Morgunblaðið - 14.03.1997, Page 28

Morgunblaðið - 14.03.1997, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ „Mín mynd er aðeins sú sem í mínum huga er sú rétta“ Verðlaunabók Norðurlandaráðs um Herman Bang var skrifuð í stóru og nútímalegu timburhúsi í frumskógargarði á Sjálandi. Sigrún Davíðsdóttir heimsótti verðlauna- höfundinn Dorrit Willumsen og fræddist um vinnubrögð hennar og hvers vegna hún laðaðist að höfundinum, sem horfði bæði kven- og karlaugum á tilveruna. Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir Dorrit Willumsen Hún er lágvaxin, hnellin og dökkhærð, klædd hárauðri víðri og síðri peysu og þröngu pilsi nið- ur að hnjám, þar sem hún kemur gangandi að garðhliðinu. Garður- inn er í vetrarskrúða og jafnvel í þeim ham er hann þéttur og mikil- úðlegur. „Hann er næstum eins og frumskógur á sumrin og mað- urinn minn ræktar ýmsar sjald- gæfar jurtir,“ segir hún til skýr- ingar. Húsið er sérkennilegt timb- urhús, framhliðin er einn stór gluggi. Það hefur á sér firna nútí- malegt yfirbragð og hefur vaxið af viðbyggingum þau 26 ár, sem þau Dorrit Willumsen og maður hennar, Jess 0msbo leikrita- og ljóðskáld, hafa búið þarna. Þegar inn kemur blasir við stórt herbergi með borðstofuborði og eldhúsi í öðrum endanum. Alls staðar eru blóm, bækur og blöð og inni i aðliggjandi herbergjum er það sama að sjá. Þeim, sem kunna vel sig innan um bækur og blóm, hlýt- ur að líða vel hér í hlýlegri návist rithöfundarins. Hún er annars svolítið feimnisleg, en svarar fyrir sig fáum orðum af yfirlætislausri gaumgæfni og íhugulli yfirvegun. Dorrit Willumsen er fædd 1940 og fyrsta bók hennar, smásagna- safn, kom út 1965. Um feril sinn að skriftunum segir hún að alveg frá því hún fyrst vissi að það var til eitthvað sem hét að vera rithöf- undur, þá hafi hún ætlað sér það. „Ég byrjaði að skrifa sem krakki og gerði tilraunir til að skrifa skáldsögur í sumarfríinu, því mér fannst að það gæti ekki verið mikill vandi að skrifa eins og eina skáldsögu í höndunum á sex vik- um. En ég komst líka að því að svo auðvelt var þetta nú ekki.“ Hún segist alltaf hafa haft gaman að orðum og mikið velt þeim fyrir sér. Hún bjó með móð- ur sinni og yngri systur hjá ömmu sinni og afa á Norðurbrú og naut þess að hlusta á afa segja sögur, því hann var sagnamaður af guðs náð. „Það voru kannski ekki allar sögurnar hans jafn mikið við hæfi bama, en hann hafði þessa náð- argjöf að kunna að segja frá. Mig langaði líka til að kunna að segja frá, en ég var alltof feimin, svo það átti betur við mig að skrifa." Sögur afa fjölluðu um uppvöxt hans í Kaupmannahöfn, þar sem hann lærði til smiðs, þar til hann fór til sjós fjórtán ára og sigldi um árabil um allan heim, til Ástr- alíu, Afríku og Ameríku, lengi vel á enskum skipum. Svo lengi að hann varð á endanum ríkisfangs- laus. Þegar Dorrit Willlusen var tví- tug vann hún á skrifstofu og ákvað nú að láta skriftadrauminn rætast, svo í sumarfríinu leigði hún sér herbergi í Holte, norðan Kaupmannahafnar, og ritvél líka og hóf að semja skáldsögu. „Mér fannst ég hafa frá svo miklu að segja. Það er ekki að spyrja að þegar maður er tvítugur ... Ekki dugði sumarafríið þó til að ljúka bókinni og svo varð ég að skila ritvélinni, en hélt áfram í höndun- um og á endanum gat ég skilað pappírsstafla inn til Gyldendals. Þeir voru svo elskulegir að lesa hann í gegn og sögðu mér að þetta væri nú ekki skáldsaga, en yrði góð smásaga og ég skyldi halda áfram. Það varð mér mikil uppörvun að þeir skyldu sjá eitt- hvað í þessu, en ég var lengi að þessu því ég gat aldrei sest við skriftir fyrr en eftir að vinnunni lauk kl. 17. Ég beitti gagnrýninni og þessi stóri stafli varð á endan- um sex blaðsíðna smásaga, sem birtist í fyrsta smásagnasafninu mínu 1965.