Morgunblaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ 0 Héraðsdómur dæmir félagsmanni Sleipnis 1 vil í máli gegn VSI Kjarasamningar breyta ekki sérstökum ráðningarkjörum HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úr- skurðaði í gær að Kynnisferðum hf. hefði verið óheimilt að skerða bónusgreiðslur til starfsmanna sinna á móti hækkun kauptaxta í kjarasamningum árið 1995, sem höfðu það yfirlýsta markmið að færa taxtana nær þeim launum sem tíðkuðust. Formaður Vinnuveit- endasambands íslands segir að verði þessi dómur staðfestur í Hæstarétti sé því slegið föstu að ekki sé unnt að færa taxta að greiddu kaupi eins og verkalýðsfé- iögin geri nú kröfu um. Þessu er framkvæmdastjóri Alþýðusam- bands íslands ósammála. Dómurinn byggir á, að í eldri lqarasamningi Bílstjórafélagsins Sleipnis við Vinnuveitendasamband Islands, er ákvæði sem segir, að hafi bifreiðastjóri hærra kaup eða frekari hlunnindi en samningurinn ákveði, skuli þau hlunnindi haldast óbreytt. Ljóst sé, að með samningsákvæð- inu hafi kjarasamningi aðildarfélag- anna aldrei verið ætlað að taka til sérráðningarkjara einstakra félags- manna, sem féllu utan kjarasamn- ings. „Er enda ekki fallizt á að unnt sé með heildarkjarasamningi að ógilda samninga sem byggja á sérstökum ráðningarkjörum, en falla ekki undir ákvæði heiidar- kjarasamnings,“ segir í dómnum sem Sigríður Ólafsdóttir héraðs- dómari kvað upp. Yfirvinnutímum fækkað Málið var höfðað á vegum Sleipn- is af trúnaðarmanni bflstjóra Kynn- isferða. Fram kemur í dómum að bifreiðastjórum fyrirtækisins hafi um árabil verið greiddur bónus, sem samsvaraði yfirvinnutímum, ofan á fast kaup, sem væri hluti ráðning- arkjara þeirra. Þessar greiðslur samsvöruðu yfirvinnutímum og voru lækkaðar úr sem svaraði 30 tímum í 20 yfir- vinnutíma eftir kjarasamninga í maí 1995. Þeir samningar fólu í sér, að launataxtar voru færðir nær þeim launum sem tíðkuðust og var í þeim ákvæði þar sem sagði að nýju launataxtarnir ættu ekki undir neinum kringumstæðum að leiða til hækkunar launa umfram það sem fælist í samningnum. Þessu töldu Kynnisferðir sig vera að fara eftir, þegar yfirborgun bflstjóranna var lækkuð á móti hækkun kauptaxt- anna. Áfrýjað til Ilæstaréttar Gert er ráð fyrir að VSÍ_ áfrýi dómnum til Hæstaréttar. Ólafur B. Ólafsson formaður VSÍ segir að ef Hæstaréttur staðfesti dóminn sé því slegið föstu að ekki sé unnt að færa taxta að greiddu kaupi, eins og verkalýðsfélögin gera nú kröfu um. „Við getum að minnsta kosti ekki samið um það þvert á niður- stöðu héraðsdóms og það eins þótt ég ætli að Hæstiréttur muni breyta þessari niðurstöðu. Við þessar að- stæður er auðvitað tilgangslítið að standa í alvarlegum viðræðum við forystu verkalýðshreyfingarinnar um hvemig hægt sé að taka yfir- borganir og aukagreiðslur sem fé- lagsmenn þeirra hafa samið um við félagsmenn okkar og færa þær inn í kauptaxtana sem við erum að semja um,“ segir Ólafur. Ari Skúlason framkvæmdastjóri Alþýðusambands íslands sagði að dómurinn gerði greinarmun á per- sónubundnum ráðningarsamning- um, sem væru tiltölulega sjaldgæf- ir, og öðrum yfirborgunum. Því hefði þessi dómur engin áhrif á kröfur verkalýðshreyfingarinnar í yfírstandandi samningum að færa launataxta að greiddu kaupi. „Við erum tilbúin til þess að færa þar undir bónusa og álög sem eru umsamin í kjarasamningum, en við ráðum auðvitað ekki við þau 2% af vinnumarkaðnum sem hafa persónubundna samninga. Það er mögulega hægt að taka þau þar inn, en það yrði þá að segja slíkum persónubundnum samningum upp á löglegan hátt,“ sagði Ari. Morgxinblaðið/Ásdís ÞEGAR Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði að lög- gæslumyndavélar væru á við marga lögregluþjóna notaði