Morgunblaðið - 14.03.1997, Page 36

Morgunblaðið - 14.03.1997, Page 36
36 FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1997 GREINARGERÐ MORGUNBLAÐIÐ Styrkjum hjart- veiku bömin! Avarp formanns Landssamtaka hj artasj úklinga ÁGÆTU landsmenn. Við félagar í Landssamtökum hjartasjúklinga hvetjum ykkur til að bregðast vel við, eins og svo oft áður, þegar landssöfnun Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna, fer af stað föstudaginn 14. mars næstkomandi á Stöð 2 og Bylgj- unni. Það er afar mikilvægt að fá skurðaðgerðir á hjartveikum böm- um hingað heim. Bæði vegna þess að við höfum á að skipa mjög fær- um læknum og hjúkrunarfólki en Gísli J. Eyland Langþráður draumur er að verða að veruleika, segir Gísli J. Eyland, þegar barnaskurðdeild á Landspítalanum tekur til starfa. einnig er mikilvægt fyrir sjúklinga og aðstandendur að geta verið á heimaslóðum og losna þannig við álag og kostnað sem ferðir til út- landa hafa í för með sér. Nú er æðsta ósk aðstandenda Neistans og okkar allra að rætast. Langþráð- ur draumur er að verða að veruleika þegar barnaskurðdeild á Landspít- alanum tekur til starfa. Á landsþingi samtaka hjarta- sjúklinga í september sl. varð Neist- inn deild innan LHS. Við bjóðum þetta dugmikla fólk velkomið til starfa innan okkar vébanda og er- um þess fullviss að koma þess inn í samtökin muni efla starf okkar og samstöðu. Vonandi munu landsmenn gera foreldrum hjartveikra barna kleift að hafa böm sín hjá sér og hjálpa börnunum til þess að lifa sem eðli- legustu lífi utan sjúkrahúsa. Gefum þeim von. - Tökum öll þátt í þessu mikilvæga máli. Höfundur er formaður Landssamtaka hjartasjúklinga. ^emantaúú&iá Fermingagjafir, glæsilegt úrval DEMANTAHÚSIÐ Nýju Kringlunni, sími 588 9944 Enn um vanhæfi hæstaréttardómara Ákveðið var að óska eftir endurupptöku skattamáls Vífilfells ehf. í Hæstarétti Islands, en þeirri beiðni hefur nú verið hafnað með sér- stakri bókun réttarins. Hreinn Loftsson telur sér skylt að skýra nánar forsendur beiðninnar fyrir lesendum Morgunblaðsins. MARGT hefur verið rætt og ritað um ástæður og tildrög þess, að ákveðið var að óska eftir endurupp- töku skattamáls Vífilfells ehf. í Hæstarétti íslands. Beiðni um end- urupptöku hefur nú verið hafnað með sérstakri bókun réttarins og mér er skylt að skýra nánar for- sendur beiðninnar fyrir lesendum Morgunblaðsins. Þessi skylda er því brýnni að ég hef orðið var við, að beiðnin hefur verið virt mér á verri veg. Mér hefur jafnvel verið bmgð- ið um illgimi og að hafa verið keypt- ur til verksins. Hvort tveggja er fjarri sanni. Legg ég áherslu á, að þó að í eðli sínu sé um að ræða mál, sem snertir persónu eins dóm- arans í Hæstarétti íslands, þá hef ég leitast við að haga orðum mínum um hann af eins mikilli varfærni og mér er unnt. Þar hef ég reynt að halda mig við staðreyndir. Á síðustu ámm hefur Hæstirétt- ur íslands mótað mun strangari reglur um hæfi dómara en áður tíðkuðust. í því efni gætir mjög áhrifa aðildar íslands að Mannrétt- indasáttmála Evrópu, en hann var lögtekinn hér á landi með lögum nr. 62/1994. Sem dæmi má nefna, að á árinu 1990 felldi Hæstiréttur íslands úr gildi dóm sakadóms vegna þess, að dómarafulltrúi sá, sem málið dæmdi, hafði haft þau afskipti af rannsókn málsins, að senda það til fýrirsagnar ríkissak- sóknara. Dæmdi hann málið síðan í sakadómi. 