Morgunblaðið - 18.01.1998, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 18.01.1998, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ CARREYí Lygaranum, alltaf vin- sæil á ís- landi. BEST sótta kvikmyndin á íslandi árið 1997 var Herra Bean eða „Mr. Be- an“ með Rowan Atkinson í titilhlutverkinu en ails voru seldir á hana 60.100 aðgöngumiðar. Hún er langvinsælasta mynd síðasta árs því næst á eftir henni og 10.000 miðum neðar kemur gamanmyndin Lygari lygari með Jim Carrey en Carrey er ákaflega vinsæll hér á landi og hef- ur átt mynd í efstu sætum metað- sóknarlistans mörg undanfarin ár: alls sáu 50.804 myndina hans. I þriðja sæti er síðan geimspaugið Svartklæddu mennirnir eða „Men in Black“ með Tommy Lee Jones og Will Smith en hana sáu 43.300 manns. Ein íslensk bíómynd er á listanum yfir mest sóttu myndir síð- asta árs, Perlur og svín Óskars Jón- assonar er í 19. sæti og sáu hana alls 21. 475. Vinsældir Beans má að nokkru skýra með því að hann er ágætlega vel kynntur hér á landi í gegnum fá- dæma vinsæla og skemmtilega gamanþætti sína í sjónvarpi. Bíó- myndinni var greinilega stefnt á ameríkumarkað, Bean sem yfírleitt er þögull sem gröfín talaði heil ósköp, en það tókst að halda öllum öðrum eðlisþáttum hans óbrengluð- um og myndin var fyrirtaks skemmtun. Atkinson hefur tekist að endurvekja látbragðskómedíur þögla skeiðsins með tiktúrunum í Bean, sem virkar eins og fimm ára Það kennir margra grasa á lista yfír mest sóttu kvikmyndir á Islandi á síðasta ári sem Arnaldur Indriðason hefur tekið saman en efst á honum trónir breski grínistinn Rowan Atkinson með sköpunarverk sitt, hrakfallabálkinn herra Bean. Mynd þessi var sú þriðja vinsælasta í Bandaríkjunum á síðasta ári. Vin- sælasta myndin vestra í fyrra var Svartklæddu mennirnir og hún var í þriðja sæti hér. Jones og Smith voru brattir agentar dularfullrar geimverustofnunar í Bandaríkjun- um og áttust við útgeimskvikindi af ýmsu tagi, sem komið höfðu hingað til jarðar hulin hinum almenna borgara en mjög ljós agentunum Jones og Smith. Barry Sonnenfeld stýrði myndinni og heppnaðist að vekja áhuga almennings einkum með tölvubrellum en öflug markaðs- sókn spilaði líka inní. Gamall og mjög ástkær kunningi íslendinga hafnaði í fjórða sæti list- ans þótt hann kæmi í bíóin mjög undir lok 1997 (hann er enn í fullum gangi). Alls sáu tæp 38.000 manns nýjustu Bondmyndina, „Tomorrow Never Dies“ á síðustu vikum ársins. Var enda um hressilega Bondmynd að ræða sem sækir stórkostlega fjartæðukennt plott sitt aftur til gömlu, góðu Bondmynda Gold- fingers og Blofelds. Fólk virðist sætta sig mjög vel við Brosnan í hlutverkinu og það er ekki að sjá annað en að Bond eigi enn langlífi íyrir höndum. Þriðja breska mynd- in á listanum yfir tíu best sóttu myndir síðasta árs er kannski óvæntasti smellurinn af þeim öllum. Með fullri reisn eða „The Full Monty“ gerir út á góða hugmynd um verkamenn í Bretlandi sem sjá ekki aðra leið út úr atvinnuleysinu en að skemmta á kránum heima hjá sér með nektardansi. Hugmyndin gekk upp í skemmtilegri úrvinnslu með verulega góðum hópi leikara í hlutverki dansaranna. Með fullri reisn er ein af best heppnuðu mynd- um bresku bylgjunnar svokölluðu en hin síðari ár hafa ódýrar, bresk- ar myndir vakið feikna athygli um heiminn. Hún sýnir að það þarf ekki 200 milljónir dollara til þess að búa til gott bíó. Alls sáu hana 34.300 manns hér á landi. Þegar bomir eru saman metsölu- listarnir í Bandaríkjunum og á ís- landi kemur í ljós að þeir eru ekki svo mjög ólíkir fremur en vanalega. Fimm myndir eru sameiginlegar og ein af þeim er tryllirinn „Face/Off“ eftir Hong Kong leikstjórann John SMITH, Rip Torn og Jones í MIB, þriðju vinsælustu myndinni. krakki í líkama fullorðins manns. Brandararnir komu á færibandi og féllu greinilega í kramið. Jim Carrey er annar brandara- kall sem Islendingum geðjast vel að. Tæplega 51.000 manns sáu hann leika óforbetranlegan lygara eða öllu heldur mann sem vildi ljúga en var ekki fær um það. Carrey hefur alltaf notið sérstaklega mikilla vin- sælda hér og það ætti engum að koma á óvart þótt mynd hans sé svo ofarlega á listanum. Það skiptir engu hverju hann leikur í, hann er alltaf metsöluefni hjá íslendingum. mest 0. sotta ROWAN Atkinson sem herra Bean var vinsælastur í kvik- myndahúsunum á íslandi á síð- myndin asta an 1.BEAN 60.100 51.025 3. Svartklæddu mennirnir (Men ln Black) 43.300 4. Tomorrow Never Dies 37.996 5uMeðTullri reisn (The Full Monty) 34.300 6. Face/Off 30.625 7. Horfinn heimur (Lost Worid) | 29.300 '-x—'.-f.- ....■ 1 w t 'Iv"l'i* 1. 111 yt's'lL/ 8. Fangaflugið (ConAir) 9. Brúðkaup besta vinar míns 10 .SpaceJam 1L USKur (Scream) 27.817 13. Lausnargjaldið (Ransom) 25.047* 15. Forsetavélin (Air Force One) \ 24.309 l 23.231 16. Enski sjú ijúklingurinn (The Englii J 22.700 English Patient) 17. The First Wives Club 18. Fimmta höfuðskepnan 121.570 í (The Fifth Element) ] 21.500 j 21.475 20. Hringjarinn (rá Notre Dame 120.748* to Loose) 21. Engu aðtapa 119.107 19. Periurogsvín 22. Rómeó Julia 23. Herkúles 18.400 18.309 D R E I F I N G I i Háskólabíó I I ísl. kvikm.samst. I I Laugarásbíó I l Samfilm I I Skífan I I Stjörnubíó Aausnargjaldið (Ransom) var frumsýnd jólin 1996. Alls komu 40.054 að sjá hana. Hringjarinn frá Notre Dame var einnig fmmsýnd um jól 1996. Alis komu 28.238 að sjá hana. 25. Stjórnustríð (Slar Wars) 26. Samsæriskenning 27. JerryMcGuire 28. Leyndarmál o 29. Leífturhraði 2 D^lmgurinngte 31. Ladyand the Trami 32. Austin Powers 33. Undirföbku flaggi sed2 Samt manns. CAGE og Travolta í „Face/Off“ en hana sáu rúm 30.000

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.