Morgunblaðið - 18.01.1998, Page 4

Morgunblaðið - 18.01.1998, Page 4
4 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 11/1-17/1 ► YFIRSKATTANEFND var harðlega gagnrýnd á ráðstefnu um skattamál á föstudag og var því haldið fram að nefndin hefði ítrek- að virt jafnræðisreglu að vettugi á kostnað skattborg- ara. Fram kom að lögum samkvæmt ætti nefndin að vera óháð en á því Iéki mik- ill vafi. Davíð Oddsson for- sætisráðherra sagði undir- búning hafinn að skipan umboðsmanns skattgreið- enda. ► FERÐ samgöngunefndar Alþingis í boði samgöngu- ráðherra til Brussel í byijun vikunnar, þar sem nefndin kynnti sér breytingar á starfsumhverfi fjarskipta í heiminum, var greidd af Landssíma íslands og ís- landspósti. ► FRAMBOÐSLISTI sjálf- stæðismanna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjóm- arkosningar hefur verið ákveðinn. Átta efstu sæti listans verða skipuð í sam- ræmi við úrslit prófkjörs og í níunda sætinu verður Guð- rún Pétursdóttir, forstöðu- maður Sjávarútvegsstofn- unar HÍ. ► VIGDÍSI Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta íslands, hefur verið falin for- mennska Alþjóðaráðs um siðferði í vísindum og tækni, sem mun starfa á vegum UNESCO, Menning- ar- og vísindamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. ► VERÐ á tóbaki hefur hækkað um þriðjung um- fram almennar verðhækk- anir á sfðustu sjö árum. í nýlegri athugun Þjóðhags- stofnunar kemur fram að 10% raunverðhækkun tó- baks á ári leiðir til 4,5% samdráttar í neyslu á mann á sama túnabili. Sjúklingar geymi reikninga sérfræðinga INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur beint því til sjúklinga að geyma reikninga frá sérfræðingum sem ekki eru á samningi við Tryggingastofnun ríkisins. Reikn- ingarnir verða greiddir þegar samið hefur verið við sérfræðinga og munu greiðslumar miðast við samninga. Enginn árangnr í sjómannadeilu VIÐRÆÐUR í sjómannadeilunni hafa tafist vegna klofnings sjómanna en rík- issáttasemjara hefur ekki tekist að fá fulltrúa sjómannasamtakanna til að koma að sameiginlegu borði. Enn er þannig um tvær deilur að ræða, annars vegar deilu Sjómannasambandsins og Farmanna- og fiskimannasambandsins við útgerðarmenn og hins vegar deilu Vélstjórafélagsins við útgerðarmenn. Enginn árangur varð af stuttum fundi sjómanna og útgerðarmanna hjá ríkis- sáttasemjara á fóstudag. Næsti fundur er boðaður á þriðjudag. N or ður álssamningar til sjö ára UNDIRRITAÐUR hefur verið kjara- samningur Norðuráls hf. og samninga- nefhdar stéttarfélaga væntanlegra starfsmanna við álverið á Grundar- tanga og gildir hann til sjö ára. Meðal nýmæla í samningnum er að Norðurál mun greiða í séreignadeildir lífeyris- sjóða samkvæmt fyrirmælum hvers starfsmanns og nemur framlag fyrir- tækisins um 4% á móti 1% framlagi launþegans, til viðbótar skylduiðgjaldi í lífeyrissjóði. Þá er miðað við að starfs- menn hætti störfum í lok þess árs sem þeir verða 62 ára. Suðurskautsfaramir komnir heim SUÐURSKAUTSFARARNIR Ólafur Öm Haraldsson, Haraldur Örn Ólafs- son og Ingþór Bjarnason komu heim á miðvikudag en þeir komust gangandi á Suðurskautið heilu og höldnu á nýárs- dag. Veður tafði heimferðina. Færeyingar vilja skaðabætur RANN SÓKNARSKÝRSLA um að- draganda yfirtöku Færeyinga á Færeyjabanka var birt á