Morgunblaðið - 07.11.1998, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 07.11.1998, Qupperneq 69
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 69 KONUR af Tsemaí-þjóðflokki í Eþíópíu í sínu fínasta skarti. Kristniboðsdagurinn 1998 Erindi um sjálfseyð- ingu krabba- meins- frumna DR. KRISTINN P. Magnússon, sérfræðingur á rannsóknarstofu ís- lenskrar erfðagreiningar, heldur erindi laugardaginn 7. nóvember um sjálfseyðingu ki-abbameins- frumna sem hann nefnir: Hvernig er hægt að fá krabbameinsfrumur til að fremja sjálfsmorð? Erindið verður flutt á Lynghálsi 1 og hefst kl. 14. Að því loknu verður opið hús þar sem gestum gefst kostur á að skoða rannsóknarstofur Islenskrar erfðagi’einingar. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. I erindi sínu mun Kristinn fjalla um hvernig skrifað stendur í erfða- efni hverrar einustu frumu í mannslíkamanum að hún skuli eyða sjálfri sér. „Á degi hverjum er milljónum frumna eytt úr líkaman- um með því að koma af stað nokk- urs konar sjálfsmorðsforriti. Þannig losar líkaminn sig við frum- ur sem hafa lokið hlutverki sínu. Frumum er m.ö.o. fórnað fyrir heildina, sjálfa lífveruna. Krabba- mein er í raun einræktun á eigin- gjömum frumum sem hafa hætt að sinna vefjasérhæfðu hlutverki sínu og hafa á einn eða annan hátt „slökkt" á sjálfsmorðsforriti sínu. Þegar erfðaefni frumna verður fyr- ir skemmdum eins og t.d. þegar húðfrumur verða fyrir of mikilli út- fjólublárri geislun, þá vakna ýmsir „húsverðir" af dvalanum og taka til sinna ráða,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Kristinn P. Magnússon, lauk BS- gráðu í líffræði 1983 og starfaði síð- an við rannsóknir og sem aðstoðar- kennari við Háskóla Islands. Frá árinu 1990 starfaði hann við sam- eindalíffræðirannsóknir á krabba- meinum í Stokkhólmi og varði þar doktorsritgerð sína í læknisfræði 11. júní sl. Framhalds- aðalfundur Búmanna STOFNFUNDUR húsnæðisfélags- ins Búmenn var haldinn 11. október sl. Fundinn sóttu nærri 300 manns og nærri eitt þúsund manns hafa látið skrá sig í félagið. Sunnudaginn 8. nóvember kl. 16 verður haldinn framhaldsstofnfundur Búmanna á Hótel Sögu í Súlnasalnum. Auk hefðbundinna fundarstarfa mun formaður félagsins, Guðrún Jónsdóttir, arkitekt, gera grein fyr- ir þeim lóðum og byggingarsvæðum sem eru til skoðunar hjá félaginu. Árni Sigfússon, framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins, fjallar um fjár- mál miðaldra og eldra fólks og þörf og leiðir til öruggari afkomu. Loks mun Þórarinn Magnússon, verk- fræðingur, fjalla um nýjungar í byggingatækni og leiðir til meiri hagkvæmni svo lækka megi bygg- ingarkostnað. Senjóríturnar, eldri sveit Kvennakórs Reykjavíkur, taka lag- ið undir stjóm Ruth L. Magnússon. Fundarstjóri verður Össur Skarphéðinsson, alþingismaður. Á fundinum geta menn látið skrá sig í félagið sem stofnfélaga og verða það síðustu forvöð að gerast stofnfélagi á þessum fundi. Hver fé- lagsmaður fær sérstakt félagsnúm- er og verður dregið um röðina með- al stofnfélaga. Stofngjald er 2.000 kr. fyrir einstakling og 3.000 kr. fyr- ir hjón. Húsnæðisfélagið Búmenn er landsfélag og hefur þegar komið fram áhugi á byggingum á nokkrum stöðum utan höfuðborgarsvæðisins. Aldursmark við kaup á búseturétti er 55 ár. KRISTNIBOÐSDAGURINN er sunnudaginn 8. nóvember. Þann dag verður starf Sambands ís- lenskra kristniboðsfélaga í Eþíópíu og Kenýa minnst sér- staklega í kirkjum landsins. Utvarpað verður messu frá Breiðholtskirkju þar sem Guð- laugur Gunnarsson kristniboði predikar. Hann hefur verið að störfum í Suður-Eþíópiu í um 13 ár og er nýkominn til íslands. Einnig verða samkomur í húsi KFUM í Reykjavík og á Akur- eyri. Biskup Islands, herra Karl Sigurbjörnsson, hefur lagt áherslu á virkari þátttöku safn- aða landsins í kristniboðsstarfinu eftir að