1 forsendum Hæstarétt- ar í málinu kom fram m.a., að al- mennt verði ekki talin nægjanleg trygging fyrir óhlutdrægni í dóms- störfum þegar sami maður vinnur bæði að þeim og lögreglustjórn. í kjölfarið voru stofnaðar 5 nýjar dómarastöður til að tryggja, að hæfum dómurum væri til að dreifa í öllum umdæmum landsins í opin- berum málum. Annað dæmi má nefna, en á árinu 1995 vísaði Hæstiréttur ís- lands máli aftur heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsá- lagningar vegna þess, að í því hafði dæmt dómarafulltrúi, sem ekki gat talist sjálfstæður og óháður dóm- ari í skilningi laga. í forsendum Hæstaréttar Islands var sérstak- lega tekið fram, að í málinu „hefur ekki verið sýnt fram á ákveðin atvik, sem bendi til þess, að dóm- arafulltrúinn, sem kvað upp hér- aðsdóminn, hafi verið vilhallur. Af hálfu ákærða er j raun ekki gerð tilraun til þess. Ákærði telur hins vegar, að þegar aðstæður íslénskra dómarafulltrúa séu virtar í heild á hlutlægan mælikvarða, megi full- yrða, að þeir séu svo háðir fram- kvæmdarvaldinu, að full ástæða sé til að draga sjálfstæði þeirra í efa“. Hér var verið að treysta hina nýju framkvæmd í sessi, þ.e. að skipan dómstóla væri með þeim hætti, að hlutlægni þeirra og sjálf- stæði væri hafið yfir allan vafa. Segir í forsendum dómsins, að Mannréttindanefnd Evrópu og Mannréttindadómstóil Evrópu hafi talið kröfu 1. mgr. 6. gr. mannrétt- indasáttmála Evrópu tvíþætta, þ.e. kröfuna um óvilhallan dómstól. Til skýringar er vísað í dóm Mannrétt- indadómstólsins í máli Langborg- ers gegn Svíþjóð frá 22. júní 1989 þar sem segir, að greina verði á milli athugunar, er miði að því að ganga úr skugga um, hvaða við- horf hafi ráðið hjá dómara í til- teknu máli (subjective test), og athugunar á því, hvort svo sé tryggilega um hnúta búið hlutlægt séð, að engin ástæða sé til að draga í efa, að dómari sé óvilhallur (objec- tive test). Staða dómarafulltrúans stóðst ekki þetta hlutlæga skilyrði. í kjölfarið voru fjölmörg mál end- urupptekin, þar sem dómarafull- trúar höfðu dæmt. í því sambandi virtist ekki skipta máli þó að um fjölskipaðan dóm hafi verið að ræða, dómarar hafi verið einhuga og dómarfulltrúi hafi dæmt ásamt tveimur héraðsdómurum, en um slíkt eru dæmi. Þessar aðgerðir hafa notið stuðn- ings og skilnings meðal lögmanna og dómara. Enginn hefur lagt þess- ar aðstæður þeim einstaklingum til lasts, sem í hlut áttu. Kjarni hinna nýju viðhorfa er sá, að ekki er talið nægjanlegt í réttarríki að tryggja, að komist hafi verið að réttri niður- stöðu í dómsmáli, heldur verður almenningur að geta treyst því að svo hafi verið. Fyrri viðhorf hvíldu á sjónarmiðum öryggis þar sem varð að sýna fram á þá hættu, að dómari fengi ekki litið óhlutdrægt á málavexti. En sönnunarfærsla í því efni getur reynst torveld, þ.e. að sýna fram á einhver raunveruleg merki um hlutdrægni. Því hvíla hin nýrri viðhorf á sjónarmiðum al- menns trausts gagnvart dómstólun- um, þ.e. að koma í veg fyrir, að dómari dæmi í máli ef hann er tengdur þvi eða aðilum þess með þeim hætti, að út frá sjónarhóli hlutlauss þriðja aðila megi draga óhlutdrægni hans í efa. Eðli málsins samkvæmt eru gerðar mjög strang- ar kröfur i þessu tilviki þegar um dómara er að ræða og þá einkum dómara í Hæstarétti íslands þar sem þar er um æðsta dómsstig að ræða. Eru reglurnar um hæfi dóm- ara strangari og mikilvægara að þeim sé frapfylgt, að því er varðar Hæstarétt íslands, heldur en t.d. á sviði stjórnsýslunnar. Með þeim orð- um er þó á engan hátt verið að draga úr gildi’eða mikilvægi hæfis- reglna á því sviði. Spurningunni um vanhæfí innan stjórnsýslunnar verður skotið til dómstóla, en erfið- ara er um vik þegar efasemdir vakna um hæfí dómara í æðsta dómstól landsins. Hver á að hafa eftirlit með eftirlitsmanninum? Í grein í Tímariti lögfræðinga, 2. hefti 1993, bls. 99 