“ Tveir rithöfundar undir sama þaki Þegar fyrsta bókin kom út var hún gift og átti einn son og þau hjónin voru flutt frá Kaupmanna- höfn til Viby á Sjálandi, þar sem þau hafa búið síðan. Dorrit Will- umsen segir það algjöra tilviljun að hún skuli hafa gifst rithöf- undi. „Við hittumst í háskólanum, þar sem ég vann á skrifstofunni, en hann var við nám. Þegar hann bauð mér út vissi ég ekki að hann hafði þegar fengið gefið út ljóða- safn og hann vissi auðvitað ekk- ert um mínar áætlanir." Hún brosir að spurningunni um hvernig sambúð tveggja rithöf- unda sé. „Það er bæði gott og slæmt að báðir fáist við skriftir, en við skiljum minnsta kosti vel að maður vilji helst sitja við skrift- ir og ekkert annað. Það er kannski ekki sérlega gott þegar öðru geng- ur fjarska vel, en hitt hefur rekið í vörðurnar og fyllist eirðarleysi. Með tímanum lærist manni að slík tímabil koma, en þau ganga líka yfir.“ Hún segir þau vita hvað hitt sé með í takinu, en þau lesi ekki yfir hvort hjá öðru og maður- inn hennar las ekki bókina um Bang fyrr en hún kom út. Nú er sonurinn líka tekinn til við skrift- ir. Hann er 26 ára og fyrsta ljóða- bókin hans kemur út í vor. „í skriftum sínum líkist hann hvor- ugu okkar, en hann er þó líkur okkur að því leyti að við vissum ekkert um ljóðabókina fyrr en hún hafði verið samþykkt á forlaginu, en sannast sagna kom það okkur ekki á óvart að hann skrifaði." Það líður vart sá dagur að Dorr- it Willumsen setjist ekki við skrift- ir. „Það er það fyrsta sem ég geri, þegar ég vakna, eftir að hafa far- ið á fætur og fengið mér morgun- mat. Ég vinn svona framundir kl. eitt og svo aftur síðdegis, ef vel gengur." Með augum beggja kynja Danski rithöfundurinn Herman Bang hefur verið Dorrit Wilumsen kærkomin lesning síðan í mennta- skóla, segir hún, „og þetta gamla dálæti mitt á honum hefur aldrei dofnað. Örlög hans voru dramatísk og hrífandi. Hann var hugrakkur og vissi ekki hvað það var að gefast upp. Hann reyndi fyrir sér sem leikari, en þegar það gekk ekki gerðist hann leikstjóri. Hann var óvenju fjölhæfur blaðamaður, svo það er óhætt að segja að hann hafi haft fjarska margt til brunns að bera.“ En Bang veitti Willumsen ekki aðeins tækifæri til að kafa í áhugaverð örlög, heldur einnig að takast á við áhrifamikið efni. „í þessu formi, skáldsögu í ævisögu- formi, gafst mér tækifæri til að sökkva mér niður í ást milli karl- manna, sem á þessum tíma var refsiverð. Þa'ð er í sjálfu sér ekki aðeins ást milli karlmanna, sem heillar mig, heldur þeir erfiðleik- ar, sem slík sambönd ollu. Þeir urðu að fela ást sína. Bang gætti þess að brenna öllum bréfum, sem hugsanlega innihéldu eitthvað í þessa átt, og það eru til heimildir um að hann hafi af mikilli tillits- semi sagt þeim, sem sendu honum bréfin, að hann hefði brennt þau. Hann talaði aldrei um að hann hneigðist að körlum, en í öllu sínu hátterni kom það glögglega fram. Sem Ieikstjóri var hann sérlega góður í að segja konum til, því hann hreifst af því að leika kven- hlutverk og fyrir ungar leikkonur var hann nánast hættulega seið- andi. Samtímamönnum hans duld- ist ekki hveijar kenndir hans voru og það eru til skopmyndir af hon- um og vinum hans úr samtíma blöðum og umsagnir, sem benda greinilega til þessa.“ En einmitt af því að ást af þessu tagi var bannorð er heldur ekki vitað nákvæmlega hvers konar sambönd Bang átti við þá menn sem voru nánir vinir hans, segir Dorrit Willumsen. „í endurminn- ingum sínum lætur vinur hans Christian Houmark eins og sam- band þeirra hafi verið mjög dramatískt og segist hafa verið ástfanginn af Bang, sem hafi vís- að honum á bug. Houmark líkti eftir Bang og lætur eins og hann hafi líka átt erfiðan föður og fal- lega móðir. Annar vinur Bangs var leikarinn Fritz og um hann var sagt að mörgum árum eftir að sambandi þeirra lauk hafi enn mátt merkja áhrif Bangs á hann.“ Dorrit Willumsen segir engan vafa á að Bang hafi verið gríðar- lega heillandi maður, sem hafði sterk áhrif á þá, sem hann um- gekkst. „Hann hafði svo margar hliðar og var ákaflega aðlaðandi. Margar konur áttu í honum trúnaðarvin og meðal bréfa til hans eru mörg frá konum. Hann varð líka ástfangin í konum, eins og ungfrú Ferslew, þegar hann var ungur. Hún var hugrökk ung kona á þeim tímum þegar það var ekki talin sérlega kvenleg dyggð og það var vísast ekki síst það sem hann hreifst af.