hann heimsótti sjálfur starfssvæði íslensku kristniboð- anna í Afríku fyrr á þessu ári. Samband íslenskra kristni- boðsfélaga hefur um þessar mundir sjö kristniboða starfandi á sinuin vegum, tvo í Eþíópíu og fimm í Kenýa. Þeir vinna við uppbyggingu kennslu, boðun, ráðgjöf og stjórnun. Einn maður er við undirbúningsnám í Englandi og fer til Kenýa eftir áramótin. Það eru nú orðin 45 ár síðan fyrstu íslensku kristniboðarnir settust að í Konsóhéraði í Eþíóp- íu. Þar er nú blómlegt safnaðar- starf, barnaskóli, heilsugæslu- stöð og þróunarverkefni. I söfn- Kvikmynda- sýningar fyrir börn KVIKMYN DASÝNIN GAR fyrir börn eru í Norræna húsinu alla sunnudaga kl. 14. Sunnudaginn 8. nóvember verð- ur sýnd dönsk leikbrúðumynd „Balladen om Holger danske“. Þetta er leikbrúðumynd, sem segir frá þjóðhetjunni Holgeiri hinum danska. Sagan hefst á fæð- ingu hans og skírn um árið 800 á meðan heiðni ríkti í Danmörku. Menn Karls mikla ræna drengn- um og flytja hann til Frakklands. Þar lendir hann í ýmsum ævintýr- um. Framleiðandi er Frejas bprn. Hentar börnum frá 7 ára. Danskt tal og sýningartími er 78 mín. Hálf milljón bfla hjá Frum- herja hf. HÁLF milljón bíla hefur verið skoðuð í skoðunarstöð Frumherja hf., sem áður hét Bifreiðaskoðun hf., á Hesthálsi í Reykjavík. Af því tilefni hefur verið í gangi sérstakt átak á skoðunarstöðvum fyrirtæk- isins um land allt þar sem vakin er athygli á búnaði ökutækja fyrir veturinn. Sérstaklega hefur verið lögð áhersla á hjólbarða í því sam- bandi og þeir gerðir að umfjöllun- uðinum eru nú meira en tuttugu þúsund manns. Undanfarin ár hefur verið starfað meðal Tseimaí-manna í Voito-dalnum fyrir vestan Konsó og um þessar mundir er verið að reisa nýja heilsugæslustöð, sjúkraskýli og skólastofur í nágrenni bæjarins Ómó Rate í afskekktu héraði við landamæri Eþiópíu og Kenýa. I Kenýa er íslenska kristni- boðsstöðin í Cheparería að verða 20 ára. Skólastarf og fræðsla hafa verið áhersluverkefni auk safnaðarstarfsins sem unnið er meðal Pókot-manna á þessum slóðum. Auk þess tekur kristni- boðssambandið þátt í að senda kristilega útvarpsþætti til Kína, bæði fyrir börn og fullorðna. Fjárhagsáætlun kristniboðs- sambandsins á þessu ári er rúm- lega 20 milljónir króna. Starfið er allt borið uppi af frjálsum framlögum einstaklinga og kristniboðsáhugafólks. Tekin verða samskot í kirkjum og á samkomum á kristniboðsdaginn. Hægt er að leggja framlög til starfsins inn á bankareikning SÍK í Landsbanka íslands nr. 0117-26-2818. Kristniboðssam- bandið getur einnig notfært sér notuð frímerki og má koma þeim til aðalskrifstofunnar á Holtavegi 28 í Reykjavík eða senda í póst- hólf 4060. arefni í nýjasta fréttabréfi Frum- herja, segir í fréttatilkynningu. Hámarki náði þetta átak á fóstudaginn var. Þá hlaut við- skiptavinur vetrardekkjagang af gerðinni Norð-dekk að gjöf, en þetta er annar viðskiptavinurinn sem fær svona vinning. Næstu tvo föstudaga hljóta tveir viðskiptavin- ir til viðbótar samskonar vinninga, en vinningshafinn er dreginn úr hópi viðskiptavina sem komið hafa í skoðun þá vikuna. Þennan sama dag var viðskipta- vinum boðið upp á að greiða sama verð fyrir skoðunina eins og gert var 2. janúar 1990 þegar starfsemi stöðvarinnar hófst. Miðað við verð- lagsþróun á þessu tímabili hefur verð fyrir skoðunina lækkað því krónutöluhækkun er aðeins 12%, sem er innan við 1% meðalhækkun á ári, en til samanburðar má geta þess að launavísitala hefur hækkað um 60% á þessu tímabili, segir í til- kynningunni. Basar og kaffísala í Landakoti KVENFÉLAG Rristskirkju í Landakoti heldur sunnudaginn 8. nóvember happdrætti, basar og kaffisölu í Safnaðarheimili kaþ- ólska safnaðarins, Hávallagötu 16 og verður húsið opnað kl. 15. Fjöldi góðra vinninga verður á boðstólum. Engin núll. Ágóðanum verður varið til styrktar starfsemi kaþólska