Morgunblaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Guðmundur Bjamason umhverfísráðherra Getum nýtt orku- lindir án þess að skaða náttúruna ÉG tel að við getum haldið áfram að nýta okkar orkulindir í frekara mæli en nú er án þess að við vinn- um óbætanlegan skaða á íslenskri náttúru. Ég tel ekki að sjónarmið umhverfisvemdar þýði að útiloka þurfi alla stóriðju, hveiju nafni sem hún nefnist. Móta verður langtíma stefnu um staðarval og umfang stóriðju og orkuframkvæmdir með tilliti til náttúravemdar og um- hverfissjónarmiða, sagði Guð- mundur Bjamason umhverfisráð- herra meðal annars í ávarpi sínu við upphaf náttúruvemdarþings í gær. Kvaðst ráðherra sannfærður um að finna mætti skynsamlega sátt milli andstæðra sjónarmiða í þessum efnum. Náttúrufegurð er auðlind Umhverfisráðherra sagði að umræða um náttúmvemdarmál væri nú breiðari og almennari en áður hefði þekkst og væri skýring- in m.a. sú að æ fleiri íslendingar kynntust töfmm landsins, nú væm fáir sem litu á hálendið sem einsk- insnýt öræfi heldur gerðu menn sér grein fyrir að þar væri undraveröld sem ætti vart sinn líka í heiminum. Ráðherra sagði að við upptaln- ingu á auðlindum iandsins bentu flestir á fískimiðin, jarðargróðann og orku fallvatna. Ékki mætti held- ur gleyma mannauðnum né nátt- úmfegurð landsins, en kannanir sýndu að stærstur hluti erlendra ferðamanna væri kominn til að skoða hana. Hún væri auðlind sem stæði undir stóram hluta lífslq'ar- anna í dag. „Ég er með þessu ekki að segja að við eigum að fara að setja verðmiða á náttúmperlur okk- ar eða hugsa um þær fyrst og fremst út frá peningasjónarmiðum, heldur það að við verðum að benda á þessa staðreynd þegar sjónarmið- um náttúravemdar er stillt upp sem þröskuldi á vegi auðlindanýtíngar og hagvaxtar." Guðmundur Bjarnason sagði að þrátt fyrir að reiknað hefði verið út að aðeins tíundi hluti nýtanlegr- ar orku hefði verið virkjaður væru þær hugmyndir óraunhæfar. „Við verðum að leyfa Gullfossi og Detti- fossi að renna óbeisluðum, við verðum að skilja eftir víðerni sem em ósnortin af stórframkvæmd- um,“ sagði ráðherra í lokaorðum sínum. Þekking á lífríki í vatnsföllum nauðsyn ÁHRIF orkuiðnaðar á náttúm ís- lands var yfirskrift erindaflokks á náttúmvemdarþingi í gær og ræddu nokkrir sérfræðingar um þessi ólíku áhrif, m.a. áhrif miðlunarlóna, vatnsaflsvirkjana og jarðhitanýting- ar. Gísli Már Gíslason hjá Líffræði- stofnun Háskólans sagði mikilvægt í framtíðinni að hafa almenna þekk- ingu á gerð lífríkis í vatnsföllum landsins, það væri nauðsynlegt vegna mats á umhverfisáhrifum til dæmis virkjana og vegagerðar. Þóra Ellen Þórhallsdóttir ræddi um áhrif miðlunarlóna og sagði að þegar hækkun yrði í stöðuvatni eða nýtt lón myndað í lægð seytli vatn í allar áttir og geti grunnvatnsstaða við það hækkað mjög þar sem lág- lent væri. Við Blöndulón væri hækk- un vatnsborðs t.d. sýnileg milli þúfna í allt að 500 m fjarlægð fr4 lóninu. Þá sagði hún að til viðbótar við það land sem færi undir vatn gæti orðið frekara tap vegna öldurofs, einkum þar sem aðdjúpt væri og stórir vatns- fletir væm áveðurs. Þóra sagði brýnt að gleyma ekki að meta