Morgunblaðið - 07.11.1998, Síða 26

Morgunblaðið - 07.11.1998, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Salan margfölduð á þremur árum Sæmark selur sjávarafurðir fyrir fjóra milljarða króna á þessu ári SALA á sjávarafurð- um á vegum Sæmarks hf. hefur aukist veru- lega á síðustu árum og hefur andvirði seldra afurða farið úr 550 milljónum árið 1995 í 3,5 milljarða það sem af er þessu ári. í ljósi aukinna umsvifa Sæ- marks hf. hefur verið ákveðið að endurskoða skipulag fyrirtækisins. Nýr framkvæmda- stjóri, Halldór G. Eyj- ólfsson, hefur verið ráðinn til þess að ann- ast yfirstjóm félagsins, en hann hefur undan- farið starfað sem framkvæmda- stjóri Fiskverkunar Kristjáns Guð- mundssonar hf. Kjartan Ólafsson mun gegna starfi framkvæmda- stjóra sölumála. Sæmark hf. er í hópi 10 stærstu útflytjenda landsins. Fyrirtækið hefur verið í eigu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. frá því í árs- lok 1994 og annast það kaup og sölu sjávarafurða frá aðilum sem ekki eru samningsbundnir SH. Félagið selur ekki einvörðungu frosnar af- urðir heldur einnig ferskar, niður- lagðar og saltaðar. Fara þær á alla hefðbundna mai-kaði fyrir sjávaraf- urðir frá Islandi. Umsvif fyrirtæk- isins og sala hafa aukist verulega á síðustu árum. Arið 1995 seldi félag- ið sjávarafurðir fyrir um 550 milljónir króna og starfsmenn voru 4, salan var einn milljarð- ur árið 1996 og 2 millj- arðar árið 1997. Það sem af er árinu 1998 er salan orðin 3,5 millj- arðar króna og stefnir í 4 milljarða allt árið, starfsmenn eru 10. Nýr framkvæmda- stjóri ráðinn Halldór G. Eyjólfs- son er 32 ára verk- fræðingur. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum við Hamra- hlíð árið 1986 og lauk BS-prófi í vélaverkfræði frá Háskóla Islands árið 1990. Hann lagði síðan stund á rekstrarverkfræði við Danmarks Tekniske Hojskole þaðan sem hann útskrifaðist árið 1992. Eftir að Halldór kom heim úr námi starfaði hann hjá Samstarfsnefnd atvinnu- rekenda í sjávarútvegi á árunum 1992-1994. Árið 1994 hóf hann störf hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna þar sem hann starfaði til 1998 sem deildarstjóri markaðsdeildar. Hall- dór hefur undanfarið starfað sem framkvæmdastjóri Fiskverkunar Kristjáns Guðmundssonar hf. Hall- dór er giftur Sólveigu H. Sigurðar- dóttur lyfjafræðingi og eiga þau eitt barn. Halldór G. Eyjólfsson Fjórir sviptir leyfi FISKISTOFA svipti fjóra báta veiðileyfi tímabundið í október. Þar af var einn bátanna sviptur tvíveg- is. Emir BA 29 var sviptur veiði- leyfi 6. október vegna afla umfram heimildir. Báturinn fékk leyfið að nýju daginn eftir eftir að afla- marksstaða hans hafði verið lag- færð. Þann 21. október var Ernir sviptur veiðileyfi á ný af sömu ástæðu. Vegna ítrekaðs brots fær báturinn ekki veiðileyfi á ný fyrr en tveimur vikum eftir að aflamarks- staða hefur verið lagfærð. Auk þessa báts voru bátarnir Meta VE 8, Vonin SU 36 og Tryllir GK 600 sviptir veiðileyfi vegna afla umfram heimildir. Veiðileyfi fæst að nýju þegar aflamarksstaða hefur verið lagfærð. Það hefur þegar ver- ið gert hjá Trylli, sem fékk leyfið á ný þriðja október. Ljósmynd/Snorri Snorrason Smáey VE breytt NÝVERIÐ lauk breytingum og almennum endurbótum á Smáey VE frá Vestmannaeyj- um. Verkið var unnið hjá Stáli hf. á Seyðisfirði. Skipið var