Morgunblaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ » t Ástkær faðir minn, SIGURÐUR SIGURÐSSON verslunarmaður, Kleppsvegi 20, Reykjavík, andaðist þann 29. janúar. Jónas Sigurðsson. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HAFDÍS INGVARSDÓTTIR, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi, verður jarðsungin frá Seltjarnarnes- kirkju mánudaginn 3. febrúar kl. 13.30. Aðalheiður Gestsdóttir, Sigurður Þór Sigurðsson, Hafþór Gestsson, Emma G. Eiríksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. <4* t Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, E. KRISTINN CLAUSEN, sem andaðist í Flore í Noregi 20. janúar, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánudaginn 3. febrúar kl. 13.30. Ragnheiður Blandon, Hrund Clausen, Ola Waage, Ole K. Clausen, Kristín Clausen, Ragnar Steinn Clausen, Hörður Þ. Sigurðsson, Þorsteinn Kristinsson, barnabörn og systkini. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar, SIGURSTEINS ÓSKARS JÓHANNSSONAR frá Galtarvík. Sérstakar þakkir til E-deildar Sjúkra- húss Akraness. Fyrir hönd aðstandenda. Þuríður Katarínusardóttir og börn. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, fósturföður, tengdaföður og afa, BJÖRNS GUNNARS JÓNSSONAR bónda, Laxamýri, Suður-Þingeyjarsýslu. Guð blessi ykkur. Kristjóna Þórðardóttir, Jón Helgi Björnsson, Halla Bergþóra Björnsdóttir, Sveinbjörg Björnsdóttir, Helgi Hróðmarsson, Elín Margrét Hallgri'msdóttir, Kjartan Helgason og barnabörn. Eitt blab fyrir alla! SR^rðisnMikM^ -kjarni málsins! OLGEIR H. JÓNSSON + 01geir Hinriks- son Jónsson var fæddur á Höskulds- stöðum í Reykjadal 5. maí 1902. Hann andaðist I Hvammi, heimili aldraðra á Húsavík, 24. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Kristín Kristjáns- dóttir, d. 1945, og Jón Olgeirsson, d. 1936, er bjuggu á Höskuldsstöðum frá árinu 1898. Hös- kuldsstaðasystkinin voru alls tíu, og var Olgeir sjö- undi í röðinni, en auk hans eru Jiau, í aldursröð: Björg, Anna, Asgeir, Elín, Hermína, Ásrún, Sigfríður, Dórothea og Jakob- ína. Eru þau nú öll látin nema Sigfríður og Dórothea. Olgeir ólst upp á Höskuldsstöðum og tók við búinu af föður sínum ásamt systkinum sinum, þeim Heldur er hugur minn þungur og erfítt að festa hann við nútíðina, því gamlir tímar leita mjög á þessa stundina. Olgeir Jónsson, Olli frændi á Höskuldsstöðum, er farinn yfír móðuna miklu. Egill Olgeirs hringdi í okkur kvöldið sem Olli dó og sagði okkur tíðindin. Það hafði verið haldið þorrablót í Hvammi um kvöldið. Borðhaldið gekk vel fyrir sig og var mjög gaman. M.a. voru skemmtiatriði, söngur og fleira. Olli hafði beðið sönghópinn að æfa óskalag og var það síðasta lagið á dagskránni. Það var ljóðið mitt um Reykjadalinn, dalinn, sem honum þótti svo óumræðilega vænt um. Olli hlustaði á og ljómaði allur. Hann var sáttur og ennþá teinréttur og hress. Síðan var stiginn dans og dansaði Olli einn dans, en fór síðan til herbergis síns, en þangað komst hann ekki af sjálfsdáðum. Hann féll á ganginum og þó svo að læknir væri kominn innan nokk- urra mínútna, kvaddi Olli á nokkr- um andartökum. Vona ég að þar með hafi gengið eftir ósk hans um að verða ekki sjúkur og öðrum til byrði. Olli frændi var okkur öllum sem áttum því láni að fagna að kynnast honum sem börn og unglingar, mik- ill vinur og leiðbeinandi, en ekki síst tákn þess tíma sem var þá að kveðja í samfélagi okkar. Við lærð- um til verka með þeim amboðum sem fyrri kynslóð