Morgunblaðið - 18.01.1998, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 18.01.1998, Qupperneq 36
36 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1998 MINNINGAR MGRGUNBLAÐIÐ t Maðurinn minn, ÞORVALDUR GUÐMUNDSSON forstjóri, verður jarðsunginn frá Hailgrímskirkju þriðjudaginn 20. janúar kl. 13.30. Ingibjörg Guðmundsdóttir. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLA EINARSDÓTTIR, Dalbraut 27, áður Leifsgötu 14, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju mánu- daginn 19. janúar kl. 13.30. Svava og Ólafur Methúsalemsson, Bryndís og Jón Þór Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir og þlessunaróskir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, RAGNHEIÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR Hrafnistu, Reykjavík, áður til heimilis á Kaplaskjólsvegi 60. Vilborg Sigurðardóttir, Sigurður Hermannsson, Ásthildur Sigurðardóttir, Sigmundur Arthúrsson, Ásdís Sigurðardóttir, og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and- lát föðursystur okkar, mágkonu og uþþeldis- systur, INGIBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR frá Nautabúi, Mávahlíð 40, Reykjavík. Bogga Sigfúsdóttir. Sigurður Sigfússon, Stefanía Sigfúsdóttir, Ingvi Sigfússon, Svanlaug Pétursdóttir, Ingibjörg Kristjánsdóttir. * t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARIE TUVNES THORODDSEN, dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við hjúkrunar- og starfsfólki á dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafnar- firði fyrir frábæra og hlýja umönnun. Anna Thoroddsen, Sverrir Sigmundsson, Bjöm Thoroddsen, Margrét Linda Gunnlaugsdóttir, Sigurður Thoroddsen, Sigrún Magnúsdóttir, Þórdís Thoroddsen, Jón B. Jónasson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför GUNNARS HJÖRVAR. Systkyni og aðrir aðstandendur. SIGRÍÐUR KRISTÓFERSDÓTTIR + Sigríður Kristó- fersdóttir fædd- ist í Reykjavík 11. apríl 1945. Hún lést á heimili sínu í Reykja- vík 9. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guð- björg Jónsdóttir, f. 25.5. 1914, og Kristó- fer F. Jónsson, f. 10.11. 1903, d. 2.2. 1961. Systkini henn- ar eru: Jón Hilmar Þórarinsson, f. 22.4. 1938, Guðlaug Krist- ófersdóttir (Lilla), f. 21.11. 1940, maki hennar er Ni- els J. Hansen, Jónína Kristófers- dóttir (Nanna), f. 12.10. 1942, maki hennar er Kjartan L. Páls- son, Ingólfur Kristófersson, f. 25.3. 1955, maki hans er Hildur Guðmundsdóttir. Sigríður giftist Ásgeiri Berg tílfarssyni, f. 16.3. 1944, d. 27.4. 1983. Þau eignuðust þijú börn, þau eru: 1) Guðbjörg, f. 23.5. 1964, maki hennar er Matthías Oddgeirsson, eiga þau tvö börn, Ásgeir Berg og Sigríði Birnu. 2) Kristófer, f. 7.7. 1967, maki hans er Kolbrún Ósk Alberts- dóttir, eiga þau þrjú börn, Val- þór Atla, frisi Ósk og Bryndísi Rut. 3) Berglind, f. 28.1. 1970, maki hennar er Óm- ar Andrés Gunnars- son, eiga þau tvö börn, Sigríði og Jón Hilmar. Eftirlifandi eigin- maður Sigríðar er Benedikt Benedikts- son, f. 16.4. 1945. Hann varð ekkju- maður árið 1982. Börn hans frá fyrra hjónabandi eru tvö: 1) Laufey, 2. 23.9. 1964, maki hennar er Tómas Tómasson, eiga þau þrjú börn, Tómas Aron, Hauk og Erlu Mjöll. 