“ Á okkar tímum myndi líf Bangs hafa verið snöggtum öðru vísi, segir Dorrit Willumsen. „Hann hefði ekki þurft að halda aftur af ást sinni til annarra karlmanna og hefði getað skrifað um hana eins og hann lysti. Það hefði ör- ugglega fært honum frelsi og hamingju, því eins og hann lýsti sjálfur þá leit hann á lífið með augum beggja kynja.“ Einnig fjár- málin hefðu verið honum auðveld- ari viðureignar nú á tímum, bend- ir Willumsen á, „því önnur eins eyðslukló og hann var væri ein- faldlega sett undir umsjón bank- ans“. Tími afa og ömmu var einnig tími Bangs Sagan um Bang er ekki sú fyrsta, sem Dorrit Willumsen hef- ur skrifað um persónur, sem hafa verið til, en hún hefur ekki áður skrifað um persónu, sem jafnmikl- ar heimildir eru til um. Hins vegar segist hún ekki gera neinn sér- stakan greinarmun á að skálda upp persónu með atriði úr eigin reynslu og nota persónu, sem hef- ur verið til. „Munurinn er kannski helst sá að maður fær söguþráðinn í kaupbæti, þegar persónan er raunveruleg, en þá er maður líka bundinn af honum og verður að fylgja honum svona nokkurn veg- inn.“ Sama er að segja um um- gjörðina og andrúmsloftið. „í bók- inni um Bang var það kostur að ég þekkti afa og ömmu vel, því þeirra tími var einnig tími Bangs. Ég þekkti Kaupmannahöfn þessa tíma vel úr frásögnum þeirra og vissi hvað það var að vera þjón- ustustúlka, sendill eða stofustúlka á þessum tíma.“ Glíman við Bang fól líka í sér sérstaka erfiðleika, því að svo margir þekkja verk hans og hafa í huga sér eigin mynd af honum og til eru svo margar sögur af honum.„Erfiðasti hjallinn voru bækur hans, sem ég held svo mik- ið upp á, og því vildi ég svo gjarn- an að það sem ég skrifaði yrði svona nokkurn veginn gott. Svo vissi ég líka að bókin yrði lesin af fólki, sem finnst það eiga verk hans ekki síður en ég. Og allir gagnrýnendurnir hafa sín sér- stöku tengsl við Bang. En hver og einn getur haft sína mynd af Bang, því það er úr nógu að moða í hans ævi og örlögum. Ég bregð upp minni mynd af Bang og mín mynd er aðeins sú, sem í mínum huga er sú rétta ...“ f Norræna húsinu Dorritt Willumsen er gestur á danskri bókmenntakynningu í Norræna húsinu á morgun, laug- ardag klukkan 16. Þar mun hún. lesa úr bók sinni og svara spurn- ingum. Heimur Guðríðar til Snæ- fellsness LEIKRITIÐ Heimur Guðríðar - Síðasta heimsókn Guðríðar Símonardóttur í kirkju Hall- gríms eftir Steinunni Jóhann- esdóttur verður sýnt á Snæ- fellsnesi. Ólafsvíkurkirkja verður 30 ára á árinu og verður afmæl- is kirkjunnar minnst með ýmsum hætti í tónlist, söng og töluðu orði. Sunnudaginn 16. mars veður leikritið Heim- ur Guðríðar sýnt í Ólafsvíkur- kirkju. En mánudaginn 17. mars verður sýning í Grund- arfjarðarkirkju. Sýningarnar hefjast kl. 20.30 bæði kvöldin. Silkimálun í Sneglu listhúsi í GLUGGA rauðmálaðs húss á horni Grettisgötu og Klapp- arstígs í Reykjavík þar sem Snegla listhús er staðsett stendur nú yfir kynning á textílverkum Þuríðar Dan Jónsdóttur. Verkin sem kynnt eru að þessu sinni eru öll máluð á silki. Þuríður útskrifaðist úr tex- tíldeild Myndlista- og hand- íðaskóla íslands 1985. Hlaut styrk úr sjóði Pamelu Bre- ment Sanders við Haystack Mountain school of art and Crafts, í Bandaríkjunum sum- arið 1986. Kynningin stendur til 24. mars. Snegla er opin virka daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 10-14. Burtfararpróf í Grensás- kirkju TÓNLEIKAR verða haldnir á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík í Grensáskirkju iaugardaginn 15. mars kl. 17. Tónleik- arnir eru burtfarar- próf Krist- ínar Lárus- dóttur sellóleikara frá skólan- um. Krist- inn Örn Kristinsson leikur með á píanó. Á efnis- skrá eru Svíta nr. 3 í C-dúr fyrir einleiksselló BWV 1009 eftir J.S. Bach, íslensk þjóð- lög í útsetningu Hafliða Hall- grímssonar, Kol Nidrei op. 47 eftir Max Bruch og Sónata nr. 3 í A-dúr op. 69 fyrir píanó og selló eftir L.v. Beethoven. Aðgangseyrir er kr. 300. Kvikmynda- sýningar fyrir börn DÖNSK barna- og ijölskyldu- mynd, Otto er et næsehom, verður sýnd í Norræna húsinu sunnudaginn 16. mars kl. 14. Kvikmyndin er með dönsku tali og er byggð á sögu eftir Ole Lund Kirkegaard. Aðgangur er ókeypis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.