o. áfr., JQallar Pétur Kr. Hafstein, hæstaréttar- dómari, um spurninguna hvort sjálfstæði dómstóla sé nægjanlegt. Meginniðurstaða hans er neikvæð. Fjallar greinin í aðalatriðum um þrjá þætti, er lúta að innra sjálf- stæði dómstólanna, þ.e. valdi til skipunar í embætti dómara og for- stöðumanna dómstóla, valdi til að ákveða fjárreiður dómstóla og til meðferðar þess fjár, sem veitt er úr ríkissjóði, og valdi til að beita dómara aðhaldi og aga og víkja þeim frá embætti. Er greinin vel rökstudd og skilmerkileg í alla staði og þær tillögur, sem þar er fram settar, allar hinar skynsamlegustu. í upphafi greinarinnar segir dómar- inn á einum stað: „Hins vegar þurfa dómarar sjálfir að varðveita sjálf- stæði sitt í orði og verki og forðast hvers konar hagsmunatengsl út í þjóðfélagið, bæði gagnvart öðrum greinum ríkisvaldsins, fjölmiðlum og almenningi". Undir þessi orð skal tekið, en þau eru haldlaus ef ekki fara saman orð og athafnir. Þegar forráðamenn Vífilfells ehf. fengu í hendur dóm Hæstaréttar íslands frá 30. janúar sl. í máli fyrirtækisins gegn Gjaldheimtunni í Reykjavík, vaknaði þegar spurning um, hvort eðlilegt gæti talist, að Pétur Kr. Hafstein hefði komið að málinu sem dómari. Á vegum hans sem forsetaframbjóðanda hafði ver- ið falast eftir stuðningi fyrirtækis- ins, bæði í formi fjárstuðnings og afsláttar af drykkjarföngum. Hafði fyrirtækið tekið mjög dræmt í slík- an stuðning og hafnað beinum Ijárstuðningi. Dómurinn laut að mjög verulegum fjárhagslegum hagsmunum fyrirtækisins. Niður- staðan var því líkleg til að vekja hörð viðbrögð, enda hefur sú verið raunin. Telja forráðamenn fyrir- tækisins, að réttur hafi verið á þeim brotinn, þeir hafi einir verið teknir út úr af fjölmörgum aðilum, sem nýttu sér sömu heimildir skatta- laga, jafnræðisreglan hafi því verið brotin á þeim, lögum hafi verið beitt með afturvirkum hætti, þar sem bæði skattyfirvöld og aðrir hafi talið slíkar aðgerðir, sem málið snerist um að stærstum hluta, lög- legar á sínum tíma. Þá hafi verið gerðar sýndarkröfur um upplýs- ingar til að komast framhjá ákvæð- um skattalaga um fresti til að taka málið upp, en nær fimm ár liðu frá umræddum aðgerðum og þar til skattyfirvöld hófust handa í málinu. Fleira mætti nefna. Með allt þetta í huga var fullkomin ástæða til að tryggja sérstaklega, að ekki vökn- uðu spurningar um vanhæfi. Hefði Pétri Kr. Hafstein borið að kynna sér samskipti stuðningsmanna sinna og fyrirtækisins og segja sig frá málinu í ljósi þeirra. Fyrir ligg- ur, að dómarinn hefur vikið sæti í skattamáli þar sem í hlut átti stuðn- ingsmaður hans. í sem stystu máli varð niðurstaðan sú, að seta Péturs Kr. Hafstein sem dómara í þessu máli stæðist vart hin nýju viðhorf um atriði er valda vanhæfi dómara. Þessi viðhorf eru studd skýringu Mannréttindadómstóls Evrópu á inntaki 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu í fjölmörgum málum. Ekki væri síst mikilvægt í ljósi hinna gríðarlegu hagsmuna í málinu, að sjálfstæði dómsins og óhlutdrægni væri hafin yfír allan vafa. Því væri rétt að láta á málið reyna. Þetta var erfið og óþægileg ákvörðun, ekki síst í ljósi þess að um mætan einstakling, góðan og gegnan dóm- ara, er að ræða. En rétt skal vera rétt og eitt skal yfír alla ganga. Beiðni Vífilfells ehf. var sett fram á þessum tímapunkti vegna þess, að fyrirtækið vissi ekki fyrir- fram hvaða dómarar myndu dæma í málinu. Málið var flutt skriflega og ekki kom í ljós fyrr en við dóms- uppsögu, hverjir voru dómendur. Fyrirtækið hafði hvorki tilefni né tök á að gera athugasemd við skip- an dómsins fyrirfram. Slíkt tíðkast