Morgunblaðið - 18.01.1998, Síða 33

Morgunblaðið - 18.01.1998, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1998 33 í HJALMAR RAGNAR HJÁLMARSSON + Hjálmar Ragnar Hjálmarsson var fæddur á Kambi í Deildardal í Skaga- firði 3. mars 1931. Hann lést 10. janúar síðastliðinn á Land- spítalanum. Hann var sonur hjónanna Hjálmars Pálssonar, f. 3. mars 1904, d. 15. aprfl 1983, og Steinunnar Hjálmarsdóttur, f. 11. júní 1905, d. 15. júlí 1942. Systkini Ragn- ars eru: Guðrún, f. 23. desember 1928, maður henn- ar Hjálmar S. Sigmarsson, f. 24. aprfl 1919, þau eiga tíu börn, tuttugu og átta bamabörn og sjö barnabarnabörn. Páll Ágúst, f. 22. desember 1929, kona hans S. Erla Jónsdóttir, f. 19. júlí 1931, d. 10. nóvember 1997. Þau eiga þrjú börn, sjö barnabörn og eitt barnabarnabarn. Guðfinna Ásta, f. 9. ágúst 1932, maður hennar er Pétur Kúld Ingólfsson, f. 2. októ- ber 1928. Þau eiga einn son og fimm barnabörn. Þóranna Krist- ín, f. 12. aprfl 1936, maður hennar er Láms Hafsteinn Lárus- son, f. 15. desember 1940, þau eiga þijú börn og sjö barnabörn. Hulda, f. 28. september 1938, maður hennar er Þórarinn G. Andrews- son, f. 27. mars 1937, d. 15. aprfl 1990, þau eiga þijú börn og fimm barnabörn. Skarphéð- inn, f. 30. september 1940, kona hans er Linda Steingrímsdótt- ir, f. 19. nóvember 1946, eiga þau saman tvo syni og eitt barnabarn. Hinn 15. aprfl 1960 kvæntist Ragnar Bjarneyju Sigurðardóttur, f. 17. október 1938. Þau eignuðust sex syni. 1) Sigurður, f. 5. septem- ber 1958, d. 14. september 1958. 2) Sigurður Hjálmar, f. 12. september 1960. Fyrrverandi kona hans er Hanna Halldórsdóttir, f. 31. júlí 1961, þau eiga þijú börn: Heru, f. 5. febrúar 1980, Láru, f. 5. desem- ber 1985, og Núma, f. 20. maí 1987. 3) Haraldur, f. 18. maí 1962, kona Þegar Ragnar Hjálmarsson er allur rifjast óneitanlega upp hjá mér góðar minningar um viðfelldinn samferðamann. Það er ekki langt síðan hann lagði hönd að verki ótrauður sem jafnan fyrr. En svo skjótt getur illvígur sjúkdómur lagt mann að velli að sá sem fyrir stuttu síðan sá örugg handtök hans stend- ur orðlaus og undrandi. En við brottför vinar verður efst í huga þakklæti fyrir aðstoð við verkefni, skemmtilegar samræður þar sem alvara og gaman áttu samleið. Og svo margt, svo margt. Segja má að við Ragnar höfum þekkst alla tíð. Það var ekki svo ýkjalangt á milli heimila okkar í Skagafirðinum. Ti-yggð hans við æskuheimilið var mikil og vænt þótti mér um að sjá þegar hann og hans fólk réðst í að byggja þar upp og lagfæra. Þegar Ragnar fluttist suður hafði hann lært iðn, trésmíði, sem varð hans lífsstarf. Þá urðu samfundir okkar strjálli en þó alltaf nokkrir. Eftir að við hjónin fluttum á höf- uðborgarsvæðið endurnýjuðust þessi kynni og urðu náin. Hjálpsemi hans við okkur var slík að aldrei verður fullþakkað. Þegar við þurft- um að „byggja og bæta“ og ég van- búinn til stórræða eftir slys var hann okkur sú aðstoð sem alltaf var hægt að treysta á. Við Margrét kveðjum góðan vin og samúð okkar er með öllum hans aðstandendum. Gunnar Baldvinsson. Fyrstu kynni okkar Ragnars voru þegar ég var barn, aðeins rúm- lega eins árs. Þá komuð þið og feng- uð mig lánaða í hálft ár, vegna þess að þið voruð ekki búin að komast yf- ir sorgina vegna andláts