Morgunblaðið - 18.01.1998, Síða 40

Morgunblaðið - 18.01.1998, Síða 40
40 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Ferdinand Ég get eins vel sagt þér það Óttalegustu orð sem maður getur núna ... látið út úr sér: ... „Ég get eins vel sagt þér það núna“. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Besta bókin um geimrannsóknir í nærri fímmtíu ár Frá Reyni Eyjólfssyni: MANNAÐAR geimferðir til Mars hafa verið lengi á döfínni en ekkert orðið úr, aðallega vegna mikils kostnaðar. Oftast hefur verið gert ráð fyrir því að fyrst yi'ði byggð geimstöð á braut umhverfis Jörðu þar sem mikil og voldug Marsflaug yrði sett saman. Áætlun frá um 1990 gerði ráð fyrir að þetta fyrir- tæki myndi kosta um 450 milljarða dollara. í hittiðfyrra kom út bók í Banda- ríkjunum sem heitir The Case for Mars eftir geimflugs-verkfræðing að nafni Robert Zubrin. Par er gömlu áformunum lagt fyrir róða en stungið upp á beinu flugi til rauðu plánetunnar með gamal- reyndum eldflaugum á borð við Sa- turn V (USA) eða Energia-B (Rússland). Kostnaður við þetta yrði aðeins brot af fyrri áætlunum, eða 20-30 milljarðar dollara. Undirritaður hefur lesið mikið magn rita um stjörnufræði/geim- flug svo að segja frá blautu barns- beini og leyfir sér að fullyrða að bók Zubrins er besta alþýðlega fræðiritið um geimrannsóknir síð- an margfrægt verk Arthurs C. Cl- arkes, The Exploration of Space, kom út laust eftir 1950. Það er ekki vanþörf á að mannkynið fari að fást við ný og krefjandi verkefni til að komast út úr þeirri stöðnun, sem hefur orðið á síðari áratugum. Til dæmis hefur mönnum harla lítið miðað í áttina við að beisla kjama- samruna eða lækna krabbamein sl. 30 ár. Þetta stafar fyrst og fremst af miklu og sívaxandi skrifræði og afskiptasemi stjórnvalda, sem verkar eins og dauð hönd á alla ný- sköpun og framþróun. íslenskir áhugamenn geta stutt við bakið á Zubrin með því að kaupa bókina, t.d. af netinu (http://www.amazon.com eða http://www.magick.net/mars) og/eða gerast áróðursmenn fyrir geimrannsóknum með því að ganga í National Space Society (922 Pennsylvania Avenue SE, Washington DC 20003, USA) eða The Planetary Society (65 North Catalina Ave., Pasadena CA 91106-2301, USÁ). Árgjöld eru um 40 dollarar. REYNIR EYJÓLFSSON, Eyrarholti 6, Hafnarfirði. Er fríhafnarrekst- urinn í takt við jafnræðisreglur? Frá Halldóri Jónssyni: í SJÓNVARPINU á laugardags- kvöldið voru landslýð boðuð þau tíðindi, að nú gætu menn keypt sér gleraugu án virðisaukaskatts og tolla í nýrri gleraugnabúð á Kefla- víkurflugvelli. Maður þarf bara flugmiða og getur þar með sparað sér tugþúsundir í verði gleraugna, sem maður þarf annars að kaupa af innlendum gleraugnasölum. Það fylgdi ekki einu sinni sögunni hvort maður þarf að leggja flugið til út- landa á sig. Auðvitað á maður svo að greiða tollinn og vaskinn þegar maður kemur inn í landið aftur með gler- augun á nefinu. Og ef maður þarf að láta þjónusta þau síðar, þá getur maður hitt tollfría gleraugnasalann annarsstaðar. - Jamm. Þetta er mikil blessun fyrir landslýð allan, sem er auðvitað hundleiður á að borga þennan virð- isaukaskatt. Já og okrið á brenni- víninu, mar - Og tóbakinu, far- símunum, græjunum, - ,jú neim it“. Bara fara í flugstöðina, mar. Get ég ekki fengið að setja upp borð þama suðurfrá og fengið að selja ferðamönnum steypu án vsk? Þeir fá hana svo bara afhenta héma heima síðar, þegar þeir þurfa á henni að halda. Er ekki líka pláss fyrir Jóa í Bónus og Stöð2 þama? Þegar ég var strákur, þá var svo mikil hátíð að fara til útlanda, að maður setti á sig slifs og fór í spari- fötin. Fékk svo „flugvélabensín „ í vélinni og ódýrt að reykja. Þá vora Islendingar menn, lasm. Nú er ekkert fínt lengur að fara til útlanda og liðið fer á gallabuxum án tillits til sóma ættjarðarinnar. En flugvélabensínhefðin, hún er lífseig. Ennþá virðist okkur sjálf- sagt, að sigldir menn fá að kaupa sér tollfrítt brennivín og annan lúx- us án greiðslu á vsk. Skyldi þessi fríhafnarrekstur yf- irleitt vera í takt við þessar jafn- ræðisreglur sem pólitíkusamir era að fjasa um við hátíðleg tækifæei. En þeir eru ekki manna minnst á ferðalögum til þess að bjarga heim- inum eins og maður gat séð í ára- mótaskaupinu. Er ekki bara óþarfi að byggja við flugstöðina ef við leggjum niður þessa fríhafnarsýningu? Nú eða opnum frísvæði fyrir alla? Best væri áreiðanlega fyrir þjóðina, að Island væri frísvæði án allra tolla og neysluskatta, sem hvort sem er stuðla bara að svindli og undan- skotum. Ríkið getur sem best aflað sinna tekna á ótal aðra vegu. HALLDÓRJÓNSSON verkfræðingur. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.