Morgunblaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bestu kúabændur landsins vilja hætta en enginn virðist geta keypt Nákvæmni í umhirðu gerir gæfumuninn KÝRNAR á Efri-Brunná í Saurbæ 5 Dalasýslu skil- uðu mestum afurðum á síðasta ári samkvæmt skýrsluhaldi nautgriparæktarfélag- anna. Hver kýr mjólkaði 6.594 kg að meðaltali. Er það nýtt íslands- met. Bændurnir þar, Sturlaugur Eyjólfsson og Birna Lárusdóttir, eiga jafnframt langafurðahæstu kú landsins, Bröndu 90 sem mjólkaði 10.781 kg á árinu. Er það 1.200 kg meira en sú kýr sem mjólkaði næstmest. Búið á Efri-Brunná er besta kúabú lands- ins. Kýmar skiluðu að meðaltali mestu afurð- unum og þar er auk þess besta kýr lands- ins. Bændumir hafa lengi veríð í fremstu röð og það vekur athygli að enginn virðist geta keypt nú þegar þeir vilja hætta bú- skap. Helgi Bjaraason heimsótti Sturlaug Sumir fiska en aðrir ekki Sturlaugur og Birna hafa lengi verið í röð fremstu kúabænda lands- ins, oft í fyrsta sæti og einnig átt bestu kýrnar. „Ég veit það ekki. Ég reyni að sinna kúnum sem best, fóðra vel og hugsa vel um þær á allan hátt. Kynbæturnar hafa einnig sitt að segja,“ segir Sturlaugur þeg- ar hann er spurður um galdurinn á bak við þennan árangur. Birna seg- ir að Sturlaugur sé óþarflega hóg- vær. Hún segir að hann sinni kúnum sérlega vel og af mikilli nákvæmni. Fari til dæmis alltaf á sama tíma til gegninga og það telur hún að geti gert gæfumuninn. Sturlaugur segist alltaf fara út klukkan sex á morgnana og fimm síðdegis. „Það skiptir ekki máli hvenær maður fer, bara að það sé alltaf á svipuðum tíma,“ segir hann. „Er þetta ekki þannig í flestu að menn ná misjöfnum árangri? Sumir skipstjórar físka vel en aðrir ekki. Hefur þú skýringar á því?“ segir Sturlaugur þegar blaðamaður held- ur áfram að leita skýringa á vel- gengni hans í kúabúskapnum. Árangur Sturlaugs og Birnu er enn athyglisverðari fyrir þá stað- reynd að búið er töluvert yfir meðal- lagi. Venjulega er talið auðveldara að ná árangri með minni bú og meirihluti bestu búanna er með á bilinu 15-20 árskýr sem svo eru kallaðar. Á síðasta ári voru liðlega 27 árskýr á Efri-Brunná og 145 þúsund lítra mjólkurkvóti. Mikið uppeldi Sturlaugur segir að aðstæður séu ágætar til kúabúskapar á Efri- Brunná. Jörðin sé góð og þó fjósið sé komið nokkuð til ára sinna sé aðstaðan í því ágæt, hefðbundnir básar og rörmjaltakerfi. Við kynbótastarfið segist Stur- laugur reyna að fá sæði úr bestu nautunum, en það fari þó auðvitað mest eftir því hvað sæðingamaðurinn eigi í það skiptið. Hann elur stöðugt upp kálfa og er með mikið af ungum kúm. „Það bera 7-10 kvígur á hveiju ári og ég vel það besta úr en slátra hinu. Ég hef því ágæta aðstöðu til að vera með góða gripi og það skipt- ir miklu máli upp á meðalnytina. Svo reyni ég að ala kvígumar vel upp og sjá til þess að þær séu orðnar stórar og vel þroskaðar þegar þær bera,“ segir hann. Branda tekur við af Snúllu Þau hafa byggt á kúmim sem þau keyptu við upphaf búskapar síns fyrir 33 ámm en stofninn hefur blandast mikið með sæðingum. Á sínum tíma keyptu þau fjórar kýr frá Hvilft í Önundarfírði. Bima segir að þær hafí verið bijálaðar í skapinu en flestar þeirra reynst ákaflega vel. og Bimu á Efri-Brunná. Kýr sem mjólkuðu yfir 8.500 kg árið 1996 Prótein Kýr Mjólk, kg kg 1. Branda 90 10.781 375 2. Blóð 36 9.586 326 3. Skvetta 105 9.315 266 4. Aska 152 9.229 278 5. Jóna 79 9.160 296 6. Gæfa 168 9.125 291 7. Gyðja 108 8.949 310 8. Snoppa108 8.794 256 9. Lða 64 8.683 296 10. Skotta 116 8.586 253 11. Biðlund 122 8.567 266 12. Væla 80 8.553 306 Eigandi Sturlaugur og Birna, Efri-Brunná, Saurbæ Magnús