Morgunblaðið - 18.01.1998, Side 24

Morgunblaðið - 18.01.1998, Side 24
24 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ -4 1 _____________EVRÓPUMÁL________ Kanadasamningurinn stærsta mál EFTA eftir EES Morgunblaðið/Kristinn KJARTAN Jóhannsson: Með fríverzlunarsanmingiim EFTA er verið að opna möguleika fyrir Islendinga víða um heim. Starfsemi EFTA hefur orð- ið fjölbreyttari á síðustu ár- um þrátt fyrir fækkun í samtökunum, meðal annars með gerð fríverzlunarsamn- inga við fjölda ríkja. Olafur Þ. Stephensen ræddi við Kjartan Jóhannsson fram- kvæmdastjóra EFTA. KJARTAN Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Fríverzlunarsam- taka Evrópu, EFTA, áttiá föstu- dag fundi með Halldóri Ásgi-íms- syni utanríkisráðherra og íslenzk- um embættismönnum um starf samtakanna næsta hálfa árið, en Island tók við formennsku í EFTA um áramót. Morgunblaðið ræddi við Kjartan um starf EFTA, sem er mun fjöl- breyttara en fyrir nokkrum áram, þótt fækk- að hafi í hópi aðildarríkja. EFTA hefur skroppið saman á síðustu árum og áratugum og meirihluti ríkjanna, sem áður áttu aðild _að samtökunum, er nú í Evrópusam- bandinu. Island, Noregur, Sviss og Liechten- stein eru nú einu EFTA-ríkin. En hvaða máli skiptir EFTA í heimsviðskiptum og hvaða máli skiptir EFTA-aðildin ísland? „EFTA hefur talsvert vægi á heimsmæli- kvarða," segir Kjartan. „Þótt þetta séu aðeins fjögur lönd og þau hvorki stór né mannmörg, er hlutdeild EFTA í heimsviðskiptum 3,1%, sem er anzi drjúgt og stenzt vel samanburð við mörg miklu stærri ríki. EFTA hefur því þónokkra vigt og er að því leyti áhugaverður markaður og eftirsóttur samningsaðili fyrii- önnur ríki. EFTA er að mínum dómi ágætt tæki fyrir aðildarlöndin til að sækja hagsmuni sína í viðskiptamálum. Það er sérstaklega styrkur að því fyrir litla þjóð að vera í hópi með öðrum og vera þannig hluti af samtökum, sem hafa þónokkra vigt.“ Fríverzlunarsamningar opna framtíðarmöguleika EFTA hefur á undanförnum árum gert þrettán fríverzlunarsamninga; við tíu væntan- leg aðildarríki ESB í Austur-Evrópu, Tyrk- land, Kýpur og ísrael. Kjartan segir að gerð þessara samninga, eins og ýmislegt annað í starfi EFTA, sé miðuð við lengri framtíð. „Mér sýnist að íslendingar séu að sækja út fyrir landsteinana og ég er sannfærður um að þeir muni gera það í vaxandi mæli. Það er ver- ið að opna möguleika fyrir íslendinga á ýms- um svæðum og stöðum. Það er mikilvægt fyrir einhæft atvinnulíf eins og á íslandi að eiga marga möguleika, því að sveiflur geta orðið í aðstæðum í mismunandi heimshlutum og þá þarf að beina viðskiptum þangað, sem hag- stæðast er hverju sinni.