umhverfisáhrif miðlunar- lóna, sagði að flatarmál þriggja stærstu lónanna, þ.e. Blöndulóns og síðar Norðlingalóns og Eyjabakka- lóns yrði jafn mikið og flatarmál alls þéttbýlis á landinu auk sumarbú- staðabyggðar. Hrefna Kristmannsdóttir og Hall- dór Ármannsson hjá Orkustofnun greindu frá átaksverkefni í rannsókn- um á umhverfisáhrifum jarðhitanýt- ingar. Auk Orkustofnunar eiga Hita- veita Suðumesja, Hitaveita Reykja- víkur, Landsvirkjun og síðan um- hverfisráðuneytið aðild að verkefn- inu. Metin og mæld em ýmis atriði svo sem útlitsbreytingar á yfirborði jarðar, eðlisbreytingar umhverfisins, hávaði, varmamengun, efnamengun og menningar- og félagsleg áhrif. I máli Hákons Aðalsteinssonar hjá Orkustofnun kom fram að meðal áhrifa vatnsaflsvirkjana em breyting- ar á rennsli ár neðan virlq'unar. Með minnkuðu rennsli lækkaði vatnsyfir- borð árinnar og vatnsdýpi sem þýddi að búsvæði hennar drægjust saman. Sagði hann straumhraða minnka sem væri almennt óhagstætt fyrir ýmis dýr, hitastig gæti hækkað og set- myndun milli steina ykist. Draga mætti úr þessum áhrifum með því að líkja eftir náttúrulegu rennsli og hleypa öðm hverju meira vatni í far- veginn. Þá sagði hann að ein afleið- inga þess að framburður félli út f lóni í stað þess að renna með ánni til strandar væri að vægi upphleðslu og strandrofs gæti raskast. Nú færöu 1 i n s u r i Linsunni_ Fagleg ráðgjöf. ljK|SAI\l Góö þjónusta. A ð a l s t r æ t i 9 —4- Dagsbrún fer í óformlegar viðræður ÁKVEÐIÐ var á fundi samninga- nefnda Dagsbrúnar, Framsóknar og vinnuveitenda hjá ríkissátta- semjara í gær að gera hlé á form- iegum sáttafundum um aðalkjara- samning, en taka upp óformlegar viðræður með svipuðum hætti og var áður en viðræðum var vísað til sáttasemjara. Halldór Bjöms- son, formaður Dagsbrúnar, segir að félagið hafi enga ákvörðun tek- ið um að láta fara fram atkvæða- greiðslu um verkfallsboðun. Halldór sagði að menn hefðu verið sammála á fundinum í gær um að þetta form viðræðna hefði ekki skilað mönnum áleiðis og árangursríkara gæti verið að reyna að halda viðræðum áfram í öðm formi. Hann sagði að leitast yrði við að halda áfram viðræðum um sérkjaramál sem hefðu verið komnar í strand. Teknar yrðu upp óformlegar viðræður um aðal- kjarasamning og þar yrði rætt um launalið samninga. Halldór sagði að stóra samn- inganefnd Dagsbrúnar og Fram- sóknar yrði boðuð til fundar á mánudag þar sem þessi samninga- aðferð yrði borin undir nefndina. Ef hún yrði samþykkt hæfust við- ræður strax á þriðjudag. Hann sagði að stjómir félaganna myndu ekki leggja fram tillögu um at- kvæðagreiðslu um verkfallsboðun á fundinum. Á félagsfundi í Dagsbrún í fyrrakvöld var samþykkt ályktun þar sem segir að viðræður við vinnuveitendur gefi ekki tilefni til bjartsýni og segja mætti að lítið sé annað að gera en slíta þeim formlega. Hvatt til baráttu „Fundurinn lýsir því yfír að ef það verður raunin, þá er það full- komlega á ábyrgð atvinnurekenda sem hafa ekkert tillit tekið til kröfugerðar Dagsbrúnar og Fram- sóknar. Atvinnurekendur hafa haldið fast við tillöguna um 10 kall á tímann og bundna samninga þannig að friðarskylda hvílir á öll- um sérkjarasamningum úti í fyrir- tækjum. Því hvetur fundurinn fé- lagsmenn til að búa sig undir harða baráttu sem viðist óumflýj- anleg eins og staðan er nú.