Morgunblaðið - 14.03.1997, Side 25

Morgunblaðið - 14.03.1997, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1997 25 VÖLUND langar til að byggja brú á milli fortíðar og framtíðar og gera húsið sitt að miðstöð minninganna en genginu á neðri hæðinni Iíst illa á þær fyrirætlanir. Pétur Einarsson í hlutverki Völundar og Kristján Franklín Magnús í hlutverki vegvillts manns í hinu gríðarmikla húsi hans. Framtíðin er völundarhús Húsið hefur margþætta tákn- ræna skírskotun í verkinu. Sigurð- ur segist ekki endilega hafa haft grísku goðsöguna um völundar- húsið í huga við samningu verks- ins þar sem ófreskjan Mínótár nærðist á mönnum. „Nýlega las ég bók þar sem framtíðinni er líkt við völundarhús. Þar segir að við séum hvorki á beinni línu né að fara í hring heldur sé framtíðin í þessu alheimsþorpi okkar eins konar völundarhús. Hér er átt við alnetið en svo sem margir hafa kynnst er ekkert leiðinlegt að vill- ast þangað inn eins og raunin var á um völundarhús Grikkja." „Svo má einnig lita svo á,“ bætir Þórhildur við, „að líf hvers og eins sé eins og völundarhús og það er einmitt skilningur Völundar í leikritinu; maður villist inn í lífið og ratar svo heldur ekki út.“ Leikhús og veruleiki Annað grunnþema í leikritinu er andstæðan á milli leikhúss og veruleika sem birtist með ýmsum hætti í texta verksins en er einnig dregin fram í uppfærslu þess, svo sem með því að láta áhorfendur sitja á sviðinu þar sem þeir verða óbeint þátttakendur í sýningunni. Sigurður segir að hann hafi ekki sagt fyrir um að leikritið ætti að vera sett upp með þessum hætti. „Þó var sagt fyrir um að gera ætti skörp skil á milli lífs og skáldskapar í sýningunni. Hug- myndin um þessa skemmtilegu notkun á sviðinu kom hins vegar ekki fram fyrr en seinna, það er að láta áhorfendur sitja á sviðinu, loka fram í áhorfendasalinn með eldvarnartjaldinu og nota svo rest- ina af þessu stóra sviði og hliðar- svið til að leika á. Við höfum jafn- vel möguleika á að opna út í veru- leikann þar sem Hardrock Café blasir við.“ „Að opna svona út í veruleik- ann,“ segir Þórhildur, „er einmitt ágæt áminning um að leikhús er alltaf leikhús; það er alveg sama þótt fólk haldi sig vera að leika einhvern natúralisma - sem kem- ur raunar nokkuð við sögu í leikrit- inu - þá er það í leikhúsi. Með því að opna út í raunveruleikann erum við minnt óþyrmilega á að hann er alltaf utan leikhússins, aldrei inni í því.“ Heiðurinn að frumlegri leik- mynd sýningarinnar á Steinþór Sigurðsson. Búninga hannaði Lár- us Björnsson og lýsing er í höndum Lárusar Björnssonar. Leikendur eru Ari Matthíasson, Björn Ingi Hilmarsson, Guðlaug Elísabet Ól- afsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Kristján Franklín Magnús, Pétur Einars- son, Sigurður Karlsson, Valgerður Dan, Þórhallur Gunnarsson og Þorsteinn Gunnarsson. unnar sinni tungu. Aðrir heims- hlutar sem eru stutt á veg komnir í tölvuvæðingu geyma líka ótelj- andi tungumál. Framtíðin og alnet- ið hafa nóg pláss fyrir aðra heima en hinn vestræna. „En ekkert gerist að sjálfu sér,“ áréttaði Þorgeir. „Talandi og hugs- andi tölvur eru engir draumórar. Þær eru hér við þröskuldinn. Vél- rænar þýðingar frá einu tungumáli til annars verða þróaðri og betri með hverjum deginum sem líður. Tölvurnar okkar verða að læra og kunna íslensku." Hvernig verður íslensk tunga nothæft verkfæri? En til þess að mæta þeim þörfum og kröfum sem tæknin gerir til tungumála þarf fjármagn. Islenskir talgervlar eru skammt á veg komn- ir og í dag vinnur enginn að því að fullkomna verkið. Námsgagna- stofnun sem vinnur að gerð fjöl- breytts námsefnis á tölvutæku formi fyrir yngstu kynslóðina skort- ir fé til að framhalda verkefnum sínum. íslenskir orðabankar og tölvuorðasöfn sem alnetið hýsir svo auðveldlega skríða hægt og silalega úr eggjunum vegna starfsmanna- fæðar. Heimasíður íslenskrar mál- stöðvar eru enn sem komið er frem- ur vanmáttugar. Tæknin er vissu- !ega fyrir hendi svo þessi tæki og tól megi verða aðgengileg almenn- ingi en í framtíðinni er t.a.m. stefnt að því að Orðabók Háskólans flytji sig yfir á alnetið. Varnarorð Þor- geirs, sem talaði útfrá innviðum tækninnar, rímuðu við orð Ara Páls Kristinssonar sem talaði fyrir hönd íslensku málstöðvarinnar, semsagt útfrá innviðum tungunnar. Ari Páll sagði að þar eð spámenn sæju fyrir mikilvægi tungumálsins í tækni framtíðarinnar yrði að vinna miklu meira með íslenskuna en gert hefur verið: „En enn skortir fullnægjandi véltæka mállýsingu fyrir íslensku sem yrði grunnur að tólum sem leiðrétta málfar, þýða vélrænt og svo framvegis. Hér eigum við nokk- uð langt í land og brýnt að fara að hefjast sem fyrst handa til að eiga ekki á hættu að missa af lest- inni.