Morgunblaðið - 14.03.1997, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 14.03.1997, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1997 21 ERLENT Sókn gegn skærulið- um í Alsír ALSÍRSKAR öruggissveitir hafa fellt 40 skæruliða bók- stafstrúarmanna á fáum dög- um, þar af 12 í árás á fylgsni þeirra í Algeirsborg. 25 voru síðan felldir í Sour el Ghozlane, sem er eitt helsta vígi bókstafs- trúar um 90 km suður af höfuð- borginni. Þrír voru felldir ann- ars staðar. Hefur stjórnarher- inn hafið mikla sókn gegn skæruliðum og er þeirra víða leitað hús úr húsi. Þingkosning- ar verða í Alsír 5. júní nk. og hefur Liamine Zeroual, forseti landsins, heitið að tryggja ör- yggi kjósenda. Herferð gegn barnaklámi STJÓRNVÖLD í Frakklandi hafa hafíð herferð gegn barna- klámi og misnotkun á börnum. í fyrradag voru meira en 200 manns tekin til yfirheyrslu, hald lagt á 4.000 klámspólur og sérstök rannsókn er hafin á málum 21 manns. í þeim hópi eru meðal annars kennarar, starfsmaður félagsmálastofn- unar og forstöðumaður barna- heimilis. Alain Juppe, forsætis- ráðherra Frakklands, skoraði á alla landa sína að taka höndum saman gegn þessum viðbjóði, sem misnotkun á börnum væri, en atburðirnir í Belgíu eru ein af ástæðunum fyrir þessari herferð. Nirmala í stað Móður Teresu SYSTIR Nirmala, indversk kona af hástéttarættum, hefur verið kjörin til að taka við regl- unni, sem Móðir Teresa stofn- aði fyrir 49 árum. Var mikill einhugur um hana og bað hún systurnar um að biðja fyrir sér í starfi sínu. Nirmala, sem þýð- ir „hreinn" á sanskrít, er 63 ára að aldri, fædd inn í hind- úska yfirstéttarfjölskyldu í Bi- har. Hún er stjórnmálafræðing- ur að mennt og las lög að auki en 24 ára gömul snerist hún til kristinnar trúar. Tsjernobyl að stöðvast HUGSANLEGT er, að rekstri Tsjernobyl-kjarnorkuversins verði hætt í þessum mánuði en þó ekki vegna ástandsins á verinu sjálfu, heldur vegna skulda. A það milljarða kr. í útistandandi skuldum og hefur ekki lengur fé til kaupa á elds- neyti. Til þessa hefur verið fengið eldsneyti frá Rússum í skiptum fyrir kjarnaodda, sem þangað voru sendir, en nú er uppspretta þorrin. Fríríkið Texas stofnað í af- skekktum kofa HÓPUR vopnaðra manna hefur lýst því yfír að Texas sé sjálfstætt ríki og gert tilkall til allra eigna ríkisins fyrir dómstólum. Höfuð- paurinn, Richard McLaren, lýsir sér sem sendiherra fríríkisins og segir lífverði sína, sem hann kallar „pappírshermenn", staðráðna í að veija „sendiráðið" reyni „erlent innrásarlið“ að handtaka þá og bijóta uppreisnina á bak aftur. McLaren er 43 ára og býr ásamt tólf fylgismönnum sínum í kofa í skógi á einum afskekktasta stað Bandaríkjanna og þar hagnýta þeir sér tölvutæknina til hins ýtr- asta. Yfirvöld hafa gefið út tilskip- un um handtöku hans en halda sig í hæfilegri fjarlægð þar sem þau óttast blóðsúthellingar verði henni fylgt eftir. McLaren segir að yfirvöld Texas og bandaríska alríkisins komist ekki hjá því að viðurkenna sjálf- stæði ríkisins. Hann segist hafa aflað sér 10.000 stuðningsmanna, einkum með því að hagnýta sér alnetið. Erlend sambönd byggð upp „Þeir geta ekki sigrað okkur nema með því að beita valdi og geri þeir það snýst allur heimurinn gegn þeim,“ segir McLaren. „Það er vegna þess að við höfum varið miklum tíma í að byggja upp er- lend tengsl, gert allt það helsta sem þarf til að gera lýðveldið Texas að veruleika.