Morgunblaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ leitni, þar sem fornaldardýrkun sveif yfir vötnum. Fyrsta apinbera barrablátið Hinn 23. janúar þjóðhátíðarárið 1874, aðeins átján dögum eftir að Kristján konungur níundi veitti Is- lendingum trúfrelsi, var haldið á Akureyri fyrsta samkvæmi á Is- landi, sem telja má þorrablót og sagt er frá opinberlega. Um það segir meðal annars í Norðanfara 26. nóvember 1874: „Piir var íillvirðuleg veisla og voru, meðan við máltíð var setið, drukkin mörg minni, og kvæði sungið á undan hverju og einu. - I samkvæminu var enn fremur drukkið minni Þórs og mælti Einar í Nesi fyrir því. “ Sá siður, að blóta þorra, mun hafa haldist á Akureyri allar götur síðan þetta fyrsta opinbera blót var þar haldið 1874. Um 1880 tekur Hið íslenska fornieifafélag frumkvæðið í þorra- blótshaldi í Reykjavík og í blaðinu Þjóðólfí 29. janúar 1881 birtist frá- sögn af blóti, sem haldið var „að fornum sið“ í veitingahúsi konsúls Smiths fóstudaginn 21. janúar. Par segir meðal annars: „Salurinn var tjaldaður fornum tjöldum og skjaldarmerki á veggj- um, öndvegissúlur fornar reistar þar og langeldur á miðju gólfí. Þegar menn voru seztir undir borð, stóð upp Sigurður Vigfússon og setti grið með mönnum að forn- um sið. Þegar menn höfðu snætt og borð voru upp tekin, voru aukn- ir langeldar og full drukkin ...“ í blaðinu er ennfremur greint frá því að í blótinu voru drukkin full Oðins „alföður", Þórs, Freys og Njarðar, Braga og Freyju og allra annarra ásynja. Arni Björnsson vekur athygli á því að í öllum þessum minnaflutn- LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 23 Þorrablófið hafið 0 „6ui gæíi, að ég væri kominn í rúmið, háttaður, sofnaður, vaknaður aftur og farinn að éta". á fyrri helmingi aldarinnar, er Kvenfélag Keflavíkur. Það var reyndar árið 1950, en konurnar höfðu þá haldið þorrablót árlega frá árinu 1945. A næstu árum festi þorrablótshald sig í sessi um allt land og um 1960 er það orðin sjálf- sögð athöfn í hverju byggðarlagi. Þorramatur í IMausti___________________ Árið 1958 reið veitingahúsið Naustið á vaðið og bauð upp á „þorramat", sem borinn var fram í □ EKKI er víst að upp- rennandi kynslóð stundi þorrablót í framtíðinni af sama þrótti og forfeðurn- ir. Myndin er tekin á þorrablóti barna í Smára- skóla í fyrra. 0 AUGLÝSING um þorra- blót í Naustinu, sem birt- ist í Morgunblaðinu 24. janúar 1959. 0 GAMLI barnaskólinn í Hafnarstræti. Þar er talið að fyrsta Þorrablót Kvöld- félagsins hafi verið hald- ið. ingi er ekkert mælt fyrir minni konungs fslands og Danmerkur, Vinda og Gauta, þótt æðstu emb- ættismenn hans hafi verið við- staddir blótið. Minnaflutningurinn á þessu blóti mun hins vegar hafa valdið nokkurri hneykslun og töldu sumir þetta athæfi í and- stöðu við kristna kirkju og óttuð- ust að upp væri komin hreyfing til að endurvekja heiðinn sið á ís- landi. Fartíðartreyi Um og eftir aldamótin síðustu fara þorrablótin að berast frá kaupstöðum til sveitanna og er elsta dæmi sem fundist hefur um þorrablót í sveit úr Vallahreppi í Suður-Múlasýslu. Víðar á Austur- landi virðast þorrablót hafa verið tekin upp tiltölulega snem- ma og í Eyjafirði laust eftir alda- mót, en siðurinn breiddist út um landið misfljótt og óreglulega. A sama tíma virðast þau detta að mestu niður í hinum ört vaxandi kaupstöðum sem laga sig æ meir að útlendri tísku og getum að því leitt að yngra fólk hafi verið orðið heldur þreytt á hinni yfirþyrmandi fornaldardýrkun sem blótum þess- um fylgdi, enda rómantíkin á und- anhaldi fyrir raunsæisstefnunni. Um miðja þessa öld taka átt- hagasamtök í Reykjavík að efna til þorrablóta, líklega til að hressa upp á dvínandi aðsókn að árshátíð- um