notaði og okkur lærðist að ekki er allt fengið með hraða og kröfum nútímans. Olgeir Jónsson var maður orðheldinn, traustur, vinamargur og umfram allt sá sem allir, sveitungar sem frændur og vinir, gátu leitað til. Alltaf var einhveija úrlausn að hafa hjá honum og konu hans Krist- björgu Jónsdóttur, sem nú er geng- in fyrir nokkrum árum. Við hjónin áttum okkar bestu stundir tengdar þessu fólki og heimili þeirra að Höskuldsstöðum í Reykjadal. Þar áttum við okkar tilhugalíf og þar áttum við vini sem voru hafnir yfír allt kynslóðabil. Þau hjónin ásamt heimilismanni sem hjá þeim var síð- ustu búskaparárin, Aðalsteini Krist- Ásgeiri og Önnu. Arið 1953 kvæntist Olgeir Kristbjörgu Jóns- dóttur, f. 31.12. 1907, frá Voladal á Tjörnesi, d. 30.10. 1982, en hún hafði komið til hans sem ráðskona árið áður, þá orðin ekkja og með tvö börn, Pétur, f. 1934, og Helgu Sigurrós, f. 1939. Þau bjuggu á Hö- skuldsstöðum allan sinn búskap, eða þar til þau fluttu í Hvamm, heimili aldr- aðra á Húsavík, 1982. Þá var Kristbjörg farin að missa heils- una, en Olgeir var hraustur og stóð á áttræðu þegar hann hætti búskap. Útför Olgeirs fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. jánssyni frá Bergstöðum, voru okk- ur bömum og unglingum sem áttum þar lengri eða skemmri dvöl, sumar- langt eða ámm saman, eins og sum okkar, bestu vinir og uppalendur sem nokkur getur óskað sér. Mörg dæmi og margar sögur er hægt að segja frá þessum árum. Þó held ég að ekki sé hægt að taka allt til hér og erfítt er að gera upp á milli, voranna við lambfé, girðingarvinnu og áburðardreifíngu, sumarvinnu við heyskapinn, sláttar og hirðingar eða haustanna við smölun, flokkun- ar sláturfjár, slátranar og undirbún- ings vetrar. Þá var ómetanlegt að kynnast natni og umhyggju hans og þeirra allra við gegningar og hirðingu búsmala yfír veturinn. Því kynntist ég nokkuð þegar nálgaðist fullorðinsár mín. Ég get þó ekki látið hjá líða að minnast heyskapar á útengjum, nið- ur við Vestmannsvatn, þar sem slegið var með orfí og ljá. Síðan bundum við í bagga, votaband, sem við settum í prammann og fluttum þangað sem hægt var að koma vagni og dráttarvél að vatninu. Þá munum við líka þegar síðast var heyjað í Höskuldsstaðaey. Þar var heyið þurrkað og bundið í bagga sem vora á sama hátt selfluttir í prammanum til lands. Ekki get ég sleppt að geta veiðiskaparins í Vest- mannsvatni. Ofarlega í huga verða okkur stundirnar við vatnið, umhverfíð allt er ein náttúraperla og gerast þær ekki fegurri á íslandi. Sumar- kvöldin í kyrrðinni við vatnið þegar verið var að vitja um lagnet eða draga fyrir gleymast engum sem það hefur upplifað. Að læra hand- tökin og staðsetningar, mið og ann- að sem í huga verður að hafa þeg- ar verið er að veiða þama er eitt, en það sem Olli kenndi okkur um lífíð, náttúruna, kyrrðina, fegurðina og hvernig allt þetta hafði síðan áhrif á líf okkar, mannlífíð allt, það er eitthvað sem maður lærir bara á Stólpadráttunum hjá Olgeir á góðu kvöldi eftir langan og erfíðan dag í heyskap eða öðrum daglegum verkum í sveitinni. Þá era okkur t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar ÞORSTEINS FRIÐRIKSSONAR frá Hálsi, Dalvík. Guð blessi ykkur öll. Arnar Þorsteinsson, Guðrún Björk Þorsteinsdóttir, Friðrik Magnússon, Arnfríður Friðriksdóttir, Magnús Friðriksson, Sveinn Friðriksson, Hlynur Þór Sveinbjörnsson, Guðrún Þorsteinsdóttir, Sigurður Helgi Hreinsson, Rósfrfður Káradóttir, Björk Þorgrímsdóttir. öllum