Böðvar Bragason lögreglustjóri tækifærið og krýndi vélina lögregluhúfu. Morgunblaðið/Þorkell BÚIÐ er að setja upp nokkrar myndavélar nú þegar og voru starfsmenn borgarinnar önnum kafnir í gær við að festa upp skilti sem veita ökumönnum upplýsingar um hvar slíkt eftirlit er. Niðurstaða Hæstaréttar um frávísunarkröfu frá LÍÚ Félagsdómur fjalli um tonn á móti tonni Myndað á rauðu ljósi DÓMSMÁLARÁÐHERRA og borg- arstjórinn í Reykjavík afhentu lög- reglunni í Reykjavík löggæslu- myndavélar tíl eftirlits með gatna- mótum í borginni í gær. Kynnt var nýtt merki, sem mun verða öku- mönnum til upplýsingar um hvar slíkt myndavélaeftírlit fer fram. Reykjavíkurborg hefur þegar sett upp löggæslumyndavélar til að fylgjast með akstri yfir ljósa- stýrð gatnamót, og er verkefnið í samstarfí við dómsmálaráðuneyt- ið, lögregluna í Reykjavík og Umferðarráð. Kostnaður var greiddur úr borgarsjóði og úr sérstökum um- ferðaröryggissjóði á vegum Um- ferðarráðs. Myndavélarnar taka myndir framan á þá bíla sem aka á móti rauðu ljósi á gatnamótum. Eftir skoðun á myndunum fá eigendur þeirra bifreiða sem ekið er inn á gatnamót gegn rauðu Ijósi, senda sektartilkynningu frá lögreglu. Þessi málsmeðferð byggist á lög- um um meðferð opinberra mála og umferðarlögum. Að sögn Ómars Smára Ár- mannssonar aðstoðaryfírlögreglu- þjóns hafa orðið að minnsta kostí á annað hundrað umferðaróhappa á ári seinustu misseri, þar sem sá ökumaður sem olli slysinu ók á mótí rauðu ljósi. í allt að 40% þessara slysa hafi orðið meiðsli á fólki og hafi mörg þeirra verið rajög alvarleg. HÆSTIRÉTTUR hefur stciðfest synj- un Félagsdóms við frávísunarkröfu Landssambands íslenskra útvegs- manna í máli sem Farmanna- og fiski- mannasamband íslands hefur höfðað til þess að fá viðurkenningu dómsins á því að svonefnd tonn á móti tonni viðskipti bijóti gegn kjarasamningi sjómanna og útgerðarmanna. Hæsti- réttur hefur áður fallist á frávísun- arkröfu í öðru máli milli sömu aðila varðandi sama ágreiningsefni en í dómi Hæstaréttar frá þvi á fimmtu- dag kemur fram að þar sem lögmenn FFSÍ hafi nú bætt í kröfugerð sinni úr þeim ágöllum sem áður ollu frávís- un sé ekkert því til fyrirstöðu að Fé- lagsdómur leggi efnisdóm á málið. FFSÍ stefnir fyrir hönd Skipstjóra- og stýrimannafélags Norðlendinga LIÚ fyrir hönd Útvegsmannafélags Norðurlands vegna Sæbergs hf. í 01- afsfirði. Krafan er sú að dæmt verði að fyrirtækið hafi brotið gegn grein 1.03 í kjarasamningi LÍÚ og yfir- manna innan FFSÍ með því að leggja til grundvallar rangt aflaverðmæti við tilgreiningu heildarskiptaverðmætis. Hjá Sæbergi komi aðeins til skipta sá hluti af aflaverðmæti sem greiddur er með peningum þrátt fyrir að kaup- andi afla greiði bæði með peningum og kvóta. Útgerðin fái tvenns konar greiðslu fyrir landaðan afla; peninga miðað við magn og hins vegar kvóta í formi aflamarks þeirrar fisktegund- ar sem viðskiptin varða. Sjómannasamband íslands skrifaði Sæbergi 27. mars 1996 og krafðist uppgjörs gagnvart sjómönnum miðað við raunverulegt aflaverðmæti. Eðlilega ekki jafnhátt verð LÍÚ svaraði 9. apríl með bréfi þar sem segir að samkvæmt skilningi þess teldist það aflamark sem greitt var fyrir aflann ekki til heildarverð- mætis afla í skilningi greinar 1.03 í kjarasamningi aðilanna. Yfirfærsla aflamarks feli því ekki í sér greiðslu fyrir afla. Orðrétt sagði í bréfi LÍÚ: „Um er að ræða að fiskkaupandinn útvegar útgerð skips og áhöfn viðbót- arveiðiheimildir til þess að hægt sé að hajda skipinu lengur til veiða en ella. Á móti er fiskkaupandinn eðli- lega ekki reiðubúinn til að greiða jafnhátt verð fyrir rækjuaflann, sem hann kaupir eins og hann myndi gera, ef veitt væri alfarið af eigin kvóta viðkomandi skips.