Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Atök um menn og málefni áberandi innan nýrrar ríkissljórnar SPD og Græningja í Þýzkalandi I kröppum dansi á hveitibrauðsdögum Allt frá því stjórnarmyndunarviðræðum þýzkra jafnaðarmanna og Græning;ia lauk fyrir einum og hálfum mánuði og þeir tóku við af ríkisstjórn Helmuts Kohl eftir 16 ár í stjórnarandstöðu hefur borið á togstreitu um menn og málefni innan nýju stjórnarinnar og ýmsar aðgerðir hennar verið harkalega gagnrýndar. Auðunn Arnórsson rekur hér hverju þetta sætir. Haitzinger KOHL og Waigel (fjárniálaráðhei ra í stjórn Kohls) segja með ógöngur eftirmanna sinna, Schröders og Lafontaines, í huga: „Athyglisvert, þeir byrja með sama hætti og við lukum okkur af.“ GERHARD Schröder, sem hefur nú gegnt kanzlara- embættinu í Þýzkalandi í rúman mánuð, fór opinber- lega fram á það á dögunum að stjórn hans væri veittur 100 daga frestur til að koma sínum málum í réttan farveg áður en fjölmiðlar og stjómarand- stæðingar létu gamminn geisa í gagnrýni á störf hennar. Nýju stjórninni virðist ekki veita af slíkum „hlífðarfresti". Fjölmiðlar í og í kring um Þýzkaland hafa undan- famar vikur fyllzt af frásögnum af átökum og togstreitu innan stjórnar- innar, og gagnrýni ýmissa aðila á þau mál sem hún hefur sett fram frá því hún tók við stjórnartaumunum í þessu mesta efnahagsveldi Evrópu eftir 16 ára íhaldssama valdatíð Helmuts Kohls. „Gerhard Schröder, ef það er þá í raun hann sem stjómar þriðja stærsta efnahagsveldi heims, hefur farið einna verst af stað af öllum þeim sem tekið hafa við stjórnar- taumum nokkurs af helztu ríkjunum í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrj- aldar.“ Þetta er sá dómur sem leið- arahöfundar The Economist kveða upp yfir nýja kanzlaranum í nýjasta hefti tímaritsins. Þeir segja hann; hafa passað sig á að segja lítið í kosn- ingabaráttunni, en menn hefðu reikn- að með að eftir að í valdastólinn væri komið myndi hann sýna sitt rétta andlit. „En síðastliðna tvo mánuði hefur Schröder haldið áfram sama innihaldsleysinu og skipt óskýrleik- anum út fyrir hrærigraut,“ bæta Economist-menn við. Umdeildust hafa verið skattbreyt- ingaáform stjómarinnar, sem hafa reynt á þolrif stjórnarsamstarfsins mÖli jafnaðarmanna (SPD) og Græn- ingja, þótt deiiurnar hafi reyndar verið mestar innan SPD. Það er einkum tvennt í skatta- pakka stjórnarinnar sem vakið hefur hörð viðbrögð frá stjórnarandstöð- unni og samtökum aðila vinnumark- aðarins, en einnig frá fulltrúum SPD og Græningja. í fyrsta lagi er þar um að ræða frumvarp um niðurfellingu skatta af aukastörfum sem ekki eru greidd hærri mánaðarlaun fyrir en 620 mörk, eða um 25.000 krónur. Hins vegar eru áformaðir „umhverf- isskattar" - sem felast í hækkun orkuskatta og fleiru sem ætlað er að hvetja iðnaðinn til að framleiða á um- hverfisvænni hátt. Tekizt á um hagstjórnar- hugmyndir I þessum deilum hefur komið skýrt í ljós að innan forystu SPD takast á tvenns konar hagstjómarhugmynda- keifi - í einfaldaðri mynd er þar um að ræða „Keynes-ista“ í kring um flokksleiðtogann og fjármálaráðherr- ann Oskar Lafontaine - og hins vegar meiri markaðshyggjumenn, en kanzl- arinn er talinn til þessara herbúða. Rígur milli manna og togstreita um stefnu innan SPD er ekkert nýtt, en nú á þessi togstreita sér ekki leng- ur vettvang í forystugreinum dag- blaða heldur lýsir hún sér í áþreifan- legum stjómaraðgerðum. Ut á við kemur, að mati Neue Ziircher Zeit- ung, Lafontaine verst út úr þessu. Það var hann sem hafði lýst því yfir af mestum krafti að SPD stefndi að umfangsmiklum umbótum í því skyni að bæta úr meintum mistökum fyrri stjórnarherra. En þrátt fyrir að Schröder hafi að nokkm leyti tekizt að sýna að valdið sé hans - til dæmis með því að skella fram tillögunni um „620-marka-störfin“ án