ógleymanlegar margar stundir við orgelið í stofunni, á tröppunum á vorkvöldum eða um ,júlínótt“ við vatnið, þegar söngur- inn ómaði, þar sem við lærðum öll gömlu og góðu lögin. Hver man ekki „Kvöldið er fagurt", „Nú máttu hægt um heiminn líða“ eða „Kvöld- blíðan lognværa kyssir hvern reit“. Olgeir lauk svo oft erfiðum vinnu- degi með því að kalla hópinn saman að orgelinu til að syngja fallegt lag áður en lagst var til hvflu. Fyrir þessar stundir eram við svo óendanlega þakklát og þær hafa gefíð okkur svo mikið og vonandi getum við skilað einhveiju af því til bama okkar og komandi kyn- slóða. Það segir mikið um þetta fólk að ættlið eftir ættlið komu böm og unglingar til sumardvalar hjá þeim, Þannig hélst og endurnýjaðist sam- bandið, ekki bara við heimilisfólkið, heldur má segja að allur sá hópur fólks sem þar dvaldi á mismunandi tímum þekktist og kynntist. í dag er það vel á þriðja tug manna sem við þekkjum, bæði sem voru okkur samtíða þar, en einnig þeir sem vora þar áður og svo líka börn þeirra, sem vora þar á eftir okkur. Þetta fínnst mér lýsa Olla frænda og fólkinu á Höskuldsstöðum betur en svo margt annað sem hægt væri að segja frá, því af nógu er að taka. Þessi andartök og minn- ingabrot rísa hvað hæst með okkur hjónum þegar við lítum til baka. Elsku Olli, ég bið góðan Guð að geyma þig og ég veit að á hans vegum mun þörf fyrir þig og þína líka. Við þökkum af alhug samveru liðinna ára og þann fjársjóð sem við notum í daglegu lífí og rekja má til vera okkar hjá þér. Ég kveð þig, elsku frændi minn, ég veit að þú fórst sáttur við alla menn og hafðir lokið góðu verki, því get ég ekki leyft mér að syrgja í eigingirni, en í þess stað fagna ég heimkomu þinni til ástvina, vina og ættingja sem gengnir era á und- an þér. Þinn systursonur, Stefán Jón Bjarnason. Fyrir rúmlega hálfri öld voru búskaparhættir í sveitum landsins með öðrum hætti en nú á dögum. Þegar við systkinin „vorum send í sveitina" austur að Höskuldsstöðum í Reykjadal á fímmta áratug aldar- innar vora hestarnir ennþá helstu aflgjafamir við bústörfín, fyrir utan fólkið á bænum. Það varð okkur mikill og dýrmætur skóli að fá að kynnast gömlu búskaparháttunum og einnig að fylgjast með innreið nýrra tíma í búskapnum. Það hafði ekki síður mikil áhrif á okkur að kynnast því heilsteypta og glaðlynda fólki sem tók á móti okkur á vorin og gekk okkur í for- eldrastað yfír sumarið. Olgeir bjó á Höskuldsstöðum öll þau ár sem við vorum þar í sveit. Hann kenndi okkur að umgangast húsdýrin með vinsemd og virðingu og einnig lærðum við að meta gildi þess að reyna að vinna verk okkar fljótt en af vandvirkni. Þessi þjálfun hefur orðið okkur dijúgt veganesti. Þegar við urðum eldri og vorum ekki lengur að staðaldri í sveitinni yfir sumarið urðu samskiptin að sjálfsögðu minni, en alla tíð hafa tengslin haldist. Og það hefur alltaf verið jafn ánægjulegt að heimsækja Olgeir, lengst af á Höskuldsstöðum, meðan hann bjó þar, og seinni árin á Dvalarheimilinu Hvammi á Húsa- vík, þar sem hann dvaldi eftir að hann hætti búskap. Svo kemur sumarið bjarta. Sólin á lofti hækkar. Mannsins hugur og hjarta heillast af jurt, sem stækkar, úr blöðum sínum hún breiðir, bætir landið og græðir, áhyggjum bóndans eyðir, uppskeruvonir glæðir. Við systkinin kveðjum góðan vin með þessum orðum föður okkar, Ármanns Dalmannssonar, um sum- ardrauma bóndans. Ingólfur og Stefanía Ármannsbörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.