Morgunblaðið - 14.03.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.03.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1997 37 ' Nuance Woofer ►NUANCE heitir techno og triphopsveit úr Hafnar- firði. Nuance-liðar eru Hermapn Fannar Valgarðsson, Addur Snær Magnússon og Úlfar Linnet. Allir leika þeir á tölvur og hljómborð eftir því sem við á. Þeir eru riflega sautján ára. ►WOOFER heitir önnur Hafnarfjarðarsveit, skipuð Agli Erni Rafnssyni trommuleikara, Hildi Guðnadóttur söngkonu, Ómari Frey Krisljánssyni bassaleikara og Kristni Sigurðssyni gítarleikara. Meðalaldur þeirra er rúm fimmtán ár. Woofer leikur rokk. Hlj ómsveitakeppni í Tónabæ Músíktilraunir Tónabæjar Þríðja undanúrslitakvöld Músíktilrauna er haldið í kvöld. Arni Matthíasson komst að því að Hafnfírðingar verða fjölmennir. MÚSÍKTILRAUNIR Tónabæjar standa sem hæst; hófust fyrir viku, í gærkvöldi var annað undanúrslitakvöld og í kvöld verður þriðja tilraunakvöldið. Allar hljómsveitir hvað- anæva af landinu hafa þátttökurétt svo framarlega sem þær hafi ekki áður gefið eitthvað út og eigi í fórum sínum þijú frumsamin lög. Keppnin fer fram á fjórum kvöldum. Fjórða tilraunakvöldið verður næstkomandi fimmtudag og úrslit síðan föstudaginn eftir viku. Tilraunakvöldin velja áheyrendur tvær hljómsveitir áfram, en úrslitakvöldið gilda atkvæði úr sal 30% á móti atkvæðum sérstakrar dómnefnd- ar, sem situr reyndar einnig tilraunakvöldin og hefur til Möl ►AF SELTJARNARNESI kemur hljómsveitin Möl sem skipuð er Jóni Davíð Ásgeirssyni gítarleikara, Sverri Erni Arnarsyni trommuleikara, Sævaldi Harðarsyni gítarleikara og söngvara og Ágústi Bogasyni trommu- leikara. Þeir félagar leika popprokk og eru á sautj- ánda árinu. þess vald að hleypa fleiri hljómsveitum í úrslit ef henni sýnist sem svo. Hefðbundin verðlaun Músíktilrauna eru hljóðverstímar. í fyrstu verðlaun eru 25 tímar í Sýrlandi, fullkomnasta hljóðveri landsins, sem Skífan gefur. Önnur verðlaun eru 25 tímar í Gijótnámunni frá Spori hf. og þriðju verðlaun eru 20 tímar í Stúdíói Hljóðhamri, sem hljóðverið gefur. Til viðbótar eru svo 20 hljóðverstímar í Stúdíói Hellinum, sem hljóðverið gefur, en þeir eru ætlaðir athyglisverðustu hljómsveitinni að mati dómnefndar. Aukaverðlaun eru svo gítar frá Hljóðfærabúð Steina sem besti gítarleikarinn hlýt- ur, besti söngvarinn fær hljóðnema frá Tónabúðinni, besti bassaleikarinn úttekt frá hljóðfærahúsi Reykjavíkur og besti trymbillinn úttekt frá Samspili. Aðrir styrktaraðilar tilraunanna eru Hard Rock Café, Flugleiðir, Japís og Dom- ino’s Pizza. Athygli vekur að meðal sveitanna sjö sem keppa um úrslitasæti í kvöld eru fjórar úr Hafnarfirði eða nágrenni og því ljóst að mikið verður um Hafnfirðinga í salnum. Þarsíðasta sigursveit Músíktilrauna var einmitt úr Hafnar- firði og þijár hafnfirskar sveitir hafa sigrað í músíktilraun- um undanfarin ár. Demogorgon ►DEMOGORGON heitir black-metal-sveit úr Hafnar- firði. Liðsmenn eru Einar Thorberg Guðmundsson gít- arleikari og söngvari, Engilbert Hauksson bassaleik- ari, Egill Pálsson gitarleikari og Sveinn Snorri Magnús- son trommuleikari. Meðalaldur þeirar er rétt nítján ár. Tríó Óla Skans ►EINA rappsveit Músíktilrauna að þessu sinni er Tríó Óla Skans sem skipað er Ómari, Trausta og Demó. Þeir félagar rappa allir, en Demó skrámar