frumburð- ar ykkar. Seinna fæddust ykkur fimm dásamlegir synir, sem allir lærðu hjá þér og vinna við fyrirtæk- ið ykkar, Kamb hf. Elsku frændi, frá þeirri stundu þegar ég var hjá þér bundumst við sterkum böndum æviiangt. Þú varst ávallt svo einlægur og hjáipsamur. Eg á svo margar yndislegar minn- ingar, þær sem fyrst koma upp í hugann eru þegar þú komst norður í heimsókn með fjölskylduna þína, þá var glatt á hjalla. Einnig vikan sem þið Pranon voruð hérna að vinna hjá mér. Það var svo gaman að sjá þig vinna. Þú varst svo glaður, kapps- fullur og nákvæmur við þitt fag. Húsasmíðar lærðir þú aðeins 18 ára gamall hjá Skarphéðni Pálssyni frá Gili, föðurbróður þínum, og vannst við þá iðn alla tíð. Þú áttir hlut í sum- arbústað norðm' í Skagafirði, en það er Kambur, æskuheimili ykkar hans er Kristín Þóra Sigurðar- dóttir, f. 2. júlí 1963. Þau eiga þijá syni, Árna Mar, f. 18. janúar 1979, ívar Örn, f. 9. júlí 1985, Sigurð Ragnar, f. 17. janúar 1987. 4) Höskuldur, f. 20. janúar 1964, kona hans er Marta Gígja Ómars- dóttir, f. 7. júní 1964, dóttir þeirra er Bjarney, f. 8. október 1996. Fyrrverandi kona hans er Hanna Guðrún Kristinsdóttir, f. 24. ágúst 1966. Börn þeirra eru: Höskuldur Þór, f. 13. september 1984, Vera Dögg, f. 2. maí 1988. 5) Hörður, f. 19. desember 1965, kona hans er Guðfmna Hulda Hjálmarsdóttir, f. 30. janúar 1961, synir þeirra eru Alexander, f. 5. október 1985, og Mikael, f. 27. september 1987. 6) Ragnar Reyr, f. 10. desember 1972, kona hans er Jantra Phosri, f. 30. nóvember 1975. Ragnar og Bjarney slitu sam- vistir 1982. Eftir það stofnaði Ragnar heimili með tveimur yngstu sonum sfnum, Herði og Ragnari Reyr, á Bröttukinn 14, Hafnarfirði, þar sem hann bjó alla tíð síðan. Árið 1993 kynntist Ragnar eftirlifandi eiginkonu sinni Pranom Mankanest, f. 17. ágúst 1953, þau giftu sig 24. sept- ember 1994. Utfór Hjálmars Ragnars fer fram frá Víðistaðakirlgu á morg- un, mánudag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. systkinanna, áttir þú þar bestu stundir ævi þinnar. Þar gastu sinnt áhugamáli þínu, veiðinni, og varst þú mjög fiskinn. Þú áttir fleiri áhuga- mál, þá vil ég nefna brids, þú kepptir oft á mótum. Hestamennskan var líf þitt og yndi og áttir þú marga góða reið- hesta. Lífsgleði þín var einstök og er það mjög mikið áfall fyrir alla að þú skyldir deyja svo fljótt. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Pranon, Siggi, Halli, Hössi, Hörður, Raggi og eigin- konur ykkar, börn og allir aðrir ættingjar, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Guð veri með ykk- ur. Guðrún Hjálmdfs Hjálmars- dóttir og fjölskylda. INGIGERÐUR PÉTURSDÓTTIR + Ingigerður Pét- ursdóttir fæddist á Sauðárkróki 21. desember 1931. Hún lést á heimili dóttur sinnar í Garðabæ 7. janúar síðastliðinn og fór útfór hennar fram frá Sauðárkróks- kirkju 17. janúar. Ætti ég hörpu hljómaþýða, hreina mjúka gígjustrengi, orti eitt skagfirsku góðskáldanna á öldinni. Lag Péturs Sigurðs- sonar við þetta ljóð og mörg önnur hljómuðu oft í stofu Vindheima- hjóna þar sem þau Gæja tóku á móti gestum sínum með mikilli hlýju og mikilli gleði. Það hafa ýmsir tekið til þess hve Skagfirð- ingar taka hiklaust móti innflytj- endum í héraðið, þeim er boðið heim, kannske er