“ í umræðum um EES-samninginn á sínum tíma héldu ýmsir andstæðingar hans því fram að samningurinn myndi takmarka möguleika íslands til að gera fríverzlunarsamninga við önnur lönd og svæði. Kjartan segir að þeir spádómar hafi augljóslega reynzt rangir; þvert á móti séu enn fleiri möguleikar að bæt- ast við. „Þegar ég byrjaði í þessum málum 1989 höfðum við engan EES-samning, bara einn fn'verzlunarsamning við Evrópubanda- lagið. Við höfðum enga samninga við önnur lönd en Evrópubandalagslöndin. Nú erum við komin með EES-samning, þrettán fríverzlun- arsamninga og samstarfssamninga við sjö lönd og svæði, sem væntanlega leggja grunn að fríverzlunarsamningum síðar meir. En það, sem er mest spennandi og langstærst, er möguleikinn á samningi við Kanada. Kanadísk stjómvöld hafa lýst yfir pólitískum vilja til að koma á fríverzlun við EFTA og ráðherrar EFTA-landanna hafa tekið undir það. Nú lendir það á íslandi sem formennskulandi að koma þessu af stað. Þetta mál er það stærsta, sem komið hefur á borð EFTA - sérstaklega ef það lukkast - síðan EES samningurinn var gerður." Kanadasamningurinn leið inn í fríverzl- unarsamstarf N-Atlantshafsríkja Evrópusambandið hefur á dagskrá að efla fríverzlun við Norður-Ameríku og hugmyndir hafa verið settar fram um Fríverzlunarsvæði Norður-Atlantshafsríkja, TAFTA. Aðspurður hvort fríverzlunarsamningur við Kanada geti auðveldað EFTA-ríkjunum aðild að slíku sam- starfi, segir Kjartan að slíkur samningur geti orðið til þess að brjóta ísinn. „EFTA-löndin hafa látið í ljós áhuga á að vera með í viðræð- um ESB við Bandaríkin og Kanada en það hefur ekki tekizt. Það, sem er að gerast varð- andi Kanada, kemur því í staðinn fyrir og til viðbótar við slíkt samflot, því að enn er ekki komin á nein fríverzlun yfir Atlantshafið. Það gæti hent sig að EFTA yrði á undan Evrópu- sambandinu í þeim efnum. En það er áfram áhugi á því hjá EFTA að gera eitthvað sam- hliða og samsvarandi þessum samskiptum ESB og NAFTA-ríkjanna.“ Kjartan bendir á að EFTA hafi nú komið á sambandi við svæðisbundin viðskiptasamtök í fleiri heimshlutum; MERCOSUR í Suður-Am- eríku, ASEAN í Suðaustur-Asíu og samtök Persaflóaríkja. „Þetta þýðir útvíkkun á hlut- verki EFTA og hvemig samtökin haga starf- semi sinni,“ segir hann. Áhyggjur af smæð EFTA í EES-sam- starfinu óþarfar Tíma- og mannfrekasta verkefni EFTA er rekstur EES-samningsins. Kjai’tan segir að svo virðist sem þær áhyggjur, að EFTA væri orðið svo lítið að Evrópusambandið gæti stigið ofan á það, hafi verið ástæðulausar. „Við höf- um yfirleitt getað ráðið fram úr þeim málum, sem verið hafa erfið viðfangs. Þau hafa kannski verið lengi á dagskrá, en á endanum hafa menn getað fundið viðunandi niðurstöðu. Eg er t.d. sannfæi’ður um að bæði í laxamálinu og gasmálinu hefur það verið mikill styi’kur fyrir Noreg að hafa EES sem vettvang og tæki til að koma sínum sjónarmiðum á fram- færi við ESB. Enn hefur ekki reynt á EES- samninginn í eins stórum málum, sem varða íslenzka hagsmuni." Kjartan segist þeirrar skoðunar að EFTA- ríkjunum hafi tekizt að nýta þá möguleika, sem EES-samningurinn gefí, til að hafa áhrif á mótun ákvarðana Evrópusambandsins um nýjar reglur, sem taka gildi á öllu efnahags- svæðinu. „Við erum komin inn í 300 nefndir á vegum Evrópusambandsins, þar sem við get- um komið sjónarmiðum okkar á framfæri. Við höfum í auknum mæli snúið okkur að því að semja álit um lög og ákvarðanir, sem ei’u á leiðinni, og eins stefnumótandi pappíra Evr- ópusambandsins. Við höfum lært að nýta okk- ur samninginn og erum að þróa hann. Sam- stai’fið virðist geta gengið nokkuð vel.