Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ RAFEINDIR í segulsviði sveigja af beinni braut og valda spennu milli hliða málmþynnunnar. Spennan eykst jafnt með sterkara segulsviði. RAFEINDIR í tvívíðu rafeindakerfi og mjög sterku segul- sviði eru bundnar við fastar brautir í fletinum. Hall-viðnám sem mælist milli hliða rafeindakerfisins eykst í þrepum. RAFEINDAHEIMUR Laughlins. Hver tvívfð rafeind hef- ur gripið þrjá segulflæðisskammta. Hólamir tákna raf- spennusveiflur í fletinum. AR HVERT eru veitt Nóbelsverðlaun fyrir mikilvægar uppgötvanir í vísindum, framlag til heimsbókmennta og störf að friðarmálum. A lista verð- launahafa má finna nöfn á borð við Marie Curie, Albert Einstein, Ernest Hemingway, James Watson, Milton Friedman og Desmond Tutu, ásamt Halldóri Laxness sem hlaut bók- menntaverðlaun Nóbels árið 1955, eins og kunnugt er. Einstaklingar sem útnefndir hafa verið til Nóbels- verðlauna eiga það sameiginlegt að hafa átt stóran þátt í að móta þann heim sem við lifum í; okkar tækni- lega, menningarlega, pólitíska og efnahagslega umhverfi. I ár verða Nóbelsverðlaun í eðlisfræði veitt þremur bandarískum vísindamönn- um, Robert B. Laughlin, Horst L. Störmer og Daniel C. Tsui, sem starfað hafa á sviði hálfleiðaraeðlis- fræði og skammtafræði, íyrii- upp- götvun þeirra á nýstárlegu fyrirbæri sem nefnist brotaskammtahrif Halls. Erfðaskrá Nóbels Aifred Nóbel (1833-1896) fann upp dínamítið, sem var öflugt sprengi- efni en á sama tíma öruggt og meðfærilegt og m.a. auðveldaði til muna ýmsar byggingarframkvæmd- ir. Eftir að hafa fengið einkaleyfi á framleiðslu efnisins árið 1867 setti Nóbel upp dínamítverksmiðjur í mörgum löndum og hagnaðist gífur- lega. í erfðaskrá sinni kvað hann á um að stofnaður skyldi sjóður sem árlega veitti verðlaun á fímm sviðum þeim aðilum sem gert hefðu mann- kyninu mest gagn með framlagi sínu árið á undan. Verðlaun úr sjóðnum ætti að veita fyrir mikilvægastar uppgötvanir í eðlisfræði, efnafræði og læknis- eða lífeðlisfræði og að auki fyrir framúrskarandi bók- menntaverk og störf í þágu heims- friðar. Með fáum undantekningum hafa Nóbelsverðlaun á þessum fimm sviðum verið veitt árlega frá 1901. Að auki eru nú einnig veitt Nóbels- verðlaun í hagfræði úr minningar- sjóði um Alfred Nóbel sem sænski ríkisbankinn stofnaði árið 1968. Verðlaunum hefur oft verið skipt milli tveggja eða þriggja aðila og íriðarverðlaunum hefur nokkrum sinnum verið úthlutað til stofnana frekar en einstaklinga. Uppgötvun Halls Framlag þeirra Laughlin, Stör- mer og Tsui til eðlisfræðinnar á sér nokkra forsögu. Segja má að hún hefjist árið 1879 með uppgötvun Bandaríkjamannsins Edwin H. Hall. Hall komst að því að þegar raf- straumur rennur í gegnum málmþynnu sem komið er fyrir í sterku segulsviði mælist spennu- munur milli hægri og vinstri hliða málmbútsins. Undir venjulegum kringumstæðum, þegar aðeins veikt segulsvið jarðarinnar er til staðar, er þessi spennumunur vart mælan- legur en hann eykst með auknu seg- ulsviði. Spennan sem Hall mældi stafar af þvi að rafeindir á ferð í seg- ulsviði sveigja út af beinni braut og safnast fyrir öðrum megin á málmþynnunni. Með því að deila spennunni með rafstraumnum sem rennur eftir þynnunni má reikna svokallað Hall-viðnám. Þetta viðnám gefur til kynna hversu margar raf- eindir bera strauminn í málminum. Hall-hrifin má einnig nýta til að mæla styrk óþekkts segulsviðs og byggjast margir segulsviðsmælar á þeirri tækni. NOBELSVERÐLAUNIN I EÐLISFRÆÐI 1998 Brotaskammta- hrif og bylgjufall Næstkomandi fimmtudag verða hin eftir- sóttu Nóbelsverðlaun í eðlisfræði afhent í Stokkhólmi í 92. sinn. Koma þau í hlut þriggja bandarískra vísindamanna sem stundað hafa rannsóknir á hálfleiðurum. Kristján Leósson fjallar um uppgötvun þremenninganna, forsögu hennar, tengsl við tölvutækni framtíðarinnar og tengdar ------------------------------------^-- eðlisfræðirannsóknir sem gerðar eru á Is- landi við