“ Dómsmál valda vandræðum Þótt kofinn sé afskekktur og hópurinn fámennur hefur honum tekist að vekja athygli á baráttu sinni út um allt Texas. Hópurinn hefur gert tilkall til höfuðborgar ríkisins, Austin, sent ríkisstjóran- um, George W. Bush, fyrirmæli um að hypja sig úr skrifstofu sinni og gert kröfu til allra eigna ríkis- ins fyrir dómstólum. Bush fékk sig fullsaddan á vand- ræðunum, sem öll þessi málaferli voru farin að valda ríkinu, enda geta þau torveldað sölu eigna. Hann greip til þess ráðs í janúar að lýsa yfir neyðarástandi, sem gerði þingi Texas kleift að komast hjá viðteknum starfsháttum og setja strax lög sem banna slík málaferli. Hann gerði það að beiðni Dans Morales, æðsta lögfræðilega embættismanns Texas, sem hópur- inn lítur á sem erkifjanda sinn. Innlimunin sögð ólögleg Morales fyrirskipaði hundruðum starfsmanna í tveimur opinberum byggingum nálægt þinghúsinu í Austin að mæta ekki til vinnu 7. janúar vegna sprengjuhótunar. Þann dag höfðu fulltrúar „lýð- veldisins Texas“ ætlað að rétta í máli kjörinna embættismanna í þinghúsinu, en Morales kom í veg fyrir það. Hópurinn neitaði að hafa hótað sprengjutilræðum. Krafa McLarens og fylgis- manna hans um sjálfstæði Texas er byggð á mjög flókinni blöndu af sögulegum gögnum og tilvísun- um í þjóðarétt. Þeir halda því fram að bandaríska þingið hafi innlimað Texas í Bandaríkin með ólögleg- um hætti árið 1845 og að íbúar ríkisins þurfi að samþykkja inn- limunina. Þeir krefjast þess að hún verði borin undir þjóðaratkvæði og þangað til segjast þeir ætla að stjórna ríkinu. Þeir hafa því komið á fót bráðabirgðastjórn, vegabréfaskrifstofu og dómstól sem dæmir í málum embættis- manna ríkisins. McLaren segir að enginn ætti að vanmeta „lýðveldið Texas“. Hann hefur sent Sameinuðu þjóð- unum beiðni um að þær viðurkenni Texas sem sjálfstætt ríki og sent sérlegan sendimann sinn, lög- manninn Karen Kosier, til ísraels í von um að ísraelskir embættis- menn vilji ræða við hann. „Israelar þarfnast okkar,“ segir hann. McLaren kveðst hvergi ætla að hvika í baráttunni. „Ég fer aðeins fram á sannleikann og réttinn til að greiða atkvæði um hann. Hvað hræðast þessir menn?“ I dagfögnum við merkum áfanga þegar við opnum nýja deild með garðskála- plöntum og viðkvæmari garðagróðri. Nýi garðskálinn er með sjálfstæðri hitastýringu sem tryggir ferskleika og bestu hugsanlegu söluaðstæður. Fyrsta tunglferðin í 25 ár Sunnyvale. Reuter. BANDARÍSKA geimferðastofn- unin (NASA) kynnti á miðviku- dag „Tunglkönnuðinn", sem ekki ber þó fyllilega nafn með rentu, þar sem um er að ræða ómannað geimfar sem ætlað er að kanna hvort að vatn er á tunglinu. Ef allar áætlanir standast verður geimfarinu skotið á loft í september og verður þetta fyrsta ferð NASA til tunglsins frá 1972, en þá var farin sjötta og síðasta ferð Apolló-geimfarsins til tunglsins. Hér bendir Alan Binder, starfs- maður Lochheed Martin-fyrir- tækisins, sem smíðaði geimfarið, á loftnet þess. Geimfarið er ekki stórt, að- eins um 1,35 m á hæð og vegur um 300 kg þegar það er fullt af eldsneyti. Það er hluti af nýrri áætlun NASA þar sem lögð er áhersla á ódýrar og tíðar könnunarferðir út í geim. fí'ÍKÚS V/V'S ^ 12 c Qcirðókálaplimtiír luð rétl fiitaótity

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.