fóstudag og er hún sögð áfellisdómur fyrir dönsk yfirvöld. Ríkisstjóm Pouls Nyrup Rasmussen vísaði hins vegar í fyrra- dag á bug að hún bæri ábyrgð á mál- inu. Rasmussen viðurkenndi þó að Færeyingar hefðu verið hlunnfamir og sagði að þeir hefðu ástæðu til að vænta bóta frá Dönum. Viðbrögð færeyskra leiðtoga við birtingu skýrslunnar vom varfæmisleg, en Edmund Joensen, lögmaður Færeyja, sagði að illa hefði verið með Færeyinga farið og lét í Ijós þá skoðun sína, að eðlilegt væri að Færeyingar fengju tveggja milljarða danskra króna skaðabætur vegna málsins. Þá sagði hann að eftir væri að ákveða hvort farið yrði í mál gegn Dönum og þá hvort málshöfðun yrði á hendur stjóminni eða Den Danske Bank. Kreppan í Asíu segir til sín í Evrópu FJÁRMÁLAKREPPAN í Asíu tók nýjan kipp í byrjun vikunnar er gengi verðbréfa í Hong Kong tók dýfu og órói var viða í kauphallarviðskiptum. Vonast er til að boðaðar efnahagsum- bætur í Indónesíu snúi þróuninni við. Þá urðu ný teikn um að efnahagur Suður-Kóreu sé kominn yfir versta hjallann til að draga úr áhyggjum áhrifamestu seðlabankastjóranna, sem funduðu í Sviss um aðstoð við Asíurík- in og áhrif asísku kreppunnar á efna- hagslíf heimsins. Er hún þegar tekin að hafa neikvæð áhrif á hagvaxtarhorf- ur í Evrópu þar sem ljóst er að útflutn- ingur frá Evrópu til Ásíu mun minnka. ► FUGLAFLENSAN á lík- lega upptök sín í Hong Kong en ekki Kína, sagði sérfræðingur Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar (WHO) á fóstudag. ► DEILT var um Dreyfus- málið og þrælahald í Frakklandi fyrir 150 árum á franska þinginu á fimmtudag. Hægrimenn kröfðust afsagnar Lionels Jospin forsætisráðherra, sem sagði hægrimenn hafa stutt þrælahaldið og verið andvíga því að sýkna Al- fred Dreyfus. Boðaði Jospin afsökunarbeiðni í næstu viku. ► í ÞEIM tilgangi að draga úr umferðarslysum hafa norsk umferðaryfirvöld lagt til að ungir ökumenn fái fyrst eftir bflpróf ekki að aka að nóttu til. ► SJO ár voru í gær frá upphafi Persaflóastríðsins og af því tilefni hótaði Saddam Hússein íraksfor- seti að hætta samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar um vopnaeftirlit nema efna- hagslegum refsiaðgerðum gegn írak yrði aflétt. írak- ar stöðvuðu starf vopnaeft- irlitshópa SÞ á þriðjudag og héldu þeir frá Bagdad á föstudag. Rússar Ieituðust við að miðla málum í vik- unni en spenna vex og stefndu Bretar t.a.m. flug- móðurskipinu Invincible tii Persaflóa. Bruni í gömlu timburhúsi í innbænum á Akureyri Gamalt íbúðarhús stórskemmdist Morgunblaðið/Kristján ÍBÚÐARHÚSIÐ í Lækjargötu 6 á Akureyri er nær ónýtt eftir bruna í gærmorgun. Akureyri. Morgunblaðið. GAMALT íbúðarhús í innbænum á Akureyri stórskemmdist í bruna snemma í gærmorgun. Slökkvilið Akureyrar var kallað að Lækjar- götu 6 skömmu eftir klukkan 5 en þá var mikill eldur á fyrstu hæð í tvílyftu bárujámsklæddu timbur- húsi með risi. íbúar og gestir í hús- inu, um 10 manns, komust út af sjálfsdáðum og sluppu án meiðsla en einn slökkviliðsmaður brenndist lítillega í andliti við slökkvistarfið. Aðeins þrír slökkviliðsmenn voru á vakt og þar sem tveir þeirra voru í sjúkraútkalli er brunaútkallið barst fór aðeins einn slökkviliðsmaður af stöðinni strax á staðinn á slökkvibíl. Hinir tveir komu svo fljótlega, auk þess sem