2) Benedikt, maki hans er Rut Þorgeirsdóttir, eiga þau tvö börn, Ástrós Erlu og Benedikt. Samtals áttu Sigríður og Bene- dikt tólf barnabörn. Sigríður var ein af stofnend- um kvennadeildar Taflfélags Reykjavíkur og fyrsti formaður hennar. Hún starfaði við versl- unarstörf og stofnaði tísku- verslunina Ritu í Eddufelli 2, Reykjavík sem hún rak í fimmt- án ár eða þar til í haust að hún seldi hana. Útför Sigríðar fer fram frá Fossvogskapellu á morgun, mánudag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mig langar í örfáum orðum að minnast elskulegrar tengdamóður minnar sem lést langt fyrir aldur fram, aðeins 52 ára gömul. Mér er efst í huga þakklæti til hennar fyr- ir alla þá umhyggju og hlýhug sem hún sýndi okkur. Vér biðjum þig Drottinn að blessa þá hrjáðu, þú birtir oss syndugum mátt þinn á jörð. Lát náðarsól rísa, veg þeim öllum vísa er villir fóru leið, hafa týnt sinni hjörð. Þú leiðir oss, Drottinn, að lindunum hreinu, þú ljósið þitt kveikir við himnanna stól. Um tíma þó syrti, þá brátt aftur birtir, þú breiðir út þinn faðm og veitir oss skjól. Vér flytjum þér lofgjörð, þú líknar og græð- ir og léttir oss göngu í stormanna klið. Frá ánauð og helsi gef hjörð þinni frelsi, þín hjálp er jafnan nær. Ó, Guð veit oss frið. Veit oss þinn frið. (C.H. Gabríel - Lárus Halldórsson.) Elsku Sigga, yndisleg minning um þig lifir í hjarta okkar allra. Þín tengdadóttir Kolbrún Ósk Albertsdóttir. Elskuleg tengdamóðir mín, Sig- ríður Kristófersdóttir, er látin. Sigga fékk lausn frá löngu og ströngu veikindastríði aðfaranótt 9. janúar síðastliðinn. Ég kynntist Siggu á erfiðu tíma- skeiði í lífi hennar. Hún hafði skömmu áður misst eiginmann sinn með sviplegum hætti og þurfti ein að leiðbeina þremur bömum í gegnum stormasöm unglingsárin. A sama tíma var Sigga að byggja upp lítið fyrirtæki af dugnaði og eljusemi. Þessum stóru verkefnum skilaði Sigga með miklum sóma. Börnin hennar þrjú sem nú eru vaxin úr grasi, hafa komið sér áfallalaust fyrir í lífsbaráttunni og skila því sem Sigga kenndi þeim til bama sinna. Tískuverslunina Ritu, í Breiðholtinu, rak Sigga með mikl- um myndarskap og hafði sitt lífs- viðurværi af henni þar til yfir lauk. Fyrsta sambúðarár okkar Guð- bjargar bjuggum við í næsta stiga- gangi við Siggu í Möðrufellinu. Ekki var hægt að kvarta yfir ná- býlinu, alltaf var Sigga reiðubúin að koma til hjálpar ef á þurfti að halda, sem var ómetanlegt fyrir ungt fólk í upphafi búskapar. Son- ur okkar, Ásgeir Berg, naut þess svo sannarlega líka að vera fyrsta bamabamið hennar Siggu. Af ást og umhyggjusemi var allt látið eft- ir honum hans fyrstu ár. Seinna þegar við bjuggum erlendis, fjarri ættingjum og vinum, var alltaf beð- ið með eftirvæntingu ef von var á sendingum frá Siggu. Enginn varð fyrir vonbrigðum með það sem hún sendi af örlæti sínu um jól og af öðrum tilefnum. Á þessum ámm kynntist Sigga eftirlifandi manni sínum. Benni, sem einnig hafði misst sinn fyrri maka, var sólargeislinn í lífi henn- ar. Sjaldan sést eins mikil ást og umhyggja á milli maka, samræmd- ari hjón er erfitt að finna. Saman áttu Sigga og Benni fimm böm og tólf bamabörn sem með tímanum varð ein stór fjölskylda. Benni og Sigga vora hrókar alls fagnaðar hvar sem þau komu, með hlýju sinni og geislandi gleði vora þau aufúsugestir hvar sem þau komu. Ekki vora þau síðri sem gestgjafar, alltaf var vandað til bæði í mat og drykk og svo ekki sé talað um skemmtilegan tónlistar- flutning ef svo bar undir. Saman byggðu þau glæsilegan sumarbú- stað í Borgarfirðinum. Þar var þeirra sælureitur, þar sem þau eyddu sem flestum stundum bæði sumar og vetur. Þangað var alltaf gott að koma fyrir stóra jafnt sem smáa og eiga ánægjulegar gleði- stundir með þeim. Siggu á eftir að verða sárt saknað við þau tækifæri sem stórfjölskyldan hittist, þá sér- staklega við jól, á þorra og um verslunarmannahelgi. Mér er efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast Siggu. Mínar innilegustu samúðarkveðjur sendi ég öllum sem unnu henni. Blessuð sé minning hennar. Matthías Oddgeirsson. Með nokkkram orðum langar mig að kveðja mágkonu mína Sig- ríði Kristófersdóttur. Sigga var alla