Hádegissamvera í kirkj- unni frá kl. 12 til 13 næstkom- andi miðvikudag. Orgelleikur, fyrirbænir, sakramenti. Léttur hádegisverður í safnaðarsal gegn vægu verði að helgi- stund lokinni. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun. Unglingaklúbbur kl. 16, almenn samkoma kl. 20. Heimilasamband kl. 16 á mánudag, krakkaklúbbur kl. 17 á miðvikudag, biblíulestur kl. 20.30 og 11+ á fimmtudag kl. 17. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Samkoma kl. 11 á morgun, sunnudag. Vakningasam- koma sama dag kl. 14, stjórn- andi Rúnar Gunnarsson. Beð- ið fyrir þörfum fólks og Guð svarar. Mikill og fjölbreyttur söngur. Vonarlínan, sími 462-1210, símsvari allan sól- arhringinn með orð úr ritning- unni sem gefa huggun og von. KAÞÓLSKA KIRKJAN, Eyr- arlandsvegi 26, Akureyri; Messa kl. 18 í dag, laugardag og kl. 11 á morgun, sunnu- dag. ÓLAFSFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun, sunnudag. Messa kl. 14. Kirkjukaffi í Tjarnarborg og safnaðarheimilisskoðun eftir messu. SJÓNARHÆÐ: Sunnu- dagaskóli á morgun, sunnu- dag kl. 13.30 í Lundarskóla. Almenn samkoma á Sjónar- hæð kl. 17. Ástjarnarfundur á mánudag kl. 18 á Sjónarhæð. Unglingafundur á föstudag kl. 20.30 á Sjónarhæð. Allir vel- komnir. FJARNÁM til MS-gráðu í hjúkrunarfræði sem Manchester- háskóli á Bretlandi veitir hófst við heilbrigðisdeild Háskólans á Akur- eyri í gær þegar þeir 12 nemendur sem námið stunda fengu náms- gögn send. Um er að ræða tveggja ára nám þannig að nemendurnir munu brautskrást í janúar árið 1999. Mikill heiður Gerður hefur verið samstarfs- samningur milli Háskólans á Akureyri og Manchester-háskóla um þetta nám. Fulltrúar skólans ytra hafa komið norður og gert úttekt á skólanum og gæðum þess náms sem þar er boðið upp á. „Þeim leist mjög vel á allar að- TVÆR sýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri i dag, laugardaginn 1. febrúar. Myndskreytingar í norrænum barnabókum er hluti norræns samvinnuverkefnis sem nefnist Norrænt myndlistarár. Safnaleið- sagnarverkefni verður unnið í tengslum við sýninguna fyrir grunnskóla bæjarins. A myndinni er Sigríður Ólafsdóttir safnakenn- ari í Reykjavík að ræða við börnin Sólbakur EA til heimahafnar úr sín- um síðasta veiðitúr Fer í loðnu- frystingu til Seyðisfjarðar SÓLBAKUR EA, frystitogari Út- gerðarfélags Akureyringa hf., kemur til heimahafnar nú í morg- unsárið úr sínum síðasta veiðitúr á vegum ÚA. Skipið hefur verið auglýst til sölu og var öllum skip- veijum sagt upp störfum áður en haldið var í þennan síðasta túr í byijun ársins. Skipið kemur með um 320 tonn af frystum flökum að landi og er uppistaðan þorskur og karfi. Afla- verðmætið er um 35 milljónir króna. Árni Ingólfsson, skipstjóri á Sólbak, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að þetta væri ágætis skip og vissulega væri eftirsjá í því. „Þetta er þó ekkert kraftaskip eins og þessi nýju og stóru.“ Sólbakur fer til Seyðisfjarðar í næstu viku þar sem skipið verður notað við loðnufrystingu næstu vikurnar. Hluti áhafnarinnar fer með skipinu austur og er Ámi skipstjóri í þeim hópi. Hann sagði óvíst hvað tæki við eftir þann tíma og framtíðin væri því óljós hjá mörgum. stæður hér,“ sagði dr. Sigríður Halldórsdóttir forstöðumaður heil- brigðisdeildar Háskólans á Akur- eyri. Háskólinn hefur verið valinn til að vera alþjóðleg miðstöð fyrir þetta nám. „Við erum virkilega stolt af þeirri viðurkenningu sem felst í því að annast þetta nám fyrir Manchester-háskóla. Skólinn er ungur, tæplega tíu ára og við höfum útskrifað eitthvað á annað hundrað hjúkrunarfræðinga, þannig að þetta er mikill heiður." Nemendurnir 12 fengu náms- gögnin í gær og tekur nú við vinna og lestur, en þrívegis á önninni munu þeir hittast í húsakynnum Háskólans á Akureyri þar sem farið verður