“ Hvort sem framtíðin er þegar skollin á eða ekki býr kjarni henn- ar að sjálfsögðu í hjörtum komandi kynslóða. Ef íslensk tunga á ekki að enda uppi sem eitthvert IS-mál sem hvoru tveggja verður erfitt að þíða og þýða, verðum við að horf- ast í augu við framtíðina óttalaust og hafa lokaorð Ara Páls í huga: „Það verður að efla trú uppvax- andi kynslóðar á móðurmál sitt, þannig að fólkið sem ræður ferð- inni næstu öldina treysti íslensk- unni og finni að það nær árangri í lífi og starfi með því að beita móðurmálinu og viti að einstakl- ingurinn nær betri tökum á hlutun- um þegar hann fæst við þá á móð- urmáli sínu en á erlendu máli, eins mikilvæg og traust kunnátta í er- lendum málum er annars." Morgunblaðið/Ásdís „EVELYN Glennie er það sem í bókstaflegri merkingu nefnist snillingur og var leikur hennar eitt allsheijar ævintýri." Slag- verks- snill- ingur TÓNLIST Háskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Jón Nordal, Edward Elgar, James MacMillan og Áskel Másson. Einleikari: Evelyn Glennie. Stjórnandi: Jerzy Maksym- iuk. Fimmtudagurinn 13. mars, 1997. TÓNLEIKARNIR hófust á Bjarkamálum eftir Jón Nordal, verki sem samið var 1956. Verkið er í raun sinfónía í fjórum samfelldum þáttum, glæsilegt að gerð og var flutningur SÍ, undir stjóm Maksym- iuk, sérlega kraftmikill og hraður. Verkið vegur salt á milli nútímalegr- ar samhljómunar og lagferlis, sem oftlega minnir á íslensk þjóðlög, með tilvísan til Bjarkamála „Dagur er upp kominn! Dynja hana fjaðrar" og hin nútímalega tónskipan, sem vísar til þess tíma komanda, nútímans. Þetta frábæra hljómsveitarverk var í heild mjög vel flutt. Annað verkið á efnisskránni var Inngangur og allegro í g-moll, eftir Elgar, ágætt strengjasveitarverk, er var vel flutt undir stjórn Maksymiuk. Aðalviðburður kvöldsins var flutn- ingur á ensku hljómsveitarverki, er nefnist Veni, veni Emmanuel (Kom, kom, Immanúel), eftir fornum ka- tólskum hymna. Verkið er samið fyr- ir slagverkseinleik og hljómsveit. Þetta er krafmikið verk, þar sem mikið er um „kaotískt tónferli", sem um síðir greinist nokkuð úr, sérstak- lega þegar vitnað er í hinn forna hymna, Veni, veni og lýkur á bjöllu- híjómi, þar sem allír hljóðfæraleikar- amir leika á litlar klingibjöllur og einleikarinn tekur undir á stórar hengibjöllur, sem minna eiga á kirkjuklukkur. Niðurlag verksins er áhrifamikið en það stóra við þetta verk, var einleikur Evelyn Glennie. Hún er það sem í bókstaflegri merk- ingu nefnist snillingur og var leikur hennar eitt allsheijar ævintýri. Sem aukalag lék hún einleiksverk fyrir litla trommu, eftir Áskel Másson, og þar sýndi hún frábæra tækni og músíkalskan leik og þarf í raun ekki fleiri orð um Evelyn Glennie en SNILLINGUR Hljómsveitarstjórinn Jerzy Maksymiuk er frábær stjórnandi og mótaði t.d. Bjarkamál mjög fallega og skerpti línur verksins með því að leika það nokkuð hratt. Þá var flutn- ingurinn á Elgar nokkuð góður og þótt kvartettinn í verkinu væri ekki viðamikill, var flutningur Guðnýjar Guðmundsdóttur, Grétu Guðnadótt- ur, Guðmunds Kristmundssonar og Richards Talkowsky mjög fallegur. Varðandi skynjun hljóðbylgna er um margbrotnara fyrirbæri að ræða en að eyrað eitt sé þar virkt. Hljóð- bylgjur fara í gegnum allt efni og því er líkaminn allur virkur móttak- andi. Væri fróðlegt, ef sérfræðingur um þessi mál fengist til að tjá sig um þetta efni, því sannarlega er merkilegt, að heyrnarskert mann- eskja skuli geta leikið á hijóðfæri, hvað þá af þeirri snilld, sem gat að heyra á tónleikum SÍ í gærkveldi. Jón Asgeirsson Nú er guli liturinn orðinn áberandi hjá okkur því páskarnir eru á næsta leiti. Okkur er sönn ánægja að bjóða ykkur velkomin í verslun IKEA þar sem úrvalið af páska- skrauti hefur aldrei verið meira. Afgreiðslutími Mán.-föstud. Laugardag: gBBWBWHI LEtejfeii Sunnudag: 10:00-18:30 10:00-17:00 13:00-17:00 fyrir alln snjalla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.