tíð mjög hrein og bein og ekk- ert gefið um óþarfa blaður eða skjall sem ekki kom beint frá hjart- anu. Hún kvaddi sjálf fólk án mik- illa umbúða eða með óþarfa fagur- yrðum og þannig vildi hún eflaust að hún sjálf yrði kvödd í hinsta sinn. Við það skal reynt að standa, en erfitt er að kveðja þessa miklu sómakonu án þess að hafa um hana fjölmörg fögur orð. Hún var í fáum orðum sagt stórkostleg kona - móðir - amma - vinur og félagi. Það vita allir sem kynntust henni á lífs- leiðinni. Siggu sá ég fyrst fyrir um 35 áram þegar ég kom í heimsókn til systur hennar Nönnu á Ný- lendugötu 15 a. „Hver ert þú og hvað ert þú að gera hér?“ spurði hún. Ég náði nú ekki að svara spumingunni því hún var rokin á stað. Hún var þá unglingur í Gaggó Vest og hafði þá strax um sig mikla hjörð fjörugra félaga. Hún var potturinn og pannan í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur, og gekk þar mikið á og uppátækin ótrúleg. Hún fór ekki neinar troðnar slóðir á þeim tímum. En þegar hún óx úr grasi og öll alvara lífsins tók við eins og að fara út á vinnumark- aðinn, stofna heimili og ala upp þrjú mannvænleg börn, var hún á réttum stað og skilaði því hlutverki með miklum glæsibrag eins og öllu öðra sem hún tók sér fyrir hendur um dagana. Sigga var ung þegar eiginmaður hennar Ásgeh- Berg Úlfarsson féll frá. Þá var hún með þrjú börn á skólaaldri og hafði nýlega opnað Tískuverslunina Rítu í Eddufelli. Ekki gafst mín kona upp þótt á móti blési. Hún hélt ótrauð áfram. Kom börnunum á legg og rak verslunina sína áfram af miklum dugnaði og eljusemi. Það var ekki fyrr en nú í haust, þegar séð í hvert stefndi, að hún sleppti stjórnar- taumunum af búðinni sinni og seldi hana. Þá hafði hún rekið hana í 15 ár. Hamingjan bankaði á dyrnar hjá Siggu þegar hún fyrir nokkram ár- um hóf búskap með skólabróður sínum úr Miðbæjarbarnaskólan- um, Benedikt Benediktsyni. Þau höfðu bæði misst maka sína nokkra áður. En forlögin komu þeim saman og mikil var hamingja þein-a. Þau vora nánast óaðskiljan- leg og máttu helst ekki hvort af öðra sjá. I Reykjavík áttu þau heimili að Möðrafelh 5, en í Borgarfirðinum byggðu þau saman sitt draumahús. Það var þeirra líf og yndi að dvelja þar og dytta að húsi og vinna í landinu. Það var hægt að ganga að þeim vísum þar nær allar helgar nánast árið um í kring. Á sumrin var ekki sleppt úr degi ef hægt var. Gestagangurinn var þar jafnan mikill enda naut fólk þess að koma til þeirra í heimsókn. Hápunktur slíki'a heimsókna var þegar hús- freyjan tók upp gítarinn sinn og hóf að spila og syngja. Þá var kátt í höllinni fögru í Borgarfírði. Það verður nú tómlegt þar eins og víða þar sem Siggga var og fór um. Hennar verður sárt saknað af aldr- aðri móður, bömum, bamabömum og fjölmörgum vinum og systkin- um. Sárastur verður missirinn þó ástvininum góða, honum Benna. Hún var honum allt og hann var henni allt. Hann vék ekki frá henni í veikindum hennar svo dögum skipti og gaf henni alla sína um- hyggju og ást. Það veit ég að Sigga hefur vitað um allt þar til lífslogi hennar slokknaði. Ég hefði viljað kveðja þessa mágkonu mína á annan hátt en með nokkram orðum á blaði. Hefði viljað þakka fyrir mig og mína, og þá sérstaklega fyrir konuna mína og systur hennar. Hún var henni mikill vinur og félagi. Þær töluðust við oft á dag og á þeirra vináttu féll aldrei skuggi. Vegna starfa minna erlendis get ég ekki fylgt þessari elskulegu mágkonu til grafar í dag. Ég kveð hana með söknuði eins og allir þeir sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga hana sem félaga og vin á lífsleiðinni. Vertu sæl vinkona. Kjartan L. Pálsson. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.