Morgunblaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐW, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUgCENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Formaður VSÍ segir kjaraviðræður víða komnar á rekspöl Nýrra leiða leitað til að hækka lægstu laun AUKINNAR bjartsýni gætir nú innan samtaka vinnuveitenda á að skriður komist á yfirstandandi kjaraviðræður, þar sem árangur hafi náðst í ýmsum sérmálum á seinustu dögum og síðustu daga hafa viðræður víða komist á rek- spöl, að sögn Ólafs B. Ólafssonar, formanns Vinnuveitendasambands Islands. „Mér fínnst ástæða til að ætla að við séum að komast inn í mál- efnalegri umræðu í þessari viku en útlit var fyrir í síðustu viku. Ég vil leyfa mér að vera bjartsýnn á að okkur takist að ná tökum á þessu sameiginlega verkefni okk- ar,“ segir hann í viðtali sem birt er í Morgunblaðinu í dag. VSI leggur megináherslu á að viðhalda stöðugleika, áframhald- andi fjölgun starfa, aukinn hag- vöxt og batnandi lífskjör. Starfs- fólki fyrirtækja verði gefnir mögu- leikar á gerð vinnustaðasamninga. Hins vegar segir Ólafur að enn vanti hefð og reglur í slíkum sam- skiptum og því geti menn ekki vænst þess að eiginlegir launa- samningar í fyrirtækjum komi að þessu sinni í stað almennra kjara- samninga. Sérstök láglaunahækkun „Við teljum einnig mikilvægt að fínna leið til að tryggja að þeir sem eru á lægstu laununum fái sér- staka hækkun,“ segir Ólafur. „Við erum reiðubúnir að gera samninga sem tryggja öllum vax- andi kaupmátt og gefa starfsfólki fyrirtækjanna möguleika á því að hafa bein áhrif á eigin kjaraþróun með samstarfí út á vinnustöðunum með gerð fyrirtækjasamninga. Við viljum draga úr miðstýringunni og auka ábyrgð og beina þátttöku félagsmanna okkar og stéttarfé- laganna í kjaraákvörðunum. Við erum reiðubúnir að leita nýrra leiða til að bæta hag þeirra sem hafa lakastar tekjur á okkar hluta vinnumarkaðarins. Um þetta ætti að geta náðst breið samstaða. Það væri slys ef til víðtækra verkfalla kæmi við þessar aðstæður,“ segir Ólafur. ■ Bjartsýnn/28-29 Samheiji eignast Fiskimjöl og lýsi hf. SAMHERJI hf. og Fiskimjöl og lýsi hf. í Grindavík hafa gengið frá sam- komulagi um kaup Samherja á öll- um hlutabréfum í Fiskmjöli og lýsi. Eigendur Fiskimjöls og lýsis eign- ast þess í stað hlutafé í Samheija. Fiskimjöl og lýsi starfrækir fiski- mjölsverksmiðu og frystihús fyrir síld og loðnu og á samhliða því útgerðarfyrirtækið Sigurberg hf,. sem á tvö nótaveiðiskip. Eftir samn- inginn hefur Samheiji yfír að ráða um 11,1% af síldarhlutdeild íslend- inga og 10,7% af loðnukvótanum. ■ Greitt með/14 Morgunblaðið/Jónas Erlendsson íslands- met á Efri- Brunná BÚ Sturlaugs Eyjólfssonar og Birnu Lárusdóttur á Efri- Brunná í Dalasýslu var með mestu meðalafurðir eftir hveija kú á síðasta ári. Árangur búsins er íslands- met. Á búinu er einnig af- urðahæsta kýr landsins, Branda 90. Búið á Efri-Brunná hefur í hálfan annan áratug verið í fremstu röð kúabúa á ís- landi, samkvæmt skýrslu- haldi nautgriparæktarfélag- anna, og oft í efsta sæti. Þar hafa einnig verið margar af afurðahæstu kúm landsins. ■ Nákvæmni/12 Morgunblaðið/Ásdis Tilkynnt um spreng- ingu við Amarhvál FJÖLMENNT lið lögreglu- og slökkviliðsmanna var sent að Arnarhváli um klukkan ellefu í gærmorgun vegna tilkynningar um sprengingu við vegg hússins, skammt frá skrifstofu fjármála- ráðherra. Við nánari athugun reyndist um skammhlaup í tengi- kassa að ræða, og fór rafmagn af þeim sökum af byggingum Arnarhváls í tæpan klukkutíma. Tengikassinn sem sprenging- in varð í, er skammt frá skrif- stofu fjármálaráðherra og á myndinni sést Friðrik Sophusson skiptast á nokkrum orðum við lögreglumenn sem komu á vett- vang til