Morgunblaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.02.1997, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT NEYTENDUR Mikil reiði vegna yfirlýsinga Noel Gallaghers í Qasis Líkti eitur- lyfjaneyslu við tedrykkju Noel Gallagher London. The Daily Telegraph. NOEL Gallagher úr bresku popphljómsveitinni Oasis, hefur reynt að draga í land eftir að hann olli geysilegu fjaðrafoki með yfirlýsingum sínum um að eiturlyfjanotkun væri jafnsjálfsögð og að fá sér tebolla. Kveðst Gallagher ánægður yfír því að hann hafí komið af stað umræðu um málið og hvetur til þess að viðurlög við eiturlyfjaneyslu verði milduð. Hins vegar hvetur hann ungt fólk tii að kynna sér skaðleg áhrif eiturlyfja og komast að þeirri niðurstöðu að best sé að hefja aldrei notkun þeirra. Oasis er ein vinsælasta popp- hljómsveit heims, ekki síst á með- al unglinga, og kölluðu yfírlýsing- ar Gallagher því á hörð viðbrögð í heimalandi hans. Tom Sackville, innanríkisráðherra Bretlands, réðst harkalega á hinn þrítuga Gallagher. „Gallagher hefur lög- fræðinga og lækna og aðgang að meðferðarstofnunum ef hann lendir í vandræðum. Spillt krakkakvikindi eins og hann geta tekið eiturlyf og komist upp með það. Venjulegt fólk lendir í mikl- um vanda ef það missir stjórn á neyslunni og það ætti hann að hafa í huga. Hann sýnir ótrúlegt ábyrgðarleysi með því að líkja eiturlyfjum við tebolla," sagði Sackville. Þá vísaði innanríkisráðherrann á bug fullyrðingum Gallaghers um að einhveijir þingmenn væru háð- ir eiturlyfjum, þeir hefðu marga lesti en eiturlyf væru ekki þeirra á meðal. Gallagher kveðst halda fast við fyrri fullyrðingar um þing- mennina og sakar þá um hræsni, gagnrýni þeir eiturlyfjaneyslu. Astæða þess að Gallagher tjáði sig um málið var tilraun hans til að bera blak af öðrum tónlistar- manni, Brian Harvey, söngvara hljómsveitarinnar East 17, en hann var rekinn úr hljómsveitinni vegna umdeildra ummæla um al- sælu. Sagði Gallagher að meiri- hluti þjóðarinnar neytti eiturlyfja. „Það er ekki hneykslanleg stórvið- burður eða neitt slíklt. Ekki þegar ríkisstjórnin selur fólki vopn, sem drepur með þeim. Eiturlyf eru eins og að fara á fætur og fá sér te- bolla að morgni," sagði Gallagher. Fjölmargir aðrir en Sackville hafa gangrýnt Gallagher og hafa margir hvatt félaga hans í Oasis til þess að reka hann úr hljómsveit- inni. Það gæti þó reynst þeim erf- itt því bróðir Gallaghers, Liam, var tekinn fyrir kókaínneyslu fyrir skemmstu. SPARIDAGAR ÁHÓTEL ÖRK Fjölbreytt dagskrá alla daga i broddi fylkingar með Ama Norðfjörð. • Morgunleikfimi • Gönguferðir, • Boccia • Bingó • Danssýningar • Línudansinn kenndur • Kórar koma í heimsókn • Föndur • Tískusýning. • Harmonikuball • Kúrekaball, • Gömlu dansamir • Kvöldvökur og skemmtilegar samverustundir alla daga. Gisting í 5 nætur, morgunverður af hlaðborði, 3 rétta veislukvöldverður öll kvöld. Verð kr. 14,900,-á mann. 1. vika 24. febrúar - 28. febrúar. Laust 2. vika 3. mars - 7. mars. Uppselt. 3. vika 10. mars -14. mars. Laust. 4. vika 17. mars - 21. mars. Laust. Upplýsingar ogpantanir í síma 483-4700. Hveragerði - Sími 483-4700 - Bréfsími 483-4775. Lykillinn að tslenskri gestrisni. í einu vínarbrauði eru 300 hitaeiningar MEÐ ÞVÍ að borða eitt stykki vínarbrauð í senn þrisvar í viku gefur það um 48.000 hitaeiningar á ári en sú orka dugir til að ganga 800 km, þ.e.a.s. meira en hálfan hringveg- inn. Flest okkar eru komin á bíl eða taka strætisvagn og hafa því ekki þörf fyrir alla þessa orku. Hún safnast því gjarnan upp utan á lík- amanum sem fituforði. Þetta magn hitaeininga samsvarar tæplega 7 kg af fituvef. Ástæður fyrir vinsældum vínar- brauðsins eru trúlega margar. Sem dæmi má nefna að það er afar hand- hægt fyrir þann sem stendur fyrir fundinum að koma við í bakaríi og kaupa nokkur vínarbrauð. Fundar- mönnum þykja þau líka yfirleitt góð, að minnsta kosti klárast iðu- lega af fatinu. Oft eru fundir líka haldnir síðla dags og fólk er orðið svangt og borðar því hvað sem er. Til er hollara kaffibrauð