Raunvísindastofnun Háskólans. Robert B. Laughlin Hálfleiðarar og tölvutækni Arið 1956 voru Nóbelsverðlaunin í eðlis- fræði veitt fyrir þá upp- götvun sem sétt hefur hvað mestan svip á tækniþróun síðustu ára- tuga; transistorinn eða smárann. Smárinn er grunneining tölvu- og öirása og byggist á sér- stökum eiginleikum svokallaðra hálfleiðai-a. Hálfleiðarar, t.d. kísill sem nú er notaður í flestallar örrásfr, þóttu á fyrri hluta aldarinnar heldur ómerkilegt rannsóknarefni og vart brúklegir til neins. Þvert á þær spái- hefur uppgötvun smárans fylgt ótrú- leg bylting í rafeinda-, tölvu- og sam- skiptatækni. Vísindarannsóknir tengdar hálfleiðurum hafa aukist samhliða og verið grundvöllur margra fleiri uppgötvana á sviði eðl- isfræðinnar. Við gerð nútíma örrása, sem innihaldið geta tugmilljónir smára, er nauðsynlegt að hálfleiðar- inn sé ofurhreinn og nær fullkomlega kristallaður. Tæknin sem þróuð hef- ur verið til að framleiða slíka krist- alla og prenta á þá örsmáar rafrásir hefur undanfarna áratugi gert vís- indamönnum kleift að rannsaka ýmis fyrirbæri sem engin leið vai' að fá fram i öðrum efnum. Tvívíður heimur Gott dæmi um nýstárleg fyrir- bæri í hálfleiðurum eru svokölluð tvívíð rafeindakei-fi. Slík kerfi eru búin til úr lögum mismunandi hálfleiðara. I tvívíðu rafeindakerfi eru þær rafeindir sem bera raf- strauminn í efninu þvingaðar til að ferðast á svo örþunnum fleti að þær geta ekki lengur fundið fyrir einni vídd. Segja má að rafeindimar séu frjálsar ferða sinna í efninu að öðru leyti en því að þær komast hvorki „upp“ né „niður“. Til þess að ná þessu marki má svæðið sem rafeind- Daniel C. Tsui. irnar ferðast í ekki vera yfír nokkr- um tugum nanómetra að þykkt. Þess má geta að einn nanómeter er millj- ónasti hluti úr millímetra. I hálfleið- aranum getur verið til staðar raf- spenna sem dregur að sér eða hrind- fr frá sér rafeindum. Þrátt fyrfr að rafeindirnar séu þvingaðar til að ferðast í tveimur víddum er oft dreg- in upp sú mynd að þær ferðist um í nokkurs konar ósléttu landslagi þar sem áttirnar upp og niður tákna ekki eiginlega vídd heldur rafstöðuorku rafeindanna. Segja má að brekka upp á við samsvari fráhrindikrafti en halli niður á við tákni aðdráttarkraft og rafeindin hefur þess vegna til- hneigingu til að renna „niður á við“ í landslaginu og sitja á stöðum þar sem stöðuorka hennar er í lágmarki. Eiginleikar tvívíðra rafeindakerfa eru m.a. nýttir í framleiðslu háhraðasmára og einnig í flestöllum háifleiðaraléýsúm sem iiotaðir éru til að senda símtöl eftir ljósleiðurum, spila tónlist af geisladiskum o.fl. o.fl. í þessu flatlendi rafeinda átti sér líka stað næsti kafli atburðarásar- innar sem leiddi til uppgötvunar brotaskammtahrifa Halls. Skammtahrif Halls I upphafi níunda ái-atugarins gerði þýski eðlisfræðingurinn Klaus von Klitzing athuganir á tvívíðum raf- eindum í segulsviði. I ljós kom að við nægilega lág hitastig og nægilega sterk segulsvið hættu rafeindimar að hegða sér eins og í tilraun Halls SMÁSJÁRMYND af örrás á hálfleiðaraflögu. I miðju rásar- innar er tvívítt rafeindakerfi. frá því hundrað árum áður. Til að bera færi á þessari hegðun var nauð- synlegt að skapa segúlsvið sem var milljón sinnum sterkara en segulsvið jarðarinnar; tífalt sterkara en það sem Hall notaði í sínum tilraunum. Að auki vai’ hitastigið sem von Klitzing notaði aðeins einni til tveim- ur gráðum yfir alkuli. Hall-viðnámið sem mældist við þessar aðstæður breyttist ekki jafnt og línulega í hinu sterka segulsviði heldur í stökkum, þ.e.a.s. þegar segulsviðið var hækkað gat spennan milli hliða sýnisins hald- ist föst þar til hún stökk skyndilega upp á næsta þrep í stiganum og hélst þar um tíma o.s.frv. Það sem meira var, að þessi þrep birtust ávallt við nákvæmlega sömu viðnámsgildi, óháð því hvaða efni var notað og hvar í heiminum það var mælt. Hæsta viðnámsgildið er gefið með jöfnunni Rx = h/e2, þ.e. eingöngu ákvarðað af tveimur náttúrulegum