“ Frávísunarkrafa LIÚ byggðist á því að máli um sama ágreiningsefni sjómanna og útgerðarmanna hefði áður verið vísað frá Hæstarétti. Fé- lagsdómur hafnaði þeirri kröfu og Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu á fimmtudag. í dómi Hæstaréttar segir að þótt ágreiningsefnið sé hið sama í þessu máli og í öðru máli sömu aðila sem vísað var frá Hæstarétti 15. október á síðasta ári sé kröfugerð þessa máls með öðrum og markvissari hætti en var í fyrra málinu. í því máli taldi dómurinn að, eins og krafan var þá sett fram, ágrein- ingur aðilanna snerist í reynd um ákvörðun og útreikning á skiptaverð- mæti. Við úrlausn á þeim ágreiningi reyndi á túlkun laga um skiptaverð- mæti og greiðslumiðlun innan sjávar- útvegsins en verkefni Félagsdóms sé að dæma í málum sem rísa út af kærum um brot á kjarassamningi eða út af ágreiningi um skilning á kjara- samningi eða gildi hans. í dómi Hæstaréttar frá því á fimmtudag segir að FFSÍ krefjist þess nú að dæmt verði um hvort Sæberg hafi brotið gegn grein 1.03 í kjarasamningi aðilanna. Sú krafa verði borin undir Félagsdóm og því var niðurstaða Félagsdóms frá því 18. desember staðfest og frávísun- arkröfu LÍÚ hafnað. Alþýðusamband Vestfjarða Krafaum 100.000 í lágmarks- laun ísafirði. Morgfunblaðið. ÞRIÐJI árangurslausi samn- ingafundur Alþýðusambands Vestíjarða og viðsemjenda þeirra vegna kjarasamninga almenns verkafólks var hald- inn fimmtudaginn 30. janúar sl. í húsakynnum Alþýðusam- bandsins á ísafirði. Á fundinum komu ekki fram tillögur frá vinnuveit- endum um breytt launafyrir- komulag í fiskvinnslu, eins og búist hafði verið við. í stað þess ræddu vinnuveitendur um frávik frá núverandi samningi sem afgreidd yrðu á hveijum vinnustað fyrir sig, en frávikin áttu samt ekki að hafa áhrif til hækkunar launa, segir í frétt frá ASV. Sam- komulag varð um að skoða tillögumar og taka fyrir á næsta samningafundi sem ráðgerður er 4. febrúar nk. Fulltrúar ASV lögðu fram tillögur á fundinum um hvem- ig mætti ná fram 100 þúsund króna lágmarkslaunum í fímm áföngum á samninga- tímanum sem er til 1. mars 1999, með tryggingu um að samningar væra lausir ef aðr- ir semdu um meiri hækkanir í krónutölu. Tillaga ASV ger- ir ráð fyrir að þann 1. janúar sl. hækki laun um 10.057 kr. og að lægst laun verði 60.000 kr. á mánuði. Næsta hækkun yrði 1. júlí nk. eða 10.000 kr. og þá yrðu lágmarkslaunin 70.000 kr., þriðja hækkunin yrði 1. janúar 1998, 10.000 kr. og þá yrðu lágmarkslaunin komin í 80.000 kr. Tíu þúsund króna hækkun yrði einnig á launum þann 1. júlí 1998 og 1. janúar 1999 en þá á mark- inu um 100 þúsund króna lág- markslaun að vera náð. Leiðin fyrir Horn mjög varasöm AÐEINS losnaði um hafisinn sem orðinn var landfastur frá Rit að Homi í stifri sunnanátt í fyrrinótt. Síðdegis í dag er gert ráð fyrir að vindur snúist til norðurs, sem veldur því að ísinn færist aftur nær landi, að sögn Þórs Jakobssonar veðurfræðings. Flugvél Landhelgisgæsl- unnar, TF-SYN, fór í ískönn- unarflug í gærmorgun. í ljós kom að meginísjaðarinn var næstur landi um fjórar sjómíl- ur norður af Horni og þrjár sjómílur norður af Kögri og er ísinn mjög þéttur við jaðar- inn. Landföst ísröst var við Straumnes. Einnig var ísfláki út af Húnaflóa. Þór segir siglingaleiðina fyrir Horn ekki ófæra en mjög varasama, þar sem mikið sé af stökum jökum á sundinu milli lands og meginísjaðars- ins. Síðdegis í dag er útlit fyrir að vindur snúist í norðan- eða norðvestanátt. „Fyrst nú er von á norðanáttum í einn til tvo sólarhringa, þá er hætt við að komi enn meiri ís að landinu og svo inn í straum- ana suður Húnaflóa að vest- anverðu,“ segir Þór. I i I l í i i í C ■ l II I í 4 I í U i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.