yfir stöðuna og menn bera saman bækur sínar, fyrst 22. í 4. bekk Þ úr Barnaskóla Akur- eyrar á Listasafninu. í dag opnar jafnframt Ari Alex- ander Ergis Magnússon sýningu í vestursal sem samanstendur af innsetningu í klefa og málverkum einkuð afa hans sem var af þjóð Jakúta í Síberíu og sérstöku atviki er læknaði móður Ara af banvæn- um sjúkdómi. Thor Vilhjálmsson flytur inn- gang að sýningunni við opnun. febrúar, þá 22. mars og loks í lok maí en formlega lýkur fyrstu önn- inni af fjórum í lok júnímánaðar næstkomandi. Margskonar nám- skeið verða sótt á námstímanum og gert er ráð fyrir að nemendur stundi rannsóknir. Helmingur nemendanna eru af Norðurlandi, þar af nokkrir af kennurum deild- arinnar en hinir eru búsettir í Reykjavík og nágrenni. Sigríður falaðist í október árið 1995 eftir því að heilbrigðisdeild háskólans tæki að sér þetta nám en ástæða þess að leitað var til skólans var sú að Bretar standa framarlega á sviði fjamáms. Eftir að deildin hafði verið metin á marg- víslegan hátt var skrifað undir samstarfssamning milli skólanna. Hún sagði mikinn áhuga meðal hjúkrunarfræðinga á þessu námi og draumurinn væri að í framtíð- inni yrði hægt að bjóða fleiri heil- brigðisstéttum upp á námsfram- boð af svipuðu tagi. Hefur Sigríð- ur þegar hafið undirbúning að því að sækja um styrk norrænu rann- sóknarakademíunnar til að Há- skólanum á Akureyri verið gert kleift að bjóða upp á námskeið með fjarnámssniði í bæði iðju- og sjúkraþjálfun. „Við lítum svo á að okkar hlutverk sé ekki einungis að mennta heilbrigðisstéttir heldur einnig að sinna landsbyggðinni varðandi aukna möguleika á fram- halds- og símenntun," sagði Sig- ríður. Einstakt tækifæri fyrir bæjarbúa! OÐIÐ HÚS í Glerárgötu 36, kl. 11-17 í dag XakucieySí Sjávarútvegsdeild - Rekstrardeild • Nemendur kynna á lifandi hátt starfeemi deildanna. Tilraunir, tölvunot, verkefhi, veggspjöld, myndbönd og margt fleira. • Léttar veitingar eru í boði nemendafélaganna. • Ahugaverð, stutt erindi. 11.15— 11.30 Af hvölum, fiskum og öðru fólki. Níels Einarsson, mannfræðingur. 13.15— 13.30 Gæðastjórnun í ÚA. Frosti Meldal, Utgerðarfélagi Akureyringa. 14.15— 14.30 Alþjóðaverlsun. Þorgeir Pálsson, Útflutningsráði fslands. 15.15— 15.30 Starfsmannastjórnun. Eygló Birgisdóttir, fslandsbanka. 16.15— 16.30 Verð og verðmyndun á hlutabréfamarkaði. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, Kaupþing Norðurlands. f "^'"1 Nýjungar á netinu allan daginn 5S http://www.unak.is stouo í F0SSWBTI SQ% ► ís og klakatilboð alla helgina v helgina / Verið velkomin. í FOSSNESTI á selfossi stendur yfír fréttaljósmyndasýning Morgunblaðsíns af hlaupinu i Skeiðará. Par eru 18 myndir til sýnis og sölu. Ennfremur er hægt að sjá fréttamyndir á myndbandi frá flóðasvæðunum. Fáið ykkur bíltúr eða rútutúr með SBS. og skoðið myndir af einum mestu náttúnihamfönim síðari tíma á Skeiðarársandi og fáið ykkur ís eða klaka á frábæru tilboðsverði í tilefni sýningarinnar. GÓð ferðahugmynd; Fá sér rútubíltúr á Selfoss og til baka. SBS ekur 6-7 sinnum á dag leiðina Reykjavík - Selfoss - Reykjavík. Ferðahugmynd: Taktu SBS -áætlunarbíl frá BSÍ í Reykjavík kl. I3.00 á laugardíig eða sunnudag. Hann ekur urn Hellisheiöi, gegnum Hveragerði og er kontinn á Selfoss kl. 14.00. Þar tekur starfsfólk Umferðarmiðstöðvarinnar í Fossnesti vel á rnóti þér Þú skoðar fréttamyndasýninguna, færð þér ís eða klaka á tilboðsverði nú eða færð þér fiskbotgara eða þornmiat í Grillinu í Fossnesti. Efiir að hafa átt notalega stund á Sclfossi tekur þú áætlunarbíl til Reykjavíkur kl. 16.00. Þú þarft engar áhyggjur að hafa af færð eða veðri. Vérið vei Ikomin• Fossnesti fott fyrir f>f of f'm Morgunblaðið/Kristján Tvær sýningar í Listasafni Akureyrar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.