plötur í bland. Meðalaldur þeirra er rétt rúm tuttugu ár. Tempest ►NÝROKKSVEITIN Tempest tók þátt í Músíktilraun- um fyrir tveimur árum og kemur væntanlega vel æfð til leiks. Liðsmenn sveitarinnar eru sem forðum þeir Davíð Gunnarsson bassaleikari, Ásgeir Örn Einarsson gítarleikari og söngvari og Ari Harðarson gítarleik- ari, en nýr trommuleikari er Helgi Davíð Ingason. Meðalaldur Tempest-liða er rúm sautján ár. Flasa ►SIGURSVEIT þarsíðustu Músíktilrauna var hafn- flrsk og svo er einnig með sveitina Flösu. Hana skipa Kristinn Alfreð Sigurðsson gítarleikari, Ríkarður Grét- ar Kolbeinsson trommuleikari, ívar Örn Kolbeinsson söngvari og Baldur Fannar Ándrésson bassaleikari. Þeir félagar segjast leika pönkað grunge en meðalald- ur sveitarmanna er rúm fimmtán ár. Lið Dansskóla Signrðar Hákonar- sonar sigraði PANS Hótcl íslandi LIÐAKEPPNI DANSSKÓLA JÓNSPÉTURS OGKÖRU Hin árlega liðakeppni Dansskóla Jóns Péturs og Köru fór fram á Hótel Islandi sl. sunnudag. Liða- keppni er skemmtilegt og líflegt keppnisform og skapast ávallt góð stemmning í kringum slíka keppni. Svo var einnig að þessu sinni. AÐ ÞESSU sinni komu lið úr þremur dansskólum; Dansskóla Jóns Péturs og Köru, Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar, Dans- smiðju Hermanns Ragnars og Nýjadansskólanum. Keppnin hófst á því að liðin voru fyrst með eins- konar kynningu; sýningaratriði. Öll voru þessi atriði mjög ólík, en skemmtileg á að horfa, engu að síður. Þá var komið að keppninni sjálfri. í hveiju liði voru fjögur pör; tvö sem dönsuðu sígilda sam- kvæmisdansa og tvö sem dönsuðu suður-ameríska dansa, keppendur á aldrinum 12-15 ára. Eitt par frá hveiju liði var á gólfinu í einu, þó svo ekki væru fleiri pör á gólfinu, þá var það augljóst að gólfstærðin háði dönsurunum nokkuð, sérstak- lega í sígildu samkvæmisdönsun- um. En þrátt fyrir það var dansinn nokkuð góður, sérstaklega tangó- inn og rúmban. Dómarar keppninnar voru fimm íslenzkir danskennarar; Auður Haraldsdóttir, Jóhann Örn Ólafs- son, Kara Arngrímsdóttir, Rakel Guðmundsdóttir og Sigurður Há- konarson. Það var svo lið Dansskóla Sig- urðar Hákonarsonar sem fór með sigur af hólmi; lið þeirra var mjög jafnt og sterkt, hvort heldur sem var í suður-amerísku dönsunum eða sígildu samkvæmisdönsunum. Tvær íslandsmeistarakeppnir um næstu helgi Laugardaginn 15. mars verður íslandsmeistarakeppnin í 4&4, og 5&5 dönsum haldin í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Keppt er í fijálsri aðferð, en samhliða þeirri keppni verður boðið uppá keppni í dansi með grunnaðferð, S A, B/C og D riðlum í fjölmörgum aldursflokk- um. Þessi keppni er ávallt hin glæsi- legasta fyrir þá sem njóta þess að horfa á fallegan dans. Að sjálfsögðu mun Morgunblaðið fylgjast náið með þessum viðburði. Á sunnudeginum verður svo hald- in íslandsmeistarakeppni í gömlum dönsum og rokki. Þar er keppt í fjöl- mörgum aldursflokkum og fá allir að njóta sín í þessari þjóðlegu og skemmtilegu keppni. "* Páskaferð til Blackpool Eins_ og undanfarin ár heldur stór hópur íslendinga til Blackpool á Eng- landi á stærstu danskeppni fyrir böm og unglinga, sem haldin er. íslending- ar hafa náð þar góðum árangri á undanfómum árum og heldur sú sig- urganga vonandi áfram í ár. * Jóhann Gunnar Arnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.