hópurinn bættur með nokkrum söngelskum ná- grönnum og svo er slegið upp veislu, söngveislu, sérstaklega ef hljóðfæri er á bænum. Það var gott að vera nágranni Vindheima- hjóna og tilhlökkunar- efni að koma þar hvort sem veisla var í vænd- um eða sest var yfir kaffibolla í eldhúsinu. Við Lækjarbakkafeðg- ar áttum okkar Vind- heimadag sem var 21. des., það var afmælis- dagur mæðginanna, Gæju og Sigga, og oft fór Jói í Stapa með út að Vindheimum meðan við bjuggum í Tungusveit. Þar var sungið með orgelinu, skrafað og skeggrætt, stökur fæddust, sumar dóu en aðrar fengu stað í vísnabók Gæju og tíminn gleymdist gjör- samlega. Gleði, söngur og risna voru fylginautar húsfreyjunnar á Vindheimum og margar stundir eru minnisstæðar frá samveru- stundunum. Síðustu 12 árin hefur lengst veg- ur milli heimkynna okkar, en stundum hafa leiðir legið saman svo sem á söngkvöldi í Reykjavík fyrir allmörgum árum og enn var tekið iagið. Það er vorfagurt á Vindheimum og það var eins og vorið byggi með húsfreyjunni þar. Hún átti sitt hús undir bláhimni. Guð blessi hana. Ingi Heiðmar Jónsson, Starri Heiðmarsson. Formáli minningargreina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útfór hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í grein- unum sjálfum. t Faðir okkar og bróðir, MAGNÚS EINARSSON frá Hvammi, í Vestmannaeyjum, búsettur lengst af í Virginiu, USA. lést þriðjudaginn 13. janúar sl. í USA. Jarðarförin hefur farið fram. Victor Gísli Einarsson, Monica Katherine Einarsson Buesser, Sigríður M. Einarsdóttir, Björg Einarsdóttir Pétursson, Villa María Einarsdóttir, Einar Einarsson, tengdabörn og barnabörn. t Elskulegur faðir okkar, HARALDUR GÍSLI BJARNASON, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 16. janúar. Fyrir hönd annarra vandamanna, Guðjón Haraldssson, Bjarnfríður Haraldsdóttir, Ólöf Haraldsdóttir. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SKÚLI SIGURBJÖRNSSON fyrrv. leigubílstjóri á Hreyfli, Grensásvegi 56, sem andaðist sunnudaginn 11. janúar sl. verður jarðsunginn frá Grensáskirkju þriðju- daginn 20. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Minningarsjóð Odds á Reykjalundi. Ingibjörg Bergmann, Sigurður Skúli Skúlason, Dröfn Guðmundsdóttir, Gústaf Adolf Skúlason, Ólöf Baldursdóttir, Hallfríður Skúladóttir, Magnús Björnsson, Kjartan L. Pálsson, Jónína Kristófersdóttir, Herborg Pálsdóttir, Sigurður Páll Tómasson. t Útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMANNS Þ. GUNNARSSONAR, Suðurgötu 104, Hafnarfirði, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 20. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Þrúður Júlíusdóttir, Nanna Sigrfður Guðmannsdóttir, Halldór Guðmundsson, Konkordía Svandís Guðmannsd., Guðmann Steingrímsson, Þórunn Sigurbjörg Guðmannsd., Magnús Rúnar Runólfsson, Gunnar Guðmannsson, Guðrún Ósk Sigurðardóttir, Júlíus Herpert Guðmannsson, Lára Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, SIGURÐUR G. HAFLIÐASON, Háaleitisbraut 41, Reykjavík, verður jarðsunginn frá kirkju Óháða safnaðar- ins þriðjudaginn 20. janúar kl. 10.30. Vigdis Sigurðardóttir, Ární Guðmundsson, Hafdfs Sigurðardóttir, Guðfinna Júlíusdóttir, Bjarni Júlfusson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.