þess að Lafontaine vissi af því fyrirfram - og að hann hefði getað sett mark sitt á þær lausnir sem fundnar hefðu verið, þá hefur hringlið að undanfórnu sýnt þátt kanzlarans í síður en svo já- kvæðu ljósi. Spiegel á forsíðu í miðjum nóvember, þegar svo til öll athygli fjölmiðla á at- höfnum stjórnarinnar hafði beinzt að orðum og gerðum Lafontaines. Schröder brást reyndar við þessu og sagðist e.t.v. hafa verið „of mikið er- lendis". Nú mundi hann sinna innan- ríkismálunum betur. „Hversdagsannir ríkisstjórnar- starfsins eru hafnar - að því er virðist fyrr en Gerhai'd Schröder átti von á því,“ skrifar Spiegel. Gagnrýni héraðsleiðtoga Wolfgang Clement, forsætisráð- herra Nordrhein-Westfalen, stærsta þýzka sambandslandsins, hefur farið fyrir hópi þeirra innan SPD sem gagnrýna störf stjórnarinnar. Að hans mati myndu fyrirhugaðar skatt- kerfisbreytingar verka íþyngjandi fyrir rekendur smárra og meðal- stórra fyiirtækja, en það væri einmitt mesta þörfin á að létta skött- um af þeim ef takast ætti að blása nýju lífi í atvinnulífið, sem er yfirlýst markmið Schröder-stjóniarinnai'. Clement og leiðtogar fleiri sam- bandslanda, bæði úr röðum SPD og annarra flokka, eins og íhaldsmaður- inn Edmund Stoiber í Bæjaralandi, lögðust á eitt um að fordæma „620- marka-starfa-lögin“ þar sem þau myndu þýða mikinn skatttekjumissi fyrir sambandslöndin og sveitar- stjórnir. Jafnvel Gerhard Glogowski, arf- taki Schröders sem forsætisráðherra Neðra-Saxlands, tók strax undir gagnrýnina. Hann brást við, alveg í stíl við fyrirrennara sinn, með því að vísa til þess að það gangi fyrir að tryggja hagsmuni héraðsins, síðan komi flokkshagsmunir. Frá því sumarið 1997, þegar meira en ár var til þingkosninga, höfðu hér- aðsleiðtogar Þýzkalands beygt sig undir línuna sem gefm var af flokks- formanninum, Lafontaine, jafnvel þótt það þýddi á köflum að hagsmun- ir héraðanna þyrftu að víkja - allt í nafni baráttunnar fyrir kosningasigri yfir Kohl. Nú er hann fenginn og Lafontaine kominn sjálfur að kjöt- kötlunum - og héraðsleiðtogarnir hafa enga ástæðu til annars en að standa fastir á því að verja beina hagsmuni sinna umbjóðenda. Miklar væntingar - mikill asi En hvers vegna dynur þessi harða gagnrýni á nýju ríkisstjórninni, svo skömmu eftir að hún fékk að byija að spreyta sig? Að minnsta kosti eru jafnaðarmenn sammála um að það sé vegna þess að miklar væntingar hafi verið bundnar við nýja stjómarhen-a. Glogowski, sem Schröder valdi sjálf- ur sem eftirmann sinn, segir um meinta misheppnaða byrjun stjórn- arinnar: „Þeir vilja of mikið í einu á of stuttum tíma.“ Heide Simonis, forsætisráðherra Slésvíkur-Holtsetalands, segir undir- búningi SPD fyrir sigur í sambands- þingskosningunum hafa augljóslega verið ábótavant. Skattkerfisbreyt- ingatillögurnar væru greinilegt merki um þetta. Hans Eichel, forsætisráðherra Hessen, sagði: „Það er ekki eðlilegt, þegar við gerum skyssur sem við hefðum fyrir löngu átt að vera búin að læra að hætta að gera. Við þurfum á meiri aga að halda í stjórnarstarf- inu.“ Það var einmitt þetta - meint aga- leysi - sem talsmenn Græningja vöktu athygli á og halda fram að sé vandamál í röðum jafnaðarmanna í stjórninni. Heide Ruhle, talsmaður flokksstjórnar Græningja, sagði í síð- ustu viku að „ekki væri hægt að stjórna Þýzkalandi með stjórnlausu liði,“ eða „Chaostruppe" eins og hún orðaði það á frummálinu. Þessi gagnrýni vakti þó ekki sízt athygli fyrir þær sakir, að hún kom frá talsmanni Græningja, sem hafa betur en nokkur annar þýzkur stjórnmálaflokkur undanfarin ár passað við þessa lýsingu - að vera „stjórnlaust lið“. Telja of mikið gefið eftir En efnisleg gagnrýni Græningja á samstarfsflokkinn gekk aðallega út á að gagnrýna þá sem gagnrýndu um- samin áform stjómarinnar um setn- ingu nýrra umhverfisskatta, sem