fleiri slökkviliðsmenn voru kallaðir út á fleiri bflum. Mikill eldur á fyrstu hæð Jón Knutsen varðstjóri kom fyrstur slökkviliðsmanna á staðinn og sagði hann að þá hefði verið mik- ill eldur á fyrstu hæðinni og logað út um glugga að norðan og um úti- dyr að sunnan, auk þess sem eldur var sjáanlegur í báðum herbergjum að austan. Eftir að rúður sprungu á fyrstu hæðinni komst eldur aðeins í gluggakarma á annarri hæð og þak- skegg. Slökkviliðsmönnum tókst þó að verja efri hæðimar. Jón sagði slökkvistarf hafa geng- ið mjög vel en hann taldi neðri hæð hússins ónýta, auk þess sem efri hæðimar skemmdust af sóti og reyk. „Það tók okkur um 20 mínút- ur að ná tökum á eldinum og eftir um eina og hálfa klukkustund vor- um við orðnir nokkuð ömggir.“ Um 20 slökkviliðsmenn tóku þátt í aðgerðinni og vom notaðir þrír dælubflar, birgðabfll og körfubíll slökkviliðsins. Eldsupptök em óljós en málið er í rannsókn. Mikið um langvar- andi háls- bólgu TALSVERT hefur verið um langvarandi hálsbólgu meðal ft)úa á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur og segja heilsugæslulæknar aðsókn hafa farið mjög vaxandi á heilsugæslustöðvar. Pestir hafi tek- ið að stinga sér niður um jólin og nú séu áberandi bæði öndunarvegasýk- ingar og flensa með háum hita. Læknamir lögðu áherslu á að fólk leitaði til lækna með yngstu bömin vegna veikinda sem hugsan- lega þyrftu meðhöndlunar við, ekki væri rétt að skýra alla kvilla sem flensu. Gerður Jónsdóttir, yfirlæknir á heilsugæslustöðinni í efra Breið- holti, segir að talsvert hafi borið á vírushálsbólgu eða hálsbólgu af völdum streptókokka, einnig barka- bólgu og að RS víms hafi stungið sér niður hjá ungbömum. Einnig inflúensa með háum hita og ljós- fælni. Hún segir að venjan sé að meðhöndla streptókokkasýkingar með penisillíni vegna hugsanlegra fylgikvilla þótt þeir séu reyndar mun sjaldgæfari nú orðið en áður. Gerður vildi meina að fremur lítið hefði verið um pestir í vetur en í desember virtist sem þær hefðu aukist talsvert og í kjölfar þeirra væri oft meira um eymabólgur hjá ungum bömum. Atli Amason, yfirlæknir heilsu- gæslunnar í Grafarvogi, sagði að það sem væri óvanalegt nú væm streptókokkasýkingar og þær væri nauðsynlegt að meðhöndla. Þær væm fyrr á ferðinni en áður, hefðu oftast ekki komið fyrr en voraði. Hann sagði óvanalegt loftslag í nóv- ember og desember geta átt þátt í þessu og þurrt og kalt loftið nú geta framkallað auknar öndunarfæra- sýkingar. Hann sagði hálskvilla ekki síst leggjast á þá sem hefðu enn hálskirtla, þeir væm móttæki- legri en aðrir. Morgunblaðið/RAX Grásleppur tvær ENN eru nokkrar vikur í grá- sleppuvertfðina. Það er jafnan ekki fyrr en í febrúar eða mars sem grásleppan fer að hrygna á gmnnslóð og grásleppukarlar leggja fyrir hana net. En hrogn- kelsin, sem bókin íslenskir fiskar segir að haldi sig á reginhafi hluta úr árinu en komi upp á grunnmið til að hrygna si'ðari hluta vetrar og fyrri hluta vors, eru farin að nálg- ast hrygningarstöðvamar. Grá- sleppumar tvær sem horfast í augu á myndinni komu í nótina hjá Kára Guðbjömssyni og félögum hans á Aðalbjörgu 2 RE. Bókabúð á netinu http://www.mm.is Laugavegl 18 • Sfml 515 2500 • Síðumúla 7 • Sfmi 510 2500 Ailar Mtkttr tw i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.