Til eru fleiri tegundir af kaffi- brauði en vínarbrauð. Yfirleitt er gerbakstur fítu- og sykurminni en annar bakstur og gefur færri hita- einingar. Það væri því óskandi að bakarar hefðu á boðstólum fleiri slíkar vörur t.d. bollur án þess þó Vínarbrauð eru vinsælt kaffíbrauð á fundum. Brynhildur Briem matvæla- og næringar- fræðingur veltir því hinsvegar fyrir sér hvort vinsældirnar minnki þegar menn gera sér grein fyrir að í einu vín- arbrauði eru rúmlega 300 hitaeiningar. Morgunblaðið/Kristinn að drekkja þeim í glassúr. Til gam- ans fylgir hér uppskrift að kard- imommuboUum sem gætu fengið nafnið fundarbollur. Rúnstykki og bananar Hóflega smurð rúnnstykki (3 g á hvom helming) em æskilegt kaffí- brauð. Þau era sykurlaus og fítulít- il og staðbetri næring en sætabrauð- ið. Bananar era ágætis kaffíbrauð enda er áferð þeirra lík kökum. Þess vegna fá þeir að vera með á eftirfarandi lista yfír kaffíbrauð. Á þessum lista era gefnar upp hitaein- ingar í bæði 100 grömmum og ein- um skammti af ýmsu kaffibrauði. Listinn er hugsaður fyrir þá sem vilja bjóða upp á hitaeiningaminna kaffibrauð á fundum. Kardimommubollur á f undi Uppskriftin dugar í 40 bollur __________5 dl volgt vatn_______ __________1 dl hveitiklíð_______ ____________1 dlsykur___________ ___________2 msk. olíg__________ ____________1 tsk. salt_________ 2-3 tsk. muldar kardimommur 8-10 dl hveiti (próteinríkt) hitaeiningar g skammtur hitaeiningar í 100 g (1 stk.) í skammti kardimommubollur 250 30 75 bananar 90 100 90 kringlur 360 30 ('/* stk.) 110 flatkaka með hangikjöti 280 35 (’/, stk.) 100 rúnstykki með osti 355 45 ('h stk.) 160 heilhveitihorn með osti 420 45 (V: stk.) 190 hafrakex 445 12 55 súkkulaðikex 455 13 60 mjólkurkex 420 20 85 kremkex „475 20 95 formkaka 365 40 145 lagkaka (vínarterta) 340 45 150 tebollur 375 75 (’/* stk.) 280 kleinur 410/ 23 95 kleinuhringur 385 50 195 kleinuhrignur m. hjúp 385 75 290 vínarbrauð 410 75 310 ijómaterta 280 125 350 _______5 tsk. þurrgerd bréf)_____ ___________1,5 dl rúsínur________ í skál er sett vatn, hveitiklíð, sykur, olía, salt og kardimommur og blandað vel. Hluti af hveitinu, þurrgerið og rúsínurnar sett út í og hrært vel. Hveiti er bætt við þar til deigið er orðið hæfilega þykkt. Látið lyfta sér í skálinni á hlýjum stað í eina klukkustund. Hnoðað vel á hveitistráðu borði og hveiti bætt við ef þarf. Deiginu er skipt í 4 parta og mótuð lengja úr hvetjum parti sem síðan er skipt í 10 bita. Bollur mótaðar úr bitunum og raðað á bökunarplötu. Látið lyfta sér að nýju á hlýjum stað í 15-20 mínút- ur. Bakað í miðjum ofni við 225°C í 15 mínútur. LESEIMDUR SPYRJA Gerlaus bakstur hollari? LESANDI hringdi og var að velta fyrir sér bakstri gerlausra brauða og hvað ætti að nota í stað gers og lyftidufts? Ennfremur vill hann gjarnan vita hvað gerir gerlaus brauð æskilegri en þau sem eru með geri. Svar: „Ef fólk hefur ekki feng- ið greiningu hjá lækni sem sýnir að það sé með geróþol eða of- næmi er engin ástæða til að borða gerlaus brauð vegna þess að það getur leitt til að fjölbreytni í mataræði verði minni“, segir Inga Þórsdóttir, dósent í nær- ingafræði við matvælafræðiskor Háskóla íslands. „Fjölbreytt mataræði er einn besti lykill að hollu mataræði þar sem það er líklegast til að veita öll vítamín, stein- og snefilefni ásamt trefjaefnum." Inga segir hinsvegar að ef ástæða sé til að sleppa geri úr bakstri sé auðveld- asta leiðin að nota lyftiduft í brauðbakstur. Lyftiduft er ekki ger og því allt annar hlutur. Lesandi í Grafarvogi hafði samband og vildi fá upplýsingar um hvenær Bónusverslun yrði opnuð í Borgarholti. Svar: „Við stefnum að því að opna verslunina í apríl næstkom- andi, en Bónus verður til húsa við Stöngina í Borgarholti í Grafarvogi," segir Jón Ásgeir Jóhannesson hjá Bónus. Búðin verður um 600 fermetrar að stærð og fyrst og fremst mat- vöruverslun þó einhver sérvara komi til með að fást þar líka. I I I i I I í 1 1 1 i I: I i l G C i i I c -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.