Jónsson, N-Hattardal, Súðavíkurhr. Reynir Gunnarsson, Leirul.seli, Álftaneshr. Eggert Pálsson, Kirkjulæk II, Fljótshlíð Gunnar Sigurðsson, Stóru-Ökrum, Akrahr. Davíð Sigfússon, Sumarliðabæ, Ásahreppi Sturlaugur og Birna, Efri-Brunná, Saurbæ Reynir Gunnarsson, Leirul.seli, Álftaneshr. Gunnar Eiríksson, Túnsbergi, Hrunam.hr. Reynir Gunnarsson, Leirul.seli, Álftaneshr. Ragnheiður og Klemens, Dýrast., Norðurárd. Félagsbúið, Efri-Brúnavöllum II, Skeiðum Afurðahæ Bú með 10 eða <Vv^> Bær og bú i stu kúabúin 1 fleiri árskýr skýrsl I996 5ör»n ■færðar w Mjólk/ Kjarn- \ , árskú foður, t Árskýr kg kg 1. Efri-Brunná, Saurbæ, Sturlaugur og Birna 2. Dýrastaðir, Norðurárd., Ragnheiður og Klemens 3. Baidursheimur, Mývatnssveit, félagsbú 4. Stóru-Akrar, Akrahreppi, Gunnar Sigurðsson 5. Búrfell, Miðfirði, Jón og Sigurbjörg 6. Efri-Brúnavellir II, Skeiðum, félagsbú 7. Leirulækjarsel, Álftaneshr., Reynir Gunnarsson 8. Nes, Höfðahverfi, Ari Laxdal 9. Sumarliðabær, Ásahreppi, Davíð Sigfússon 27,4 6.594 1.085 16,3 6.465 999 15,7 6.283 1.108 18,0 6.226 1.038 24,0 6.154 1.183 17,3 6.134 1.516 20,1 6.031 703 34,4 5.873 711 15,1 5.703 859 Þeir kunna til verka KÝR landsins mjólkuðu að meðal- tali 4.164 kg á síðasta ári, sam- kvæmt niðurstöðum úr skýrslu- haldi nautgriparæktarfélaganna. Eru það liðlega 30 kg meira en árið á undan en þó minna en stundum hefur verið á undanförn- um árum. Mörg búin eru ár eftir ár á list- anum yfir 10 afurðahæstu bú landsins. Bú Sturlaugs og Birnu á Efri-Brunná sem nú er efst á list- anum hefur verið í þessum hópi í hálfan annan áratug, oft í efsta sæti, að sögn Jóns Viðars Jón- mundssonar nautgriparæktar- ráðunautar Bændasamtakanna. Þá segir hann að búið skeri sig úr að því leyti að þaðan hafi kom- ið nokkrar af bestu mjólkurkúm landsins, til dæmis þrjár þeirra sem mest hafa mjólkað frá upp- hafi skýrsluhalds. „Þeir kunna vel til verka og hafa hlutina alftaf í lagi,“ segir Jón Viðar þegar hann er spurður um einkenni bestu kúabændanna. Hann segir að þeir leggi mikla natni við gripina og láti aldrei skapast þannig aðstæður að hlut- irnir hangi á bláþræði. Þá nefnir hann að mikill áhugi heimilisfólks- ins á búskapnum einkenni bestu búin. Hann bætir því við varðandi Efri-Brunná að þar sé lögð áhersla á gott uppeldi gripanna og kvíg- urnar orðnar vel þroskaðar við burð. Þessi ræktun hefur skilað nokkr- um afburðagripum, meðal annars þremur nythæstu mjólkurkúm landsins. Frægust er Snúlla. Hún mjólkaði 12.153 kg árið 1994 og setti glæsilegt íslandsmet sem varla er hægt að reikna með að verði sleg- ið á næstu árum. Frekjudolla er sú Morgunblaðið/Helgi Bjamason STURLAUGUR Eyjólfsson og Birna Lárusdóttir á Efri-Brunná. i kýr landsins sem næstmestum af- urðum hefur skilað. Nú heldur Branda 90 uppi merki Efri-Brunn- ár. Hún mjólkaði 10.781 kg á síð- asta ári og var langsamlega nyt- hæsta kýr landsins það árið og er þriðja mesta mjólkurkýr landsins frá upphafí. Branda er undan Brandi 85035 sem reynst hefur gott naut. Sturlaugur segir að Snúlla hafí mjólkað mjög mikið en átt við ófijó- semi að stríða og misst úr eitt og eitt ár. Hún hafí því ekki fengið háa einkunn í kynbótadómum. Branda væri jafnbetri, mjólkaði vel á hveiju ári. Efri-Brunná er með aðra kú á listanum yfír „topp 10“, Gyðju 108 sem skilaði 8.949 kg. Fá ekki nýtískuhey Fóðrun skiptir miklu máli í kúa- búskap. „Þær fá ekki nýtísku hey, maður er orðinn svo gamall og úrelt- ur,“ segir Sturlaugur þegar hann er spurður um heyskapartækni. Hann segir að vegna þess að til standi að hætta búskap hafí þeim ekki þótt taka því að ráðast í fjár- festingar í tækjum og breytingar á húsum til þess að taka upp rúllubag- gatæknina. Þau hafi því haldið sig við þurrheyið og bundið í bagga. „Mér líkar vel við baggana og þurr- heyið og kýmar virðast einnig kunna að meta það. Það er þægilegt að gefa baggana og þó heyskapur- inn sé erfíður á sumrin er þetta svo stuttur tími að maður setur það ekki fyrir sig.