lengt um 3 metra og er nú 28,9 metra langt. Einnig var sett ný ljósavél í skipið, gerðar breytingar á milli- dekki og innréttingar fyrir áhöfn endurnýjaðar. Þá var fiskilest skipsins breytt þannig að nú komast í hana 110 kör sem bætir gæði o g bætt aflans til muna. Þess má einnig geta að í fyrstu veiði- ferð eftir breytingarnar fékk Smáey VE fullfermi á aðeins tveimur sólarhringum en skipið var þá að veiðum suður af landinu. Fá bara sfld í flottrollið SÍLDVEIÐISKIPIÐ Beitir NK fékk um 200 tonn af sfld í flottroll í Héraðsflóa í fyrrinótt. Að sögn Sig- urjóns Valdimarssonar, skipstjóra, er sfldin prýðisgóð og talsvert að sjá af henni á svæðinu. Hann segir sfld- ina hinsvegar liggja nokkuð djúpt og því ekki í færi fýrir nótaskipin. Engin síldveiði hefur verið í nót síðustu daga. Húnaröst SF leitaði meðfram suðurströndinni og Aust- urlandinu í fyrrinótt en fann ekk- ert. Skipið var í gær komið til hafn- ar á Hornafirði þar sem útbúa á skipið á tveggja báta trollveiðar ásamt Jónu Eðvalds SF. Gert er ráð fyrir að skipin haldi til sfldveiða efth- helgi. Tveggja báta troll hafa lítið verið reynd við sfldveiðar hér við land en hafa gefið góða raun við veiðar á uppsjávarfiskum erlendis. Síldin stendur djupt og ekkert næst í nótina og mun írskur skipstjóri vera skip- stjórunum innan handar í fyrstu veiðiferðinni. Hættir fyrir vestan Ekkert skip er nú á sfldveiðum vestur af Snæfellsnesi en þar fann hafrannsóknaskipið Arni Friðriks- son talsvert magn af sfld fyrr í vik- unni. Þrjú skip, Arnþór EA, Ant- ares VE og Oddreyrin EA, hafa verið á svæðinu síðustu daga en voru öll á austurleið í gær. Arnþór EA landaði um 150 tonnum af sfld á Akranesi á miðvikudag og sagði Sævar Ingvarsson, stýi’imaður, í samtali við Morgunblaðið í gær að skipin hafi ekkert kastað í þrjá daga. „Það er töluvert að sjá af sfld en hún er ekki í veiðanlegu ástandi og það er hæpið að það veiðist mik- ið í nót úr þessu. Það hefði örugg- lega verið hægt að ná meira af sfld fyrir vestan hefðu menn skoðað svæðið fyrr í haust. Það veit enginn hvenær hún kom á þetta svæði en það bendir allt til þess að hún hafi verið þar í nokkurn tíma. Engu að síður er gott að vita af sfldinni þarna, að hún sé yfirhöfuð til. Það kemur að því fyrr eða síðar að hún kemst í veiðanlegt ástand en því miður veit nú enginn hvenær það nú verður," sagði Sævar. Fjórðungur aflans til vinnslu LANDK) OG ORKAN Sýndar eru myndir Ragnars Axelssonar Ijósmyndara Morgunblaðsins af svæðum sem gætu farið undir virkjanir, samkvæmt áætlunum, sem gerðar hafa verið. Einnig eru sýndar samanburðarmyndir þar sem fyrirhuguð uppistöðulón og mannvirki hafa verið teiknuð inná. Myndirnar á sýningunni eru til sölu. Nú hefur samtals verið landað um 33 þúsund tonnum af sfld á yfir- standandi vertíð. Þar af hafa tæp 25 þúsund tonn farið til bræðslu, rúm 5.600 tonn til söltunar og rúm 1.500 tonn til frystingar. Mest hef- ur verið landað hjá SR-mjöli hf. á Seyðisfirði, tæpum 8 þúsund tonn- um og um 3.500 tonn hafa borist til Síldarvinnslunnar hf. á Neskaup- stað. Heildarkvóti vertíðarinnar er 89.540 tonn og því er nú 56.620 tonn eftir af kvótanum. Ertu með brjóstsviða? Þá hjálpar SILICOL Komið og sjáið hálendi Islands meó augum Ragnars Axelssonar. Fæst í apótekum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.