hafa verið Græningjum mjög hjartfólgnir en menn eins og áðurnefndur Wolf- gang Clement eru lítt hrifnir af. SPD- innanríkisráðherranum Otto Schily, sem var reyndar á sinum tíma meðal stofnenda Græningjaflokksins, tókst líka að ofbjóða Græningjum með um- mælum sínum um að Þýzkaland gæti ekki tekið við fleiri innflytjendum. Gunda Röstel, annar talsmaður flokksstjómar Græningja, varaði við því að reynt væri að grafa undan því samkomulagi sem náðst hefði um um- hverfisskattamálið. Almennt finnst Græningjum þeir hafa þegar við gerð stjórnarsáttmálans gefið eins mikið eftir af sínum sérstöku stefnumiðum og þeir frekast gátu, og sjá þeir sig tilknúna að verja með kjafti og klóm allt sem þeim hefur þó tekizt að ná fram. Mistök viðurkennd Annar þingmaður Græningja, Kristin Heyne, krafðist þess að í ljósi samskiptaörðugleikanna, sem greini- lega væru vandamál innan stjórnar- innar, yrði að kalla saman svokallað- an „samsteypufund", sem er sam- ráðsvettvangur leiðtoga stjórnar- flokkanna innan sem utan þings. Jafnaðarmenn voni tregir til að gang- ast inn á þetta, þar sem þeir eru al- mennt þeiirar skoðunar að slíkan fund eigi aðeins að kalla saman í hálf- gerðum neyðartilvikum. En þeir létu undan og á miðviku- dag komu forystumenn beggja stjórnai-flokka saman í Bonn til að reyna að greiða úr innri deilumálum. Á fundinum gekk á með gagnkvæm- um ásökunum. Ottmar Schreiner, nýr framkvæmdastjóri SPD, viðurkenndi að eitt og annað hefði farið úrskeiðis í sínum herbúðum, en vísaði því á bug að jafnaðarmönnum væri einum um að kenna hve neikvæða ímynd stjóm- in hefði fengið á sig, Græningjar bæru eins ábyrgð á henni. Gunda Röstel lagði til að slíkir samráðsfund- ir yrðu haldnir „um það bil einu sinni í mánuði", eftir því sem Suddeutsche Zeitung greinir frá. Þessi vettvangur ætti þó ekki að verða „eftirlíking" af reglulegum samráðsfundum forystu- manna stjórnarflokkanna í tíð Kohls. I næstu viku ætlar Schröder að eiga sérstakan samráðsfund með SPD-sambandslandaleiðtogum. Á fundi með Wolfgang Clement og fleiri SPD-forkólfum á þriðjudagskvöld tókst kanzlaranum þó að semja um stuðning við skattapakka stjórnarinn- ar. Uwe Karsten Heye, opinber tals- maður stjórnarinnar, sagði eftir þennan fund að deilur innan stjórnar- innar um skattbreytingaáformin væru úr sögunni. Þarf Schröder að taka sér Kohl til fyrirmyndar? Der Spiegel bendir á, að Schröder hafi sem kanzlari enn ekki komið sér upp þróuðu „aðvörunarkerfi". Kohl hafi jafnan látið „sporhunda" í eigin flokki kanna afstöðu manna í hugsan- lega umdeildum málum áður en hann tók ákvörðun um eigin afstöðu. Það sem á hefur gengið á fyrstu stjórnar- vikum ríkisstjórnar SPD og Græn- ingja sýnir, að Schröder komist tæp- ast hjá því að taka sér fyrirrennarann a.m.k. að einhverju leyti til fyrir- myndar. Hafa ber reyndar í huga, að Schröder er, ólíkt Kohl, ekki leiðtogi eigin flokks, og hefur því ekki sömu möguleika á að fylkja eigin liði að baki sér. Síðasti kanzlarinn úr röðum jafnaðarmanna, Helmut Schmidt, til- greindi það reyndar sem aðalástæð- una fyrir falli sínu úr embætti á sín- um tíma (hann tapaði atkvæða- greiðslu um traustsyfirlýsingu á þingi) að hann var ekki flokksformað- ur jafnframt því að vera kanzlari. Og á meðan flokksleiðtoginn Lafontaine er önnum kafinn við að hrinda í framkvæmd öllu því sem hann hefur dreymt um að komast í aðstöðu til að gera (a.m.k. frá því hann var kanzlaraefni SPD 1990) get- ur hann ekki sinnt hlutverki „aga- meistara“ flokksliðsins af sama krafti og hann gerði með góðum árangri síð- ustu misserin fyrir kosningarnar í september. Og vilji Schröder taka sjálfur við agameistarahlutverkinu veit hann að hann á mikinn slag fyrir höndum. ,Hvar er Schröder?“ spurði Der HOLTAOARÐAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.