Morgunblaðið - 18.01.1998, Síða 50

Morgunblaðið - 18.01.1998, Síða 50
50 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1998 MORGTJNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM komið á það stig að ekki verður aftur snúið og upp úr sambandinu slitnar. í skjóli ofbeldisfullrar næturinnar er Paz svo orðin skot- spónn leigubílstjóraklíkunnar og verður hún að berjast fyi'ir lífi sínu og jafnft-amt reyna að fá kærastann aftur á sitt band. Carlos Saura er fyrir löngu bú- inn að skapa sér nafn sem einn þekktasti kvikmyndaleikstjórinn í Evrópu. Ferill hans spannar orðið þrjá áratugi og á hann að baki jafn margar kvikmyndir sem handrits- höfundur og/eða leikstjóri, og hef- ur hann unnið til fjölda verðlauna fyrir margar mynda sinna. Saura er fæddur árið 1932 og á námsár- unum í Madrid vaknaði áhugi hans á ljósmyndun, og ekki leið á löngu þar til hann var orðinn at- vinnumaður í faginu. Arið 1953 hóf hann nám í kvikmyndagerð og þá með leikstjórn sem aðal- fag, og kenndi hann um skeið bæði leikstjórn og handritsgerð. Fyrstu kvikmyndina í fullri lengd gerði Saura árið 1959 og var hún valinn til keppni á kvikmyndahá- tíðinni í Cannes. Síðan hefur hann unnið til fímm verðlauna í Cannes, fímm gullbirni og tvo silfur- birni hefur hann unnið á kvik- myndahátíðinni í Berlín og tvisvar hafa myndir hans verið tilnefndar til óskarsverðlauna. Árið 1986 var hann gerður að heiðursfélaga kvikmyndaakademíunnar í Hollywood. Meðal þekktra mynda sem Saura hefur gert er Carmen, sem hann gerði 1983, og sópaði sú mynd að sér verðlaunum um víða veröld. Sigurvegarinn (The Winner)*-kVz Mynd um heppni í spilum en óheppni í ástum sem er prýði- lega komið til skiki af góðum leikhópi. Leikstjórinn Alex Cox hefur greinilega ákveðnar hug- myndir um hvernig á að kvik- mynda ieikrit og heppnast sum- ar en aðrar ekki. Á milli góðs og ills (The Devil’s Ownj-k-k'/i Prátt fyrir hræðilegan írskan hreim frá Brad Pitt er ‘þetta prýðileg mynd sem leggur frek- ar áherslu á fjölskyldudrama en skothvelli og sprengingai’. KOLJA litli reynir við hljóð- færið eins og nýi fósturpabbi hans. KoUa (Kolya)kk** Fullkomin kvikmynd um pipar- svein í Prag sem situr uppi með lítinn dreng eftir að hafa gifst rússneskri konu gegn greiðslu til að geta eignast Trabant. Iðnaðarborg (City of Industry)kkk Harvey Keitel og Stephen Dorff kljást í spennumynd sem ein- kennist af rólegheitum og klókindum. Þessi er öðruvísi. Á snúrunni (Gridlock’d)kk- k Tom Roth og Tupac Shakur sýna okkur á glettinn hátt að það er ekkert sældarlíf að vera dópisti sem vill komast meðferð. KVIKMYNDIR/ Háskólabíó hefur tekið til sýninga nýjustu mynd spænska leik- stjórans Carlosar Saura, Taxi, en hún fjallar um hóp leigubílstjóra sem láta til sín taka í skjóli nætur, Bílstjórar í vígahug . - ' .ri - ■ > - -. .v"; - ÁSTARSAMBANDI Paz og kærasta hennar er stefnt í voða þegar í ljós kemur hvað hann aðhefst á nóttunni. KLIKA leigubflstjóra eyðir nóttunni í að hreinsa göturnar af óæskilegum ruslaralýð. Góð nxvndböiid ÞAÐ er ekki alltaf auðvelt að vera einstætt foreldri í New York. Góður dagur (One Fine Dayfkk Gamaldags, rómantísk, fyndin og krúttleg gamanmynd með fal- legu leikurunum Michelle Pfeif- fer og George Clooney sem verða ástfangin regnvotan dag einn í Nýju Jórvík. Hamsun (Hamsun)kk k 'A Stórgóð og átakanleg mynd um nasistaaðdáun norska Nóbel- skáldsins Knut Hamsun. Max von Sydow er frábær eina ferð- ina enn sem skáldið og Ghita Nörby sem eiginkonan þjáða. Fyrsta árásin (Jackie Chan’s First Strike) kkV.2 Aðdáendur Jackie Chan geta séð þennan ótrúlega áhættuatriða- mann sparka í allar áttir. Mynd þar sem gallarnir auka skemmt- anagildið. Fangaflug (ConAir)kkk Alræmdustu illmennum Amer- íku er saman safnað í eina flug- vél og þá er hætta á ferðum! Ala- bamalúðinn sem Nicolas Cage leikur bjargar öllu. Jude (Jude)kkk Falleg og einstaklega dramatísk mynd sem gerist á seinustu öld og fjallar um ungt fólk sem berst fyrir réttinum að fá að vera þau sjálf. Christopher Eccleston og Kate Winslet í aðalhlutverkum. NÝJASTA mynd spænska leik- stjórans Carlosar Saura hefst sem hefðbundin saga um árekstra milli kynslóða, þ.e. unglingsstúlkunnar Paz og foreldra hennar, en fljót- lega verður sagan að harmleik þegar unga stúlkan verður ást- fangin. Líf hennar fer nefnilega í rúst þegar hún kemst að því að bæði kærastinn og faðir hennar tilheyra klíku leigubílstjóra sem eyða nóttinni í það að hreinsa göt- urnar af því sem þeir telja óæski- legan ruslaralýð, þ.e. útlendinga sem eru svo ógæfusamir að ferð- ast í leigubílum þeirra. Þegar kærastinn reynir allt hvað hann getur að sanna raunverulega ást sína á Paz er líf þeirra hins vegar CARLOS Saura ásamt aðalleikurunum í Taxi. Frumsýning

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.