“ Kýmar á Efri-Brunná fá nokkurt kjarnfóður, liðlega tonn hver árs- kýr. Er það reyndar svipað og kýr á öðmm afburðabúum landsins fá. „Mér fínnst nauðsynlegt að gefa kúnum töluverðan fóðurbæti til að halda þeim í þokkalegu standi, ann- ars verða þær horaðar og ljótar," segir Sturlaugur. Gott fyrir sjálfstraustið Sturlaugur og Birna tóku við búi af foreldrum hans á Efri-Brunná árið 1964. Búið var lítið, nokkrar kýr og einnig fé. Ráku þau blandað bú fyrstu tíu árin en hafa síðan ein- beitt sér að kúabúskapnum. Þau byggðu fjós árið eftir að þau keyptu jörðina og hafa stækkað það seinna og byggt allt upp á jörðinni og rækt- að. Bima og Sturlaugur viðurkenna að það sé gott fyrir sjálfstraustið að vera ofarlega á listanum þegar skýrsluhald nautgriparæktarfélag- anna er gert upp. „Við stefnum auðvitað að því að fá sem mestar afurðir eftir hvern bás til að auka hagkvæmni búsins, en það hefur svo sem engar þýðingu fyrir okkar hvar við lendum á listanum. Því ráða ýmsar aðstæður, kvótinn takmarkar til dæmis möguleikana hjá mörgum bændum," segja þau. Börnin farin Athygli vakti þegar þetta af- burðabú var sett á sölu fyrir ári og það vekur einnig spurningar hvað illa hefur gengið að selja. „Við höf- um búið í 33 ár og emm að verða fullorðin. Þetta er mikil vinna og bindandi og ég hef sagt að ég nennti þessu ekki lengur. Börnin okkar eru öll farin að heiman og ekki líkur á að þau verði hér í framtíðinni," seg- ir Sturlaugur þegar hann er spurður um ástæðu þess að þau ætla að hætta. „Það er betra að fara á meðan maður getur gert eitthvað annað, eða notið lífsins á einhvern annan hátt,“ segir Birna. Sturlaugur segir að vissulega verði viðbrigði að hætta þessari vinnu, „en ég veit ekki ennþá hvað þau verða mikil,“ segir hann. „Þeg- ar maður er orðinn þetta fullorðinn gerir maður ekki annað en það nauðsynlegasta. Hjakkar í sama farinu og hætt er við að búið drabb- ist niður. Það er vísasti vegurinn til að leggja jarðimar í eyði að sitja of lengi. En Efri-Brunná virðist ætla að fara í eyði þó við viLjum hætta því enginn hefur getað keypt,“ segir hann. Fjölmargir hafa sýnt áhuga á að kaupa jörðina og nokkur tilboð bor- ist. Sturlaugur og Birna hafa hins vegar ekki treyst sér til að selja, ekki talið að fólkið réði við kaupin. Sturlaugur segir að þó afkoman sé þokkaleg af búinu standi menn frammi fyrir þeirri nöturlegu stað- reynd að hún nægi ekki til að standa undir vöxtum af fjárfestingunni : nema kaupendurnir eigi verulegan hluta kaupverðsins í handraðanum. Þá mætti Stofnlánadeild landbún- aðarins hjálpa frumbýlingum meira. Nær raunvirði Hátt verð á mjólkurkvóta hefur aukið verðgildi bújarða og gert erf- iðara að selja þær. „Jarðir hafa ver- ið seldar langt undir kostnaðarverði en hækkað kvótaverð hefur ekki gert annað en að færa jarðaverð nær sannvirði. Endurnýjun í land- : búnaði getur ekki gengið með því að menn verði að gefa hluta af eig- um sínum þegar þeir hætta bú- skap,“ segir Sturlaugur. Hjónin á Efri-Brunná geta fengið um 20 milljónir kr. fyrir greiðslu- mark jarðarinnar, með því að selja það sér, en þau vilja frekar selja búið í heilu lagi. Segja það miklu skemmtilegra að hverfa þannig frá jörðinni en að búta búið niður og [ setja jörðina í eyði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.