“ Aðspurður um þau áhrif, sem breytingar á Evrópusambandinu og ákvarðanatöku þess vegna Maastricht- og Amsterdam-samning- anna hafi haft á samstai-fið við EFTA, segir Kjartan að enn hafi ekki komið upp nein vand- kvæði af þeim sökum. „I Amsterdam-samn- ingnum eru ákvæði um aukin áhrif Evrópu- þingsins á ákvai’ðanatöku. Við eigum eftir að átta okkur á hvernig það kemur út. Sumir halda því fram að þetta muni jafnvel gera okk- ur auðveldara íyrir, því að þingið sé nær sjón- armiðum EFTA-landanna en framkvæmda- stjórnin. Við eigum þó eftir að í’áða fram úr því hveniig við komum sjónarmiðum okkar þar á framfæi’i þegar við þurfum á að halda, með áhrifaríkari hætti en við gerum núna.“ Nóg verkefni árformennsku- timabili Islands Spurður um mikilvægustu verkefni EFTA á nýhöfnu formennskutímabili íslands segir Kjartan samningaviðræðurnar við Kanada efstar á blaði. „Svo eru fleiri fríverzlunai’- samningar, sem lítur út fyrir að komist vel áleiðis, við Túnis, Kýpur og heimastjórn Pa- lestínumanna. Einnig lítur út fyrir að unnið verði að því að koma á samstarfi við litlu ríkin við Persaflóa. Þau hafa sýnt áhuga á því og að minnsta kosti eitt EFTA-landanna, Sviss, á þar mikilla hagsmuna að gæta. Það er því nóg af verkefnum, sem þarf að stýra og koma áleiðis. A EES-sviðinu er þetta allt að komast í fastari farveg. Þar þurfum við þó að leggja vinnu í að greina betur áhrifin af Amsterdam- samningnum og af stækkun Evrópusam- bandsins til austurs. Jafnframt þarf að leggja grunn að því hvemig þurfi að standa að sam- tölum við Evi’ópusambandið um stækkunina í framtíðinni. EFTA-i-íkin hafa sótt nokkuð stíft að fá að- ild að svokallaðri Evrópuráðstefnu ESB, sem á að fjalla um stækkunina, og því verður áreið- anlega áfram haldið að ESB, að það sé eðlilegt og sjálfsagt að við séum aðilar að henni. En það er svolítil tilhneiging hjá sumum Evrópu- sambandsríkjum að vera með lokaðan hóp. Mín skoðun er hins vegar sú að ESB eigi einmitt að laða að sér ýmsa, sem standa utan þess, til dæmis EFTA-i-íkin, til að taka þátt í ráðstefnum og stefnumótun af þessu tagi.“ Hæg afgreiðsla á EES-málum Kjartan segir að óhætt sé að segja að ísland hafi staðið sig vel í stai-fsemi EFTA á seinni ár- um, en hlutfallslega stærri hluti staifseminnar hefur hvílt á herðum Islendinga vegna fækkun- ar aðildarríkja. „Það eru alltaf einhverjir hnöki-ar. Ég hef tií dæmis gert það að Umræðu- efni í þessari heimsókn minni að afgreiðsla EES-mála, sem þurfa að fara í gegnum þingið, sé ekki alltaf eins greið og fljót og hægt væri að óska sér, hvernig sem á því stendur. Ég skal ekki segja hvort ábyrgðin á því liggur hjá í’áðu- neytunum eða þinginu. En á heildina litið stendur Island sig vel og hefur teflt fram góðu fólki í EFTA,“ segir Kjartan Jóhannsson. r r Utsalan hefst á morgun • Utsalan hefst á morgun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.