þeirra. Einnig virðist svo sem þar hafi að einhverju leyti valdið eins konar fortiðartregi eða sökn- uður eftir gömlum venjum, ekki síst í mat. Fyrsta félag í þéttbýli, sem auglýsti þorrablót opinberlega trogum, og var það í fyrsta skipti sem það orð sást á prenti yfir hinn „ramm-íslenska mat“, sem fram- reiddur er á þorrablótum. Veit- ingamaðurinn Halldór Gröndal, síðar sóknarprestur í Reykjavík, hafði lengi hugleitt hvernig unnt væri að lífga upp á rekstur veit- ingahússins á þessum daufasta tíma ársins og á fréttamannafundi 5. febrúar 1958 kvaðst hann hafa „ráðist í þessa nýbreytni af þeim sökum að fólk hefði kvartað yfir því að það ætti ekki kost á að fá slíkan mat nema með því að sækja þorra- blót einhverra félaga eða helst að vera meðlimur í einhverju átthaga- félagi. Hér eftir gætu menn nú fengið þennan mat framborinn í Nausti, þó ekki færri en þrír sam- an.“ Ekki er ástæða til að rekja hér frekar þróunina í þorrablótshaldi Islendinga, en víst er að siðurinn er í heiðri hafður um allt land og verð- ur svo væntanlega um langa fram- tíð. Þó er óvíst að upprennandi kynslóð, sem stundum er kennd við „pizzu og pasta“, eigi eftir að stunda þorrablótin af sama þrótti og þeir sem þessa dagana eru að háma í sig hákarl og súrmeti. A allra síðustu árum hafa reyndar sumir „sérfræðingar" í matargerð og hollustufræðum reynt að koma því inn hjá mönnum að þorramatur sé ekki bara vondur, heldur líka óhollur. Hvort þorrablótin lifi þá aðför af verður bara að koma í ljós. En svona rétt til að hvetja menn til að standa vörð um hina gömlu hefð skal hér tilfærð önnur vísa úr Borðsálminum góða, sem kveðinn var á Akureyrarblótinu forðum: Það er miðsvetrarblót, það á mjög gamla rót, og er meira enn unglinga brek. Og vjer höldum það enn, eins og heiðninnar menn til að herða vom manndóm og þrek. * Peugeot 406 Svona bíll ætti að kosta miklu meira! Þaó er samdóma álit allra þeirra sem ekió hafa Peugeot 406 að vand- fundinn sé jafn þægilegur bíll í akstri. Einstök fjöðrun, fislétt vökva- og veltistýri, mikið rými, góð hljóðeinangrun, falleg hönnun, þægileg sæti og nútímalegar innréttingar gera akstur á Peugeot 406 aó einni óslitinnni skemmtiferð. Verðið dregur ekki úr ánægjunni. Það er nánast furðulegt hve lítið þessi bíll kostar. Svona bíll ætti að kosta meira! Tegund Vélarstærð Verð Peugeot 406 2.0 ST 135 hestöfl, 16 ventla, 5 gíra L Komdu, skoðaðu og reynsluaktu Peugeot 406 - þú veist hvað það er lauflétt að eignast bíl í dag! Nýbýlavegi 2, Kópavogi, sími 554 2600 Opið laugardaga frá 12-16 Peugeot 406 1.6 SL 90 hestöfl, 5 gíra Peugeot 406 1.9 SL TD 92 hestöfl, turbo dísil, 5 gí Peugeot Frábærir dómar! „Með Peugeot406 hafa menn milli handanna vandadan grip og traustvekjandi. Hann erfjöl- hæfur, rúmgóðurfjölskyldubíll, lipur í þéttbýli og líður yfir þjóðvegina á hljóðlátan og þægi- legan hátt." Jóhannes Tómasson i Morgunblaðinu 26. janúar 1997. Staðalbúnaður - Peugeot 406 og veltistýri, loftpúði í stýri, fjarstýrðar samlæsingar, rafdrifnar rúður ad framan, stiglaus hraðastiliing á miðstöð, hæðarstillt öryggisbelti, öryggisbeltastrekkjarar, þrjú þriggja punkta öryggis- belti i aftursætum, lesljós fyrir farþega i aftursætum, hemlaljós í afturglugga, hliðarspeglar stillanlegir innan frá, bensinlok opnanlegt innan frá, útvarp og segulband, klukka, aurhlífar o.fi. Staðalbúnaður til viðbótar - Peugeot 406 ST: 2000cc vél, 16 ventla, 135 hestöfl, lúxusinnrétting með viðarklæðningu, armpúði i aftursæti, aftursæti niðurfellanlegt 60/40, samlit hurðarhandföng, snúningshraðamælir, stafræn klukka, hæðarstilling á ökumannssæti. 1.480.000 kr. 1.750.000 kr. 1.855.000 kr. /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.