“ MorgunblaðiO/Ami Sæberg STAÐAN í samningamálum var rædd á félagsfundi í Dagsbrún í fyrrakvöld. Verðlagning á eggjum og kjúklingum gefin fijáls Hefur lítil áhrif á verð SEXMANNANEFND hefur gefið verðlagningu á eggjum og kjúkl- ingum fijálsa frá og með 1. febr- úar 1997. Jafnframt hefur Sam- keppnisráð heimilað félögum eggja- o g kjúklingabænda að gefa út leiðbeinandi verðskrá. Heimild- in verður tekin til endurskoðunar að ári liðnu. Talsmenn eggja- og kjúklingaframleiðenda telja að litlar eða engar breytingar verði á verði eggja og kjúklinga við þessa breytingu. Verðlagningin hafi í stórum dráttum verið fijáls. „Þessi ákvörðun hefur sáralítil áhrif ef nokkur. Framleiðendur hafa verið að selja á heldur lægra verði en þessi opinbera verðlagn- ing segir fyrir um. Þeir hafa gef- ið kaupendum afslátt," sagði Jón Pétur Líndal, framkvæmdastjóri Félags eggjaframleiðenda. Leiðbeinandi verðskrá Jón Pétur sagði að Félag eggja- framleiðenda væri að taka saman ?ögn um rekstur og afkomu fram- leiðenda. Þegar búið væri að vinna úr gögnunum yrði gefin út leið- beinandi verðskrá. Hann sagðist ekki geta svarað því hvor verðskráin yrði sú sama og verðskrá sexmannanefndar, en benti á að nefndin byggði á nokkuð gömlum gögnum. „Þetta hefur engin áhrif á verð á kjúklingum. Sexmannanefnd hefur ákveðið verð til bænda, en það hefur enginn borgað það verð vegna þess að bændur selja sjálfir og gefa kaupendum afslátt frá skráðu verði. Verðið hefur því í raun ráðist af framboði og eftir- spurn,“ sagði Bjami Ásgeir Jóns- son, formaður Félags kjúklinga- bænda. Bjarni Ásgeir sagði að verð á kjúklingum hefði lækkað ár frá ári síðustu ár og ekkert benti til annars en að sú þróun kæmi til með að halda áfram. Ákvörðun um að hætta opinberri verðlagn- ingu á kjúklingum kæmi ekki til með að breyta neinu um það. Bjami Ásgeir sagði óvíst hvort Félag kjúklingabænda kæmi til með að gefa út viðmiðunarverð- skrá. Það ætti eftir að ræða það í félaginu. Allflestir kaupendur hafa fengið afslátt af heildsöluverði Óskar Magnússon, forstjóri Hagkaups, sagðist ekki eiga von á að þessi ákvörðun sexmannanefhd- ar hefði mikil áhrif á verð eggja og Iqúklinga. „Markaðurinn og raunvemleikinn hafa ekkert farið eftir þessari sexmannanefnd und- anfarin ár. Allflestir kaupendur hafa verið að fá afslátt af heildsöluverði þó að verðlagning hafi átt að fara eftir ákvörðunum sexmannanefnd- ar. Ég held að nefndin sé með þessu að gefast upp á kerfi sem markaðs- öflin hafa þegar leyst af hólmi.“ Guðmundur Sigþórsson, for- maður sexmannanefndar, sagði að nefndin hefði ekki fjallað um hugs- anleg áhrif þessarar ákvörðunar. Verð á eggjum og kjúklingum myndi hér eftir ráðast af framboði og eftirspum. Hann sagðist þó frekar eiga von á að verðið lækk- aði en hækkaði. Mjólkurvömr, lambakjöt og nautakjöt eru þær vörar sem enn em háðar opinberri verðlagningu. Verðlagning á svínakjöti hefur verið fijáls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.