einfaldlega ekki og er óviðeigandi. Um kærumál var að ræða og því ákvörðunaratriði réttarins hvort málið var flutt skriflega eða munn- lega. Ekki er rétt að skoða málið ein- vörðungu út frá hagsmunum Péturs Kr. Hafstein. Skoða ber málið út frá sjónarmiðum réttaröryggis og trausts borgaranna gagnvart dóm- stólunum. Með því að taka þátt í forsetakosningunum gerði Pétur Kr. Hafstein sig að þátttakanda i þjóðfélagslegri hringiðu, sem fylgir framboði til forseta. Forsetakosn- ingar eru í eðli sínu persónukosn- ingar þar sem kjósendur skipa sér í fylkingar um einstaka frambjóð- endur og lýsa margir opinberlega afstöðu sinni til persónu og fram- boðs. Þar með verða slíkir aðilar að tjá sig um persónuna Pétur Kr. Hafstein, ýmist með eða á móti. Það gengur einfaldlega ekki upp, að frambjóðandi taki sæti í Hæsta- rétti íslands að nýju, eins og ekk- ert hafi í skorist, þegar litið er til allra þeirra yfirlýsinga, vináttu- tengsla og andúðar, loforða og af- neitana, sem óhjákvæmilega fylgja framboðinu. Hér verður að líta til sjónarmiða almenns trausts gagn- vart Hæstarétti íslands, en ekki til huglægrar afstöðu Péturs Kr. Haf- stein í einstaka málum. Hagsmunir almennings vega hér þyngra en hagsmunir dómarans. Við mat á hæfi Péturs Kr. Haf- stein í málinu koma ekki aðeins til skoðunar atriði tengd samskiptum Vífílfells ehf. og stuðningsmanna forsetaframboðsins. Hér verður einnig að skoða þá óþægilegu að- stöðu í málinu, sem varðar viðhorf frambjóðandans gagnvart gagnað- ila Vífilfells ehf. Fyrir liggur, að Pétur Kr. Hafstein hafði sérstak- lega samband m.a. við fjármálaráð- herra i aðdraganda ákvörðunar sinnar um framboð til forseta. Hver svo sem var hinn raunverulegi til- gangur þess samtals og án tillits til afstöðu ráðherrans til framboðs- ins, þá virðist þessi framganga benda til þess, að frambjóðandinn teldi álit fjármálaráðherra mikil- vægt fyrir ákvörðun sína. Þarna er óþægileg nálægð í málinu við yfir- mann skattheimtunnar í landinu, en fjármálaráðherra er aðili málsins sem Gjaldheimtan í Reykjavík hefur rekið gegn Vífilfelli ehf. fyrir skatt- yfirvöld. Hvernig lítur þessi fram- ganga út ef litið er frá sjónarhóli hlutlauss þriðja aðila? Þá liggur fyrir, að frambjóðendur leituðu eft- ir fjárstuðningi frá ríkinu með er- indi til fjárlaganefndar. Fleiri dæmi mætti nefna um þá aðstöðu, sem dómarinn hefur sjálfur komið sér í og varð þess valdandi, að Vífilfell ehf. setti fram beiðni um endurupp- töku málsins. í réttarríki eiga borgararnir sjálf- sagða kröfu um, að þeir geti treyst hlutleysi dómstólanna í hvívetna. Þessi krafa á ekki síst við um Hæstarétt íslands. Dómum hans verður ekki skotið annað. Itrekað skal, að krafa borgaranna er óháð persónulegri afstöðu dómaranna og þeirri spurningu, hvort þeir hafi í raun og veru látið vanhæfisástæður hafa áhrif á sig í störfum sínum. Hér gildir enska grunnreglan, sem Mannréttindadómstóll Evrópu hef- ur margsinnis byggt á í úrlausnum sínum: „Justice must not only be done, it must also be seen to be done“. Eins og áður greindi hefur Hæstiréttur íslands nú hafnað beiðni Vífilfells ehf. um endurupp- töku málsins með sérstakri bókun. Ekki skal fjölyrt um rökstuðning réttarins í þeirri bókun, en hún virðist hvíla á eldri sjónarmiðum að þvi er varðar vanhæfi dómara. Niðurstaðan er sú, að umbjóðandi minn gengur sár frá viðskiptum sínum við skattyfirvöld og dóm- stóla landsins. Þegar svo er hefur réttlætið beðið ósigur. Sú spurning vaknar, hvort við Islendingar búum við réttarríki eða ríkisrétt í skatta- málum. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.