að athuga hvað væri á seyði. Bragi Leifur Hauksson, um- sjónarmaður með tölvubúnaði í Árnarhváli, segir að honum sé ekki kunnugt um skemmdir á tölvubúnaði eða að mikilvæg gögn hafi glatast sökum raf- magnsleysisins. Isbjöm á Skeiðar- ársandi ÞJÓÐSÖGUR og ævintýri greina mörg hver frá tröllum sem renna í stein í dögun og má víða um land finna hraun- dranga og grjóthnullunga sem gefa slíkum sögum byr undir báða vængi. Þegar fréttaritari Morgunblaðsins átti nýlega leið um Skeiðarársand þótti honum sem þjóðsögurnar væru að stíga inn í veruleikann, með örlitlum breytingum þó. Ekki var annað að sjá í fyrstu en rammur og risavaxinn ísbjörn hefði gengið á land en lagst í klakabönd á leið sinni. Við nánari athugun reyndist þessi myndmótun náttúrunnar vera gerð án hjálpar skepna eða manna. Slíkar ísmyndir, sem náttúruöflin hafa höggvið, má finna víða á Skeiðarársandi. Borgaralegt flug orðið meirihluti umferðar um Keflavíkurflugvöll Bandaríkin munu ekki taka á sig nýjan kostnað BANDARÍKIN hafa komið á framfæri við ís- lenzk stjórnvöld þeirri ákvörðun bandaríska flot- ans að taka ekki á sig neinn nýjan kostnað vegna fýrirhugaðrar stækkunar Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar eða annarra framkvæmda á Keflavík- urflugvelli, sem kunna að verða nauðsynlegar vegna aukinnar borgaralegrar flugumferðar um völlinn. Borgaralegt flug er nú þegar meirihluti allrar umferðar um Keflavíkurflugvöll. Samkvæmt viðauka við varnarsamninginn um greiðslu kostnaðar við rekstur Keflavíkurflug- vallar skuldbinda Bandaríkjamenn sig til að bera allan kostnað af viðhaldi flugbrauta, akbrauta og flugvélastæða og af snjóhreinsun, hálkuvörn- um og viðhaldi ljósabúnaðar. Þá standa Banda- ríkin undir öllum kostnaði af slökkviliði flugvall- arins. íslendingar greiða hins vegar kostnað vegna flugumferðarstjórnar á vellinum og nam sá kostnaður rúmlega 250 milljónum króna í fyrra. Kostnaður Bandaríkjanna hefur hins veg- ar verið á bilinu 345-900 milljónir, eftir því hversu miklar viðhaldsframkvæmdir hafa verið. Á undanförnum árum hafa Bandaríkin knúið mjög á um kostnaðarþátttöku Islendinga í rekstri flugvallarins, en íslenzk stjórnvöld hafa alfarið hafnað því, með tilvísun til varnarsamningsins. ísland hefur hins vegar lýst sig reiðubúið að finna leiðir til sparnaðar í rekstri vallarins. Bandaríkjamenn benda á að t.d. stækkun flug- hlaða, sem fyrirhuguð er, sé eingöngu vegna aukningar borgaralegrar umferðar um flugvöll- inn og að þeir eigi því ekki að bera neinn kostn- að af henni, til dæmis vegna snjómoksturs. Um þessi atriði þurfi að semja. Samningarnir skýrir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að samningar við Bandaríkjamenn séu alveg skýrir. „Bandaríkjamenn kosta rekstur flugvallarins. Að því er varðar stækkun flugstöðvarinnar er það mál sem við munum að sjálfsögðu kosta og eng- in umræða hefur verið um annað,“ segir hann. „Samningarnir eru skýrir frá fýrstu tíð. ís- lendingar hafa að sjálfsögðu haft ýmsan kostnað af varnarstöðinni og veru varnarliðsins hér. Við höfum aldrei látið okkur detta í hug að biðja um einhveijar greiðslur vegna þess. Þetta var ýtarlega rætt þegar gert var samkomulag um framkvæmd varnarsamningsins í fyrra, sem gild- ir í fímm ár. Það kemur mér á óvart ef einhver er að taka það upp á nýjan leik. Við höfum hins vegar fallizt á það og vinnum að því hörðum höndum í samstarfi við Bandaríkjamenn að gera tillögur til að lækka kostnað við rekstur varnar- stöðvarinnar. Það er ýmislegt í gangi hvað það varðar og við munum vinna að því áfram í sam- ræmi við niðurstöðuna frá í fyrra,“ segir utanrík- isráðherra. ■ Bandaríkin borga ekki/6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.