safnaðarins. Þjóðminjasafn spyr um heim- ilisguðrækni og sttídentalíf ÞJÓÐHÁTTADEILD Þjóðminja- safns Islands hefur gefið út tvær nýjar spurningaskrár nú á haust- dögum en deildin aflar heimilda um lífshætti í gamla daga með því að senda spurningaskrár til eldra fólks. Annars vegar kom út skrá 94 um heimilisguðrækni sem send var til fastra heimildarmanna deildarinnar og hins vegar skrá 95 um stúdentalíf sem send var til þeirra sem útskrifuðust úr Há- skóla íslands fyrir 1960. Varðandi heimilisguðrækni er m.a. spurt um trúarlegt uppeldi og fræðslu, bænir, áheit, signing- ar, helgisiði í tengslum við at- burði, hátíðir og merkisdaga, um viðhorf til presta og samskipti þeirra við heimili, um trúarlegar bækur og myndir, trúarlíf og fjöl- miðla, áköll á almættið, blótsyrði, sögur og vísur. I spurningaskrá um Stúdentalíf er spurt um náms- val, væntingar, kennsluaðstöðu, kennslu og próf, útskriftir, út- skriftaferðir og veislur, samskipti kennara og nemenda, leikfimi og íþróttir. Um viðhorf til háskóla- borgara, kynjamun, námsbækur, samvinnu nemenda, skemmtanir, (rússagildi, rannsóknaræfingar, garðsböll), félagslíf og pólitík í há- skólanum, um búsetu og fjöl- skylduhætti stúdenta, um líf í námsmannanýlendum erlendis og um það hvernig námið hefur nýst í lífinu. Á sjötta þúsund dagbóka Þjóðháttadeild stóð að degi dagbókarinnar ásamt handrita- deild Landsbókasafnsins og þang- að hefur nú þegar verið skilað á sjötta þúsund dagbóka með lýs- ingum á lífi Islendinga af ýmsu tagi hinn 15. október sl. Enn eru að berast dagbækur og menn sem hafa skrifað dagbók þennan dag en eiga eftir að senda hana eru hvattir til að gera það sem fyrst. Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns íslands er lokuð vegna flutninga fyrstu tvær vikurnar í nóvember. Hún verður opnuð á Lyngási 7 í Garðabæ hinn 16. nóvember. Nýtt símanúmer er 530 2200. Höfðinglegt framlag til meðferðar- deildar fyrir ungt fólk SÁA hefur undanfarna daga verið með fjáröflun til byggingar með- ferðardeildar fyrir ungt fólk á sjúkrahúsinu Vogi. Almenningi býðst að kaupa SÁÁ-kortið fyrir 300 kr. í verslun- um um land allt. Sl. miðvikudag gerðist einn kaupandinn stórtæk- ari en flestir hinna og lagði fram andvirði 6.667 SÁÁ-korta til söfn- unarinnar. Það gerir tvær milljón- ir króna Velgjörðarmaður SÁÁ er kona sem ekki vill láta nafn síns getið. Sala SÁÁ-kortsins gengur vel og er nú farið að síga á seinni hluta þessarar fjáröflunar. Henni lýkur sunnudaginn 8. nóvember. • • Ornefna- stofnun flytur ÖRNEFNASTOFNUN íslands er flutt að Lyngási 7 í Garðabæ. Örnefnanefnd hefur aðsetur á sama stað. LEIÐRÉTT Hjálparstarf kirkjunnar í FRÉTT um Hjálparstarf kirkj- unnar, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, urðu brenglanir bæði í texta og undir mynd. Þar er ranglega far- ið með nöfn fyrrverandi og núver- andi formanns, Harðar Einarssonar og Ólafs G. Einarssonar, og enn- fremur með nafn eins stjómar- manns, Hönnu Johannessen. Morg- unblaðið biðst afsökunar á þessum mistökum. Umsjón með tískusýningu RANGHERMT var í frásögn af tískusýningu á Kaffi Reykjavík í Fólki í fréttum að Auður Haralds- dóttir hefði umsjón með sýningun- um. Það er Unnur Arngrímsdóttir sem annast þessar sýningar. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Minnismerki um sr. Sigurð skáld í Holti „í GREIN minni um séra Sigurð skáld í Holti undir EyjafjöIIum, sunnudaginn 29. nóvember sl., segir að minnismerki hans í garði Skóga- skóla sé verk listakonunnar Rúrí. Höfundurinn er Ragnhildur Stef- ánsdóttir, myndhöggvari. Hlutað- eigendur era beðnir afsökunar á þessum mistökum." Þórður Tómasson, Skógum. SIMINN HVBR MÍNÚTA FRÁ KL. 23 TIL 08 NÆTURTAXTA er 73 kr./mín. o VitaMineral® 18 vítamín og steinefni Fæst í apótekum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.