föstum, fasta Plancks og hleðslu rafeindarinnar. Lægi'i þrep í Hall-viðnámsstiganum birtast við Rx/2, Rx/3 o.s.fl-v. Hall- viðnámið var skammtað í hlutum af Rx og fyrirbærið var af þessum sök- um nefnt skammtahrif Halls. Með þvi að endurtaka mælingar von Klitzing hafa tilraunastofur og staðlastofnanfr getað mælt viðmiðunargildi fyrir rafviðnám sem er jafn óbreytanlegt og hraði ijóssins og hefur verið alþjóðlegur staðall frá árinu 1990. Klaus von Klitzing hlaut Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði 1985 og var gestur norrænu hálfleiðar- aráðstefnunnai' sem haldin var á ís- landi árið 1994. Undraveröld skammtafræðinnar Skammtahrif Halls veita okkur innsýn í heim rafeindanna. Sú grein eðlisfræðinnar sem lýsir þeim náttúrulögmálum sem þar gilda er skammtafræðin. Skammtafræðin var sett fram á fyrri hluta aldarinn- ar og lögðu margir vísindamenn þar hönd á plóginn. Þess má t.d. geta að Albert Einstein hlaut Nóbelsverð- laun sín fyrir framlag til skammta- fræðinnar en ekki fyrir afstæðis- kenninguna sem hann er e.t.v. þekktari fyrir. Samkvæmt skammtafræðinni þá er orka skömmtuð; orka rafeinda í frum- eindum er skömmtuð sem veldur því að þær sitja á mismunandi orkuþrepum umhverfis kjarnann, ljós er straumur orkuskammta sem nefnast ljóseindfr o.s.frv. Önnur mikilvæg hugmynd innan skammta- fræðinnar er sú að tvær rafeindfr geta ekki verið í sama ástandi á sama tíma. Rafeindir í frumeind geta t.d. ekki allar sest í lægsta orkuástand næst kjarnanum heldur verða sumar þeiiTa að sitja á hærri orkustígum lengi'a frá honum. Eind- ir sem fylgja þessai-i reglu nefnast fermíeindir. Af gagnstæðri tegund einda eru þær sem geta setið marg- ar í sama ástandi og nefnast bóseindir, dæmi um slíkar eindir eru ljóseindir. I tvívíðu rafeindalands- lagi eru sumar rafeindir staðbundn- ar í dældum í landslaginu en það kallar samtímis á að aðrar hafí meiri orku og þess vegna frelsi til að ferð- ast langai' vegalengdir. Við lág hita- stig eru það eingöngu þær síðar- nefndu sem bera rafstrauminn. Seg- ulsvið hefur áhrif á ferð rafeindanna og sé það nægilega sterkt verður orka þessara frjálsu rafeinda einnig skömmtuð. Rafeindirnar eru þá læstar á ákveðnum brautum sem líkja mætti við rafeindahvel frum- einda. Þessi skammtaða hreyfing rafeindanna auk samspils staðbund- inna og óstaðbundinna ástanda þeirra veldur þvi að Hall-viðnámið hækkar i skrefum með auknu segul- sviði. Allar þessar hugmyndir voru vel þekktar áður en von Klitzing mældi hið skammtaða Hall-viðnám en skömmu eftir að hann hafði bfrt sínar niðurstöður fór þó að bera á frávikum frá þessum kenningum sem komu öllum að óvörum. Brotaskammtahrif Halls Tveimíxr árum eftir uppgötvun skammtahrifa Halls gerðu band- arísku eðlisfræðingarnir Horst L. Störmer og Daniel C. Tsui mælingar á tvívíðum rafeindakerfum í nýjum og enn fullkomnari hálfleiðarasýnum og í sterkara segulsviði. Að auki var hitastigið nú aðeins nokki-um þúsundustu hlutum úr gráðu frá al- kuli. Þessar tæknilega erfiðu mæl- ingar voru framkvæmdar við AT&T Bell rannsóknarstöðina sem heyrir nú undir samskiptatæknirisann Lucent Technologies. Ásamt sam- starfsmanni sínum A. Gossard, sem framleitt hafði sýnin, birtu þeir nið- urstöðm'nar árið 1982.1 mótsögn við þær kenningai' sem notaðar voru til að útskýra heiltöluskammtahrifin, þá fundu þeir nýtt þrep í Hall- viðnámsstiganum, þrisvar sinnum hærra en það hæsta sem von Klitzing hafði mælt, samsvarandi Rx/(l/3). Innan ramma skammta- hrifanna mátti eingöngu skýra það með því að í rafeindakerfinu væru agnir með hleðslu sem jafngilti þriðjungi af grunnhleðslu rafeindar. Við frekari mælingar fundust einnig ný skref við önnur margfeldi af grunnviðnáminu, t.d. Rx/(2/5) og Rx/(3/7). Það lá beint við að gefa fyr- frbærinu nafnið brotaskammtahrif Halls og greina það þannig frá heiltöluskammtahrifum von Klitz- ing. Ljóst var að kerfið hafði ►
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.